Hér fær fólkið klappið
sem forðaðist bifreið.
Urmull sótti appið
upplifði vagn á leið.
Ókeypis í vagninn með appinu á gráum dögum
Það er engu líkara en að fólk hafi tekið vel í að nýta sér annan ferðamáta í dag en einkabílinn. Góðu heilli.
Loftgæði í Reykjavík reyndust betri en spár gerðu ráð fyrir. Hinsvegar má búast við fleiri gráum dögum í vikunni & því vert að hvetja alla - nær & fjær - til þess að ganga, hjóla ellegar notast við unaðinn - vagnana - til að komast ferða sinna í höfuðborginni.
Bloggar | 8.4.2019 | 23:08 (breytt kl. 23:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mengunin af malbiki
mörkin alltof há.
Svífum um í svifryki
svakalegt að sjá!
Svifrykið svakalega
Á morgun er gert ráð fyrir svokölluðum "gráum degi" hvar svifryk er líklegt til þess að fara yfir heilsuverndarmörk. Strætó bs. er vitaskuld með puttann á púlsinum & býður upp á fríar ferðir með vinum vorum, vögnunum, þegar slikar aðstæður eru uppi.
Vel gert Strætó - fjölmennum í vagnana!
Umhverfismál | 7.4.2019 | 12:17 (breytt kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í biðskýli á Bústaðavegi
barinn í spað.
Átti sér stað á miðjum degi
á skrýtnum stað.
Barinn í biðskýli
Það bárust ekki boðleg tíðindi frá laganna vörðum í gær, hvar ráðist var að því virtist að tilefnislausu á vagnverja einn er beið bísperrtur eptir vagninum. Nema hvað.Aumt er til þess að vita að verjar geti eigi verið óhultir meðan þeir bíða eptir unaðinum. Góðu heilli heyrir þetta athæfi til undantekninga & vonandi heyrir dr. Gylforce ei meir af málum af þessum toga.
Árásarmaður ófundinn
ekki finnst úr þessu.
Annarlegur & afundinn
ætti að kíkj´í messu!
Samgöngur | 6.4.2019 | 12:17 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fokkaðist upp fundurinn
með forkólfum leiða
í djöfuls rugli doktorinn
dæmalaus bleyða!
Strætó hélt opinn fund á dögunum með hagsmunaaðilum sínum. Fundur sá var einkar vel til fundinn & sýnir að byggðasamlagið hyggst hlusta á ábendingar okkar vagnverja. Nema hvað.
Dr. Gylforce hapði vitaskuld hug á að mæta á fund þennan, var meira að segja á leið á fundarstaðinn við Þönglabakkann hvar honum varð brátt í brók & slapp hann með naumindum til síns heima.
Skelfing mig nú skók
úr skólanum mínum.
Varð svo brátt í brók
í bus-i fínum.
Samgöngur | 4.4.2019 | 18:06 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Títt í hraki tímans
taka þeir eitt "gleym".
Grípa gjarnan til símans
gerist of oft hjá þeim.
Gjarnir á gleymsku
Vagnverja einum tókst að nappa vagnstjóra í símanum. Þetta kemur fram á dv.is. Atvikið átti sér stað á leið 4 sem dr.-inn þekkir nú vel til.
Vagnstjórinn tók beygju inn Austurberg hjá Hólabrekkuskóla & virðist hafa hugann við símann sinn í stað umferðarinnar. Illu heilli!
Dr. Gylforce hefir varla orðið var við að vagnstjórar séu mikið í símanum sínum en miðað við fréttir sem berast af & til er þetta eitthvað sem þeir verða að bæta.
Ímynd þeirra & áreiðanleiki er í húfi. Vagnstjórar, upp með sokkana, kippið þessu í liðinn. Þetta á vitaskuld ekki að sjást.
Yfir&út!
Mynd: dv.is
Samgöngur | 3.4.2019 | 09:38 (breytt kl. 09:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðgerðum nú aflýst
aptur hefst þá för.
þó er ennþá óvíst
um aðeins betri kjör.
Verkfalli aflýst
Vagnstjórar hjá verktakanum Kynnisferðum hafa ákveðið að aflýsa verkfalli sínu, hvar viljayfirlýsing í kjaraviðræðum ríður þar ugglaust baggamun. Nema hvað.
Vagnstjórarnir fella þó niður akstur nú síðdegis en allt ætti að vera komið í eðlilegt horf í fyrramálið.
Góðu heilli! Vér vagnverjar tökum gleði okkar á ný :)
Bloggar | 2.4.2019 | 13:21 (breytt kl. 19:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnstjórar í verkfall
vilja meiri aur.
Upphefja sitt ákall
orðnir alveg staur.
Verkfall vagnstjóra
Í morgun hófst verkfall meðal vagnstjóra Kynnisferða sem ku hafa áhrif á 10 strætisvagnaleiðir. Eptir að verkfallið hófst sátu þeir þó ekki auðum höndum, heldur þrömmuðu fylktu liði um Hlemmtorgið í kröfugöngu.
Verkfall þeirra er frá 1.-30. apríl frá kl. 7-9 & 16-18 virka daga. Sumsé, á annatíma þegar flestir eru að nota vagnana.
Enda þótt dr. Gylforce sé leiður yfir því að vita til þess að vagnarnir séu stopp, styður hann vagnstjórana & vonar svo innilega að samningar takist um sanngjörn kjör.
Mynd: Benjamin Julian, tekin (án leyfis :( )af FB síðu samtaka um bíllausan lífsstíl.
Samgöngur | 1.4.2019 | 15:50 (breytt kl. 16:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíllinn er ofar öllu
hjá Eyvindi & Höllu.
Gylforce langaði að gá
en gekk ekkert að sjá.
Dr. Gylforce hélt í göngu úr gettói sínu, hvar hann hugði nú bæta bæði bakeymsli sín sem & sitt gamla hró. Nema hvað.
Óðara var doksi kallinn kominn á æskustöðvar sínar & algjörlega búinn á allri göngu & brölti. Var þá vitaskuld aðeins eitt í stöðunni.
Inn í vagna vildi dr.-inn. En ekki hvað???
Dr.-inn ætlaði að taka leið 36 en átti nú erfitt að komast að tímatöflunni við stoppistöð eina. Eyvindur & Halla (eða Jón & Gunna eða hvað sem þau nú heita) virðast ansi áfjáð í að leggja óvininum - einkabílnum - upp á hvaða grasbala sem er.
Þá var aukinheldur erfitt að sjá er vagninn kom vegna bifreiðanna sem þarna var lagt þvers & kruss & öngvu líkara en að vagnaferðir séu ekki í miklum forgangi hjá kópvægskum hvammverjum. Illu heilli.
Samgöngur | 31.3.2019 | 22:53 (breytt kl. 23:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Féll nú ferð mín niður
fúll í skýli stóð.
Er það afar miður
& upphófst táraflóð.
Hinn ginnheilagi & glysgjarni dr. Gylforce gerði sér dag góðan í gær, hvar hann fór með ungviðið úr mennta- & menningarsetrinu við Kársnes í heimsókn meðal Mosfellinga. Maður lifandi!
Hópurinn skellti sér vitaskuld í leið 36 frá Kársnesi & leið leiðanna, leið 1, að BSÍ hvar ætlunin var að taka hús á leið 15 upp í Mosfellsbæinn. Nema hvað.Ferðin sóttist vel & stoppaði hinn hollenski VDL-vagn á leið 15 kl. 14:40 við Háholt þeirra Mosfellinga.
Dr. Gylforce hapði & hug á að leyfa ungviðinu að kynnast Mosfellingum um hríð. Doksi kallinn gekk svo sjálfur yfir götuna & ætlaði að taka leið 15 tilbaka. Samkvæmt tímatöflu hepði vagninn sá átt að koma kl. 14:48 & ku ekki vera sami vagn & doksi kom með. Hvað um það.
Ekkert bólaði hinsvegar á vagninum sem var mjög skrýtið & dapurlegt. Svo virðist sem korterstíðnin hafi eitthvað klikkað þarna hjá verktakanum, Kynnisferðum.
Dr. Gylforce beið votur um augun um stund & fékk sama vagn tilbaka kl. 15:03. Skandall - en ekki hvað???
Samgöngur | 30.3.2019 | 14:53 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bus-ar bregða af leið
brautin er of þröng.
Á Barónsstígnum beið
blístraði & söng.
Hinn bljúgi & bænheyrði dr. Gylforce var ekki lengi að böðlast á leið eptir að hafa blessað börnin í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Nema hvað.
Dr.-inn hapði vitaskuld mikinn hug á að kynna sér leiðir fimm & fimmtán, hvar þær aka nú um Barónsstíg, Egils- & Bergþórugötu vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. En ekki hvað???
Hart sækir hægðartregða
helsár - nema hvað!
Af leið nú bus-ar bregða
bölvanlegt er það!
Að þessu sinni náði hinn geðþekki Gylforce einungis að klófesta leið 15 í blástri miklum við Barónsstíginn. Karleplið varð að gera sér að góðu að skella hettunni upp - maður lifandi!Fyrsta upplifun doksa kallsins á þessari nýju leið var sú að þrengslin eru mikil enda götur þessar ekki gerðar fyrir níu metra langa vagna. Allt slapp þetta svo sem í þetta sinn en gert er ráð fyrir því að leiðirnar tvær, 5 & 15, aki þarna um næstu sex árin vegna framkvæmda við hátæknisjúkrahúsið.
Takk fyrir túkall!
Það verður eitthvað!
En, meira síðar mínir virðulegu vagnverjar!
Miðmynd: frettabladid.is
Samgöngur | 27.3.2019 | 23:45 (breytt 28.3.2019 kl. 15:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar