Færsluflokkur: Lífstíll

Raunaleg rauntímatafla ...

134947688_152070726699647_4361098918783409906_nÍ strætóskýlum stóla á
stórgóða nýja tækni.
Nema ég hafi gleymt að gá
& gæti þurft augnlækni.

Dr. Gylforce fór sínar fyrstu ferðir ársins hvar hann hélt sig við sínar breiðhylzku lendur. Nema hvað.

132364581_3670441749688509_8171981095551482717_nVið Seljabraut okkar Breiðhyltinga hefir nýlega verið komið upp rauntímatöflu í skýlinu. Doksi kallinn tók eptir því á dögunum & hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta sér tæknina. En ekki hvað???

Þegar dr.-inn bar að garði virkaði rauntímataflan ekki sem var bagalegt. Aukinheldur var leið 2 of sein á ferðinni en blessunarlega slapp það til þegar í Mjódd var komið.

Yfir&út!


Gleðilegt ár vagnverjar!

133886372_3491001747636063_8292731553977700549_oDr. Gylforce óskar vagnverjum nær & fjær gæfu á leið á nýju ári.

Takk fyrir hið stórmerkilega 2020 & munum:

Betri er einn vagn á ferð en tveir í tímajöfnun.

Góðar stundir.


Stakkaskipti hjá strætó landsbyggðar ...

airport-directVegagerðin í vegferð nú
með vagna landsbyggðar.
Betri vagnar - jibbí vessgú
vagnverjum til dyggðar.

Dr. Gylforce hefir verið líkt & eilífur augnakarl við Mjódd okkar Breiðhyltinga.

VDL-Futura-FMD2-148-Hopbilar_YXJfMTkyMHg2NzJfZF8xX2pwZ18vX2Fzc2V0L19wcml2YXRlL25ld3MvMjg4MA_ce78a9f5Þar hefir doksi kallinn tekið eptir því að vagnar, sem notaðir voru hjá Airport Direct í ferðir til & frá Leifsstöð, eru nú komnir á landsbyggðaleiðir. Nema hvað.

Bláguluvagnar landsbyggðar verða framvegis á hendi Vegagerðarinnar, þó með sérstökum þjónustusamningi við Strætó bs.  1

Samhliða samkomulaginu verða gerðar auknar kröfur um betri vagna. Í því sambandi mun verktakinn Hópbílar, sem m.a. annast akstur á leiðum 51/52 & 57, taka í notkun glæsilega tæplega 15 metra VDL-vagna sem verða með hjólastólalyftu og betri salernisaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.

Með hækkandi sól & faraldri í rénun mun dr.-inn hyggja á ferðir með þeim blágulu enda alltof langt síðan hann fór á fjörurnar við þá síðast - maður lifandi!



Gef ei gaum ...

17Vögnunum nú gef ei gaum
Gylforce-inn með meiru.
Daglega hann á sér draum
að drepa þessa veiru. 

121568906_3295282270541346_495051676678171631_oÞað er ekki laust við að dr. Gylforce sé enn & aptur með böggum hildar, hvar fátt er um ferðir hjá honum í faraldrinum. 

Vissulega eru vinir vorir, vagnarnir, á fullu á vígvöllum veganna en öngvu að síður hefir doksi kallinn ákveðið að hlýða Víði & vera lítt á vappi.

Vonandi varir þetta leiðindaástand eigi lengur en til 3. nóvember.

Yfir&út!



Á strætisvagna stari ...

2Strætisvagnana stari á
steinrunninn með væl.
Um leið & faraldur er frá
finn ég þá um hæl.

Hinn stolti & stælti Stútulautarselsdoktor hyggst láta sér nægja að fylgjast að mestu með vögnunum - vinum vorum - meðan þriðja bylgja óværunnar er í hámarki. Nema hvað.

74911455_10156206660650938_4157561177552977920_o137FA52A 25E9 41D4 8D28 B6A5415ED977Dr. Gylforce sat fráleitt í gærkvöldi í seli sínu í læstri hliðarlegu með bók í hönd og konfektkassa í seilingarfjarlægð. Öðru nær. Doksi kallinn valhoppaði brosandi af stað um breiðhylzkar lendur & áði við Mjódd, hvar hann fylgdist grannt með vögnunum.

Það gladdi hið gamla hró dr.´s hve margir rafvagnar ættaðir úr Austri voru á vígvöllum veganna. Öllu kaldhæðnislegra er þó sú staðreynd að rafvagnar þessir eru framleiddir steinsnar frá Wuhanborginni í Kína, hvar veiran skæða virðist eiga upptök sín & heldur doktornum frá langdvölum & þrásetum í vögnunum.

Amen. 


Verum öll með grímu ...

Mínir kæru vagnverjar
verum með grímu.
Öll við erum samherjar
í þessari glímu.

Grímuskylda

Vonandi eru allir vagnverjar með á nótunum & tilbúnir að setja á sig grímuna í vinum vorum, vögnunum. 

Dr. Gylforce hefir ekki séð annað en langflestir taki þessu vel enda er nú skylda að vera með grímu, bæði fyrir verjann sem & vagnstjórann. 

Dr.-inn hlakkar til að halda út á vit vagna í fyrramálið & kanna stöðuna á grímunum.

Yfir&út!


Barbarismi í borginni ...

Í biðskýlum berserksgangur
barbarar - sammála?
Kollurinn á þeim kolrangur
komið þeim til sála.

Barbarar í borginni

Hinn veiruvanmáttugi vagnverji, dr. Gylforce, mátti nú ekki við fleiri slæmum fréttum þessi dægrin. Maður lifandi!

Ekki nóg með að þrásetur & langdvalir í vinum vorum - vögnunum - séu ekki skynsamlegar á þessum dæmafáu tímum heldur virðist sem helstu barbaristar borgarinnar hafi gengið berserksgang á biðskýlunum við Ártún!

Skýlin voru þakin glerbrotum sem minnir doksa kallinn óþægilega mikið á voveiflegan atburð í Þýskalandi rétt fyrir seinna stríð. Úff!

Vonandi ná laganna verðir að hafa hendur í hári barbaranna svo ófögnuði á borð við þennan linni nú í eitt skipti fyrir öll. Koma svo!!!

Amen.


Hinn grímuklæddi Gylforce ...

Gylforce-inn grímuklæddur
í gleðina er basl. 
Með sprittbrúsann síhræddur
svei þér veirudrasl!

Hinn bústni en bráðmyndarlegi dr. Gylforce brölti á vit vagna í blæðandi morgunsárinu, hvar grímuskyldu hefir nú verið komið á í öllum vögnum. Góðu heilli.

Vitaskuld var doksi kallinn vopnaður einni grímu aukinheldur sem hann hélt þéttingsfast en þó fimlega á litlum sprittbrúsa. En ekki hvað???

1E06FD7C CE81 4F98 B835 AD33ED7A268CFaraldurinn virðist vera kominn aptur á flug & því afar mikilvægt að fara varlega og huga vel að sóttvörnum. Ekki var annað að heyra á fréttamiðlum en að flestir vagnverjar hafi hapt grímuna fyrir vitum sér í ferðum sínum. Það var a.m.k. upplifun doktorsins. Nema hvað.

Vagnverjar virða reglur

Dr.-inn átti unaðsstundir í leið 4 & 35 þennan morguninn & fékk sér svo góðan rúnt með leið 28 eptir daglanga viðveru í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes.

Yfir&út!




Hinn músíkalski metanvagn!

Framdyr opnast, flautan gall
fagurt lag í spilun.
Metanvagninn músíksnjall
merkileg þessi bilun!

95897560_2767668569948381_2199326647746822144_nÍ hópi á Fasbókinni sem ber heitið "Strætó bs. LOF OG LAST" var að finna skemmtilega færslu á dögunum.

Byggðasamlagið hefir tvo hvíta metanvagna frá Scania á sínum snærum sem aðallega aka leiðum 6 & 18.

Óvenjuleg bilun varð í öðrum þeirra hvar þegar framhurðin opnast spilar bílflautan lagstúf!

Músíkalskur metanvagn - hvað er hægt að hafa það betra :) ??? 


Árskort í unaðinn ...

Í hús er komið kort
sem kætir mitt hró
& öll mín ljóð óort
eiga stund í strætó.

Dr. Gylforce frá Stútulaut fékk óskasendingu á dögunum, hvar árskort í vini vora - vagnana - kom í hús með sniglapóstinum geðþekka. 

Dr.-inn beið öngvra boða & hélt rakleitt á vit vagna. En ekki hvað???

Allt virtist smella þetta annars hægláta & fallega haustkvöld, hvar Gylforce-inn hitti loksins á Jesúvagninn umtalaða er hann valhoppaði um hin breiðhylzku fell:

Ég Jesúvagninn í fellum fann
fer þar um með Litháa.
Ríkti hann með sóma & sann
síðla hausts á landinu bláa.

Eptir yndislegar ferðir um Breiðholtið þvert & endilangt með leiðum 2,3,4 & 12 - & Gylforce-inn vitaskuld vopnaður grímu - var þetta orðið gott & kominn tími á koddann.

Góðar stundir vagnverjar!



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband