Huga þarf að hleðslu ...

Kvöldin eru koldimm
kemst ég þó í vagn.
Milli fjögur & fimm
fer af allt rafmagn.

Hinn hrifnæmi & háskalegi dr. Gylforce hélt vitaskuld á vit vagna í fannfergi laugardags þessa, hvar hann vildi fá að upplifa hvernig unaðsleiðum reiddi af í ofankomunni. Nema hvað.

Í snjómuggunni hitti dr.-inn fyrir hinn snotra 104 rafvagn á leið 4 & snáfaði með honum að Mjódd okkar Breiðhyltinga. Þar endaði hann veru sína á vígvöllum veganna enda klukkan að verða fimm síðdegis. Öngvar hleðslustöðvar eru til fyrir rafvagnanna nema upp á Hesthálsi, þar sem þeir eru geymdir. Hvað um það.

11 178Til þess að byggðasamlagið geti nýtt rafvagnanna til fullnustu - eins & hlýtur að vera stefnan því hér um fjárfestingu upp á tæpan milljarð að ræða - þarf að koma upp hleðslustöðvum. Full nýting á nýjum vagni er um 8000 km akstur á mánuði en eins & staðan er núna er aðeins að nást um 50% nýting á rafvögnunum fjórtán.

Í stað 104 rafvagnsins kom til skjalanna 178 Iveco Crossway vagn sem skrýddur var vel í tengslum við Gaypride síðasta sumar. En ekki hvað???



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband