Stútfullir strætóar ...

21624013_10155094619308348_1448352394_nFullir vagnar út um allt
endalaus glaumur.
Bætir þelið þúsundfalt
þetta er sko draumur!

Hinn draumkenndi & duttlingafulli dr. Gylforce dreif sig á vit vagna í fimbulkuldanum, hvar hann hitti fyrir leið leiðanna, leið 1 & þristinn þægilega. En ekki hvað???

Það má með sanni segja að loksins loksins séu almenningssamgöngur komnar á blað, bæði hjá fjölmiðlum & fólki. 
 
Skýrist það einkum af kosningum í vor & almennilegri kynningu á Borgarlínunni margumtöluðu. Nema hvað.

Þrír af fjórum frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefa ekki mikið fyrir Borgarlínuna. Þar fer fremstur í flokki hermaurinn úr hnakkabænum fyrir austan fjall & hefir hann rætt um að vagnar aki tómir um borgina. Hvað um það.

Til að sýna hinum sjálfstæða sellóleikara að hann vaði villu, hefir myllumerkið #tomirvagnar verið notað á samfélagsmiðlum undanfarna daga. 

Myndin sem hér fylgir er einmitt ein af þeim en dr. Gylforce tók þessa í leið 3 seint um kvöld.

Tómur vagn???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband