Færsluflokkur: Bloggar
Hún verjanna ró raskar
rallhálf á djamminu.
Á fyrirmælum flaskar
ferð endar í djeilinu.
Kolvitlaus kennd kona
Eitthvað finnst doksa kallinum fréttir af ofurölvuðum vagnverjum vera að færast í aukana. Getur það verið???
Eða eru fjölmiðlar farnir að gefa dagbók lögreglunnar meiri gaum???
Humm, humm???
Bloggar | 5.9.2020 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæðurnar ærnar
illa farið gat.
Rígfestið rærnar
reyrið - akkúrat!
Kynnisferðir komast í hann krappan
Betur fór en á horfðist hjá verktakanum innvið sundin blá í morgun, hvar rærnar virðast hafa losnað á leið 15 meðan vagninn var við akstur. Illu heilli.Hinn hollenski VDL-vagn lenti í kröppum dansi á morgunvaktinni en vagnstjórinn hefir verið vel með á nótunum & náð að afstýra skemmdum & slysi.
Vagninn var tekinn úr umferð & væntanlega hafa viðgerðarmennirnir tekið vel á átakslyklinum til þess að gera hinn hollenska kláran á vígvelli veganna eins fljótt & auðið var.
Bloggar | 3.9.2020 | 16:24 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öngvinn vissi vart
veðrið hvaðan á sig
stóð & þvílíkt start
á strætó en hvernig?
APSAKIÐDr. Gylforce var líkt & aðrir landsmenn sem límdur við skjáinn síðastliðinn fimmtudag hvar þríeykið upplýsti að grímur skyldu vera brúkaðar í almenningssamgöngur frá og með hádegi 31. júlí. Nema hvað.
Dr.-inn skildi þessi skilaboð á sama hátt & stjórnendur byggðasamlagsins sem gerðu vel að mati dr.´s í að bregðast skjótt við & vera tilbúnir á örstuttum tíma.
Nú hefir hinsvegar komið í ljós að ekki er skylda að vera með grímu fyrir vitum sínum í vögnunum á höfuðborgarsvæðinu. Þó er mælt með því, sérstaklega fyrir þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Nokkrir vagnverjar brugðust ókvæða við þessum hringlandahætti sem var nú óþarfi. En hvað um það.
Yfir&út!
Bloggar | 1.8.2020 | 16:56 (breytt kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vigga greyið vill ei nekt
á vagnana sælu.
Löngu orðin vel landsþekkt
fyrir lygi & þvælu.
Borgarfulltrúi Miðflokksins fer mikinn á samfélagsmiðlum dag þennan vegna auglýsingar Ljósmæðrafélagsins á rafvagni í tilefni af 200 ára afmæli Florence Nightengale. Er auglýsing þessi ekki fyrir viðkvæma að mati hans aukinheldur sem nakið fólk geti vart verið heppileg ásýndar fyrir verðandi farþega Borgarlínunnar. Humm, humm???Ekki er langt síðan sami einstaklingur hapði allt á hornum sér varðandi kaup Strætós á 14 rafvögnum frá Kína. Í því samhengi var ýjað að spillingu vegna þess að stjórnarformaður fyrirtækisins, sem hefur umboð fyrir rafvagnana, er fyrrum þungavigtarmaður í Samfylkingunni, sem er sami flokkur og borgarstjórinn er í. Síðar kom upp úr dúrnum að kaupin voru ákveðin árið 2016 en samfylkingarmaðurinn varð stjórnarformaður tveimur árum síðar & því afar hæpið að hann hafi hlutast til um málið. Nema hvað.
Á síðasta ári skeiðaði fulltrúinn svo enn á samfélagsmiðla & lét hátt vegna svokallaðra innviðagjalda Reykjavíkurborgar. Taldi hann sterk rök fyrir því að þau væru ólögmæt því lagastoð skorti fyrir þessum gjöldum. Á dögunum gekk dómur í málinu hvar Reykjavíkurborg var sýknuð í málinu.
Hví eru fjölmiðlar alltaf að lepja þessa þvælu upp???
Vigga viðutan
Bloggar | 1.7.2020 | 18:28 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alkóhól í alla vagna,
útbreiðslu skal hefta nú.
Fumlaus viðbrögð - allir fagna,
fáum við þá von & trú.
Allir vagnstjórar á leið hafa nú sér til fulltingis sprittbrúsa til þess að reyna að sporna við útbreiðslu á COVID-19, þeirri vályndu veiru. Nema hvað.
Aukinheldur er farið þess á leit við stjórana að þeir þurrki af snertiflötum í vögnunum & hafa fengið til þess klúta. Hvað um það.
Með þessu er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðsluna en mikið verk er að sótthreinsa allan flotann reglulega en rúmlega 120 vagnar eru á leið þegar mest er. En ekki hvað???
Bloggar | 5.3.2020 | 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandræði helvítis herjans
hægagangur & slen.
Vonbrigði eru vagnverjans
vonandi skánar - amen!
Hann var heldur rislítill & raunalegur doktor Gylforce eptir vagnaferðir morgunsins, hvar margt vakti furðu í ferðum hans. Nema hvað.Dr.-inn gekk galvaskur að skýli sínu við Stútulautarselið um kl. 7:25 & ætlaði að skella sér í leið 4. En ekki hvað???
Það gladdi hið gamla hró dr.´s hvar sænskættaður 114 Scania Omnilink kom askvaðandi en var merktur sem leið 3 - aukavagn!!!
Ef dr. Gylforce væri nýr vagnverji að taka vagn í fyrsta sinn myndi hann ugglaust reka upp stór augu ef leið 3 kæmi í biðskýli hvar eingöngu tímatafla er fyrir leið 4. Dr.-inn hefir minnst á þetta áður, þetta er ruglingslegt en vagninn ekur frá Mjódd niður í miðbæ sem leið 3 en um Breiðholtið sem leið 4.Dr. Gylforce skipti um vagn í Mjódd okkar Breiðhyltinga & fékk 186 Crossway vagn á fjarkarnum. Það virtist varla renna blóðið í vagnstjóranum á þeirra leið; vagninn ók hægt, hann var lengi að fara af stað á hverri stoppistöð enda skilaði hann vagninum tveimur mínútum of seint í Hamraborgina - illu heilli!
Dr.-inn missti því af leið 36 er hann hugðist taka. Vagnstjórinn á þeirri leið var hinsvegar í lófa lagið að hinkra í nokkrar sekúndur því vagninn var á brúnni á Digranesveg, beint á móti leið 4.
En nei, hvarflaði ekki að honum að horfa til hliðar & velta því fyrir sér að mögulega ætlaði einhver að hoppa úr leið 4 yfir í leið 36.
Dapurt & vart til þess fallið að auka ánægju vagnverja eða fjölga þeim.
Bloggar | 4.9.2019 | 12:40 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með Gylforce-inn í grennd
gleður hal & sprund.
Þokkaleg var mín þrennd
þessa góðu stund.
Dr. Gylforce var á vappi við Ægisíðu þeirra Reykvíkinga í enn einu blíðviðrinu, hvar hann endaði í þremur yndislegum vögnum með þremur indælum leiðum. Nema hvað.
Ellefan með bros á brá
bætir mína glóru.
Huggulegur ilmur frá
hennar pústum stóru.
Gylforce-inn ætlaði að mjaka sér með leið 11 frá Ægisíðunni að Mjódd en eins & opt áður breytti hann um kúrs á miðri leið. En ekki hvað???Dr. Gylforce sté út við Hlemmtorgið & spígsporaði þar drykklanga stund í blíðunni. Doksi kallinn skáskaut sér svo inn í fjarkann að Hamraborg þeirra Kópvæginga.
Tímaáætlanir vagnanna voru til fyrirmyndar enda ekki margir vagnverjar á ferð að þessu sinni aukinheldur sem opt reynist rólegt yfirbragð yfir þessum gulu vinum okkar á sunnudögum. Hvað um það.
Til þess að komast í Stútulautarselið hóaði dr. Gylforce í leið 28 & gekk greiðlega úr Voginum fagra yfir í gettóið á mettíma.
Vagnaunaðurinn ríður ekki við einteyming - maður lifandi!
Bloggar | 21.7.2019 | 21:27 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótur & frískur var
frækinn & knár.
Snöfurlegur & snar
snöggur & klár.
Sprækur & ekki spar
spaugilega súr.
Skeleggur Gylforce skar-
aði skjótt fram úr.
Eptir að hafa lokið embættisskyldum sínum hélt dr. Gylforce þegar í stað á vit vagna, hvar hann hitti fyrir leið leiðanna, leið 1, leið 4 & 21. En ekki hvað???
Það hefir reynst happadrjúgt að mati dr. Gylforce að breyta leið 21 & láta hana stöðva við Smáralindina í stað þess að bruna beint í Garðabæinn. Vonandi heldur Strætó bs. áfram að þróa hina 21. leið með því að láta hana ekki eiga endastöð í Firði heldur út á Völlunum aukinheldur sem innanbæjarleiðir Gaflara verði teknar til gagngerrar endurskoðunar. Nema hvað.
Til þess að bæta leiðakerfið í Firðinum verða starfsmenn byggðasamlagsins að vera leiðandi & "selja" kjörnum fulltrúum þar hugmyndina þótt hún hugsanlega kalli á meira fé. Eins & staðan er núna er leiðakerfið í Firðinum ruglingslegt; of margar leiðir, sumar aka bara á morgnana meðan aðrar eru á leið eptir hádegið.
Hvað um það. Vonandi ber byggðasamlaginu gæfa til þess að breyta þessu þegar vetraráætlun hepst um miðjan ágúst.
Yfir&út!
Bloggar | 24.6.2019 | 19:57 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil er sæmd & sómi
að sitja ásnum í.
Fer hann um sá frómi
að Firði & bæ niðrí.Hinn hrekklausi & hjartahreini dr. Gylforce hélt heillegur að Hamraborg þeirra Kópvæginga, hvar hann hugði á huggulega ferð með leið leiðanna, leið 1.
Já, hinn uppgerðarlausi & ómengaði herra Gylforce átti afar einlæga & ánægjulega setu í ásnum frá Hamraborg að Hlemmi & aptur til baka. Nú sem fyrr. Maður lifandi!
Enda þótt leið leiðanna, leið 1 - ásinn, sé lang fjölmennasta leiðin í hinu lostfagra leiðakerfi Strætó bs. finnst dr.-num að enn fleiri gætu nýtt sér ferðir hans.Til að mynda er Kópvægingurinn tíu mínútur í leið leiðanna að Háskóla Íslands & tæpar 13 mínútur niður á Lækjartorg.
Að mati dr. Gylforce er það vel viðunandi tími - & allir sleppa við hið hörmulega hringsól á einkabílnum - óvininum - í leit að stæði. Málið dautt.
Amen.
Bloggar | 19.6.2019 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Situr sæla huga í,
er sest ég niður.
Vagninn verður æ & sí
vé mitt & friður.
Hinn helgi & fráleitt heimóttarlegi dr. Gylforce hélt loxins á leið í blíðu gærdagsins, hvar hann hitti fyrir urmul af vinum sínum, vögnunum. Nema hvað.
Dr. Gylforce hélt hnarreistur inn í fyrstu leið sem hann sá. & viti menn, var það leið 2 & tók hann góðan rúnt um efri byggðir í Voginum fagra. En ekki hvað???
Dr.-inn sat þó mestan part í leið 11 síðdegis í gær. Enn & aptur var gaman að fylgjast með hve vel vagninn var nýttur af oss vagnverjum þótt nú myndin af skanka doksa karlsins sýni nú annað!
& ekki varð unaðurinn minni hvar dr.-inn vildi leita aptur heim í Stútulautarselið sitt hvar hann hóaði í sneisafulla leið 3 - & fékk Irisbus Citelis sér til fulltingis - & tók um 40 mínútna unaðsrúnt með leið þessari frá Hlemmi að seli sínu.
Unaður.
Bloggar | 10.5.2019 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar