Færsluflokkur: Lífstíll
Katastrófa er Covidið
kalda að mér sló.
Grímur fyrir andlitið
gera ekki nóg.
20 vagnstjórar látnir
Það berast váleg tíðindi af vagnstjórum í Lundúnum hvar 20 þeirra hafa farið yfir móðuna miklu í faraldrinum. Illu heilli.
Loksins verður brugðið á það ráð í höfuðborg Bretaveldis að láta vagnverja ganga inn & út að aptan líkt & gert er hér á landi á.
Dr. Gylforce hapði hug á að sækja þessa rauðu vini sína heim í sumar en mun efalítið fresta þeirra för fram á næsta ár.
Yfir&út!
Lífstíll | 18.4.2020 | 14:35 (breytt kl. 16:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardags til langstíma?
Af leiðum er þó nóg.
Margir nú heim´að híma
í hægindum samt þó.
Færri ferðir
Eins & búast mátti við boðar byggðasamlagið færri ferðir vegna veirunnar. Frá & með þriðjudeginum 31. mars munu vagnarnir - vinir vorir - aka líkt & á laugardegi með örlítilli breytingu á morgnana & á örfáum leiðum. Nema hvað.
Dr. Gylforce hefir skilning á þessu í ljósi aðstæðna en vonar að vagnverjar lendi ekki í vanda vegna þessa. Sem dæmi mun leið 16 hætta akstri sem og leiðir 8, 22, 33, 34.
Aukinheldur hefir dr.-inn sagt á þessum vettvangi að hann hyggst ekki nota vagnana meðan mesta fárið ríður yfir.
Yfir&út!
Lífstíll | 28.3.2020 | 11:57 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vina minna sakna sárt
en skynsemin nú ræður.
Komast vil fljótt, það er klárt
en covidinn er skæður.
Strætó bs. sér fram á gríðarlegt tekjutap næstu vikurnar vegna veirunnar válegu líkt & önnur þjónustufyrirtæki landsins. Nema hvað.
Ætla má að fækkun vagnverja sé um 50-60% nú þegar & líklega á sú tala bara eptir að hækka. Hvað um það.
Ekki er þó ætlunin að hætta akstri - góðu heilli. Kannski mun tíðnin minnka - því spáir doksi kallinn - en slíkt hefir þó ekki verið gefið opinberlega út.
Fækkun farþega
Hvað um það. Nú um stundir er vagnstjórinn betur varinn með borða & spurning hvort gengið verður lengra með plasti eins & neðri myndir sýnir???
Lífstíll | 24.3.2020 | 13:14 (breytt kl. 13:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Starfsmenn þrifu í tíu stundir
strætisvagna tvo.
Fram & tilbaka, yfir & undir
eyðni burtu þvo.
Sjúkdómsfaraldrar láta af & til á sér kræla & væri hægt að nefna þá nokkra á síðustu árum & áratugum.
Einn skaut þó upp kollinum í upphafi níunda áratugar síðustu aldar; alnæmi.
Fáfræðin & fordómarnir voru miklir á þessum tíma & mátti sjá á prenti orðin "hommaveikin" & "kynvillingaplágan". Samt er þetta ekki nema fyrir um 35 árum síðan. Merkilegt nokk.
Slík var örvæntingin að tveir strætisvagnar voru settir í 10 tíma sóttkví vegna gruns um alnæmi & þorði enginn starfsmaður að stíga inn í vagnana eins & lesa má betur um hér á þessari slóð Hommaveiki & kynvillingaplága
Magnað!
Efsta mynd: dv.is
Lífstíll | 22.3.2020 | 19:58 (breytt kl. 20:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til bráðabirgða hefur
bætt verið starf
vagnstjórans sem grið gefur
- gerum það sem þarf.
Tvískiptur vagn
Strætó bs. reynir að halda hinum skæða vágesti í skefjum & boðar nú breytt skipulag i vinum vorum - vögnunum.
Sjálfur ætlar dr. Gylforce að gefa vögnunum frí meðan veiran lætur á sér kræla. Illu heilli. Spurning hvernig það fer með geðheilsu Gylforce-ins - maður lifandi!
Frá & með mánudeginum verða vagnarnir tvískiptir & borði settur hjá vagnstjóranum til þess að vernda hann betur. Aukinheldur verður komið fyrir bráðabirgðabauk inn í vagninum svo þeir geti greitt sem eru með farmiða eða staðgreiðslu.
Annars eru vagnverjar hvattir til að nota appið & árstíðarbundin kort.
Yfir&út!
Lífstíll | 21.3.2020 | 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upp þokast aðeins prósentan
ömurð dags burt bolar.
Gerir doktorinn dátt spenntan
dropinn steininn holar.
Ein umfangsmesta könnun sem gerð hefir verið um ferðavenjur landsmanna leit dagsins ljós á dögunum. Það var samgönguráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem fengu Gallup til verksins.
Úrtakið var tæplega 23 þúsund manns - hvorki fleiri né færri - & svarhlutfallið um 42% sem þykir nú bara dágott í svona stórri & viðamikilli könnun. Nema hvað.
Ánægjulegustu tíðindin í könnuninni að mati dr. Gylforce er vafalítið að hlutfall almenningssamgangna í heildarferðum á höfuðborgarsvæðinu mjakast upp úr fjórum prósentustigum í heil fimm. Takk fyrir túkall!
Þetta hlutfall hefir staðið í stað i heil 18 ár & því ber að fagna að talan þokist örlítið upp á við.
Enn er hlutfall einkabílsins (bílstjóri eða farþegi) á milli 70-80% þótt dregið hafi aðeins úr á höfuðborgarsvæðinu.
Hér gildir hið fornkveðna - dropinn holar steininn.
Þetta kemur, vagnverjum mun fjölga.
Amen.
Lífstíll | 20.3.2020 | 15:43 (breytt kl. 17:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illa leikinn vagninn var
vörubíll fór betur.
Þetta er meira ófremdar-
ástandið í vetur.
Vagninn illa leikinn
Betur fór en á horfðist þegar vörubíll straujaði afturhlutann á einum vagni sem var á leið 11 á Nesveginum nú síðdegis. Nema hvað.
Aðeins tveir vagnverjar voru um borð & góðu heilli voru þeir framarlega & hinumegin í vagninum þegar óhappið varð.
Ugglaust eru færri verjar um borð í vögnunum þessa dagana vegna ástandsins & kom það sér einstaklega vel að þessu sinni.
Ef glyrnur Gylforce-ins svíkja hann ekki er hér um að ræða um 10 ára gamlan vagn frá verktakanum suður í Firði & því spurning hvort hann fari nokkuð aptur á vígvelli veganna eptir þetta hressilega hnjask???
Lífstíll | 19.3.2020 | 20:12 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fríkeypis nú suður með sjó
sælir eru verjar.
Meðan veiran eitrar okkar hró
& á okkur herjar.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa - líkt & aðrir - brugðið á það ráð að loka framhurðum á vögnum sínum til þess að vernda vagnstjóra sína gegn veirunni.
Þeir hafa bætt um betur & ætla að hafa vagnana gjaldfrjálsa meðan á samkomubanninu stendur.
Aukinheldur er mælst til þess að þeir sem geti noti vagnana utan annatíma geri það & dreifi þar með álaginu & mun þá vonandi ganga betur að hafa tveggja metra millibil milli vagnverja.
Yfir&út!
Lífstíll | 18.3.2020 | 10:55 (breytt kl. 11:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti dagur hinna harðlæstu framhurða virðist hafa gengið vel ef marka má framkvæmdastjóra byggðasamlagsins. Hann var í settinu á daglegum blaðamannafundi yfirvalda í gær & vissi ekki af neinum vandkvæðum meðal vagnverja. Góðu heilli.
Hinsvegar voru fáir á ferli - eðlilega svo sem - enda t.d. bæði framhalds- & háskólar lokaðir & nemendur komnir í fjarnám & nokkur fjöldi landsmanna situr heima í sóttkví. Nema hvað.
Framhurðin var harðlæst
hinar opnar dyrnar.
Verum róleg, ekki æst
í unaðsferðirnar.
Enn munu þó vagnverjar ganga inn í hina blágulu landsbyggðavagna að framan enda afar erfitt í framkvæmd að láta alla koma inn að aptan í þá. Hvað um það.
Ráðstöfun þessi mun gilda meðan samkomubann ríkir í landinu.
Vonandi gengur þetta allt vel hjá ykkur vagnverjar næstu daga.
Friður & ást!
Lífstíll | 17.3.2020 | 11:46 (breytt kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hönnunarkeppni hafin er
hlakka til að sjá
hver sigur úr býtum ber
& brúna reisa má.
Enda þótt dr. Gylforce ferðist illu heilli ekkert með vögnunum - vinum vorum - vegna veirunnar válegu þessa dagana hefir hann hugann vitaskuld við samgöngur almennings, nú sem endranær. En ekki hvað???
Til að mynda er hönnunarsamkeppni vegna brúarinnar yfir Fossvog í fullum gangi. Eins & hefir komið fram hér er um afar spennandi verkefni að ræða sem tengja mun Reykjavík og Kársnesið og allan Kópavog með mun betri hætti en áður.
Brúin verður um 270 metrar að lengd & verður hún fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi & fyrirhugaða Borgarlínu. Sérstök matsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar valdi sex hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppninni en alls bárust umsóknir frá 17 hópum.
Niðurstöðu er síðan að vænta í maí & mun nefndin þá velja eina tillögu af þessum sex.
Það verður spennandi að sjá - maður lifandi!
Lífstíll | 16.3.2020 | 12:45 (breytt kl. 16:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar