kvart og kvein
Kolbrúnu er tamt að kvarta
kemst á stóra sviðið.
Með nöldri reynir að narta
í neikvæða liðið.
Dr. Gylforce finnst alltaf jafn merkilegt hve fjölmiðlafólk er fljótt að hoppa á hinn svokallaða neikvæða vagn. Það er líklega eini vagninn sem dr. Gylforce vill ekki sjá neins staðar! Burt með hann!!!
Í fréttum gærdagsins skeiðaði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram með "stórfrétt" þess efnis að athugasemdir/ábendingar séu tæplega 9000 á undanförnum þremur árum hjá Strætó bs. Sumsé, um 3000 á hverju ári.
Áður en lengra er haldið skal tekið skýrt fram að dr. Gylforce tengist Strætó bs. ekki á nokkurt hátt, aldrei unnið þar, setið í stjórn eða neitt þess háttar.Þrjúþúsund er há tala en í hvaða samhengi er hún? Hepði ekki verið ráð að segja frá í fréttinni að Strætó bs. flytur 11,4 milljón farþegar/vangverja á hverju ári? Að byggðasamlagið hefir 125 vagna á sínum snærum á annatíma akandi svo marga kílómetra að dr.-inn kann ekki að nefna hana???
M.o.ö., að mati dr.-ins virðist borgarfulltrúinn einfaldlega ekki gera sér grein fyrir umfangi byggðasamlagsins & klykkir út með því að halda að athugasemdirnar ættu að vera um 100-200 talsins.
Með neikvæðni að vopni nær þó fulltrúinn eyrum fjölmiðla, gagnrýnir meirihlutann í Reykjavík óbeint & skorar örugglega hátt hjá kjósendum sem líður svo vel við að heyra neikvæðar fréttir.
Vissulega er þó alltaf hægt að gera betur. Það er upplifun sá er hér párar að á allra síðustu árum hafi Strætó bs. gert skurk í að bæta þjónustu sína, tekið upp gæðakerfi & reynt virkilega að bæta ímynd fyrirtækisins.
Vonandi verður framhald á því.
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 7.6.2019 | 09:17 (breytt kl. 09:18) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 122929
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.