Vegagerðin í vegferð nú
með vagna landsbyggðar.
Betri vagnar - jibbí vessgú
vagnverjum til dyggðar.
Dr. Gylforce hefir verið líkt & eilífur augnakarl við Mjódd okkar Breiðhyltinga.
Þar hefir doksi kallinn tekið eptir því að vagnar, sem notaðir voru hjá Airport Direct í ferðir til & frá Leifsstöð, eru nú komnir á landsbyggðaleiðir. Nema hvað.
Bláguluvagnar landsbyggðar verða framvegis á hendi Vegagerðarinnar, þó með sérstökum þjónustusamningi við Strætó bs.
Samhliða samkomulaginu verða gerðar auknar kröfur um betri vagna. Í því sambandi mun verktakinn Hópbílar, sem m.a. annast akstur á leiðum 51/52 & 57, taka í notkun glæsilega tæplega 15 metra VDL-vagna sem verða með hjólastólalyftu og betri salernisaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.
Með hækkandi sól & faraldri í rénun mun dr.-inn hyggja á ferðir með þeim blágulu enda alltof langt síðan hann fór á fjörurnar við þá síðast - maður lifandi!
Samgöngur | 27.12.2020 | 20:27 (breytt kl. 20:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í leðursætum á leið
losti, frygð & stuna.
Þetta er unaðsreið
um ullarvinnsluna.
Öngvinn smá vagn á leið 7
Dr. Gylforce gat ei haldið aptur af sér á degi hins heilaga Þorláks, hvar hann varð að prófa nýju smávagnana á leið 7. Nema hvað.
Leiðin sú sér um akstur í nýjum hverfum þeirra Mosfellinga aukinheldur sem hún heldur að Spöng þeirra Grafvæginga.
Hér er um smærri leið að ræða & því tilvalið að gera tilraunaakstur með minni vagna en venja er.
Spánnýir & spennandi Iveco vagnar frá Kynnisferðum aka hina sjöundu leið, tvö stykki, & mátti finna unaðslega leðurlykt um allan vagninn. En ekki hvað???
Allt var þetta hið glæsilegasta nema að það vantaði hina íðilfögru rödd Herdísar Grýlu - næsta stopp er - & einnig upplýsingaskjá fyrir okkur vagnverjana.
Það hlýtur að koma fljótlega.
Yfir&út!
Samgöngur | 23.12.2020 | 16:22 (breytt kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagninn & vinátta
vinur er kynþátta
íbúa & ambátta
& allra lífshátta.
Nú í kvöld fann dr. Gylforce loksins hinn margrómaða & magnaða Vin8vagn sem nemendur hans hönnuðu og skreyttu á dögunum. Maður lifandi!
Þessa dagana ekur vagn vin8 á leið 4 & verður að segjast að ferð þessi heim í Stútulautarselið með vagninum var eins sú ánægjulegasta í langan tíma.
Nú er hætt við þrásetum & langdvölum doktors í vagni þessum. En ekki hvað???
Samgöngur | 22.12.2020 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnarnir voru þrír
verjana ekki hitti.
Algerlega er sem nýr
útspýjaður í spritti.
Dr. Gylforce var með vinum sínum í gærkvöldi, hvar hann tók jafnmarga vagna & vitringarnir voru er vitjuðu Jesúbarnsins fyrir margt löngu. Hvað um það.
Kannski er það bara hið besta mál að vagnverjar séu ekki mikið á vappi meðan faraldurinn geisar.
Á nýju ári hefjast bólusetningar að öllum líkindum & mun þá verjum fjölga hægt & bítandi.
Samgöngur | 22.12.2020 | 13:54 (breytt kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er akkúrat 15 ár síðan hliðarsjálfið dr. Gylforce tók algjörlega völdin í lífinu & spratt fram með strætóblogg.
Því fagnar dr.-inn í dag með taumlausum glaum & gleði.
Yfir&út!
Samgöngur | 25.11.2020 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samgöngur | 9.11.2020 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samgöngur | 9.11.2020 | 00:43 (breytt kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gæs á götu, hann stoppar
góðmennið hana sá.
Hópurinn alltaf hoppar
er hann ekur framhjá.
Næs við gæs
Þetta er magnað! Dr. Gylforce þarf að komast í leið 15 hið fyrsta & kynnast þessum kynngimagnaða vagnstjóra frá Kynnisferðum.
Maður lifandi!
Mynd: eirikurjonsson.is
Samgöngur | 6.11.2020 | 23:25 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vagni er vinningur
sem vagnverja kætir.
Svíinn er öðlingur
ömurð núsins bætir.
Ikea bussen
Samgöngur | 31.10.2020 | 13:28 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 119306
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar