Út á Granda akstursleið
einfaldari & betri.
Ferðin verður góð & greið
gerist á miðjum vetri.
Byggðasamlagið Strætó hefir hapt fyrir reglu að breyta leiðakerfinu lostfagra annaðhvort í upphafi árs ellegar um miðjan ágúst. Nema hvað.
Nú senn rennur ár þetta sitt skeið & því fróðlegt fyrir oss vagnverja að vita hvort breytingar standi fyrir dyrum hjá Strætó.
& svarið er - ójá!Fyrst ber að nefna að leið 14 tekur töluverðum breytingum í janúar 2019. Í ljósi þess að Gamla-Hringbraut verður lokuð næstu sex árin vegna framkvæmda við Landspítalann er lagt til að leiðin aki frá Hlemmi niður Hverfisgötu & þaðan út á Granda.
Leið 14 verður mun styttri en áður aukinheldur sem hún hefir átt í vandræðum vegna seinkana, sérstaklega síðdegis um virka daga vegna umferðarinnar.
Dr.-num líst ágætlega á breytingu þessa því auðvelt ætti að vera fyrir oss vagnverja að skipta um vagn á Hlemmi ef vér ætlum að skunda að Háskólasvæðinu eða Landspítala. & öfugt vitaskuld.Þá er spennandi pæling að fá leið 14 til að aka um Reykjaveg en ekki Kringlumýrarbraut & stytta vegalengdina að Laugardalshöll & öllu sem þar er í boði.
Verzló-Grandi styttur
Auk breytingar á hinni fjórtándu leið leggur byggðasamlagið til að örlítil breyting verði á leið 3.
Frá & með ársbyrjun 2019 kemur hún til með að aka um Sæbraut hjá Hörpu í stað Hverfisgötu á leið sinni til & frá Hlemmi.
Það er vel að bæta tengingu við hina fögru hljómleikahöll & draga um leið úr fjölda vagna sem aka um hina þröngu Hverfisgötu.
Breytingar þessar virðast því á réttri leið - líkt & vagnarnir, vinir vorir.
Amen.
Efri myndir 2: Fengnar úr fundargerð Strætó bs. 16. nóvember 2018.
Flokkur: Bloggar | 24.11.2018 | 11:33 (breytt kl. 11:39) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.