Færsluflokkur: Bloggar

Mislitt á leið ...

3231860755_4f0251c8e1
52762276_10156291807403348_6273761911561519104_nÍ sælunni suðurfrá
sæmilegar leiðir.
Mislita minz þar sá
sem misskilning útbreiðir.

52598201_10156291807658348_7633598108512813056_oHinn sólbrenndi & sótsvarti dr. Gylforce hefir nú séð betra strætókerfi en í Orlando borg. Maður lifandi!

Í borginni voru um 34 strætisvagnaleiðir en illu heilli náði doksi kallinn aðeins að komast í kynni við tvær þeirra, leiðir 8 & 42. Stakt fargjald var um 2 dollarar eða um 240 krónur. Vitaskuld var hægt að kaupa dagskort, 7 daga kort og 30 dagakort en dr.-inn hapði öngvin not fyrir þau þarna.

Tíðnin á leiðum 8 & 42 var svona ca. um 15-30 mínútur. Leið 8 var ágæt, brunaði um borgina þvera & endilanga & fór meðal annars að stórri verslunarmiðstöð sem kollegum doksa leiddist nú ekki.

Aukinheldur var sérstakt að alls konar litir geta verið á hverri leið. Þannig fór doksi kallinn í grænleita áttu, fjólubláa & eina gráa! Það er nokkuð svalt að gjöra þetta en heldur ruglingslegt fyrir nýjan & áttavilltan vagnverja eins & doktorinn! Hvað um það.

Dr.-inn sat í leið 8 töluvert en í hvert sinn sem hann ætlaði út, fara yfir götuna & taka leiðina tilbaka blasti við honum það sem sjá má á myndinni hér neðst.

os orlando traffic 20180625 (1)Bílar. Akreinar. Fleiri bílar. Fleiri akreinar. Orlando stendur greinilega undir nafni sem bílaborg þótt hún sé nú ekki með þeim verstu þar vestra.

Yfir&út!




Flórídaferð!

flórídaHeld nú í Flórídaferð
fokking olræt!
Bus-ar þar af bestu gerð
& but light.

Hinn útitekni & affæragóði dr. Gylforce ku alsæll vera þessa dagana hvar hann hyggur á vagnarannsóknir í henni Ameríku næstu daga.  Maður lifandi!

downloadDr. Gylforce ber niður í Orlando í Flórída að þessu sinni & verður fróðlegt mjög að sjá í landi einkabílsins hvurnig almenningssamgöngum reiðir þar af.

Spenna! 





Hingað ég leita ...

Myndanifdeg;urstafdeg;a fyrir rafmagns strfbrvbar;tfsup3;

Hingað ég leita & hér ég dvel
í hlýjum sætum þínum.
Glaður ég þér mína forsjá fel
með fallegum ljóðlínum.




Leiðakerfið úr skorðum ...

32730218_10155681354513348_5015479782532448256_nKerfið út úr korti
kemur ei mín leið.
Paufast í þessu porti
pungsveittur ég beið.

Hinn glaði en guðhræddi dr. Gylforce fór ekki varhluta af seinkunum í hinu lostfagra leiðakerfi Strætós í gær, hvar hann þurfti að bíða lon & don í Mjóddinni. Nema hvað.

6Dr. Gylforce var aldrei þess vant vopnaður snúru úr síma sínum, hvar hann langaði að nýta sér plöggin í rafvögnunum. Doksi kallinn sá aukinheldur að rafvagnarnir voru venju samkvæmt á leiðum 3 & 4 & vildi þar inn. Því beið hann & beið. & beið & beið. Öngvir komu vagnarnir enda háannatími & færð á vígvöllum veganna með heldur lakara móti. Hvað um það.

Dr.-inn þraut svá öreindið & tók einn af gömlu Citelisvögnunum á leið 2 & Karosa á leið 4 tilbaka frá Hamraborg. Ekki það sem til stóð en það gengur bara betur næst.


Lúði á leið ...

Í þristinum æstur er 
orðbragð viðhafði.
Þjösnaðist við þjónustuver
þrasaði & tafði.

Hún var heldur skrýtinn ferð dr. Gylforce með leið 3 á laugardaginn. Doksi kallinn settist inn í vagninn við Hlemminn um kl. 15:50 enda hapði hann hug á að endurnýja kynni sín Sæbrautina & Hörpu. Nema hvað.

Við Háskóla Íslands gerðist leiðinlegt atvik. Vagnverjar af erlendu bergi brotnir, líklega ferðamenn, ætluðu út en virðast hafa gleymt að ýta á stanz-rofann. Vagninn stoppaði þó því inn vildu nokkrir vagnverjar.

Þegar vagninn lagði af stað ýttu þau lox á bjölluna en það reyndist of seint. Brást þá íslenskur verji ókvæða við, rauk fram til vagnstjórans & las honum pistilinn. Illu heilli virðist sá er sat við stýrið hafa verið með heyrnartól og því ekki heyrt þegar kallað var á hann. Það var að mati dr.´s það eina sem hann hepði betur getað gert. 

Sá íslenski hapði ekki lokið máli sínu. Ó-nei. Hann settist aptur, tók upp tólið & hringdi látlaust í þjónustuver Strætós.

large_Straeto_250x256Þar virðist hann hafa verið settur á bið sem var vart að hans skapi. Hann settist við að skrifa í símann kvörtun líklega & tók myndir í vagninum í gríð & erg. Aukinheldur hapði verji þessi á orði við fólk í kringum sig að vagnstjórinn æki eins & óður maður en ekki tók dr.-inn nú eptir því. 

Þvert á móti var vel gert hjá vagnstjóranum að ná að koma tímanlega í Mjóddina en urmull vagnverja var um borð & ugglaust erfitt að halda áætlun á þessu laugardagssíðdegi. Hvað um það.

Vonandi er vagnverji þessi búinn að ná sér & heldur áfram að taka vini vora, vagnana.

Yfir&út!





Vagnafrítt á Vetrarhátíð ...

737-f78642e8c6Safnanáttin um að ske
safna milli ekur.
Eðalleiðir A til D
unað minn upp vekur.

Um helgi þessa er hin sívinsæla Safnanátt sem ku vera hluti af Vetrarhátíðinni. Strætó bs. hleypir þá af stokkunum fjórum nýjum fríkeypis leiðum sem bera bókstafina A-D.

Leiðirnar munu aka milli safna á höfuðborgarsvæðinu & er gráupplagt fyrir vagnverja að nýta sér þá. Strætó kemur aukinheldur meira við sögu á safnanátt þessari & er hægt að lesa meira um það hérna.

 

Yfir&út!


Mynd: strætó.is


Greiðfært að Granda...

51333459_1656088047870914_6137146711342055424_nÚt hann fór með ungviðið
alla leið að Granda.
Leiðangurinn með liðið
ljúfur var að vanda.

Dr. Gylforce viðraði ungmennin úr mennta- & menningarsetrinu við Kársnes í gær & hélt með þau áleiðis að Grandagarði. En ekki hvað???

leið 14 2019Dr.-inn hapði hug á því að kanna breytinguna sem varð á leið 14 um áramótin. Sem & hann gerði.

20171101130348-fae3b6a7Dr. Gylforce fór með ungviðið með leið leiðanna, leið 1, frá Hamraborg að Hlemmi. Þar tók við örstutt & hnitmiðuð ferð með leið 14 niður Hverfisgötu að Grandagarði. Allt annað líf í stað þess að ráfa um Gömlu-Hringbraut & Háskóla Íslands. Nema hvað.

Þessi breyting á leið 14 er góð fyrir okkur sem viljum kíkja á það sem Grandinn hefir upp á að bjóða. Maður lifandi.


Einn með einum ...

51034543_384992932274059_6182374434955853824_nStjórinn með stjórnklefann
stýrir af festu.
Indæl er ellefan
með þeim allra bestu.

Dr. Gylforce var léttur, nettur & traustur sem klettur er hann hélt á vit vagna í kuldanum. Fyrr um daginn hapði doksi kallinn messað yfir samkennurum sínum um ágæti almenningssamgangna & því rökrétt að einhenta sér á leið. Nema hvað.

Að þessu sinni var dr. Gylforce eitthvað einn því sá ágæti tölustafur, þ.e. 1, reyndist tesa dagsins. Dr.-inn fór á fjörurnar við hina glænýju Iveco Crossway vagna á leið 11, þaðan tók hann unaðsrúnt frá Hlemmi að Firði með leið leiðanna, leið 1, & lauk sér svo af í leið 21 frá Firði að Mjódd. 11-1-21, unaður.

Gjörhygli Gylforce-ins gerði það að verkum að hann sá að verktakinn suður í Firði hefir stillt upp spánnýjum & spennandi 221-223 vögnunum á leið 11. Líklega eru þá 219-220 á leið 13. Hvað um það.

Dr.-inn gerði sér að leik á leið sinni frá Hlemmi að Firði með leið leiðanna, leið 1, að telja alla ásana er hann sá. Tíu stykki komu fyrir sjónu doksa af ýmsum stærðum & gerðum. Maður lifandi!


Öngvin ládeyða á leiðakerfissviði ...

Myndanifdeg;urstafdeg;a fyrir leifdeg;akerfi strfbrvbar;tfsup3;

CaptureReglulega berst stjórn byggðasamlagsins alls konar óskir & beiðnir um breytingar á leiðakerfinu. Eðlilega. Margt má bæta og hið lostfagra leiðakerfi þarf að vera í stöðugri þróun. En ekki hvað???

Leiðakerfið i mörgum hverfum og borgarhlutum eru til skoðunar hjá sérfræðingum Strætós. Þeir hljóta samt að vera heldur tvístígandi um að gera breytingar á kerfinu á næstu misserum og árum því þær verða væntanlega óhjákvæmilegar eptir nokkur í ár í tengslum við borgarlínuna. Þá þarf heldur betur að aðlaga leiðakerfið að hinni nýju línu.

Já, Grandagarður, vesturbær Reykjavíkur, atvinnusvæðið upp á hálsum, Hafnarfjörður innanbæjar og svona mætti lengi telja. Á öllum þessum stöðum þarf að þétta kerfið & jafnvel bæta við leiðum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað byggðasamlagið telur brýnast.

Grafarvogur & Grandinn
gervallur vesturbærinn.
Hafnarfjörður & Hálsinn
hér eru verkefni ærin!


Flotinn fríkkar ...

hopbilar nyir 2019 3Yngist flotinn umtalsvert
eptir nýja fjóra.
Við öll segjum - vel gert
& viljum í þeim slóra.

Dr. Gylforce bar augum einn af nýju vögnunum á vígvöllum veganna um hádegisbilið. Illu heilli komst doksi kallinn ekki á leið en þessi spánnýi & spennandi Iveco Crossway vagn númer 223 var á leið 11. En ekki hvað???

hopbilar nyir 2019 1hopbilar nyir 2019 2Eins & sjá má á myndum vantar merkingar á vagninn - besta leiðin - en eigi að síður ber að fagna endurnýjun flotans hjá verktakanum suður í Firði. Nema hvað.

Við komu vagnanna fjögurra yngist flotinn umtalsvert & telst doksa nú til að vagnar á aldrinum 0-7 ára séu að verða 100 talsins á vígvöllum veganna.

Það er vel gert. Maður lifandi.






« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband