Færsluflokkur: Bloggar
Í fönninni nú ferðir
fara nokkuð hægt.
Vagnanna glæstu gerðir
gerir fólk ánægt.
Illu heilli er dr. Gylforce vant við látinn hvað vini vora - vagnanna - áhrærir þennan annars ágæta frjádag. Nema hvað.
Ætla má að erfitt gæti reynzt fyrir þessa geðþekku vini vagnverjanna að halda áætlun í fannferginu þótt það sé nú minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Vonandi ná vagnverjar nær & fjær að komast leiðar sinnar. Maður lifandi!
Bloggar | 22.3.2019 | 16:53 (breytt kl. 17:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með mér hérna er fagurt fljóð
í fögrum vagni skeiðum.
Fær hún öll mín fegurstu ljóð
& ferðir með eðalleiðum.
Hinn ástsæli & unaðsfulli dr. Gylforce sveif heldur betur skýjum ofar í vagnaferð sinni um síðastliðna helgi, hvar honum tókst að taka íðilfagra & yndislega vagnverju með sér í vagnana. Maður lifandi!
Dr. Gylforce bauð þessari elsku með sér í eðal Iveco Crossway vagn á leið 3 & hlakkar ósegjanlega mikið til að fara með henni urmul ferða í hinum eina sanna unaði, rafvögnunum.
Það verður eitthvað!
Yfir&út!
Bloggar | 20.3.2019 | 09:09 (breytt kl. 09:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott er í ferðum að fá
frið, ró & næði.
Sænska Ikea starði á
senn ég inn mér læði.
Hinn heppni & hentugi dr. Gylforce hugði á ferðir á hinum huggulega fimmtudegi sem var jú í gær. Nema hvað.Dr. Gylforce á sér einn unaðs- & uppáhaldshring meðal vina sinna, vagnanna. Ferð þessi hepst í Mjódd & endar í Firðinum, hvar leiðir 21, 1 & 4 koma við sögu. En ekki hvað???
Dr.-inn á það til að einhenta sér í leið 21 við Mjódd okkar Breiðhyltinga. Leið þessi er í nokkurri sókn en hún líður ljúflega í gegnum Smáralind, framhjá Vífilsstöðum, Kauptúni & endar lox suður í Firði.
Frá Firðinum var indælt að upplifa unaðinn í tíu mínútna tíðni leið leiðanna, leiðar 1. Doksi kallinn var meðal urmul vagnverja á leið þeirra í mjúkum Iveco vagni hvar hann áði svá við Hamraborg þeirra Kópvæginga. Til þess að gera líkt & Rambó karlinn - loka hringnum - tók dr. Gylforce leið 4 frá hinni háu & fögru Hamraborg & hélt með henni rakleitt að Mjóddinni.
Herlegheit þessi tóku um eina klukkustund sem getur verið ljómandi fínt ef lítill tími reynist til aflögu til þess að njóta unaðarins.
Yfir&út!
Bloggar | 15.3.2019 | 20:27 (breytt kl. 20:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinir vagnar verða
vilja ei gjald.
Fyrirtækin serða
fá þau gult spjald.
Vagnar á leið í verkfall :(
Verkföll Eflingar vofa yfir oss vagnverjum eins & sænskættaður eðalvagn sem hefir hvorki dekk né drif. Hvað um það.Í mars munu vagnarnir á ákveðnum leiðum stoppa kl. 16 & bíða í 5 mínútur á þeirri stoppistöð sem vagninn verður á. Mun þetta raska hinu lostfagra leiðakerfa & væntanlega koma sér illa fyrir vagnverja.
Þá ætla vagnstjórar ekki að sinna fargjöldunum & því er líklegt að nokkuð tekjutjón verði hjá Strætó bs. meðan á þessu stendur.
Í aprílmánuði hyggjast svo vagnstjórar leggja niður störf frá klukkan 7 til 9 og aftur frá 16 til 18. Mun það verða afar bagalegt fyrir oss vagnverja.
Það eru því viðsjárverðir tímar framundan - maður lifandi!
Bloggar | 13.3.2019 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oddeyringa óreiða
afar dapurt kerfi.
Í glæsta munu greiða
gjald í sín hverfi.
Gjald í vagna nyrðra???Forkólfar leiðakerfisins nyrðra standa frammi fyrir áleitnum spurningunum þessi misserin. Ljóst er að leiðakerfið í höfuðstað Norðurlands þarf að bæta enda hefir dr. Gylforce verið tíðrætt um t.d. hví öngvin vagn gangi hvorki að flugvellinum né Hömrum. Hvað um það.
Aukinheldur er leiðakerfið afar bágborið á kvöldin & um helgar. Má með nokkru sanni segja að nyrðra sannist hið fornkveðna að ef frítt er í strætó verður leiðakerfið aldrei gott. Margir kalla eptir því að gjaldfrjálst verði í vagnana á höfuðborgarsvæðinu en doksi kallinn er ekki hrifinn af því. Nema hvað.
Betra er að treysta á hóflega gjaldtöku vagnverja sem aptur geta þá gert kröfu um að fá almennilegt almenningssamgöngukerfi í staðinn.
Amen.
Bloggar | 12.3.2019 | 17:11 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prótestarar á pappakössum
með piparúð´ á kinn.
Á veginum var fullt af rössum
komst vagninn hringinn sinn?
Mótmæli eru eðlilegur hluti í lýðræðissamfélagi & ber að virða rétt fólks til þeirra.
En plís, nenniði að hætta að mótmæla við Hlemm & leyfa vögnunum að halda áætlun???
Mynd: Visir/Vilhelm
Bloggar | 12.3.2019 | 00:17 (breytt kl. 00:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vagninn af veginum fauk
verjarnir geðþekku.
Draumarúnti þeirra lauk
í Draugahlíðabrekku.
Fok austur fyrir fjall
Leið 51 lenti í kröppum dansi í kvöld, hvar sá bláguli fauk af veginum í fárviðrinu sem nú geisar á Suðurlandi. Maður lifandi.Góðu heilli virðist öngvin hafa slasast í ferð þessari & fengu vagnverjar far með einkabílum austur fyrir fjall & gátu komist leiðar sinnar.
Vagninn verður svá sóttur á morgun er veður lægir.
Yfir&út!
Myndir: visir.is
Bloggar | 11.3.2019 | 23:38 (breytt 12.3.2019 kl. 00:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf að fá þá framselda
er framkvæma slíkt.
Að gjöra unað alelda
- algerlega sýkt.
Svartur dagur í Svíaríki, hvar liðvagn einn fuðraði upp í höfuðborginni & brann til kaldra kola. Góðu heilli var aðeins vagnstjórinn í vagninum & er hann ekki illa slasaður. Maður lifandi!
Vonandi er hér ekki um hryðjuverk að ræða en allar líkur eru á að svo sé reyndar ekki.
En ef ... þá verður dr.-inn brjálaður. Algerlega.
...
Bloggar | 10.3.2019 | 17:32 (breytt kl. 17:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byggðasamlag samtal vill
sem hlýða á vér verðum.
Leiðakerfi sem lykill
að liðlegum ferðum.
Fundur með Strætó
Byggðasamlagið Strætó efnir til opins fundar um málefni strætós við oss vagnverja & alla þá sem hafa áhuga á málefnum er snýr að vögnunum, vinum vorum.
Þessi fundur er fagnaðarefni en hann verður haldinn í höfuðstöðvum Strætós að Þönglabakka fimmtudaginn 28. mars kl. 17:30.
Skyldumæting - allavega fyrir dr.-inn, maður lifandi!
Bloggar | 7.3.2019 | 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sól, logn & mengunarlopt
leikur oss nú grátt.
Á næstunni atvikast opt
ef við gerum fátt.
Svifrykssvívirða
Svifrykið lætur nú á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu & eru allir hvattir til þess að hvíla einkabílinn sinn & halda á vit unaðsferða meðal vagnanna. Nema hvað.
Illu heilli tókst dr.-num nú ekki að taka vagninn í morgun; karleplið svaf yfir sig & varð að notast við óvininn ógurlega, einkabílinn.
Doksi kallinn reyndi að lágmarka akstur & vonar að þetta komi ekki aptur fyrir í bráð. Maður lifandi.
Bloggar | 5.3.2019 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar