Færsluflokkur: Bloggar
Hinn sumsami & sumraði dr. Gylfoce hefir dvalið í ríki anna undanfarið hvar hann hefir hvorki hapt tíma né nennu til að hamra þéttingsfast - en þó fimlega - á lyklaborðið. Ráðum nú bót á því - maður lifandi.
Sumarið er í garð gengið & leiðakerfi byggðasamlagsins dottið í hægari gír. Það er örlítið hjákátlegt að verktakinn vestur á Kársnesi hefir nú loksins vakið alla ellefu vagna sína til lífsins en þarf einungis á fjórum að halda yfir sumartímann í stað sjö. Vonandi hysjar hann upp um sig & tekur síðasta árið sitt með trompi.
Öngvin almenn leið, 11-18, ekur nú með korterstíðninni & því síður hverfaleiðir.
Allt fer þetta svo á flug aptur um miðjan ágúst. Nema hvað.
Doktorinn á losta lumar
með ljúfan girndarhug.
Slaknar nú á um sumar
síðan fer allt á flug.
Bloggar | 16.6.2015 | 15:36 (breytt kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hundvani & hungraði dr. Gylforce sá í fréttum að vagnverji einn tók litlu málleysingjana sína með sér í vini vora - vagnana um daginn.
Eins & staðan er nú er slíkt ekki heimilt nema ef um blindan einstakling er að ræða. Þá má sá hinn sami koma með sinn besta vin í vagnana. Nema hvað.
Dr. Gylforce veit að mál þessi eru til skoðunar hjá Strætó bs. enda margar hliðar á því. Hvað sem því líður vonast nú doksi kallinn til þess að vagnverjar sitji á strák sínum hvað ferfætlingana varðar & komi ekki með þá fyrr - & ef - það verður heimilað.
Laumuvagnverjar
Yfir&út!
Laumuverjar loðnir
læðast vagna í.
Eru þar óboðnir
af hverju - hví?
Mynd: mbl.is
Bloggar | 4.6.2015 | 08:35 (breytt kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn stúri en þó stórslysalausi dr. Gylforce hefir áhyggjur af stöðu vagna & leiða í miðbæ þeirra Reykvíkinga. Nema hvað.
Fyrir um tveimur árum var hafist handa við að endurgera Hverfisgötuna. Öllum vögnum var því beint frá Hlemmi að Sæbraut & öfugt. Var opt & einatt talað um að þetta væri tímabundin aðgerð. Öngvu að síður voru sett upp varanleg strætóskýli á Sæbrautinni & ekki laust við að á doksa kallinn rynnu nokkrar grímur. En ekki hvað???
Nú er framkvæmdum lokið við Hverfisgötu en öngvir vagnar fara þar um. Þykir gatan Hverfis vera of þröng & óhentug fyrir stóru gulu ferlíkin. Þá er staðan sú að vagnar aka Snorrabraut, Gömlu-Hringbraut, Lækjargötu & Sæbraut. Öngvir vagnar fara nær miðbænum en það. Ugglaust fagna íbúarnir miðbæjarins sem virðast vera orðnir langþreyttir á rútum í tengslum við ferðamenn. Hvað um það.Dr.-inn sér hvergi hvernig eigi að hátta vagnamálum í miðborginni. Heyrst hefir af & til af einhverjum litlum vistvænum vögnum & léttlestum en ekkert sem hægt er að festa hönd á.
Dr.-inn bíður allavega spenntur.
Er í bæinn á að æða
öngva vagna er að fá.
Alger miðbæjarmæða
marklaust Strætó hjá.
Myndir: mayhem-chaos.net
Bloggar | 2.6.2015 | 11:33 (breytt kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn patentmiðaði en þó pestnæmi dr. Gylforce paufast nú heimavið í laut sinni hvar hann hefir nælt sér í hita, hor & hálsbólgu. Veslings karleplið! Verður þá augljóslega lítið úr vagnaferðum. Nema hvað.
Dr.-inn hefir nýtt tímann & rýnt í hinn volduga vef veraldar. Þar kennir vitaskuld ýmissa grasa. Þar má til að mynda finna upplýsingar frá byggðasamlaginu um að stefnt sé að því að fjöldi vagnverja verði um 16 milljónir árið 2023. Hann er nú eitthvað milli 9-10 milljónir. Það er hressileg aukning á næstu átta árum en vel gerlegt.
Fróðlegt verður að fylgjast með næstu talningu hjá byggðasamlaginu en hún fer fram að öllu jöfnu í október nk. Vonandi stígur línuritið þá vel yfir 10 milljóna markið.
Dr.-inn bíður hið minnsta ofurspenntur!
Vagnverjar nú virðast "inn"
víða hér á landi.
Opt á vakt er Ghélforce-inn
allur þá leysist vandi.
Bloggar | 28.5.2015 | 18:37 (breytt kl. 18:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn munúðarfulli & meinlegi dr. Gylforce finnst alltaf heldur hvimleitt þegar vagnstjórar eyða tímanum í argaþras við vagnverja. Vagninn fer þá optar en ekki af stað á réttum tíma & áætlunin fer úr skorðum.
Optsinnis hefir þetta komið fyrir, sérstaklega virðast sumir vagnstjórar komast í sérstakt "þrasstuð" þegar unglingar stíga inn í vagninn & borga með klinki. Sjálfsagt vilja þeir meina að viðkomandi hafi ekki greitt rétt gjald eða sé að reyna að svindla sér inn í vagninn með öðrum hætti. Doksi kallinn fær nett flassbakk í hina "geðþekku" vagnstjóra SVK forðum daga þegar hann var unglingur en þeir voru vægast sagt harðir í horn að taka. Enda fengu þeir nafngiftir á borð við Satan, Hitler, Stalín, Sá kölski o.s.frv.
Að mati dr. Gylforce á hlutverk vagnstjórans að vera aksturinn fyrst & fremst & að halda vel áætlun. Það er ugglaust erfitt & krefjandi að keyra þessa stóru vagna allan liðlangan daginn & því ástæðulaust að eyða orkunni í einhvern skort hjá vagnverjum á 20 kalli hér & 50 kalli þar.Það á að vera í verkahring eptirlitsmanna að fara um vagnana & fylgjast með að vér vagnverjar greiðum rétt gjald & göngum snyrtilega um þá.
Dr.-num finnst hann alltaf sjá minna & minna af eptirlitsmönnum - eru þeir kannski bara komnir í önnur störf hjá byggðasamlaginu???
Gylforce-inn er stæltur, stór
stikar út í skýli.
Með eðal Max & öngvan bjór
á leið um nýbýli.
Neðri mynd:mbl.is
Bloggar | 27.5.2015 | 15:50 (breytt kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hnigni & hrumi dr. Gylforce hefir verið nokk ákafur í ferðir meðal vina vorra - vagnanna - hvar hann hefir fengið margar góðar þrásetur & langdvalir. Nema hvað.
Eitt vekur þó jafnan athygli hjá doksa kallinum. Eðli málsins samkvæmt situr hann mjög opt í leið 35. Á þeirri leið er vagnstjóri einn sem starfar hjá verktakanum vestur á Kársnesi; geðugur gaur með grátt sítt tagl, gráleitt skegg & býður ævinlega góðan dag & er allur hinn kurteisasti í fasi. En ekki hvað???
Akkilesarhæll þessa ágæta vagnstjóra er að hann virðir mjög illa tímatöflur leiðarinnar. Hvað eptir annað leggur hann alltof seint af stað úr Hamraborginni, yfirleitt munar þar þremur mínútum. Vagnarnir úr bænum á leið í hverfi eru t.a.m. löngu komnir & farnir. Eflaust er þessi annars ágæti vagnstjóri að reyna að koma í veg fyrir að þurfa að tímajafna vagninn á leiðinni. Samt sem áður er það dapurt að vera alltaf of seinn, sérstaklega þar sem byggðasamlagið stefnir að því að hafa 97% ferða sinna á réttum tíma.
Nú stendur fyrir dyrum útboð á 40% leiða byggðasamlagins. Fróðlegt verður að sjá hvort verktakinn vesturfrá, Kynnisferðir, bjóði aptur í leiðir 28 & 35 eða einhverjar aðrar. Að mati dr.´s þarf verktakinn að gyrða sig í brók ætli hann að halda áfram akstri á okkur vagnverjum.
Svo er það framtíðarmúsíkin. Verður komin hér hraðlest milli Keflavíkur & Reykjavíkur innan áratugar? Þetta er virkilega spennandi verkefni - maður lifandi.
Hraðlest
Framtíðin á huldu er
okkur fyrir flest.
Snarlega við sjáum hér
svipmikla hraðlest.
Myndir: héðan & þaðan
Bloggar | 26.5.2015 | 12:39 (breytt kl. 14:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn skollafranski & skætinslegi dr. Gylforce hugðist skáskjóta sér í leið 35 í morgun hvar hann langaði að taka hringinn. Doksi kallinn vildi aukinheldur rannsaka í leiðinni hvaða vagn byggðasamlagið myndi bjóða upp á.
Dr. Gylforce gekk hröðum skrefum að skýlinu sínu við mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala. Hann leit á klukku sína sem sýndi 8:51. Mínútu síðar var hann kominn í skýlið & á vagninn þá að leggja af stað frá Hamraborg okkar Kópvæginga.
Það er skemmst frá því að segja að doksi kallinn beið & beið & hapði biðlund góða. Öngvinn vagn kom hinsvegar & gafst hann upp um kl. 9:07 enda þá aðeins þrjár mínútur í næsta vagn sem kemur frá verktakanum vesturfrá.
Það er mjög bagalegt þegar vagnarnir koma ekki. Vel má vera að bilun hafi orðið í vagni þessum & það taki því varla að koma með nýjan vagn. Öngvu að síður var þetta hvimleitt mjög en doksi er eigi að baki dottinn.
Hann hyggur á leið - um leið & ungviðið hefir fullnumið texta dagsins.
Eptir vagni á yndis leið
ákafur er hann.
Leiður doksi leið & beið
& leið öngva fann.
Bloggar | 18.5.2015 | 12:26 (breytt kl. 12:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn dreissugi & dáði fánaberi íslensku þjóðarinnar, Dr. Gylforce, hélt vitaskuld á vit vagna í álablíðu aftureldingar; heyra mátti hundgá & hanagal frá næstu bæjum í námunda við hina stórfenglegu Stútulaut. Nema hvað.
Þetta var hinn fimmti dagur vikunnar, fjörutíu dögum eptir hina mestu hátíð kristinna manna. Hið lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins ók eptir sunnudagsáætlun & kom því fyrsta sænskættaða stálið á leið 35 í lautina fögru ekki fyrr en stundvíslega kl. 9:41. Hvað um það.
Hinn ungi & aldni vagnverji tóku hringinn fríða um Voginn & áðu venju samkvæmt í Hamraborg okkar Kópvæginga. Þá tók við leið leiðanna, leið 1, ekinn af glænýjum & glæstum Crossway 150 vagni. Svo rak hver dýrðin aðra hjá þeim feðgum - & allt saman annaðhvort Irisbus ellegar Iveco Crossway vagnar.Þó var ein undantekning á þessu. Hinn ungi & aldni stigu inn í Karosavagn, númer 264 á leið 12, frá verktakanum suður í Firði.
Einn skugga bar á annars unaðsgóðar leiðir & vagna þeirra kumpána þennan uppstigningardag.
Við Hlemminn lögðu feðgarnir leið sína inn í leið 11. Fengu þeir ágætis 209 Crossway vagn frá verktaknum syðra. Að þessu sinni var hann 4 mínútum of seinn á leið upp í Mjódd. Þegar vagninn var kyrrstæður & í þann mund að leggja af stað bankaði einn ungur strákur á hurð vagnsins. Vagnstjórinn virti hann ekki viðlits þrátt fyrir að vagninn væri ekki farinn af stað. Í ofanálag lenti leið 11 á rauðu ljósi steinsnar frá Hlemmi. Pilturinn hljóp þangað & bankaði aptur en inn komst hann ekki & mátti bíða í 30 mínútur eptir næsta vagni.
Því miður er það svo að sumir vagnstjórar líta svo á að þeir eigi strætisvagninn & geti bara hleypt þeim inn í vagninn sem þeir vilja. Að mati dr.´s er það mikill misskilningur. Starf vagnstjórans er erfitt & krefjandi & það er ÞJÓNUSTUSTARF.
Vagnstjórar eru m.a. í þjónustu við okkur vagnverja. Enda er manni spurn - ef engin vill taka strætó - eru þá ekki vagnstjórar atvinnulausir???
Doksi hepði nær haldið það.
Allt fram streymir endalaust
urmull vagna líða
um sumar, vetur, vor & haust
& vagnverjarnir bíða.
Myndir: mbl.is & citybus.piwigo.com
Bloggar | 15.5.2015 | 14:42 (breytt kl. 17:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn kaldi & kaldranalegi dr. Gylforce kom sér til vina vorra - vagnanna - í sólkulda gærdagsins. Vitaskuld. Augu dr.´s eru aptur orðinn haukfrá, skörp & hvöss hvar hann & þá sá að byggðasamlagið bauð upp á hinn gamla & sænskættaða 184 Scania Omnicity á aukavaktinni á leið 35 síðdegis. Svíinn hefir áður á sést á þeirri leið en doksi tók hann nú í fyrsta sinn. Nema hvað.
Dr. Gylforce telst svo til að 184 Omnicity sé nú eini slíki sem eptir er í umferð en þeir voru lengi vel 12 talsins. Einn þeirra fór illa í árekstri þannig að iðulega hafa þeir verið ellefu á vígvöllum veganna. Omnicity vagninn virðist nú bara notaður í neyð þrátt fyrir að vera ekki eldri en 14 ára gamall. Hvað um það.Vonandi verður 184 vagninum ekki fargað þegar að því kemur & sá gamli geymdur fyrir væntanlegt strætóminjasafn.
Dr.-inn mun vitaskuld sækja það fast að veita því safni forstöðu - en ekki hvað???
Þótt hyggðin doksa hamli
hann fer þó sína leið.
Á götunum er sá gamli
göfugur þar í neyð.
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 7.5.2015 | 08:25 (breytt kl. 09:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn lausmælgi en þó ljúflegi dr. Gylforce hefir legið í vögnunum - vinum vorum - undanfarna daga hvar hann hefir hinsvegar ekki fundið tíma til að krabba & klóra það niður á lyklaborðið. Fyrr en nú. Nema hvað.
Dr.-inn gladdist mjög í morgun hvar hann komst í hina sænskættuðu Volvo-vagna byggðasamlagsins. Doksi kallinn beið eptir vagni við Snorrabraut hvar þar komu bæði 188 & 189 vagnarnir á leið 15. Þessir vagnar voru hér forðum notaðir á leiðum 1 & 6 en hafa nú fengið pásu & aka aðeins á annatímum. En ekki hvað???Dr. Gylforce varð nokk argur & illur er hann settist inn í leið 35 í gær. Vagnstjórinn var á spjalli við einn vagnverjann & gleymdi að leggja af stað tímanlega. Þegar klukkan var orðin 9:40 & vagninn um þremur mínútum of seinn spurði einn vagnverjinn hverju þetta sætti. Þá vaknaði vagnstjórinn til lífsins & óð af stað. Þeir verða að halda áætlun þótt annatíminn sé liðinn.
Eitt er mjög einkennandi fyrir marga vagnstjóra; Útvarp saga er iðulega í gangi. & reyndar í botni hjá þeim flestum. Hún virðist eiga hljómgrunn & væri gaman að gera óformlega könnun á því hversu opt hún heyrist í þeim vögnum er doksi tekur.
Það er bara spurning um að hrinda þeirri könnun í framkvæmd hið snarasta!
Litur vagna er orange
er verður bara betri.
Besti vinur vagnstjórans
er vaðallinn í Pétri.
Myndir: utvarpsaga.is & dv.is
Bloggar | 5.5.2015 | 12:22 (breytt kl. 12:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 124112
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar