Færsluflokkur: Bloggar
Rafvagnarnir risanum frá
reynast koma seint.
Vonandi við fáum þá
á vígvellina beint.
Hinn vagnsæli & vagnséði dr. Gylforce er farið að lengja vel eptir rafvögnunum fjórum frá risanum í austri sem áttu að koma í sumar.
Það kom nefninlega á daginn að styrkja þurfti Kínavagnana vegna högganna sem þeir hljóta af hraðahindrunum á höfuðborgarsvæðinu. Nema hvað.Strætó bs. hefir fjárfest í níu rafvögnum af Yutongverksmiðjunum í Kína & áttu fjórir þeirra að vera klárir á vígvelli veganna í júní síðastliðnum.
Það gekk því miður ekki & var þá stefnt að afhendingu í ágúst eða september. Nú bólar hinsvegar ekkert á vögnunum sem er bagalegt fyrir byggðasamlagið því nokkuð margir vagnar þeirra eru orðnir gamlir & lúnir.
Koma svooooooooooooooo!!!
Bloggar | 18.9.2017 | 21:48 (breytt kl. 22:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heyrðu vinur, vagninn minn
vinur snjalli kæri.
Ertu að aka hringinn þinn
eins & ekkert væri?
Hinn þjáli & þægilegi dr. Gylforce þaut af stað í blæðandi morgunsárinu, hvar hann hitti fyrir 161 Karosavagninn á leið 4 hér við Stútulautarselið. Nema hvað.Ferðin reyndist unaður einn uns leið 4 nálgaðist Túnbrekku þeirra Kópvæginga. Þar hapði 185 Ivecovagninn lent í kröppum dansi á leið upp í Mjódd.
Já, einn af sjö vögnum leiðar 4 hapði nuddast örlítið við einkabílinn & komust vagnverjar þeirrar ferðar hvorki lönd né strönd. Hvað um það.Vagninum tókst sumsé ekki nógu vel að aka hringinn sinn, eins & ekkert væri.
Dr.-inn sá hinsvegar ekki miklar skemmdir á þeim gula & verður hann örugglega kominn aptur á vígvelli veganna áður en langt um líður.
En ekki hvað???
Bloggar | 13.9.2017 | 08:38 (breytt kl. 08:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vertu, vagn minn
vinur minn kær.
Á morgun & hinn
& einnig í gær.
Hinn vagnheilagi & vagnstillti dr. Gylforce hefir vitaskuld haldið á vit vagna undanfarið, hvar hann hefir ekið með vinum vorum - vögnunum - um grösugar & grjótlausar grundir okkar Reykvíkinga. Nema hvað.
Hinn staffírugi dr. Gylforce hefir einatt tekið vagna við steinlausa & sterkbyggða Stútulautarselið sitt. Maður lifandi!Vagnakostur leiða 3 & 4 hefir verið vagnþroskandi & hinn ágætasti; hér vakka & vafra Iveco Crossway, Irisbus Karosa & Citelisvagnar um Fell & Sel. Sá sænski er hinsvegar sjaldgæfur hér við Selin en yfirleitt má finna þá á leið leiðanna, leið 1, leið 2 á annatíma (metanvagnar), leið 3 á morgnana (3ja hásinga), & svá á leið 6. Hvað um það.
Doktornum er afturámóti farið að lengja eptir rafmagnsvögnunum. Fyrsta plan þeirra var að keyra leiðir 4 & 6 sem myndi gleðja hið gamla hró dr.´s - en ekki hvað???
Bloggar | 11.9.2017 | 21:41 (breytt kl. 21:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hofmann- & huggulegi dr. Gylforce hefir heldur betur verið sem eilífur augnakarl í námunda við Hlemmtorgið undanfarin kvöld, hvar allt hefir þar gerbreyst með tilkomu Mathallarinnar. Maður lifandi.
Á kvöldin aka vinir vorir - vagnarnir - með 30 mínútna tíðni sem er akkúrat rétti tíminn fyrir Gylforce-inn að gæla við þann görótta. En ekki hvað???
Dr. Gylforce er heldur íhaldssamur á leiðir & tekur alltof opt leið 4 niður á Hlemm & svá leið 3 til baka. Þetta þarf doksi kallinn að leiðrétta; skipta um kúrs, auka leiðavalið & fara alls konar krókaleiðir til & frá Mathöllinni.
Já, helst verður þetta að breytast núna. Strax. Í kvöld. Punktur.Mjöðurinn í Mathöll
mjúkur ég er.
Í gulum um vígvöll
veganna fer.
Vínið tekur völdin
villt er mitt geim.
Kófdrukkinn á kvöldin
kem mér samt heim.
Í leið þrjú ligg ég
lúin hvíli bein.
Gleðin var guðleg
gjörði öngvum mein.
Bloggar | 5.9.2017 | 22:07 (breytt 18.10.2017 kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn veraldavani & viljugi dr. Gylforce er líkt & lesendur þekkja víkingur mikill, vagnverji og bloggari ofan úr fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautinni.
Einhverju sinni um helgina þvarr doktornum öreindið; nennti eigi lengur að sinna störfum sínum & þoldi ekki endalaust við í friðsemd Sela & Stúta. Nema hvað. Doksi vildi komast á vit vagna.
Þegar dr.-inn sér þessa appelsínugulu eðalgimsteina á vígvöllum veganna gerist eitthvað. Það verður vart útskýrt. Maður lifandi.Dr. Gylforce hefir einvörðungu tekið þrásetur & langdvalir í leið 4 undanfarna þrjá daga; gaman var til að mynda að vera í fjarkanum í morgun sem lagði úr vör um kl. 7:21 úr Mjódd okkar Breiðhyltinga. Var Irisbus-inn sá á leið í Hamraborg þeirra Kópvæginga.
Urmull vagnverja var með í för, hvert sæti skipað með tiheyrandi hrútalykt & huggulegheitum.
Unaðslegt - en ekki hvað???
Um helgina ég laug & laug
látlaust var til ama.
Spenntur inn í fjarkann flaug
& fór hann að dásama.
Neðri myndir 2: citybus.piwigo.com
Bloggar | 4.9.2017 | 11:54 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn kostavendni & kræsni dr. Gylforce kom sér á vit vagna í gærkveldi, hvar hann var nú nánast kominn á beddann snemmindis á frjádagskvöldi en snérist hugur. Nema hvað.
Það var dúnalogn & dimmt þegar dr. Gylforce dróglaðist inn í leið 3 hér við Stúta & Sel. Það vakti gjörhygli Gylforce-ins að þristurinn áði við Mjódd okkar Breiðhyltinga í níu mínútur & beið eptir hinum leiðunum.
Samkvæmt tímatöflu á leið 3 að bíða í mesta lagi í fjórar mínútur & því ljóst að vagninn var fimm mínútum á undan áætlun.Aukiheldur má velta fyrir sér að ef þristurinn biði ekki eptir hinum leiðunum; þá gæti hann verið kominn langleiðina að Landspítalanum á þessum níu mínútum. Það myndi hraða för okkar vagnverja umtalsvert.
Gleymum þó eigi að hið lostfagra leiðakerfi byggir á skiptingu á milli vagna á mörgum stöðum & auðvitað í Mjóddinni. Það er ákveðinn kostur. Hvað um það.
Dr. Gylforce fékk Irisbus Crossway á leið 3 alla leið að Hlemmi & settist svo í leið 2 tilbaka. Þar var sama uppi á teningnum; vagnar númer 136 & 146 stóðu vaktina þetta kyrrláta & dimma kvöld.
Amen.
Hughrifin í húminu
við Hlemm & torg
ráku mig úr rúminu
í Reykjavíkurborg.
Bloggar | 2.9.2017 | 09:23 (breytt kl. 15:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn drjúgi & drýldni dr. Gylforce dreif sig af stað á dögunum, hvar hann langaði til að kíkja á Hlemminn sem hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. Maður lifandi.
Dr. Gylforce valhoppaði í nánd við vagnana & var á leið inn í hina nýju Mathöll sem Hlemmur er orðinn þegar hann sá hann. HANN! Liðvagninn - harmonikkuvagninn með númerið 170! & vitaskuld á leið leiðanna - leið 1.
Dr.-inn bar höfuðið hátt & hoppaði inn í þennan þýska gæðing & hélt með honum suður í Fjörð. Doksi kallinn var á vappi á annatíma & tók það vagninn um 43 mínútur að fara frá Hlemmi & suðureptir sem allajafna ætti að vera um 38 mínútna unaðsrúntur. Hvað um það.
Fimm mínútna töf er þó ekki mikið, sé tekið tillit til umferðarþungans sem er á vígvöllum veganna milli kl. 16-18. Maður lifandi - hvaðan koma alla þessar sjálfrennireiðar???Það verður fróðlegt að bera saman tímann á leið leiðanna þegar framkvæmdum við forgangsrein strætó lýkur við Miklubraut. Áætluð verklok eru eptir um mánuð; hversu mikið kemur hún til með að flýta för vagnsins?
Til að toppa þennan unað fékk dr. Gylforce svo hinn liðvagninn tilbaka úr Firðinum & að Mathöllinni við Hlemmtorg. Þvílíkt & annað eins!
Þvílík ferð - þvílík gleði!
Í geðshræringu sinni mælti svá Gylforce að lúkningu:
"Vinir vorir - vagnar: Keyriði dr.-inn heim í fegurstu laut jarðarkringlunnar, Stútulautina, for kræing ád lád."
Sem þeir & gerðu.
Með harmonikku í Hafnarfjörð
húrrey - þvílíkt fagn!
Brunandi yfir móa & börð
Guð blessi þennan vagn!
Bloggar | 31.8.2017 | 09:21 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn heiðni & heiðarlegi dr. Gylforce hefir verið hressilegur mjög á þessum hugglegu haustdögum, hvar loksins hillir undir lengri & meiri akstur vagnanna. Loksins, loksins. En meir um það síðar, þó ekki nærbuxur.
Aukinn akstur og næturferðir
Innfluttir eru frá Asíu
efla þarf & laga.
Á vígvellina fáum níu
vonandi ei harmsaga.Aukinheldur komu fram miður góðar fréttir af rafvögnunum níu sem framleiddir eru í Kína. Tafir verða á afhendingu þeirra, einkum vegna hraðahindrana á höfuðborgarsvæðinu.
Vonandi ná Kínverjarnir að leysa vandamálið & styrkja vagnana svo vér vagnverjum sjáum nú nýja vagna á vígvöllum veganna innan tíðar. Maður lifandi.
Tafir á rafvögnum
Bloggar | 28.8.2017 | 22:07 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn síðsumarssæli dr. Gylforce sat heima & undirbjó valáfangann sinn - Allir með strætó - fyrir mennta- & menningarsetrið, sem vegna myglu verður í Fannborg þeirra Kópvæginga þennan veturinn.
Dr.-inn mun halda áfram að kynna ungviðinu dásemd & dýrð vagnanna & verður með tvo 20 manna hópa í vetur, hvar hann kynnir fyrir þeim leiðir höfuðborgarsvæðisins & heppilegar skiptingar milli vagna og fleira. Nema hvað.Eptir drykklanga stund hélt dr.-inn á vit vagna - en ekki hvað??? Að þessu sinni tók doksi kallinn einvörðungu leið 4 í veðri sem lék við höfuðborgarbúa þennan ágæta hvíldardag. Hvað um það.
Dr. Gylforce hlammaði sér í hinn þægilega Iveco Crossay á leið 4 & fékk raðnúmerin 152 & 153 sem var skemmtilegt. Vagnverjar voru fáir með í för að þessu sinni enda kannski flestir að slaka á eptir fríkeypis ferðir á menningarnátt - hvur veit???
Var að spá í valnámskeið
verjans gamla hró.
Í ljúfu veðri fór á leið
í lipra Ívecó.
Bloggar | 20.8.2017 | 20:02 (breytt kl. 20:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn drottnandi & dugmikli dr. Gylforce dreif sig í kvöldferð meðal vina vorra, vagnanna. En ekki hvað???
Dr. Gylforce valhoppaði niður Selhrygginn, hvar hann hugði á góða göngu í Voginum fagra, kennda við kópa. Eptir góðan spöl kom doksi kallinn að sínu gamla mennta- & menningarsetri við Digranesveg, Kópavogsskóla, & fannst upplagt að taka leið 4 þaðan & upp í Mjódd okkar Breiðhyltinga. Nema hvað.
Fjarkinn svokallaði átti samkvæmt áætlun að vera við setrið kl. 21:36. Ekkert bólaði hins vegar á vagninum fyrr en kl. 21:41; fimm mínútna seinkun á ágústkvöldi úr Hamraborg að næstu stoppistöð - það er afar óvenjulegt.
Dr.-inn sat framarlega í fjarkanum sem var hinn þokkalegasti Irisbus Crossway vagn. Vagnstjórinn virtist hafa vin sinn með sér & ræddu þeir af miklum móð um trúmál alla leiðina. Sá er sat við stýrið taldi mjög mikilvægt að Guð hepði uppsprettur í öllum þorpum landsins eins og hann orðaði það. Fólk gæti þá komið saman daglega & hitt sinn Guð án þess að starfsmenn safnaða hepðu milligöngu.
Það rann upp ljós fyrir doksa. Ef það er einhver sem tefur för vagnanna á fallegu ágústkvöldi, þá er það sjálfur Kristur - en ekki hver???
Dr.-inn skipti um vagn í Mjóddinni, valhoppaði kotroskinn í Stútulautarselið sitt til þess að vera ekki of seinn að fara með kvöldbænirnar.
Vagnstjórinn ók með vin
var efst í huga bænin.
Þau ákölluðu Krist
hafa án efa misst
allt sitt tímaskyn.
Amen.
Bloggar | 17.8.2017 | 23:32 (breytt kl. 23:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 124050
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar