Færsluflokkur: Bloggar

Vetni, rafmagn, metan ...

159463AÁ göturnar nú viljum við
vetni, rafmagn & metan.
Jörðinni okkar gefa grið
svo göfgist hér búsetan.

Hinn umhverfisvæni & unaðslegi dr. Gylforce hefir nú eitthvað fatast flugið við lesningu á fundargerð byggðasamlagins á dögunum, hvar honum fannst að á leiðinni væru metanvagnar. 57338866 670386653419919 5805438677605679104 n 

benzÞað má þó vel vera & vonandi fáum vér vagnverjar sænska Scania metanvagna líkt & Norðlendingar brúka. 

MBL0099136Hinsvegar hyggst Strætó bs. taka þátt í vetnisverkefni er ber heitið „Joint Initiative for hydrogen Vehicles across Europe“ (JIVE II FCH-JU EU) á vegum Evrópusambandsins, ESB.

Það er því að vænta vetnisvagna á þessu ári - jibbíkóla!

187Dr.-inn man vel eptir síðustu vetnisvögnunum sem voru hér rétt upp úr aldamótunum 2000. Þrír Daimler-Benz vagnar brunuðu um hið lostfagra leiðakerfi & fannst doksa kallinum vagnar þessir framandi en fallegir.

Það verður spennandi að sjá hvernig nýju vetnisvagnarnir koma til með vera - maður lifandi!



Glennulæti & gassaskapur ...

47135007 1886459348090319 2297497982246846464 oSkelfing margt sem ég ekki skil
skýst samt flest með þeim.
Vagna lét minn guð vera til
vildi gleðja þennan heim.

Hinn guðhræddi en þó guðdómlegi dr. Gylforce mun ganga hnarreistur, hár & beinn, til vini sinna - vagnanna - nú síðdegis hvar hann hefir loks lokið við að ausa úr vizku sinni fyrir ungmennin hér vestur á Kársnesi. Nema hvað.

Illu heilli gefst Gylforce-num eigi gott ráðrúm til þess að rannsaka vagna til hlítar að þessu sinni.

Þegar tíminn naumt er skammtaður þýðir nú lítið að vera með glennulæti & gassaskap - eða hvað???

Á glennulátum & gassaskap
Gylforce-inn hefur trú.
Löngu hættur er að teyga TAB
trylltur í Maxið nú.



Mynd: Strætó bs. 


Fimm daga fargan ...

220px-StrætóLífið verður viturt
veröld mjög sexý. 
Ömurð blásinn burt
blómleg tíðn´á ný.

Á morgun lýkur þessum þjáningardögum fimm (frá fimmtudegi til mánudags) hvar tíðni flestra leiða verður 15 mínútur í stað 30 mínútna.

& ekki sé minnst á hið óreiðukennda leiðakerfi hér nyrðra með munúðarfullum metanvögnum en öngvum akstri á föstudaginn langa & páskadag. Maður lifandi!

57176837 2135848529838466 2417021338637041664 nHvað um það. Dr. Gylforce tekur gleði sína á nýjan leik á morgun hvar um 125 vagnar fara á stjá í blæðandi morgunsárinu á urmul leiða - en ekki hvað???

Gleði, gleði, gleði ...


Metan fyrir morgundaginn ...

12345Metan sett fyrir morgundaginn
mun ég brúka þá.
Bruna með þeim um allan bæinn
bæjarstæðið sjá.

Hinn notalegi & fráleitt nálegi dr. Gylforce hefir hapt í nægu að snúast hér norðan heiða, hvar hann beið öngvra boða & leitaði upp hina sænskættuðu metanvagna um hæl. Nema hvað.

akureyri oddeyringarIllu heilli var dr.-inn ekki meðal vagnverja í leið 57 að þessu sinni aukinheldur sem framundan er aðeins leið 6 í boði hér hjá Norðlendingum. Hvað um það.

Þegar Gylforce-inn bar að garði var verið að fylla á tvo af þremur metanvögnunum & vonandi morgunljóst að annaðhvor þeirra verður í eldlínunni í ferðunum sjö með leið 6 á morgun.

Þar verður dr.-inn - en ekki hvað???



Hátíðarhörgull ...

51034543_384992932274059_6182374434955853824_nSífelldir sunnudagar
svekktir verjar þá.
Pottþétt það mig plagar
um páskana - ó já!

Hörgull á vögnum um hátíðarnar


44047480_175364156722848_6209537010726600704_nEins & optast áður verður eigi feitan gölt að flá hvað vagna & tíðni áhrærir um hátíðarnar. Ó nei. Illu heilli.

Byggðasamlagið býður oss vagnverjum upp á fjóra sunnudaga ef svo má segja með eiginlega lágmarksþjónustu. Þannig verður ekið eptir áætlun sunnudaga á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Akstur hefst þessa daga um kl. 10 & verða allar leiðir á 30 mínútna tíðni. Bömmer.


Í þá nýju nyrðra ...

AlbumImageFáar ferðir á Eyri
flotinn nýrri þó.
Vantar ferðir fleiri
fyrir doksa & co.

Hinn nyrski & vel njótandi dr. Gylforce heldur senn í höfuðstað norðurlands, hvar hann mun taka hús á metanvögnunum sem & hinu óreiðukennda leiðakerfi Norðlendinga. Nema hvað.

44510891_696806990677193_6858080783274344448_nNorðlendingar hafa tekið í notkun þrjá sænskættaða metanvagna af Scania gerð aukinheldur sem þeir hafa fest fjár í einum Iveco Crossway. Afar vel gert Oddeyringar!

1Fyrr í vetur voru uppi hugmyndir um að bæta leiðakerfið nyrðra enda ekki vanþörf á. Vitaskuld kallar slíkt á aukið fjármagn & spunnust umræður í bæjarstjórninni um að hvort tími væri til kominn að hætta með fríar ferðir.

44471480_275907522911112_1049838101909733376_nLjóst er að bæta þarf leið sem fer að flugvellinum & í nýrri hverfi þeirra Norðlendinga. Það verður því spennandi að sjá á næstu misserum hvernig það verður leyst.

Mun aukið opinbert fé hrökkva til ellegar mun hefjast gjaldtaka á ný í hina norðlensku vagna???

Veit sá er ei spyr - spyr sá er ei veit.


Fundur með farþegum ...

fundurFyrir eymings farþega
flækjustig of hátt.
Breyta þarf bráðlega
svo breið myndist sátt.

Fundur með farþegum

17Hið bráðmyndarlega byggðasamlag Strætós efndi til fundar með farþegum á dögunum til þess að heyra raddir þeirra. Á sama tíma & hann fór fram sat dr. Gylforce sem fastast á dollunni & var því illu heilli vant við látinn. 

imagesÁ fundinum komu fram þarfar ábendingar frá vagnverjum. Ein af þeim laut að því hve flókið hið lostfagra leiðakerfi er fyrir nýja notendur. Þarna er dr.-inn að mörgu leyti sammála & hefir optsinnis minnst á það á þessum vettvangi.

178 aEitt af því sem skýra mætti fyrir nýjum notendum er að láta vagna t.d. á Hlemmi snúa í þá átt sem þeir eru að fara í. Opt & einatt er dr.-inn staddur við Hlemmtorgið & fær spurningar frá vinum sínum - verjunum - & skilja þeir sjaldnast t.d. að leið 1, 2, 3, & 6 séu á leið niður í bæ þegar þær líta út fyrir að vera að fara í þveröfuga átt.

Aukinheldur væri unaðslegt að fá tímatöflur sem sýna hve langt er í næsta vagn. 

Það væri unaður. Maður lifandi!





Gylforce & geithafur ...

Hinn eitilharði & upprennandi dr. Gylforce einhenti sér eitt sinn í eyðu einni í hverfaleið hér í Voginum, hvar hann náði hinni kynngimögnuðu leið 35.

015_1299349Dr.-inn beið vitaskuld eptir vagni sínum, hvar hann sá goðsögnina sjálfa í skýlinu. Takk fyrir túkall! Hr. Stefán Grímsson sat hinn spakasti & reykti stubba af áfergju. En ekki hvað???

Dr. Gylforce buktaði sig & beygði, bauð honum vitaskuld góðan dag & minntist bragsins fagra um þennan ljúfling:

Eptir vagni eitt sinn leit

einatt gestur tíður.
Í makindum Mr. geit
málaður, skeggsíður.

Dæmafár í doktors sveit
dedúar & bíður.
"Góðan dag" svaraði geit
við Gylforce-inn blíður.

Amen. Þvílík unaðsferð!


Betri loftgæði ...

Hér fær fólkið klappið
sem forðaðist bifreið.
Urmull sótti appið
upplifði vagn á leið.

Ókeypis í vagninn með appinu á gráum dögum

Það er engu líkara en að fólk hafi tekið vel í að nýta sér annan ferðamáta í dag en einkabílinn. Góðu heilli.

Loftgæði í Reykjavík reyndust betri en spár gerðu ráð fyrir. Hinsvegar má búast við fleiri gráum dögum í vikunni & því vert að hvetja alla - nær & fjær - til þess að ganga, hjóla ellegar notast við unaðinn - vagnana - til að komast ferða sinna í höfuðborginni.


Verkfalli aflýst ...

55783785_2682020701824912_7701752260178477056_oAðgerðum nú aflýst
aptur hefst þá för.
þó er ennþá óvíst 
um aðeins betri kjör.

Verkfalli aflýst

Vagnstjórar hjá verktakanum Kynnisferðum hafa ákveðið að aflýsa verkfalli sínu, hvar viljayfirlýsing í kjaraviðræðum ríður þar ugglaust baggamun. Nema hvað.

Vagnstjórarnir fella þó niður akstur nú síðdegis en allt ætti að vera komið í eðlilegt horf í fyrramálið.

Góðu heilli! Vér vagnverjar tökum gleði okkar á ný :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband