Sænskættaða ég virði vel
vil að þeir mig keyri.
Í metaninu dátt ég dvel
dreymir mig um fleiri.
Dr. Gylforce bíður í ofvæni eptir því að fá hvíta vagninn á leið 3 eða 4 svo hann geti optar tyllt sér í vagn þennan.
Annar slíkur metanvagn er væntanlegur hér á höfuðborgarsvæðinu. Vert er að geta þess að 75% af innanbæjarvögnum norður á Akureyri eru metanvagnar. Það er vel gert. Reyndar eru aðeins fjórir vagnar í notkun í einu en sýnir vel framsýni & metnað Norðlendinga í umhverfismálum.
Að mörgu er að hyggja i orkuskiptum. Metanvagnar eru mun ódýrari í innkaupum en t.d. rafmagnsvagnar en þeir fyrrnefndu losa örlítið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloptið meðan rafvagninn gerir það ekki.
Ef Strætó hyggst fjölga metanvögnum verður SORPA vitaskuld að geta tryggt hágæðametan fyrir vagnana & líklega þarf Strætó að fá áfyllingarstöð til sín á Hestháls í stað þess að treysta á þessa sem er í Bíldshöfðanum.
Aukinheldur voru nú lánamál & bókhald eitthvað að stríða SORPU-mönnum á dögunum & því spurning hvar þeir standa í öflun á hágæða metani.
Þá verður Strætó að finna lausn á því hvar hraðhleðslustöðvar fyrir rafvagnana 14 eiga að vera því eins og er nýtast þeir ekki nema að hluta úr degi. Það er bagalegt að vera með fjárfestingu upp á tæpan milljarð & ná ekki að nýta hana til fullnustu. Koma svo!
Yfir&út!
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 19.11.2019 | 09:09 (breytt kl. 09:11) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.