Vefmiðillinn Viljinn sendi á dögunum Strætó bs. fyrirspurn um nýtingu á vögnum byggðasamlagsins. Að mörgu leyti er það góð & þörf spurning enda er svarið allra athyglivert.
Kíkjum á það:
"Fjöldi innstiga í Strætó á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 var 11.405.700. Fjöldi ferða sem farnar voru árið 2018: 642.865
Við erum með fjölda farþega árið 2018 og deildum honum með fjölda ferða sem farnar voru árið 2018. Þannig fengum við út tölu fyrir Fjölda farþega í ferð.
Sumsé, 17,7 vagnverjar eru í hverri ferð og alls komast um 85 í troðfullan vagn. Það gerir um 20,8% nýtingu í hverri ferð sem er ekki hátt hlutfall.
Hinsvegar er ekkert getið um það að yfirleitt eru um 34 sæti í einum venjulegum strætisvagni og því sætanýtingin vel yfir 50% í hverri ferð. Það er að mati Gylforce-ins athyglisvert & hærra en hann hélt. Hvað um það.
Hver eru þá næstu skref Viljans? Hlýtur það ekki að vera að hafa samband við Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, eða Samgöngustofu og fá upplýsingar um hlutfallið í einkabílum? Það hepði dr.-inn haldið.
Augljóslega verða þær tölur hærri en 20% enda hlýtur að vera fleiri en 1 í hverjum 5 manna bíl (vonum það!!!)
Eða er ætlunin með grein þessari að kasta rýrð á almenningssamgöngur? Getur það verið? Það er aukinheldur skrýtið að segja í greininni "við höfum séð sambærilegar tölur fyrir Norðurlöndin" Hvar er þær tölur? Af hverju eru þær ekki settar fram í greininni? Eru þær hærri/lægri? Líklega hærri en hvað veit maður???
Má dr. Gylforce biðja um betri & nákvæmari vinnubrögð í næstu grein. Maður lifandi!
Ég Viljansrök aptur rek
unaðinn hann letur.
Viljann fyrir verkið þó tek
vanda skal sig betur.
Vaðall í Vilja
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Lífstíll, Umhverfismál | 30.12.2019 | 16:00 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.