Gnægð & gnótt ...

CAM00914CAM00913CAM00915Hinn eilífi en fráleitt eymdarlegi dr. Gylforce er enn staddur í eyfirskum unaði hvar hann hefir komist í fleiri vagna & vitaskuld allt fríkeypis hér á Eyrinni. Nema hvað.

Annars virðast eyfirskar sveitir vera góðar & grösugar. Gnægð er skógar - á Frónbúar mælikvarða - & gróðursæld slík að um himneska paradís er að ræða.

Beit er hér allt frá fjöru inn til heiða. Fiskur bregst ekki norðan heiða & má sjá gnótt af honum í ósum, vötnum, sprænum & jafnvel við fjöruborðið.

Rekaviður, dúnþekja & æðavarp virðist hér óþrjótandi & rúsínan í pylsuendanum er vitaskuld að ókeypis er í vini vora - vagnana.

Hinn kópvægski doktor hefir haldið sig við leið 1 þrátt fyrir að hafa flutt upp í efri byggðir Eyjafjarðar. Doksi kallinn hefir & tekið eptir því í vagnarannsóknum sínum að hér er að finna tvo eðal MB Citaro vagna. Síðast er hann dvaldi meðal Eyfirðinga var hér aðeins einn slíkur. Hvað um það. 

Annar þeirra tók slaginn á hinni fyrstu leið & hinn er á leið 4. Ikarus & Heuliezvagnar bera svá ábyrgð á leið 3. Leið 2 er í sumarfríi. Eyfirskir vagnverjar fjölmenntu í vagninn & fór dr.-inn frá Túnunum alla leið að miðbænum.


Eyfirsk alsæla ...

CAM00876Hinn eyjaði & alsæli dr. Gylforce hefir fylgst grannt með eyfirskum vögnum undanfarna daga hvar henn hefir alið manninn norðan heiða. En ekki hvað???

Það hefir vakið gjörhygli doksa að hér virðast vera sömu vagnar & síðast er dr.-inn spígsporaði um eyfirsk engi fyrir rúmum fimm árum síðan. Fátt hefir breyst & sami MB Citaro, sami Ikarus og sömu Heuliezvagnar eru á vígvöllum veganna. Öngvin endurnýjun - maður lifandi.

Dr Gylforce hóf leik med leið 1 & fékk sér til fulltingis Mercedes Benz Citaro vagn. Hin fyrsta leið er à klukkutíma fresti í sumar & heilsaði Doksi hinum norðlenska vagnstjóra með virktum við miðbæ þeirra Eyfirðinga & þaut með vagninum innúr að Skautahöllinni, uppmeð nýju hverfunum við túnin, inneptir Mýrargötu, niður Kaupvangstrætið & inn með Þòrunnarstræti. Nema hvað.

Leið 2 er ekki í boði í sumar svá næst mun & dr. fylgjast grannt með þriðju leiðinni.

Eyfirskir á Eyrinni
uppgefnir að sjá.
út um allt, á ferðinni
& árla far'á stjá.


Sumarfrí úbí-dú ...

 Mínir virðulegu vagnverjar!P2143167
Dr.-inn hyggur á leikför um landið næstu daga & mun vitaskuld kynna sér vagna landsbyggðarinnar, einkum í höfuðstað Norðurlands. Fylgist með - fylgist með!

Straeto_feb07_2

Slen & slit ...

301Hinn tápmikli & taktfasti dr. Gylforce hefir tekið leið 35 reglulega í sumar hvar hann hefir iðullega fengið hinn sænsksættaða 301 vagn þeirra Kynnisferða.

Hinir funheitu en stuttu MAN vagnar, 304 & 305, virðast alveg heillum horfnir á vígvöllum veganna & er það bagalegt því ekki þarf í raun svona langan vagn á þessari leið eins hinn sænskættaði er. Vonandi festa þeir Kynnisferðarmenn við Kársnesið kaup á einum styttri vagn til að taka slaginn á hringleið vorri um Voginn næsta vetur. Hvað um það.

Hinn 301. vagn þeirra Kynnisferða var orðinn vel lúinn eptir hringsólið í sumar um Voginn enda gladdi það hró dr.´s mjög í vikunni er hann fékk 302 vagninn á leið 35 í stað hins fyrsta. Líklega er verið að lappa upp á hann fyrir næstu átök.


Hvimleitt klúður ...

89d650d04cbed2dcbd25cb67fa2cafe3Hinn fleðaði & flístrandi dr. Gylforce hélt fullur tilhlökkunar á vit vagna í gær en varð fyrir nokkrum vonbrigðum, aldrei þess vant. Doksi kallinn tók unga vagnverjann með í för & héldu þeir feðgar í sænskættaðan hringrúnt um Voginn venju samkvæmt með leið 35.

Frá Hamraborg okkar Kópvæginga stigu hinn ungi & aldni vagnverji inn í 189 Volvovagninn á leið 1 & brunuðu í bæinn. Urmull var af vagnverjum líkt & vera ber á leið leiðanna & gaman að fylgjast með því að vagninn hélt mjög vel áætlun. Nema hvað.

Dr.-inn sá hinn skínandi fagra 198 3ja hásingavagn á leið 1 & slóst með í för. Vagnstýran bauð góðan dag sem & doksi kallinn & sveif vagninn að Hlemmtorgi á mettíma. Hvað um það.

Hinn ungi & aldni vagnverji stigu út úr vagninum en langaði í aðra för með sama vagni. En ekki hvað??? Þeir & því biðu um hríð. Vagninn átti að leggja úr vör kl. 16:15 en vagnstjórinn kom mínútu of seint & lagði svo af stað ekki fyrr en kl. 16:17. Þar töpðuðust 2 mínútur sem geta skipt sköpum þegar vagnverjar hyggja á skiptingu milli vagna.

189Ferðin var vel fjölmenn af vagnverjum & reiðfákum sem þýddi að vagninn kom upp í Hamraborg kl. 16:40. Þar með höpðu hinn ungi & aldni vagnverji misst af leið 35 sem að þessu sinni beið ekki eptir vögnunum sem koma úr miðbænum. Stundum virðist hann gera það & stundum ekki.  
Það er mjög hvimleitt þegar hverfisvagnarnir bíða ekki. Það verður að segjast. Næsti vagn á leið 35 kemur ekki fyrr en eptir um 30 mínútur & á dr.-inn erfitt með að skilja hví leiðin bíði ekki eptir bæjarvögnunum. Að vísu verður leiðin of sein allan hringinn en á móti vagnstjórinn fær öngvu að síður sína pásu. Öðru máli myndi gegna ef tíðnin væri örari.

Vonandi hysja nú vagnstjórar Kynnisferða upp um sig buxurnar & bíða eptir leiðum 1,2 & 4. Það er jú tilgangur með þessu leiðakerfi sem brátt fagnar nú 9 ára afmæli.

Hér er & hvimleitt klúður
hjá Kynnisferðunum.
Hinkrið við - ekkert múður
eptir bæjarvögnunum!

Enn ern fyrir fernd ...

20120612031929-908f7b72Hinn tignarlegi & taktfasti dr. Gylforce tók létt dansspor í gær hvar hann náði í þessa fyrirtaks fernd meðal vina sinna, vagnanna. Leiðir, vagnar & vagnverjar voru af ýmsum toga þennan daginn & afar ljúft - nú sem endranær - að sitja meðal vinanna. Hvað um það.

Dr. Gylforce hóf leik með því að hóa í huggulegan sænskættaðan eðalmálm er ók um Smárana hér í Voginum. Leið 28 bauð upp á 308 Volvovagninn en svo virðist sem hinn spánnýi & spennandi 307 VDL, 308 & 309 Volvoarnir taki slaginn í sumar á þeirri leið. Hinn fyrsti þeirra Kynnisferða, 301, rúntar svo hringinn góða á leið 35. Aðrir vagnar virðast hafa fengið hvíldina góðu í sumar. 

Dr.-inn sá hinn snotra 184 Omnicity vagn á leið 17 í Mjóddinni & bauð öngvra boða. Ugglaust er stutt í að sá fyrirtaksvagn kveðji vígvelli veganna & því kjörið að njóta hans meðan hans nýtur við. Nema hvað. 

Dr.-inn sat sem fastast í Omnicityvagninum eða alla leið að endastöð við Hlemm. Þar skiptir vagninn um leið & tekur næst hring sem leið 5.

Doktorinn frá Stútulaut spókaði sig um hríð við Hlemminn & sá urmul vagna & indæla vagnverja. Að lúkningu hoppaði hann þó inn í Crossway vagn á leið 11 upp í Mjódd & framlengdi svá ferð sína með 145 Crosswayvagni á leið 4. Greinilegt er að byggðasamlagið hefir víxlað nýju vögnunum & aka nú vagnar númer 141-146 á leið 4 en í vetur voru það 138-140. Gaman af því.

Svá er & að vænta tíðinda af nýjum vögnum & leiðabreytingum. Meira um það síðar mínir virðulegu vagnverjar. 

Doksi kallinn ennþá ern
& í indælis málum.
Hoppaði í frækna fernd
með frygðarlegum gálum.

Öngvinn vagn - öngvin velta ...

183Hinn rjúkandi & rammhvassi dr. Gylforce reið ekki feitum hesti frá vögnum helgarinnar hvar hann náði varla í vagn & er hér um sannkallað reiðarslag að ræða. Doksi kallinn hugði á ferðir báða dagana en óð hvarvetna villu & svíma & verður að gjöra bragarbót á þessu eins fljótt & auðið er. 

Dr.-num tókst reyndar að reiða fram reiðfákinn & renna sér um kópvægskar koppagrundir. Svá verður hann drífa sig með fákinn í vagninn.

Helgin fór í algjört fokk
fáum vögnum sat í
reiðarslag & algjört sjokk
en sötraði þó pepsí!*
BIGcross_arrow_corfu_s-bikes-1.jpg








Hér má sjá reiðfák doksa.



*Pepsi Max vitaskuld!

... til vítis!!!

20120612032302-2363e2b4
Hinn rammgerði & roðmi dr. Gylforce rauk út úr dyrunum við Stútulautina í gærkvöldi hvar hann langaði svo ógurlega í einn hring með þeim sænskættaða. Doksi kallinn hélt rakleitt af stað, valhoppaði niður göngustíginn & beint út í biðskýlið sitt.


Heyrðu vinur, vagninn minn
vinur snjalli kæri.
Ert´að aka hringinn þinn
eins & ekkert væri?

Hinn 301. vagn þeirra Kynnisferða tók höfðinlega á móti dr.-num & bauð honum upp á eðalrúnt um kópvægskar koppagrundir. Það voru heldur fáir vagnverjar um borð í leið 35 að þessu sinni enda sólmánuður (regnmánuður?) & heyannir í hámarki. Hvað um það.

Doksi kallinn linnti ekki látum í vagninum fyrr en hann áði aptur við fegurstu laut veraldar, Stútulaut. Maður lifandi.
  
Vagninn kemur, vagninn fer
vagnverjum til handa.
Veðurguðinn í vanda er
til vítis með þann fjanda! 

89d650d04cbed2dcbd25cb67fa2cafe3










Myndir: vb.is & citybus.piwigo.com/

Bráðsnjallir Baunverjar ...

Movia_bus_line_2A_on_Stormbroen
Hinn baunski & bráðsnjalli dr. Gylforce brast nánast í grát hvar hann kom til kóngsins Köben & sá þvílíkan urmul af eðalvögnum; Scania Omnilink (2ja & 3ja hásinga), hinir sænskættuðu Volvo, VDL-vagnar & umhverfisvænir MAN vagnar. Hvert sem litið var bar fyrir augum ægifagrir vagnar & gladdi það hvarvetna hró dr.´s í hvívetna. Hvað um það.

Dr.-inn hélt sig eðlilega meðal portkvenna við Istegade & tók því einkum leiðir 10 & 14 er þar aka um aukinheldur sem A-lína númer tvö var líka í aðalhlutverki hjá doksa kallinum. Nema hvað.

Vagnar í kóngsins Köben
komandi gjörvallt.
Með þá Jensen & Jörgen
& jullur út um allt!

vdlJá, hinn vittugi & vel lesni vagnverji komst í hinar sjúklegu álnir hjá Baunanum, einkum með leið 14 eins & fyrr greinir. Þar voru vagnar ekki af verri endanum - maður lifandi. Hinn íðilfagri VDL-vagn var yfirleitt á þessari leið & á 12-13 mínútna fresti yfir daginn en datt svo niður í 20-30 mínútur á kvöldin.

Baunskir vagnverjar fjölmenntu optast í leið 14 & leið doksa kallinum á leið nánast eins & hann væri staddur á leið 28 hér í Voginum. 

Dr.-inn hélt með vagninum frá Istegade að Enghavevej & svo aptur til baka. & svo aptur frá Istegade & svo aptur til baka. & svo aptur ...

Köben ...

CAM00849Hinn heimóttalegi en þó hugljúfi dr. Gylforce hyggur á vagnarannsóknir í kóngsins Köben næstu daga :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband