Strætó kynnir með stolti
stystu leiðina pent.
Nauthóll að Norðlingaholti
nú er komin í tvennt.
Í dag hófst ný leið hjá Strætó bs. sem þó er ekki ný af nálinni. Byggðasamlagið hefir nefnilega stytt leið 5 - er ekur jafnan frá Nauthól að Norðlingaholti - & gert að tveimur leiðum á annatíma & á kvöldin virka daga. Hefir nýja leiðin fengið númerið átta. Nema hvað.
Dr. Gylforce beið öngvra boða & brunaði að BSÍ um leið & hægja tók á skylduverkum dagsins. En ekki hvað???
Ekki voru margir vagnverjar í þessari stuttu ferð sem er einungis frá BSÍ að Nauthól & Háskólanum í Reykjavík.
Með breytingu þessari er fyrst & fremst verið að reyna að bæta stundvísi leiðar 5 & vonum vér allir vagnverjar að sú verði nú raunin í framhaldinu.
Dr. Gylforce býður leið 8 velkomna á vígvelli veganna þótt honum finnist þessi eina breyting fyrir veturinn heldur snubbótt.
Yfir&út!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 19.8.2019 | 23:17 (breytt 20.8.2019 kl. 07:58) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.