Syrtir í ál Seltirninga???

1132412Seltirningar vaða villu
velja ekki rétt.
Reynast á rangri hillu
raunaleg er frétt.

Nöpur frétt af Nesi

Það berast heldur naprar fréttir af Nesinu hvar sveitarstjórnarmenn þar vestra hafa ekki gert ráð fyrir einum einasta eyri í lagningu Borgarlínu á næstu þremur árum.

Vissulega er Seltjarnarnes í jaðri höfuðborgarsvæðisins & því vel hægt að sætta sig við að þeir tækju ekki þátt í uppbyggingu á Borgarlínunni. 

Hinsvegar ættu þessir heiðbláu borgarar vestur á Nesi að hysja upp um sig & taka þátt í að koma á loxins á legg almenningssamgöngum sem hugsanlega geta boðið bifreiðinni birginn að einhverju leyti.

Ef til vill vilja Seltirningar efla Strætó & láta það nægja. En hvað þýðir hressa verulega upp á núverandi leiðakerfi? Væntanlega með sérakreinum svo vagninn komist hraðar? Væntanlega með rafstýringu á umferðarljósum til að flýta för? Væntanlega með aukinni tíðni vagna? Væntanlega með umhverfisvænum & jafnvel lengri vögnum á fjölförnum stöðum? Væntanlega með tímatöflum á stoppistöðvum sem segja til um hve langt er í vagninn?

Borgarlínan er allt þetta. Borgarlínan er að efla strætósamgöngur & í raun að færa þær á næsta & öflugra stig (næsta level).

Koma svoooooo Seltirningar - veriði með!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eru vonir um að strætófarþegum fjölgi um fjögur prósentustig að "færa strætósamgöngur á næsta & öflugra stig"?

Það væri hægt að sleppa þessari borgarlínu og hafa einfaldlega frítt í strætó í staðinn. Það myndi kannski muna um það. En um lítilfjörlegan áætlaðan ávinning af þessari peningasóun munar nákvæmlega ekkert.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.5.2019 kl. 20:14

2 Smámynd: Dr. Gylforce

Frítt í strætó? Hljómar vel - & til er ég - en hvað er verið að meina? Frítt í strætó með núverandi leiðakerfi? Láta sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið greiða um 6 milljarða árlega með því eins og það kostar í dag? Í núverandi kerfi eru 10% vagnanna umhverfisvænir. Halda því hlutfalli óbreyttu? Hepði nú haldið að það sé ekki heillavænlegt, kallað verður örugglega eptir því að Strætó geri flotann sinn umhverfisvænan með tilheyrandi kostnaði. Og kallað verður líka eptir því að efla leiðakerfið og auka tíðni = meiri útgjöld fyrir sveitarfélögin. Og hvað gerist þegar harðnar á dalnum í þjóðfélaginu og það er frítt í strætó? Getur það verið? Skert þjónusta? 

Og í dag eru tengistöðvar Strætós (Hlemmur, Ártún Mjódd o.fl.) börn síns tíma & fleiri milljarða þarf til að koma þeim öllum í viðunandi horf. M.ö.o., þegar maður opnar Excel-skjalið og setur þetta inn kemur í ljós að Borgarlínan er dýrari en að efla strætó en hið síðarnefnda kemst nokkuð nálægt henni.

Og þá er spurt - vill maður efla núverandi kerfi eða eyða hærri upphæð og setja almenningssamgöngur á næsta level? 

Ég hallast að hinu síðarnefnda þótt vissulega sé sú framkvæmd afar dýr.

Dr. Gylforce, 16.5.2019 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband