Færsluflokkur: Bloggar
Hinn tilkomumikli & tilhættni dr. Gylforce tók vagna vel á hvíldardaginn enda blíðskaparveður & brunagaddur víðsfjarri vígvöllum veganna. Nema hvað.
Dr. Gylforce marseraði af miklum móð ásamt unga vagnverjanum að skýli sínu við Stútulautina hvar hinn sænskættaði 308 Volvovagn frá Kynnisferðum kom von bráðar. Verktakinn sá sér nefninlega um akstur á leiðum 28 & 35 fyrir utan aukavagninn á seinni leiðinni. Hvað um það.
Fáir vagnverjar voru á ferli í 308 vagninum á leið 35. Er hann ók um víðar & grösugar lendur Nýbýla hér í Voginum byrjaði eitthvað að pípa. Vagnstjórinn stöðvaði hinsvegar ekki för fyrr en eystur við Engihjalla. Hann drap á þeim sænska & fór að vesenast í vélinni sem er aptast í vagninum. Dr.-inn sá ekki betur en hann væri með aukabrúsa af vatni með sér & baksaði við að bæta því á vagninn. Úr þessu brasi öllu varð um 6 mínútna töf á vagninum & vagnstjórinn reyndi að bæta úr því með því að hraða förinni eins & kostur var. Hann var nærri því búinn að lenda í árekstri í Hlíðarhjallanum & þurfti að nauðhemla í brekkunni en góðu heilli slapp það aukinheldur sem vagninn rétt svo náði hinum vögnunum við Hamraborg okkar Kópvæginga. Eins gott því doksi kallinn var á leið í leið leiðanna, leið 1.
Eitthvað virðist viðhald & árvekni vera ábótavatn hjá verktakanum vestur á Kársnesi því vagninn var aðeins búinn að vera í akstri í um 3 klukkustundir. Eins & áður hefir komið fram er eins & allur vindur sé úr verktakanum eptir ágætis byrjun & metnaður í að halda vögnunum í lagi virðist í miklu undanhaldi.
Samningur hans við Strætó bs. rennur út í ágúst 2016 & vonandi finnst einhver sem er reiðubúinn til að leggja meiri fagmennsku í starfið en sá sem er vestur á Kársnesi.
Viðvaningur vesturfrá
verktaki er í rúst.
Pásu ætti fína að fá
& fær hana í ágúst.
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 2.3.2015 | 08:32 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hinn slævgi & slöddulegi dr. Gylforce hefir slegið slöku við hvað vagna varðar þennan fagra laugardag. Öngvar voru vagnaferðirnar en hinsvegar öngvinn skortur á hugsunum & hugmyndum af ferðalögum með vinum vorum, vögnunum. Nema hvað.
Á morgun hyggur doksi kallinn á ljúfa leiðangra í hinu lostfagra leiðakerfi okkar höfuðborgarbúa. Maður lifandi. Það má gera ráð fyrir því að meginþorri flotans verði Irisbus & Iveco Crossway vagnar & hinir sænskættuðu nánast í felum.
En sjáum til með það. Kannski finnur dr.-inn einn sænskættaðan vagn frá Scaniaverksmiðjunum - hvur veir???
Enn hún laðar lífsins þrá
& leit að sænskum þjónum.
Tekið hef þó trúna á
tækninni hjá Ivecónum.
Bloggar | 28.2.2015 | 23:31 (breytt kl. 23:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn rándýri & rófulausi dr. Gylforce rak nokk í rogastans hvar hann sá frétt á netinu um að leyfa gæludýr meðal vinanna, vagnanna.
Dr. Gylforce er gæludýravinur hinn mesti & kann ferfætlingunum allt hið besta. Doksi kallinn hefir & átt urmul katta af ýmsu stærðum & tegundum. Hinsvegar hefir hann aldreigi hapt ímyndunarflug þess efnis að fara með þá í vagnana. Hvað um það.
Í fréttinni kemur aukinheldur fram að gæludýr séu leyfð víða í borgum Evrópu, t.a.m. London. Dr.-inn hefir nú heimsótt Lundúni æði opt eins & gamla bloggsíða hans sýnir, sem & borgir eins Berlín, Barcelona, París & Kaupmannahöfn. Doksi minnist þess ekki að hafa séð neina ferfætlinga þar á ferð með vögnunum, nema þá helst ofurölvaðar mannverur á fjórum fótum. Hvað um það.Hinsvegar mátti sjá kjölturakka & jafnvel einstaka ketti meðal Krít- & Kosverja suður í Miðjarðarhafi. Öngvin ófriður var af þeim þar & því er þetta virkilega áhugaverð spurning hvort leyfa á gæludýr í glæsivögnum eður ei???
Blindir mega hafa rakkann með sér í vagnana hér á landi á þótt dr.-inn hafi aldrei séð slíkt.
Dr. Gylforce vonar að byggðasamlagið stígi varlega til jarðar hvað gæludýrin varðar enda mörg önnur verkefni sem eru brýnni á sviði almenningssamgangna en fiðurmjúkir ferfætlingar.
Í glæsivagna gæludýr
gelta ótt & breima.
Kettir, hundar, ær & kýr
kúriði bara heima!
P.s. Þetta málefni virðist vera einum blaðamanni visir.is mjög hugleikið sbr. http://www.visir.is/gaeludyrin-med-i-straeto/article/2015150229148
Bloggar | 27.2.2015 | 10:05 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn gaumgæfi & vel grúskandi dr. Gylforce geisaði geysi glaður út á biðstöð sína við Stútulautina hvar hann var spenntur að sjá hvaða vagn bæði verktakinn vestur á Kársnesi hapði upp á að bjóða sem & byggðasamlagið með aukavagninn á leið 35. Nema hvað.
Hinn sænskættaði 308 Volvo tók hringinn á leið 35 fyrir hönd verktakans meðan hinn 129. Citelisvagn var fulltrúi Strætó bs. Það var og.
Sá sænski kom á slaginu kl. 7:41 við lautina fögru & var þéttsetinn af vinum vorum, vagnverjum. Flestir þeirra voru á leið út við Biðskýlið en svo tíndist inn einn & einn við hverja biðstöð. Margir verjarnir stigu út við Sæbólsbraut & röltu smáspöl í skýlið við Skeljabrekku & fóru þar áfram með leið 4 niður í bæ. Það er vel til fundið.Eystur í Engihjalla fór doksi kallinn á fjörurnar við 129 Citelisvagninn. Hann var fjórum mínútum of seinn & mun fámennari en sá sænskættaði. Dr.-inn hjó eptir því að vagnstjórinn skipti ekki við vagnstjórann á leið 4 við Hamraborg heldur tók annan hring. Hvað um það.
Hinn engilsaxneski & funheiti 305 MAN vagn hefir fengið langt frí frá vígvöllum veganna að því er virðist. Enda þótt doksi hafi gaman af þeim vagni hefir hann tekið eptir því að hann er orðinn slitinn, lúinn & snjáður. Vonandi er sá funheiti í góðri yfirhalningu hjá verktakanum vestur á Kársnesi & kemur svá aptur fílefldur til leiks von bráðar.
Amen.
Þó ég leit´& leiti
látlaust honum að
fór sá funheiti
í frí - nema hvað.
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 26.2.2015 | 08:47 (breytt kl. 12:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn áberandi & ábatasami dr. Gylforce óð hreinlega á súðum í gær hvar hann komst í tæri við afar marga munúðarfulla & glæsta vagna. Nema hvað.
Dr.-inn kom upp rampinn við Hamraborg á leið í Voginn með leið 4. Þar sat hann meðal um 20 vagnverja & hoppaði doksi kallinn svo í einn sænskættaðan 308 Volvovagn á leið 35. Allt svo sem venju samkvæmt.
Það var þó eitt sem vachti gjörhygli Gylforceins. Við hið fagra Hálsatorg vafraði hinn glænýi & glæsti 182 Crossway vagn & var merktur "er ekki á leið". Dr.-inn áttaði sig ekki á því hvað vagnstjórinn var að rúnta um & vissi vart hvar hann átti að vera á vagninum. Hvað um það.
Leið 35 lagði svo úr vör & rann þá upp hið skæra ljós fyrir hinum aldna vagnverja. Hinn glæsti var aukavagninn á leið 35 - MAÐUR LIFANDI. Þennan vagn varð dr.-inn að prófa - & það hið snarasta!
Dr.-inn fór út úr hinum sænskættaða við lautina sína & beið glaður í bragði í um fimmtán mínútur. Þá kom hann eins & sjá má á myndskeiðinu.
Enda þótt dr.-inn skilji ekki alveg hvers vegna glænýr & glæstur vagn aki sem aukavagn í stað þess að vera fullnýttur, var þetta dásemdar hringur um Voginn í þessum þýða & góða vagni.
Dr.-inn varð mjúkur & meyr
mætti vagninn á stæði.
Hundrað áttatíu & tveir
tjúttaði hringinn - æði!
Bloggar | 25.2.2015 | 08:07 (breytt kl. 09:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn blendni & brögðótti dr. Gylforce brá sér í urmul ferða hvar vetrafrí stendur nú sem hæst hjá vagnverjanum. Nema hvað.
Dr.-inn hugðist kynnast gestrisni Grímsnesinga á sunnudaginn en veður hamlaði öllum eðalferðum & því fátt um fína drætti hvað blágulu vagnana varðar. Hvað um það.
Dr. Gylforce stóð kátur & keikur við Hlemmtorgið í hádeginu & hugðist leita fanga í einum sænskættuðum. Það var eigi hlaupið að því. Irisbus & Iveco Crossway vagnarnir hafa algerlega yfirtekið sviðið. Ef þeirra naut ekki við, bauð byggðasamlagið, Strætó bs., upp á Irisbus Citelis & Irisbus Karosa vagna.
Það var aðeins hægt að finna einn & einn Scania Omnilink á stangli, aðallega á leið 1 & því ekkert annað en að stíga í vænginn við leið leiðanna.
Í sænskættaðan ætíð sest
& sit þar lengi inni.
Það mér þykir allrabest
í þýðri veröld minni.
Eptir ferð suður í Fjörð & tilbaka með 104 Omnilinknum á leið 1 var komið að því að kynnast gjöfulum lendum Grafhyltinga. Dr.-inn hefir sjaldan verið á þeim slóðum & því löngu tímabært að einhenda sér inn í leið 18. En ekki hvað???Dr.-inn vonaði að einn fjögurra vagna á leið 18 væri sænskættaður en svo virtist ekki vera, því miður. Doksi kallinn tyllti sér því tignarlega inn í 121 Citelisvagn á leið 18 & þaut með honum að Þúsaldarvegi þeirra Grafhyltinga.
Dr. Gylforce freistaði þess að ná leið 26 eptir að hafa skrafað & skeggrætt við Grafhyltinga. Eitthvað malaði doksi kallinn of mikið við innfædda vagnverja þarna því hann rétt sá á eptir leið 26. Voru nú góð ráð rándýr eins & þar stendur því hin 26. leið hefir aðeins klukkutímatíðni.
Dr. Gylforce gekk & ráfaði um holtir & hæðir Grafhyltinga hvar hann loksins sá til 143 Crossway vagnsins á leið 18. Fór dr.-inn með honum alla leið að Hlemmtorgi & verður leið 26 að bíða betri tíma.
Meira síðar mínir virðulegu vagnverjar.
Myndir: citybus.piwigo.com/
Bloggar | 24.2.2015 | 17:29 (breytt 25.2.2015 kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hjassalegi & holdmikli dr. Gylforce hefir í hyggju að kanna vagna, vagnverja & rausnaskap Grímsnesinga næstu daga.
Vagnar höfuðborgarsvæðisins - farið varlega á holóttum vígvöllum veganna um helgina.
Mynd: sunnlenska.is
Bloggar | 20.2.2015 | 12:23 (breytt 25.2.2015 kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn snáfandi & vel snæddi dr. Gylforce hefir verið alsæll í allan dag hvar það hljóp heldur betur á snærið hjá honum. Maður lifandi. Hann hugði á vagnaferðir í eptirmiðdaginn & fékk tvo eðalvagna sem vert er að minnast á. En ekki hvað???
Fyrstu tvær ferðir doksa voru hepðbundnar. Þegar dr.-inn spókaði sig & spigsporaði um Mjódd þeirra Breiðhyltinga kom hinn glæsti MB 223 vagn á leið 11. Hann var heldur seinn enda að koma úr höfuðstöðvunum suður í Firði.
Dr.-inn hratt sér inn í þýska eðalstálið & hélt með honum um Bústaðaveg & alla leið að RÚV við Efstaleiti. Þar freistaði doksi að ná í annaðhvort leið 2 eða 13 en var óheppinn & rétt missti af þeim báðum.
Góðu heilli eru báðar leiðir með 15 mínútna tíðni & eptir drykklanga stund kom hinn sænskættaði metan 118 vagn á leið 13. Doksi beið öngvra boða - búinn að læra meta met´ann. Dr.-inn sveif með metanvagninum að Hlemmtorgi hvar hann fór í einn glænýjan & glæstan Crossway 179 vagn á leið 4.Doktorinn i gríni & glens
í glás fer af vögnum.
Gylforce-inn í glæstum Bens
gleði - nú vér fögnum!
Bloggar | 19.2.2015 | 18:53 (breytt kl. 19:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn vel svínaði en fráleitt svívirti dr. Gylforce fór vitaskuld í Svíann í gær hvar hann hapði rúm til að einhendast í einn góðan hring um Voginn. Nema hvað.
Dr.-inn hóaði í 301 Volvovagninn á leið 35 hér við mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala & var meðal um 15 vagnverja.
Enda þótt hinn funheiti MAN 305 vagn sé skemmtilegur á margan hátt er ljóst að hann ræður illa við að vera á þremur vöktum frá morgni til kvölds. Hann er til að mynda hvergi sjáanlegur á vígvöllum veganna í dag & hefir ekki verið undanfarna daga á leið 35.
Annars eru alltof fáir Volvovagnar sjáanlegir í hinu lostfagra leiðakerfi. Áður en hinir glænýju & glæstu Crossway vagnar komu til sögunnar voru 3ja hásinga Volvovagnar á leiðum 1 & 6, þ.e. 192-198 vagnarnir. Núna sér maður þá varla, helst í einni & einni aukaferð. Þá voru 188-191 Volvoarnir einnig á leiðum 1 & 6 en þeir hafa verið undanfarið í mýflugumynd. Einn af þeim tekur reyndar slaginn á leið 15 á annatíma. Kannske aka þeir leiðir sem dr.-inn hefir lítt kannað - hvur veit?
Verktakinn suður í Firði er með öngva Volvovagna svo segja má að hinn verktakinn vestur á Kársnesi haldi uppi heiðri sænska stálsins með 301-303, 306, 308-311 vögnunum á leiðum 28 & 35. Merkilegt nokk.
Vagninn hapði vinninginn
- virðulegur Svíi.
Á ferðum sínum foringinn
- feykir upp reykskýi.
Myndir: citybus.piwigo.com og fleiri.
Bloggar | 19.2.2015 | 08:36 (breytt 20.2.2015 kl. 09:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út í vagna ég ætla nú
á því má ei koksa.
Byggðasamlag - hvað býður þú
fyrir bljúgan doksa?
Hinn duftkenndi & drottnandi dr. Gylforce heldur senn á vit vagna hvar hann þó kemst ekki langt að þessu sinni sökum anna.
Doksi kallinn hefir hoggið eptir því að byggðasamlagið hefir hent hinum stutta 156 Heuliezvagni á hinn kópvægska vígvöll að þessu sinni.
Þá er annaðhvort að einhendast inn í þann stutta ellegar skella sér í sænskættaða stálið frá verktakanum vestur á Kársnesi en hann hefir nú - líkt & í gær - til taks 301 Volvovagninn.
Humm, humm???
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 18.2.2015 | 14:28 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 124119
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar