Færsluflokkur: Lífstíll

Lítið hróflað við leiðakerfinu ...

E180E0EC-FF82-4DA9-BF15-9CA8A6F117F6Fátt er um fína drætti
fyrir veturinn.
Byggðasamlagið mætti
bæta afköstin.

Byggðasamlagið Strætó hefir kynnt vetraráætlunina á heimasíðu sinni. Við lauslega skoðun er aðeins um eina breytingu að ræða, hvar leið 8 er sett á laggirnar og leið 5 stytt á móti. Á það bara við um virka daga.

Vetraráætlun 2019-2020

Að vissu leyti eru það vonbrigði að ekki sé að finna fleiri breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi. Það þarf að vera lifandi eins & sagt er & taka eðlilegum breytingum.

Dr. Gylforce saknar enn að ekki skulu ráðist í breytingar í Firðinum. Leiða má líkur að því að kjörnir fulltrúar þar hnjóti um kostnaðaraukann sem fylgir en nýtt leiðakerfi fyrir Gaflara er nánast tilbúið á teikniborðinu hjá Strætó.

Þar kemur til kasta starfsmanna Strætós að sannfæra bæjarfulltrúana í Firðinum um ágæti þessara breytinga og "selja" þeim hugmyndina; einfaldara leiðakerfi, betri þjónusta og tengingar, bæjarbúum til heilla.



Reitt til reiði ...

os orlando traffic 20180625 (1)Ritstýra Fréttablaðsins reit á dögunum beittan leiðara hvar hún taldi Íslendinga vera hálf bílóða þjóð; hvergi má takmarka umferð einkabílsins án þess að bíleigendur rísi upp á apturlappirnar & tali um aðför. 

Ritstýran hefir því líklega reitt nokkra þeirra til reiði því urmul athugasemda má sjá í hinu svokallaða kommentakerfi fyrir neðan leiðarann. Hvað um það

Bíleigendur ávallt angraðir 
aðför bílsins er þreytt.
Við bílaæði nú bendlaðir
bíllinn er númer eitt!

Ritstjóri reitir til reiði

Víða í evrópskum borgum er bílumferð takmörkuð í miðbæjum, jafnvel bönnuð. Á Íslandi sýnist sitt hverjum um slíkar ráðstafanir. 

Hvað sem því líður finnst dr. Gylforce fátt betra en að taka vini vora - vagnana - í miðbæinn; graðka í sig gómsætum mat, gæla við þann görótta í skemmtilegum félagsskap & hafa öngvar áhyggjur af bifreiðum, bílastæðum & þeirri vá að þurfa að halda sér edrú!

Yfir&út! 


Tafir & tálmanir ...

1067086Núna út um borg & bý
bikað - mikið streð.
Tafir vagna æ & sí
ergja doktors geð.

Hinn fráleitt mélkisulegi & ávallt munúðlegi dr. Gylforce hélt í mikinn & margslunginn rúnt meðal vina sinna, vagnanna, hvar hann lagði í glaum & gleðskap í borg óttans. Maður lifandi!

Dr. Gylforce vafraði vallprúður & veglegur inn í rafvagn einn eptir unaðsstund í miðbæ Reykjavíkur í yndislegum félagsskap. Sá umhverfisvæni var á leið 3 & á heimleið með hinn bísperrta Breiðhylting.

straeto2018_1Illu heilli tafðist rafvagnsunaðurinn vegna mikilla malbikunarframkvæmda út um borg & bý. Vagnstjórinn varð t.d. að aka um Barónsstíg & beygja inn Eiríksgötu sem er alltof þröng fyrir fallegan 12 metra vagn. Dr.-inn var mjög taugaóstyrkur meðan á þessu stóð & hapði stöðugar áhyggjur af 75 milljón króna rafvagninum. Hvað um það.

Aukinheldur hefir verið mikið um lokanir í Skógarselinu, hvar dr. Gylforce á nú til að hoppa inn & út í unaðslega vagna.

Sumsé, tafir & tálmanir um gervalla borg eins & vera ber um hásumar & um að gera að fylgjast vel með tilkynningum frá byggðasamlaginu - en ekki hvað??? 



Nýir en notaðir ...

Stjórn Strætó bs. hefir samþykkt kaup á tveimur notuðum strætisvögnum í staðinn fyrir klúðrið sem varð í útboði á fimm vetnisvögnum á dögunum. Strætó fékk 95 milljóna styrk frá Evrópusambandinu fyrir vetnisverkefnið en meinbugir reyndust á útboðinu og því spurning hvað verður um þá fjármuni. Nema hvað.

Þetta kemur fram í fundargerð hjá byggðasamlaginu.

00057176837 2135848529838466 2417021338637041664 nAugljóslega koma tveir notaðir strætisvagnar ekki í staðinn fyrir fimm nýja vagna. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að kaup á notuðum vögnum krefst ekki útboðs með tilheyrandi töfum og veseni. Þá er aukinheldur líklegt að vagnarnir tveir verði knúnir dísilolíu en ekki með umhverfisvænum orkugjöfum. Illu heilli. Hvað um það.

straeto2018_1Tveir nýir en notaðir
á næsta leiti.
Rándýrir rafmagnaðir
reyndin eldsneyti.

Í dag er þriðjungur vagnaflota Strætós bs. 12 ára eða eldri og ljóst að endurnýjunar er þörf - & það fljótt. Sextán vagnar af 86 eru knúnir umhverfisvænum orkugjöfum sem er um 19% flotans. Ef verktakar eru teknir með í reikninginn dettur prósentan niður í um 10%. Maður lifandi - aðgerða er þörf!!!

MBL0099136Strætó bs. á að vera leiðandi í notkun á umhverfisvænum strætisvögnum & verður á næstu mánuðum og misserum að marka sér almennilega stefnu í þeim efnum. 

Koma svoooooo!


Leið 8 á laggirnar ...???

67D45DFA-9E43-4593-B8C3-F59687E4F8E1Sé í glundroða glitta
Gylforce alveg brjál.
Strætóleið fimm að stytta
stórfurðulegt mál!

Heldur heyrast einkennilegar fréttir úr ranni sérfræðinga um hið lostfagra leiðakerfi Strætós bs., hvar uppi er nú hugmyndir um að stytta leið 5, & koma leið 8 á laggirnar. Lesa má um slíkt í fundargerð byggðasamlagsins. Maður lifandi!

AlbumImageÁ annatíma á fimman í erfiðleikum hvar hún lendir í umferðarteppu frá Nauthól að Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Fer leiðin úr skorðum við þetta & er það vilji sérfræðinga byggðasamlagsins að láta leið 5 enda á virkum dögum við BSÍ & setja á laggirnar leið 8. Sú færi á milli Nauthóls og Umferðarstöðvarinnar.

cbkÍ sjálfu sér verður þessi nýja stubbaleið góðra gjalda verð. Dr. Gylforce hnýtur hinsvegar um forgangsröðunina - en ekki hvað???

Dr.-inn hepði nær haldið að sérfræðingar Strætós í hinu lostfagra leiðakerfi væru á haus & afar uppteknir í pælingum & tillögum um hvernig vögnum skuli háttað innanbæjar í Firðinum; við Hálsahverfið sem er hálf utanveltu; tengingu milli Seltjarnarness & Granda; leiðakerfinu í Grafarholti hvar aðeins ein leið er núna & jafnvel í Grafarvoginum er hefir skrýtna leið 31 sem fer ekki framhjá Spönginni.

Fleiri hverfi mætti ugglaust nefna aukinheldur sem hafa verður í huga fyrirhugaða Borgarlínu þegar leiðakerfinu er breytt & aðlaga það að henni. Nema hvað.

AlbumImage (1)Svo er það leiðanúmerið, leið 8. Dr. Gylforce viðurkennir að hann skilur ekkert í hugsuninni á bakvið leiðanúmerin hjá Strætó bs.

Það er líklega tilefni í annað blogg - maður lifandi!!!



Næsta stopp er ...

metrobus-56a234db5f9b58b7d0c7e1a8Til Washington ég vafra senn
og vagna kíki á.
Heimsækja þar mæta menn
en mest hanga á krá.

Dr. Gylforce hyggst halda áfram að kynna sér vagna um víða veröld, hvar hann ber næst niður fæti í höfuðborg Kanans. Nema hvað.

Fróðlegt verður að fylgjast með vögnum & verjum í Washington DC en í síðustu ferð dr. Gylforce í febrúar var þar ekki feitan gölt að flá hvað almenningssamgöngur varðar. Maður lifandi!

 


Jarðarberjaskýli í Japan ...

1141214Í náðugri Nagasaki
nýstárleg eru & sæt.
Vagnverjinn Gylforce spaki
vonar að þau séu æt.

Svölu skýlin

Í bænum Konagai í Nagasaki er að finna þessi unaðslegu ávaxtarstrætóskýli. Nema hvað.

1141212Þau voru sett upp í tengslum við sýningu fyrir mörgum árum en hafa fengið að lifa & mælast vel fyrir meðal ferðamanna í bænum.

35151625_653521194986042_7623221995806654464_nAnnars hefir það verið eitt af áhugamálum Gylforce-ins að spá & spekúlera í strætóskýlum víða um veröld.

Meira um það síðar.


Borgar línan sig ...???

60718560 10156634762223655 3855669897707126784 oPrójektið áfram potast
pólitíkin skýr.
Fjölmargir andskotast
finnst hún alltof dýr.

Aldrei fleiri hlynntir Borgarlínunni

1132412Fyrir þá sem telja Borgarlínuna þjóðhagslega hagkvæma hlýtur nýjasta könnun Maskínu að gleðja. Aldrei fleiri hafa verið hlynntir línunni & hefur stuðningurinn aukist um 6% á aðeins einu ári.
Harla gott. Nema hvað.

Enn er þó uggur & ótti margra við þessa stóru opinberu framkvæmd. Andstæðingar Borgarlínunnar benda á svipaða línu í Stavangri í Noregi sem stefnir í að verða margfalt dýrari en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.

Capture& sporin vissulega hræða; braggamálið, "hálfvitinn", Gröndalshúsið og fleiri framkvæmdir sem hafa keyrt vel úr hófi fram. Hvað um það.

Samkvæmt könnun Maskínu er minnstur stuðningur við verkefnið hjá þeim sem kjósa Framsóknar- & Miðflokkinn aukinheldur sem gamla sveitarfélag doktorins, Vogurinn fagri, & Breiðholtið blíða virðast ekki par hrifinn af Borgarlínunni. Illu heilli.

Á Fasbókinni er til góður umræðuhópur sem heitir einfaldlega Borgarlína - umræður. Hann telur tæplega 900 einstaklinga & ekki er annað að sjá en að þar fari fram að mestu leyti málefnalegar umræður um Borgarlínuna.

Vonandi verður framhald á því.

Yfir&út!


Út um hvipp & hvapp ...

64725273 471069936962371 5926322890088644608 nÚt um hvipp & hvapp
kátur vagnverjinn.
Með yndislegt app
óx mér ósmegin.

Hinn varlegi & varkári dr. Gylforce vafraði á vit vagna í veðursæld dagsins, hvar hann hitti fyrir hina rennilegu rafvagna. Maður lifandi.

Dr. Gylforce var eins & útspýtt hundskinn & tók dekk & drif á leiðum 1, 2, 3, 4 & 28. Nema hvað.

Doktorinn við Dalveginn
dröslaðist í vagn.
Velheppnaður vagnverjinn
vildi í rafmagn.

Á leiðum 2,3 & 4 voru rafvagnarnir í fullu fjöri & tókst doktornum að hlaða síma sinn í vögnum þessum.

Á leiðum 1 & 28 buðu verktakar & byggðasamlagið sjálft upp á Iveco Crossway vagna, ýmist 9 - 12 metra langa, er uppfylltu kröfur dr. Gylforce hvarvetna í hvítvetna, hvar hann áði að lúkningu seint um kvöld í lautarseli sínu fína, Stútulautarselinu.

Yfir&út! 



Vesen á vetni ...

159463AVagna vetnis nýja
vildi doksi fá.
Útboðsins aría
æpti nei, ekki já.

Vetnisvagna - skoðið!
Við öll fögnum þeim.
En andskotans útboðið
endaði það geim.

Það blæs ekki byrlega fyrir vetnisvögnunum fimm sem Strætó bs. hugðist festa kaup á & koma þeim á leið í árslok.

MBL0099136Byggðasamlagið efndi til útboðs á vetnisvögnum & fékk aðeins eitt tilboð. Annmarkar reyndust á því & ljóst að endurskoða þarf endurnýjun á vagnaflotanum fyrir þetta ár.  

Aukinheldur fékk Strætó um 95 milljóna styrk frá Evrópusambandinu fyrir vetninu & nú er spurning hvort þeir fjármunir séu farnir í súginn???


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband