Færsluflokkur: Lífstíll
Gagnavagninn gerbreyttur
glæstan ég hann tel.
Daði sjaldan dauðþreyttur
dansar fantavel.
Það er kominn nýr Gagnavagn sem er enn glæsilegri en sá gamli.
Dr. Gylforce hlakkar mjög til þess að sjá hann á vígvöllum veganna um helgina. Maður lifandi!
Lífstíll | 30.4.2021 | 19:31 (breytt kl. 19:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á feitum hval eg ei nú flaut
fannst voðinn alveg vís.
Keyrði veginn um Kársnesbraut
hvar er dýrleg Herdís?
Rödd Strætós, sem ku vera grýlan Herdís Hallvarðsdóttir, heyrist nú ekki alveg nógu vel í of mörgum vögnum er aka á vegum byggðasamlagsins. Illu heilli.
Dr. Gylforce arkaði um kræsilegar lendur þeirra Kópvæginga í blíðunni í kvöld með leiðum 28 & 35, hvar í öðrum vagninum heyrðist hvorki hósti né stuna frá grýlunni geðþekku.
Dr.-inn hyggst fara í viking á næstu vikum & kortleggja þessa vagna & vonast til þess að bæði upplýsingatöflur í vögnunum & röddin fagra virki sem skyldi.
Upp með sokkana!!!
Efri mynd: grapevine.is
Lífstíll | 12.4.2021 | 22:40 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafmagn & metan
í mínu kerfi.
Sæt verður setan
sælt er umhverfi.
Um helgar kemst dr. Gylforce í sjúklegar álnir líkt & segir í laginu fræga. Það er nefninlega svá að einungis raf- & metanvagnar annast akstur á hinni þriðju leið frá Hlemmtorgi þeirra Reykvíkinga & upp með breiðhylzkum brekkum. Maður lifandi!
Vitaskuld kallar þetta á urmul ferða hjá dr.-num en þegar líða tekur á daginn verða hvítu metanvíkingarnir að hverfa á braut & fá meira djús til þess að getað haldið áfram unaðslegum ferðum sínum. Hvað um það.
Vonandi er von á fleirum metanvögnum hér á höfuðborgarsvæðinu en þess má geta að norðan heiða hafa þeir í hyggju að taka í notkun sinn fjórða vagn sem gengur fyrir metani.
Það er eðall. Nema hvað!
Lífstíll | 11.4.2021 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce nefnist garpur sá
grimmur er í vögnum.
Kastar þar verja orðum á
með æsilegum sögnum.
Skömmu áður en tíu mínútna tíðni á leið leiðanna, leið 1, lauk í gær tók dr. Gylforce sér góða langdvöl með leið þessari. En ekki hvað???
Leið leiðanna ber höfuð & herðar yfir aðrar leiðir hvað fjölda vagnverjar varðar & því ekki úr vegi að taka almennilegan rúnt með henni.
Dr. Gylforce fór inn í Firði þeirra Fjarðarmanna & hélt með vagninum alla leið að Hlemmtorginu. Doksi kallinn fékk að vísu sér til fulltingis varavagn af Irisbus gerð en lét öngvan bilbug á sér finna & naut hvarvetna ferðarinnar í hvívetna.
Milli þess að spjalla við vagnverja & telja þá hapði dr. Gylforce gaman af að sjá átta aðra vagna á leið leiðanna enda þarf urmul af þeim gulu til þess að halda uppi þessari unaðslegu tíu mínútna tíðni.
Gylforce með ás í ermi
ekkert það toppar.
Vagninn með fullfermi
í Firðinum stoppar.
Dr.-inn er nú öldungiz smeykur um það.
Yfir&út!
Lífstíll | 10.4.2021 | 23:27 (breytt 11.4.2021 kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vífilsstaði vandræði
virðist hunsað í dag.
Er svo klikkað kjaftæði
kippa með hraði í lag!
Í dymbil- & kyrravikunni sem senn rennur sitt skeið átti dr. Gylforce unaðslegar langdvalir & þrásetur í leið 21. Nema hvað.
Leiðin sú var lengd síðastliðið sumar & ekur nú hin tuttugasta&fyrsta leið frá Mjódd okkar Breiðhyltinga, framhjá Smáratorgi, að Vífilsstöðum, Ikea, stoppar aðeins í Firði & heldur svo í Háholt þeirra Fjarðarmanna. En ekki hvað???
Við Vífilsstaðaspítala er aðkoma vagnsins afar furðuleg svá ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Leið 21 þarf að snúa við á bílaplaninu við spítalann. Ef hinsvegar er þar krökkt af bílum lentir vagnstjórinn í kröppum dansi.
Dr.-inn hefir nokkrum sinnum verið í vagninum hvar vagnstjórinn þarf að bakka & gera alls kyns hundakúnstir til þess að ná að snúa vagninum við.
Vonandi nær byggðasamlagið að gera bragarbót á þessu fljótt & örugglega. Það er óviðunandi að vagninn sé að bakka þarna & helst þarf hann að hafa lítið hringtorg.
Yfir&út!
Lífstíll | 3.4.2021 | 20:11 (breytt kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Hafnfirðingum tók ég hús
í hrauninu & steinum.
Vagnabröltið reyndist blús
með bílstjóranum einum.
Í miðri kyrraviku er fátt betra en finna friðinn & hlaða batteríin meðal vina sinna, vagnanna.
Dr. Gylforce tók hús á Hafnfirðingum eitt kvöldið en síðasta sumar gerbreyttu þeir leiðanetinu sínu.
Þeir fækkuðu leiðum & lengdu þær & ekki annað að sjá en að þetta hafi verið til mikilla bóta.
Hinsvegar er vart marktækt að athuga hvort vagnverjum hafi fjölgað, hvar veiran skæða setur þar væntanlega strik í þann reikning. Nema hvað.
Dr. Gylforce var sem eilífur augnakarl í vögnunum þremur sem aka leið 21 að þessu sinni. Afar fáir voru á ferli & eitt sinn fékk doksi kallinn sérferð frá Firði að Mjódd okkar Breiðhyltinga.
Máske eru allir í Geldingardölum???
Lífstíll | 31.3.2021 | 11:00 (breytt kl. 13:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er leiðanúmer lækkar
hugljúfari ég verð.
& sálarspikið stækkar
sífellt í hverri ferð.
Eins & alþjóð veit er afar hollt & huggulegt að safna miklu & góðu spiki á sálartetrið sitt frekar en kroppinn góða. Það hefir dr.-inn gert í upphafi dymbilviku en ein besta leiðin til þess er jú að taka bestu leiðina; vagnana.
Í blíðu gærdagsins var eptirtektarvert að leiðanúmer dr. Gylforce lækkuðu stöðugt með fleiri ferðum. Doksi kallinn hélt á vit vagna í leið 24 í Mjódd okkar Breiðhyltinga, því næst var komið að leið 15 við Ártún hvar svá doktorinn skellti sér í smárútu á leið 7.
Unaðurinn hélt áfram við Spöng með leið 6 alla leið að Hlemmtorginu.
Að lúkningu einhenti dr. Gylforce sér í þristinn en leið hans kýs hann nú að kalla: Hlemmur-Stútlautarsel.
Amen.
Lífstíll | 30.3.2021 | 11:04 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Ártúni er allt nú skýrt
& áberandi skilti.
Þetta er dásemd - ekki dýrt
djöfull hvað þetta mig tryllti!
Dr. Gylforce hefir lengi ætlað að skeiða fram á ritvöllinn & fagna nýjum skiltum í Ártúninu. En eins & á grönum Gylforce-ins má sjá er hann bæði orðinn gleyminn & gatslitinn. En hvað um það.
Dr.-inn hapði hug á að heilsa upp á Mosfellinga hvíldardaginn góða & fór vitaskuld í gegnum Ártúnið til þess arna.
Óhætt er að segja að lypt hafi verið grettistaki í merkingum við Ártúnsholtið enda ekki vanþörf á hvar þessi tengistöð er nú alls ekki sú besta í hinu lostfagra leiðakerfi byggðasamlagsins. Nema hvað.
Dr. Gylforce getur vart beðið eptir nýrri & nútímalegri tengistöð þarna sem mun heita Krossmýrartorg. Hún verður tilbúinn að í tengslum við fyrsta legg Borgarlínunnar en þá munu vagnarnir vitaskuld stoppa þar & aðgengi okkar vagnverja verður allt til fyrirmyndar.
Lífstíll | 29.3.2021 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grímuskylda - áfram gakk!
Gylforce er með á hreinu
því launráð & leynimakk
líklega skil´ei neinu.
Nokkuð hefir borið á því undanfarna daga að vagnverjar hafi slakað á klónni hvað grímunotkun varðar í vinum vorum, vögnunum.
Í öllum vögnum sem dr.-inn hefir skellt sér í er skilti hvar það segir að grímuskylda sé í vagninum - & ekkert múður!
Það eru enn Covid-smit út í samfélaginu okkar & meðan svo er verðum við að virða reglur & hafa grímuna með okkur þegar við tökum rúnt í unaðinum.
Munum það næst vagnverjar.
Amen.
Lífstíll | 19.3.2021 | 16:57 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Börnin jú & Borgarlína
í belg ekki leggja orð.
Með framtíð sína framsýna
& flykkjast munu um borð.
Dr. Gylforce hefir nú um nokkurra ára skeið kennt almenningssamgöngur með ýmsu hætti í mennta- & menningarsetrinu við Kárnses. En ekki hvað???
Doksi kallinn hefir rætt reglulega við 13-15 ára um skipulag í borgum í samfélagsfræði aukinheldur sem hann hefir boðið þeim upp á valáfanga sem heitir í daglegu tali "Strætóval".
Eins & á grönum Gylforce má sjá er hann nú eldri en tvævetur & telst honum nú til að nemendur hans séu að nálgast 1000 talsins. Hví rifjar doksi kallinn þetta upp nú???
Jú, langflestir nemendur eru afar jákvæðir í garð Borgarlínunnar & að fá brú yfir Kársnesið. Þeir fagna þessum áformum & vinsælustu viðbrögð þeirra eru einfaldlega: "Er þetta að koma hjá okkur??? Kúl!"
Það er ágætt að hafa þetta í huga, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir karlmenn á aldrinum 50-80 ára eru duglegir að skrifa í fjölmiðla hvar þeir finna Borgarlínunni allt til foráttu.
Vissulega mega þeir hafa sínar skoðanir, skárra væri það nú! En hefir einhver lesið greinar eftir fólk á aldrinum 15-30 ára um þessa samgöngubyltingu???
Dr.-inn hefir ekki séð eina einustu sem er skrýtið því þeirra er framtíðin.
Jæja - yfir&út!
Lífstíll | 15.3.2021 | 20:56 (breytt kl. 21:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar