Strýk ég vagnsins drif & dekk
& dreymir þeirra plön.
Á leiðum sit ég með minn sekk
& segi; þökk á skjön!
Hinn dálaglegi & daglegi dr. Gylforce dreif sig á vit vagna í rigningarsudda dagsins, hvar hann hitti fyrir nokkrar leiðir, urmul vagnverja & fáeinar tegundir af ágætis vögnum. Nema hvað.
Í barnæsku þegar Gylforce-inn fór vagnaferðir sínar með föður sínum átti sá eldri það til að þakka fyrir sig með all sérstöku orðatiltæki: Þökk á skjön!Illu heilli veit dr.-inn ekkert um þessi fleygu orð, þ.e. hvorki hvaðan þetta orðatiltæki sé komið né hvur sé sagan á bak við það. Því miður.
En eptir unaðsstundir í leiðum 1, 2, 3, 11 & 21 í dag kemur eitt - já aðeins eitt - upp í hugann:
Vagnar, vinir minir - þökk á skjön!
Flokkur: Bloggar | 25.4.2018 | 17:59 (breytt kl. 18:06) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.