Færsluflokkur: Bloggar

Er fríkeypis fjör ???

large_Straeto_250x256Fínt það hljómar, frítt á leið
fagna þá öll hverfi.
Siglum við í samdráttarskeið
sljákkar í leiðakerfi.

Fríkeyps fjör í Lúxemborg

2--VDL-Citeas-and-Futuras-for-KynnisferdirMargir leita nú leiða til þess að stemma stigu við umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins & koma málum í viðunandi horf. Fyrirséð er mikil fjölgun fólks á svæðinu á næstu áratugum & því löngu tímabært að bretta upp ermar & fara að gera eitthvað róttækt í samgöngumálunum. Nema hvað.

Ein hugmynd sem heyrist af & til er að hafa ókeypis í vagnana. "Af hverju er ekki bara frítt í strætó? Þá myndi fleiri nota kerfið". Þetta heyrir dr. Gylforce reglulega & eins & sjá má á slóðinni hér að ofan ætla Lúxemborgarar að fara þessa leið. 

1228006016841_4aaec4c644_bÞað er góðra gjalda vert að hafa gjaldfrjálst í vagnana. Eigendur Strætós, sveitarfélögin, yrðu reyndar að punga út um 2000 fleiri milljónum á hverju ári en þau gera nú þegar. Veit nú ekki alveg hvort þau séu reiðubúin til þess. 

IMG_0464Hinsvegar má velta því fyrir sér hvað kæmi til með að gerast í niðursveiflu hagkerfisins ef það væri frítt í vagnana. Sveitarfélögin yrðu að draga saman seglin & líklega að skera hressilega niður í leiðakerfinu. Það hugnast dr. Gylforce ekki því það mun aldrei fjölga vagnverjum að draga úr því sem nú er.

Því er skárri kostur að láta vagnverja greiða í vagnana svo þjónustan haldist sem best.

Jæja, meira síðar.


Friður sé með yður ...

766C63AF5EF41607D3726EA0C8C5DDC8E08999B69F17AD5AC51FADB1C53DDDC3_713x0Af glæsilegri gerð
er Gylforce tilbiður.
Friðsæll einn á ferð
friður sé með yður.

Þessi stolna mynd af fréttavefnum visir.is segir meir en mörg orð um ástandið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 

Myndin er tekin síðdegis á Miklubrautinni um virkan dag þegar nánast allir eru á heimleið í austurátt á einkabílnum sínum. Nema hvað.

Á mynd þessari gefur að líta einn af fáu Volvovögnum sem eptir eru á vígvöllum veganna. Þessi er aukinheldur í lengri kantinum, svokallaður 3ja hásinga vagn, heldur kraftlaus en þægilegur fyrir oss vagnverja & nánast alltaf á leið leiðanna, leið 1. Hvað um það.

Ef sérakrein væri fyrir strætó á allri Miklubrautinni & þar færu langir & umhverfisvænir vagnar á 3-7 minútna fresti (stundum kallað Borgarlína) gæti hugsast að bílaröðin yrði styttri öllum til hagsbóta. 

Góðu heilli mun sú framkvæmd - Borgarlínan - fara á gott flug á næstu misserum & árum. Það eru því spennandi tímar framundan. Maður lifandi.



Mynd: Vísir/Stefán


Rokk & roll í Reykjavík ...

50230741_2256519774627380_5691566475974803456_n (1)Ónotaðir loks af stað
yndislegt, hvað um það.
Á akreinunum afkastað
unaður - en ekki hvað?

Jú, rétt mínir virðulegu vagnverjar. Nú er rokk & roll í vesturbæ Reykjavíkur; vagg & velta á vígvöllum veganna.

35530041082_e31573b9bd_b (1)Samkvæmt áreiðanlegum heimildum dr. Gylforce eru nýju vagnarnir fjórir frá verktakanum suður í Firði komnir í gagnið. Þeir koma til með að keyra á leiðum 11 & 13 & getur doksi kallinn vart hamið sig af spenningi.

Þetta kallar á að halda á vit vagna um helgina. Vonandi verða þeir í fullum skrúða þá. Maður lifandeeeee!!!


Þokast í þæfingnum ...

fr_20150310_010116 (4)Á vígvöllunum þæfingsfærð
varlega er farið.
Mikil er yfir verjum værð
vilja þó sumarið.

Það er óhætt að segja að vetrabúningur sé kominn á vígvelli veganna, hvar leiðir eiga fullt í fangi með að halda áætlun & komast upp í efri byggðir. Nema hvað.

798079 (4)Dr. Gylforce gerði sér far með tveimur leiðum eptir kvöldmatinn meðan snjó kyngdi niður. En ekki hvað???

798077 (4)Dr.-inn dáðist að vagnstjórunum sem náðu vel að halda áætlun á leiðum 3 & 11. Ugglaust hefir það gengið mun verr í morgun & svá aptur síðdegis.

Svo er ekki annað að sjá en það verði handagangur í öskjunni í fyrramálið eptir ofankomuna í kvöld. Maður lifandi!


Rotinborulegur á reinunum ...???

22450470 10155160312058348 570509626 oUndir stýri utan við sig
athyglin farin. 
Opnar ekki & þannig 
upphefst hasarinn!

Hinn ungi & aldni vagnverji vildu ólmir inn í hina krikagulu & krúttlegu vagna hér í gettóinu, hvar þeir gengu hröðum skrefum í átt að biðskýli einu í grenndinni. Nema hvað.

Góðu heilli kom rafvagn aðvífandi á leið 3 sem gladdi hið gamla hró Gylforce-ins & færði oss í námunda við Gerðubergið. Gott & blessað.

40428424_997353330447376_5205293207889379328_nHeimleiðin var með fjarka góðum - þó ekki rafvagni. Eitthvað var vagnstjórinn illa vaknaður á vachtinni - jafnvel vankaður - því optar en einu sinni gleymdi hann annaðhvort að stoppa á stoppistöðvunum eða opna apturhurðirnar til að hleypa verjum út.

37824378_10155835739938348_3610463132377415680_nÞað tók hinn margfræga stein úr síðan er hinn ungi & aldni ætluðu út. Sá stutti fór fyrst út en þegar dr.-inn ætlaði út lokaði stjórinn hleranum & hélt af stað. Skelfingarsvipur kom á þann yngri þegar hann horfði á eptir vagninum & föður sínum.

Sem betur fer var rödd Gylforce-ins þokkaleg svá hann gat gert vagnstjóranum viðvart sem stoppaði stuttu síðar. Hjúkk!

Koma svo, verum vakandi á vachtinni - maður lifandi!


Sparnaður eða sparðatíningur ...???

015_1299349Byggðasamlagið bröltir nú
í bölvaðan sparnað.
Á leiðum vakið von & trú
en vafra í óvelfarnað.

Ömurð & eymingsskapur

large_Straeto_250x256Það berast heldur þumbaraleg tíðindi úr Þönglabakkanum þessa dagana, hvar eigendur Strætós stefna að hagræðingu í leiðakerfinu upp á tæpar 100 milljónir á þessu ári. Hagræðing þýðir í flestum tilfellum skerðing; minni & verri þjónusta okkur vagnverjum til handa.

30571277 10155605963773348 2344640599849697280 oStrætó bs. hefir á undanförnum misserum verið að auka þjónustu sína - góðu heilli - hægt & bítandi; meiri tíðni, ekið fyrr á sunnudagsmorgnum, lengur á kvöldin, næturakstur o.s.frv.

Ávallt skal hapt í huga að almenningssamgöngur eru dýrar ef mælt er aðeins í beinhörðum peningum; hver ekinn kílómetri kostar milljónir á ársgrundvelli & því mikilvægt að fara vel með almannafé. Nema hvað.

Hinsvegar finnst dr. Gylforce stjórn Strætós skorta þolinmæði; hrint er af stað breytingum að vel ígrunduðu máli - sem er vel - en svo er möguleiki á því að breyta aptur til baka nokkrum mánuðum síðar! Dæmi um það er í minnisblaðinu hér að ofan (í hlekki) þess efnis að sumartíðni á langflestum leiðum eigi að ganga til baka! Það yrði apturför hin mesta - maður lifandi! Það verður að gefa sumartíðninni lengri tíma & skipuleggja ekki almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu út frá árstíðum! 

Á hinn bóginn fyrirfinnast tillögur þarna sem meika sens. Til dæmis ein er lýtur að því að breyta akstursleið 14 á leið út á Granda & spara með því um 40 milljónir á ári. Önnur er að aðlaga næturaksturinn & ná fram smá sparnaði.

Jæja, nóg vrövl í bili. Meira síðar. Lifið veil.


Hleðslustöðvarhörgull ...

1067086Frá morgni til miðnættis
munu keyra brátt.
Leiðir ei til ósættis
einvörðungu sátt.

Hinn vel þenkjandi & þroskaði dr. Gylforce hefir í pásu sinni hvorki verið haldinn þurrafúa né þröngsýni, hvar hann hefir aukinheldur brugðið sér vitaskuld á vit rafvagna, en ekki hvað???

a-rafStrætó bs. hefir nú 14 rafvagna til umráða, framleidda í Austurvegi & virðast fyrirtaks eintök. Þeir eru þó aðeins hastari heldur en hinu glæstu & glæsilegu Iveco Crossway vagnarnir en vitneskjan varðandi rafvagnana um hundrað prósent rafmagn & núll prósent útblástur vinnur það fljótt upp. Maður lifandi.

Einn er þó hængur á; öngvar hleðslustöðvar eru sjáanlegar fyrir vagnana á tengistöðvum Strætós & er ekki annað að sjá en að byggðasamlagið skipti rafvögnunum út um fjögur leytið á daginn & bruni með þá upp á Hestháls til hleðslu. Má því í raun segja að aðeins sjö vagna séu í fullri notkun þessa dagana.

Þessu þarf að breyta; hleðslustöð á Hlemminn. Strax! Pronto! Schnell!


Á kreik á ný kominn ...

Hækkar sól eptir bænahald
& hækkar í vagna verð.
Er enn gjöf en ekki gjald
í ógleymanlegri ferð.

Unaðurinn hækkar & vex

Gleðilegt ár mínir virðulegu vagnverjar! Dr. Gylforce hefir hvílt sín eigin dekk & drif undanfarna daga en hyggst nú gjörast drátthagur á nýju ári - en ekki hvað???

31460773 10155643512463348 5792576195446964224 nNokkrar breytingar bíða oss vagnverja um helgina á hinu lostfagra leiðakerfi Strætó bs. Enn fleiri verða svo í byrjun næsta mánaðar þegar lokað verður hluta af Gömlu-Hringbraut aukinheldur sem örlítil hækkun verður í unaðinn. Maður lifandi!

& nú skal senn haldið á vit vagna. Meira síðar.



Gleðilega hátíð vagnverjar!


Afsakið hlé ...

apsakið hlé-2Þrettán ár er þokkalegt
af þusandi doksa.
Sum ykkar verðið máske svekkt
sá gamli er að koksa.

Já, mínir virðulegu vagnverjar. Það er komið að kærkominni pásu eptir 13 ár.




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband