Færsluflokkur: Bloggar
Mikil er vagnverjans víma
í vögnum alls staðar.
Skjótt kemur meiri skíma
skín sól til fagnaðar.
Hinn bjarti & brumaði dr. Gylforce hyggst nú bruna meðal vagnanna - vina sinna - eptir örskotsstund í hávaðablæstri hér vestur í Kársnesi. Nema hvað.
Dr.-inn vonast vitaskuld eptir því að reka glyrnur sínar í nýju vagnana, helst hinn sænskættaða Volvo enda virðast þeir vera smátt & smátt að týna tölunni blessaðir.
Hið pottþétta plan dr.´s er að pússa sig saman við leiðir 35, 4 & 12 & halda í borg kvíðbogans.
Meir um það síðar mínir virðulegu vagnverjar.
Bloggar | 21.1.2016 | 15:06 (breytt 9.2.2016 kl. 15:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt er um liðið
lítið að ske.
Iveco á sviðið
Ágætt? Kannske!
Hinn rotinpúrlegi & raunamæddi dr. Gylforce hefir rekist á nokkra nýja vagna frá byggðasamlaginu hvar þeir teljst nú átta talsins. Þeir sem gerst til þekkja segja þetta vera sjö Iveco Crossway vagnar ásamt einum sænskættuðum Volvo vagni. Wú-hú!
Dr.-inn hefir séð tvo af þessum nýju vögnum á leiðum 1 & 15. Þeir hafa fengið númerin 156-159, 186-187 & 189. Sá sænskættaði hefir fengið númerið 199.
Aukinheldur hefir verið sett á laggirnar ný leið sem er númer 29. Henni er ætlað að auka þjónustu vagnverja milli Mosfellsbæjar & Kjalarness. Hér er um pöntunarþjónustu að ræða & því notast leiðin við eðal leigubíla frá Hreyfli. Hvað um það.
Nú þarf dr. Gylforce að hysja upp um sig brækur sínar, halda á vit vagna & hefja vagnarannsóknir á nýju vögnunum - en ekki hvað???
Bloggar | 19.1.2016 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn porreygði & pótintátalegi dr. Gylforce hefir fengið pásu af & til hjá dr. Gláka augnlækni hvar hann er þá ekki lengi að halda á vit vagna. Nema hvað.
Doksi gefir doksa kallinum af & til tveggja tíma hlé frá steradælingu í auga & þá er gráupplagt að einhenda sér inn í vagnana.
Dr.-inn valhoppaði í gær að Gömlu-Hringbraut & ígrundaði alla kosti þar. Hann hóaði loksins í leið 15 áleiðis í Vesturbæ þeirra Reykvíkinga. Þar kom vitaskuld hinn glæsti Iveco Crossway númer 183. Það var unaðslegt að sitja í vagni þessum að doksi kallinn tók hringinn um Meistaravellina, svá austur að Hlemmi & alla leið upp í Ártún. En ekki hvað???
Dr. Gylforce hélt svá rakleitt undir brúna við Ártún & tók leið 6 í gagnstæða átt.
Aðstaða fyrir bæði vagna & vagnverja er ekki til fyrirmyndar í Ártúni. Það verður að segjast. Ganga þarf of langa vegalengd til að skipta á milli vagna & væri óskandi ef hægt væri að finna annan stað fyrir þessa mikilvægu tengingu milli leiða.
Hvað um það.
Uppi er typpið eptir tuginn
en trauðla áfram heldur.
Eigi hefir minnkað áhuginn
en orðinn nokk steingeldur.
Bloggar | 27.11.2015 | 11:58 (breytt kl. 13:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var vel við hæfi að eyða afmælisdegi bloggsíðunnar í þjónustuverinu við Þönglabakka.
Ætlun hliðarsjálfsins var aldrei annað en að blogga um ferðir sínar í 10 ár & hefur það aö öllum líkindum þrýst þéttingsfast en þó fimlega - & umfram allt tímanlega - á stanzrofa síðunnar að þessu sinni.
Hinsvegar er dr.-inn öngvan veginn hættur að halda á vit vagna. Maður lifandi. Nema hvað.
Bloggar | 26.11.2015 | 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er komið að því. Stóra stundin er runnin upp. Strætóblogg hliðarsjálfsins dr. Gylforce, www.straeto.blogcentral.is & gylforce.blog.is eru samanlagt nákvæmlega 10 ára þennan 25. dag nóvembermánaðar. Nema hvað.
Markmiði doksa er náð, heill tugur færður í letur af eðalbloggferðum um víða veröld. En ekki hvað???
Hvað um það; meira síðar mínir viðurlegu vagnverjar!
Bloggar | 25.11.2015 | 08:05 (breytt kl. 08:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn fúni & feyskni & porreygði dr. Gylforce hefir nýtt tímann vel & rannsakað vagnana í kringum Landspítalann undanfarið. Nema hvað.
Það er afar mikilvægt að vagnasamgöngur séu tíðar umhverfis stofnun eins & Landspítalann sem hlýtur að vera fjölmennasti vinnustaður landsins. Starfsmönnum á spítalanum býðst samgöngukortið góða & væri gaman að vita hversu mörg prósent þeirra nýta sér það. Doksi kallinn hefir ekki lagst í þá rannsóknarvinnu en mun gera þeð þegar glyrnur hans glæðast.
Strætó bs. þarf að hugsa sín mál líkt & flugfélag eða rútufyrirtæki, þ.e. að leita allra leiða til þess að nýta sætin sem best. Sem dæmi má gera ráð fyrir því að samgöngukortið henti ekki ákveðnum hópi á spítalanum vegna vaktavinnu. Þá þarf byggðasamlagið að mati dr.´s að aðlagast því & bjóða starfsmönnum þar önnur kort. Með öðrum orðum, reyna allt til þess að laða fólk að unaði vagnanna. En ekki hvað???Dr.-inn hefir áður sagt hér að sóknarfæri Strætó eru mikil. Forvígismenn fyrirtækisins ættu að leggja í það að fara í fjölmennustu fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu & kynna samgöngukortið með myndarlegum hætti. Vissulega kallar það á fleiri í markaðsdeildina en hægt væri að ráða menn tímabundið, í verktöku o.s.frv. Það er allt hægt ef viljinn er til staðar. Dr.-inn er þess fullviss að allt slíkt myndi skila sér. Hvað um það.
Dr. Gylforce hefir tyllt sér í leiðir 5, 14, 15 & 18 við Landspítalann. Hann hefir látið stofnleiðir 1,3 & 6 að mestu vera. Á þessu má sjá að sjö strætisvagnaleiðir aka umhverfis þennan fjölsótta stað svo tækifærin eru klárlega til staðar.
Svo öngvan þöngulhausahátt í Þönglabakkanum. Þar er urmull af góðu & hæfu starfsfólki sem er örugglega til í verkefni af þessu tagi.
Nú er tími til að bíta í hinar alþekktu skjaldarrendur & sækja fram. Í sóknina með strætó - alveg fremst.
Eineygður einfeldingur
aumur & gráti nær.
Slæpist um, fráleitt slyngur
slappur en þó vagnfær.
Bloggar | 24.11.2015 | 08:51 (breytt kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn reynslumikli & rennvoti dr. Gylforce renndi sér í sollinn síðastliðinn frjádag hvar hann kneyfaði ölið af einstöku öryggi & áfergju. Nema hvað.
Dr.-inn sat að sumbli aftan þennan vetralanga. Eptir langa & fráleitt drykklanga stund helltist yfir doksa kallinn löngun til þess að halda á vit vagna. En ekki hvað???
Klukkan var að nálgast miðnætti & því ekki feitan gölt að flá í hinu lostfagra leiðakerfi. Margar leiðir hætta nefnilega akstri milli klukkan 23-24 & nánast öngva vagna er að hafa eptir klukkan 00:35.
Dr.-inn tók vagna tvo & hapði þá nokk svipaða í númerum en af sömu tegund. Um kvöld & helgar er fátt annað í boði en Irisbus Crosway & Iveco Crossway. Komst doksi kallinn í þá síðarnefndu. Hann hóaði í 174 vagninn á leið 3 við Sæbrautina & var þar heldur fámennt.
Við Hlemmtorg henti doksi kallinn sér inn í síðustu ferð hjá leið leiðanna, leið 1. Hún fer um kl. 23:43 & var 147 vagninn þétt setinn. Þá vaknar alltaf sú spurning hvers vegna ekki er hægt að hafa nokkrar leiðir sem aka lengur á föstu- & laugardögum. Vissulega er það úgjaldaaukning en vonandi skoðar byggðasamlagið Strætó það af alvöru.
Það er örugglega eptirspurn eptir því - maður lifandi.
Sauðdrukkinn í síðustu ferð
sætanýting var flott.
Aksturinn af bestu gerð
á andlit mitt kom glott.
Bloggar | 23.11.2015 | 08:24 (breytt kl. 08:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hélaði & hæpi dr. Gylforce hélt í hörkufrostinu rauðeygður á vit vagna í gær. Doksi kallinn hapði aukinheldur rennt yfir nýjustu fundargerð Strætó bs. & fær ei betur séð en að ganga eigi til áframhaldandi samninga við verktakana tvo; Hópbíla/Hagvagna & Kynnisferðir.
Þá er ekki úr vegi að athuga hvernig þeir standa sig í stykkinu. Áður hefir hér komið fram að heldur er vagnakostur verktakans vestur á Kársnesi rýr í roðinu.
Fyrirtækið sýnir methagnað ár frá & ári & ráða Engeyingar sér vart kæti & vita ekki hvað skal gjört við arðgreiðslur meðan vér vagnverjar fáum vagna sem eru 11-13 ára gamlir, heldur illa til hapðir & vagnstjóra sem virðast slétt sama um tímaáætlanir.
Sem dæmi er meðfylgjandi myndbrot sem sýnir auglýsingu í vagninum í gær um að það sé frítt í vagnana 22. september! Það var fyrir ca. TVEIMUR mánuðum!
Vonandi verður skýrt kveðið á um í nýjum samningum að verktakar kappkosti að veita framúrskarandi þjónustu & geri ALLT sem þeir geti til þess að vagnar séu: 1) Nýlegir, 2) Snyrtilegir og tilkynningar uppfærðar 3) Á áætlun.
Á þessari þrennd hefir Kynnisferðir fallið á prófinu til þessa. Þeir hófu vagnaferðir sínar ágætlega en hafa heldur betur skriplað á skötu undanfarin misseri.
Engeyingar - takið nú silfurskeiðina úr munninum & gerir þetta almennilega! Upp með (gull)sokkana!
Kynnisferðar ringulreið
raunir því áfram halda.
Hélt þeir væru á hraðleið
að hætta skað´að valda.
Bloggar | 20.11.2015 | 08:51 (breytt kl. 08:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn gljáfagri & glampandi dr. Gylforce gekk í gaddinum hvar hann girntist örskotsstund meðal vinanna, vagnanna.
Það var allt með hepðbundnum hætti. Doksi kallinn hefir verið líkt & eilífur augnakarl á Augndeild Landspítalans. Nema hvað.
Eptir skoðun hjá dr. Gláka augnlækni er nefninlega gráupplagt fyrir Gylforce-inn að taka vagna við Snorrabrautina. En þar er stundum ekki feitan gölt að flá; grísir gjalda - feit svín valda eins & sagt var í minni kópvægsku sveit. Hvað um það.
Optar en ekki er dr.-inn við Snorrabrautina utan annatíma. Þar aka leiðir 5, 14, 15 & 18 áleiðis á Hlemminn & eru það 8 ferðir á klukkutíma, hver leið með 30 mínútna tíðni. Það sem er galli á gjöf Njarðar við brautina hans Snorra er að leiðirnar fjórar koma allar á sömu mínútunni - eða því sem næst. Lítum á: leið 14 - 14/44; leið 15 - 14/44, leið 18 - 15/45 & leið 5 - 16/46.
Á þriggja mínútna kafla aka fjórar leiðir um Snorrabrautina á leið á Hlemm & svá má maður bíða tæpan hálftíma eptir næstu vögnum.
Þetta er heldur hvimleitt en vitaskuld er þetta betra þegar allar leiðirnar aka með 15 mínútna tíðni.
Þá er lífið ljúft; gott er heilum vagni heim að aka.
Amen.
Skollið á kuldakast
kem mér þó á leiðir.
Sit ég þar langaptast
& ánægjan freyðir.
Mynd:citybus.piwigo.com
Bloggar | 19.11.2015 | 13:49 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn kipp- & rykjótti dr. Gylforce hefir fundið nýjan helgidóm. Sakrament doksa kallsins er að finna við Umferðamiðstöðina milli klukkan 14 & 14:30 eins & frá var greint í gær hér á síðunni. Maður lifandi.
Dr. Gylforce mætti milli mánudags og miðvikudags við miðstöð umferðar & lék í mun að komast í leið 55. Nema hvað.
Góðu heilli eru nú vagnar á leið 55 orðnir blá/gulir & eknir af verktakanum SBK í Reykjanesbæ. Leiðin leggur níu sinnum af stað frá Umferðarmiðstöðinni & tekur léttan hring um miðbæ þeirra Reykvíkinga.
Þar sá dr.-inn að menntskælingar, búsettir í Garðabæ & Hafnarfirði, virðast duglegir að nota leið 55. Það er aukinheldur gráupplagt þar sem vagninn stoppar á færri stöðum en leið leiðanna, leið 1.
Aðeins þrír vagnverjar hófu leik við miðstöð umferðar en við Ráðhúsið komu menntskælingarnir inn. Vagninn brunaði suður í Ásgarð & Fjörð & var þetta í fyrsta sinn sem doksi kallinn tók þann blágula í þessa átt. Hreinn unaður.
LEIÐ 55
Miðborgar menntskælingar
mættu í blágulan.
Gaflarar & Garðbæingar
gerðu hann hálffullan.
Bloggar | 18.11.2015 | 13:40 (breytt kl. 14:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 124073
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar