Færsluflokkur: Bloggar
Í sælunni suðurfrá
sæmilegar leiðir.
Mislita minz þar sá
sem misskilning útbreiðir.Hinn sólbrenndi & sótsvarti dr. Gylforce hefir nú séð betra strætókerfi en í Orlando borg. Maður lifandi!
Í borginni voru um 34 strætisvagnaleiðir en illu heilli náði doksi kallinn aðeins að komast í kynni við tvær þeirra, leiðir 8 & 42. Stakt fargjald var um 2 dollarar eða um 240 krónur. Vitaskuld var hægt að kaupa dagskort, 7 daga kort og 30 dagakort en dr.-inn hapði öngvin not fyrir þau þarna.
Tíðnin á leiðum 8 & 42 var svona ca. um 15-30 mínútur. Leið 8 var ágæt, brunaði um borgina þvera & endilanga & fór meðal annars að stórri verslunarmiðstöð sem kollegum doksa leiddist nú ekki.
Aukinheldur var sérstakt að alls konar litir geta verið á hverri leið. Þannig fór doksi kallinn í grænleita áttu, fjólubláa & eina gráa! Það er nokkuð svalt að gjöra þetta en heldur ruglingslegt fyrir nýjan & áttavilltan vagnverja eins & doktorinn! Hvað um það.
Dr.-inn sat í leið 8 töluvert en í hvert sinn sem hann ætlaði út, fara yfir götuna & taka leiðina tilbaka blasti við honum það sem sjá má á myndinni hér neðst.Bílar. Akreinar. Fleiri bílar. Fleiri akreinar. Orlando stendur greinilega undir nafni sem bílaborg þótt hún sé nú ekki með þeim verstu þar vestra.
Yfir&út!
Bloggar | 1.3.2019 | 17:43 (breytt kl. 17:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Held nú í Flórídaferð
fokking olræt!
Bus-ar þar af bestu gerð
& but light.
Hinn útitekni & affæragóði dr. Gylforce ku alsæll vera þessa dagana hvar hann hyggur á vagnarannsóknir í henni Ameríku næstu daga. Maður lifandi!Dr. Gylforce ber niður í Orlando í Flórída að þessu sinni & verður fróðlegt mjög að sjá í landi einkabílsins hvurnig almenningssamgöngum reiðir þar af.
Spenna!
Bloggar | 20.2.2019 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hingað ég leita & hér ég dvel
í hlýjum sætum þínum.
Glaður ég þér mína forsjá fel
með fallegum ljóðlínum.
Bloggar | 15.2.2019 | 08:17 (breytt 16.2.2019 kl. 10:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kerfið út úr korti
kemur ei mín leið.
Paufast í þessu porti
pungsveittur ég beið.
Hinn glaði en guðhræddi dr. Gylforce fór ekki varhluta af seinkunum í hinu lostfagra leiðakerfi Strætós í gær, hvar hann þurfti að bíða lon & don í Mjóddinni. Nema hvað.Dr. Gylforce var aldrei þess vant vopnaður snúru úr síma sínum, hvar hann langaði að nýta sér plöggin í rafvögnunum. Doksi kallinn sá aukinheldur að rafvagnarnir voru venju samkvæmt á leiðum 3 & 4 & vildi þar inn. Því beið hann & beið. & beið & beið. Öngvir komu vagnarnir enda háannatími & færð á vígvöllum veganna með heldur lakara móti. Hvað um það.
Dr.-inn þraut svá öreindið & tók einn af gömlu Citelisvögnunum á leið 2 & Karosa á leið 4 tilbaka frá Hamraborg. Ekki það sem til stóð en það gengur bara betur næst.
Bloggar | 14.2.2019 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þristinum æstur er
orðbragð viðhafði.
Þjösnaðist við þjónustuver
þrasaði & tafði.
Hún var heldur skrýtinn ferð dr. Gylforce með leið 3 á laugardaginn. Doksi kallinn settist inn í vagninn við Hlemminn um kl. 15:50 enda hapði hann hug á að endurnýja kynni sín Sæbrautina & Hörpu. Nema hvað.
Við Háskóla Íslands gerðist leiðinlegt atvik. Vagnverjar af erlendu bergi brotnir, líklega ferðamenn, ætluðu út en virðast hafa gleymt að ýta á stanz-rofann. Vagninn stoppaði þó því inn vildu nokkrir vagnverjar.
Þegar vagninn lagði af stað ýttu þau lox á bjölluna en það reyndist of seint. Brást þá íslenskur verji ókvæða við, rauk fram til vagnstjórans & las honum pistilinn. Illu heilli virðist sá er sat við stýrið hafa verið með heyrnartól og því ekki heyrt þegar kallað var á hann. Það var að mati dr.´s það eina sem hann hepði betur getað gert.
Sá íslenski hapði ekki lokið máli sínu. Ó-nei. Hann settist aptur, tók upp tólið & hringdi látlaust í þjónustuver Strætós.Þar virðist hann hafa verið settur á bið sem var vart að hans skapi. Hann settist við að skrifa í símann kvörtun líklega & tók myndir í vagninum í gríð & erg. Aukinheldur hapði verji þessi á orði við fólk í kringum sig að vagnstjórinn æki eins & óður maður en ekki tók dr.-inn nú eptir því.
Þvert á móti var vel gert hjá vagnstjóranum að ná að koma tímanlega í Mjóddina en urmull vagnverja var um borð & ugglaust erfitt að halda áætlun á þessu laugardagssíðdegi. Hvað um það.
Vonandi er vagnverji þessi búinn að ná sér & heldur áfram að taka vini vora, vagnana.
Yfir&út!
Bloggar | 11.2.2019 | 11:34 (breytt 12.2.2019 kl. 12:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Safnanáttin um að ske
safna milli ekur.
Eðalleiðir A til D
unað minn upp vekur.
Um helgi þessa er hin sívinsæla Safnanátt sem ku vera hluti af Vetrarhátíðinni. Strætó bs. hleypir þá af stokkunum fjórum nýjum fríkeypis leiðum sem bera bókstafina A-D.
Leiðirnar munu aka milli safna á höfuðborgarsvæðinu & er gráupplagt fyrir vagnverja að nýta sér þá. Strætó kemur aukinheldur meira við sögu á safnanátt þessari & er hægt að lesa meira um það hérna.
Yfir&út!
Mynd: strætó.is
Bloggar | 8.2.2019 | 16:10 (breytt kl. 16:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út hann fór með ungviðið
alla leið að Granda.
Leiðangurinn með liðið
ljúfur var að vanda.
Dr. Gylforce viðraði ungmennin úr mennta- & menningarsetrinu við Kársnes í gær & hélt með þau áleiðis að Grandagarði. En ekki hvað???Dr.-inn hapði hug á því að kanna breytinguna sem varð á leið 14 um áramótin. Sem & hann gerði.
Dr. Gylforce fór með ungviðið með leið leiðanna, leið 1, frá Hamraborg að Hlemmi. Þar tók við örstutt & hnitmiðuð ferð með leið 14 niður Hverfisgötu að Grandagarði. Allt annað líf í stað þess að ráfa um Gömlu-Hringbraut & Háskóla Íslands. Nema hvað.
Þessi breyting á leið 14 er góð fyrir okkur sem viljum kíkja á það sem Grandinn hefir upp á að bjóða. Maður lifandi.
Bloggar | 2.2.2019 | 17:48 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórinn með stjórnklefann
stýrir af festu.
Indæl er ellefan
með þeim allra bestu.
Dr. Gylforce var léttur, nettur & traustur sem klettur er hann hélt á vit vagna í kuldanum. Fyrr um daginn hapði doksi kallinn messað yfir samkennurum sínum um ágæti almenningssamgangna & því rökrétt að einhenta sér á leið. Nema hvað.Að þessu sinni var dr. Gylforce eitthvað einn því sá ágæti tölustafur, þ.e. 1, reyndist tesa dagsins. Dr.-inn fór á fjörurnar við hina glænýju Iveco Crossway vagna á leið 11, þaðan tók hann unaðsrúnt frá Hlemmi að Firði með leið leiðanna, leið 1, & lauk sér svo af í leið 21 frá Firði að Mjódd. 11-1-21, unaður.
Gjörhygli Gylforce-ins gerði það að verkum að hann sá að verktakinn suður í Firði hefir stillt upp spánnýjum & spennandi 221-223 vögnunum á leið 11. Líklega eru þá 219-220 á leið 13. Hvað um það.
Dr.-inn gerði sér að leik á leið sinni frá Hlemmi að Firði með leið leiðanna, leið 1, að telja alla ásana er hann sá. Tíu stykki komu fyrir sjónu doksa af ýmsum stærðum & gerðum. Maður lifandi!
Bloggar | 31.1.2019 | 21:54 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reglulega berst stjórn byggðasamlagsins alls konar óskir & beiðnir um breytingar á leiðakerfinu. Eðlilega. Margt má bæta og hið lostfagra leiðakerfi þarf að vera í stöðugri þróun. En ekki hvað???
Leiðakerfið i mörgum hverfum og borgarhlutum eru til skoðunar hjá sérfræðingum Strætós. Þeir hljóta samt að vera heldur tvístígandi um að gera breytingar á kerfinu á næstu misserum og árum því þær verða væntanlega óhjákvæmilegar eptir nokkur í ár í tengslum við borgarlínuna. Þá þarf heldur betur að aðlaga leiðakerfið að hinni nýju línu.
Já, Grandagarður, vesturbær Reykjavíkur, atvinnusvæðið upp á hálsum, Hafnarfjörður innanbæjar og svona mætti lengi telja. Á öllum þessum stöðum þarf að þétta kerfið & jafnvel bæta við leiðum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað byggðasamlagið telur brýnast.
Grafarvogur & Grandinn
gervallur vesturbærinn.
Hafnarfjörður & Hálsinn
hér eru verkefni ærin!
Bloggar | 29.1.2019 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yngist flotinn umtalsvert
eptir nýja fjóra.
Við öll segjum - vel gert
& viljum í þeim slóra.
Dr. Gylforce bar augum einn af nýju vögnunum á vígvöllum veganna um hádegisbilið. Illu heilli komst doksi kallinn ekki á leið en þessi spánnýi & spennandi Iveco Crossway vagn númer 223 var á leið 11. En ekki hvað???Eins & sjá má á myndum vantar merkingar á vagninn - besta leiðin - en eigi að síður ber að fagna endurnýjun flotans hjá verktakanum suður í Firði. Nema hvað.
Við komu vagnanna fjögurra yngist flotinn umtalsvert & telst doksa nú til að vagnar á aldrinum 0-7 ára séu að verða 100 talsins á vígvöllum veganna.
Það er vel gert. Maður lifandi.
Bloggar | 28.1.2019 | 15:41 (breytt kl. 15:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 122928
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar