Einatt þegar dr. Gylforce heldur á vit vagna virðist hellast yfir hann einhvers konar "sænsk veiki" hvar hann einfaldlega verður að eiga þrásetu & langdvöl í sænskættuðum strætisvagni. Nema hvað.
Svona er víst sænska veikin
ef vel er að gáð.
Algjörlega illa leikinn
alger neyð í bráð.
Vagnar frá Svíaríki mega reyndar muna sinn fífil fegurri hvar þeir óðum eru að týna tölunni á vígvöllum veganna.
Örfáir Scania vagnar eru eptir & enn færri Volvoar. Illu heilli.
Sem betur fór voru tveir sænskættaðir vagnar á vachtinni á leið 4 hér í gettóinu nú síðdegis.
Dr. Gylforce beið öngvra boða; hann gjörðist kvikinskur & kærulaus á komandi verkefni & kúrði kátur & keikur í sínum sænsku vögnum. En ekki hvað???
Góðu fréttirnar í vagnamálum eru þær að nýjasti vagninn í flota Strætó bs. er sænskættaður & má búast við hvíta 101 metan-beljakanum á vígvöllum veganna á allra næstu dögum.
Það verður gaman.
Yfir&út!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 28.10.2019 | 18:07 (breytt kl. 23:30) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.