Færsluflokkur: Bloggar

Dyr & dyngja ...

nyjir-vagnarHinn teinótti & tignarlegi dr. Gylforce á ansi erfitt með að sitja heima vitandi að á annan tug nýrra vagna eru komnir á vígvöllum veganna.

Dr. Gylforce brá sér venju samkvæmt í hinn funheita & engilsaxneska 305 MAN vagn á leið 35. Fáir vagnverjar voru á ferli að þessu sinni enda dagur að kveldi kominn.

Dr.-inn gekk hröðum skrefum úr Engihjallanum að Mjódd þeirra Breiðhyltinga til þess að komast í kynni við hina glæstu & glænýju Crossway vagna.

Doksi kallinn kom að Mjóddinni & var hún þá lokuð. Það er alltaf jafn skrýtið að hún sé ekki opin meðan vagnarnir ganga. Hvað um það. Dr.-inn tók leið 24 enda kom hún fyrst & fékk nokkuð gamlan 265 Karosavagn til þess að flytja sig suður til Garðbæinga.

Í Ásgarði kom hinn langi & liðugi 198 Volvo 3ja hásinga vagn á leið leiðanna, leið 1. Doksi er alltaf jafn ánægðum með vagn þennan & tyllti sér fremst hjá vagnstjóranum & hélt áleiðis að Lækjartorgi eða Hlemmi.

Þegar leið 1 kom að Hamraborg okkar Kópvæginga sá doksi glæstan & glænýjan 152 Crossway vagn á leið 2. Þetta var öngvin spurning. Hann hoppaði út & skellti sér með honum góðan & gylltan hring. Ekki spillir fyrir að nú ekur leið 2 líkt & leið 141 gerði forðum; framhjá Verzló, Borgarspítalanum & svá niður Grensás.

Á Hlemmtorgi leit dr. Gylforce vel í kringum sig því hann vildi endilega rannsaka fleiri glæsta & glæsilega nýja vagna. En þvi var vart að heilsa. Alltof fáir slíkir voru á vachtinni. Öngvu líkara var en að það væri Citelisdagur hjá byggðasamlaginu því urmull af 120-134 vögnunum voru í akstri.

Dr-inn reyndi hvað hann gat að finna fleiri glæsta en tókst það því miður ekki. Hinsvegar fékk hann nokkra aðra Crossway vagna, t.d. 144 & 146 & tók nokkra hringi með þeim & lét sér það gott heita hvar hann svá endaði með 305 vagninum í fegurstu laut jarðarkringlunnar, Stútulautinni.

Gylforceinn i gullhringjum
með gleði, ást & hlýju.
Dyrum leitar & dyngjum
að drossíunum nýju.


Mynd; straeto.is


Á vit vagna ...

Í þessum töluðu/rituðu orðum er dr. i djúpum vagnarannsóknum mínir virðulegu vagnverjar.

 

Meira síðar.


Gnægð glæstra ...

10893661_10152591745242215_2056091830_nÞað er allra athyglivert að eptir innkomu 20 nýrra Irisbus Crossway vagna hjá byggðasamlaginu er sá möguleiki fyrir hendi að hafa þá nær einvörðungu á vígvöllum veganna. Þeir eru nú orðnir 32 talsins upp á Hesthálsi & allir innan við tveggja ára gamlir. Það er ekki amaleg staðreynd.

Þetta væri hægt um kvöld & helgar. Aukinheldur býr verktakinn suður í Firði yfir rúmlega 20 slíkum vögnum & því mögulegt að sjá þá bara í ferðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan einstaka hverfaleiðir.

Líklegra er þó að hinn sænskættaði eðalmálmur verði eitthvað með í för, einkum á leiðum 1 & 6, sem kemur nú til með að gleðja hið gamla hró Gylforce-ins.

Er nú af glæstum glás
gleði er hjá doksa.
Irisbusinn með innrás
sem eigi mun koksa.


Eilífur augnakarl ...

15182879566_27213ceca1_mHinn dæli en sjaldan dreissugi dr. Gylforce dreif sig út í skýli sitt í morgun hvar hann fýsti í frekari ferðir með hinum stutta 159 Heuliezvagni sem nú er á leið 35. Doksi kallinn hefir nú átt urmul ferða með vagni þessum & er orðinn eilífur augnakarl í honum eptir aðeins tæpa viku! Nema hvað.

Það veldur þó dr.-num nokkrum vonbrigðum hve fáir vagnverjar sitja yfirleitt í þessum aukavagni á leið 35. Vonandi koma þeir til & nýta sér þessa stórauknu þjónustu við okkur Kópvæginga. Hvað um það.

Eystur í Engihjalla einhenti dr. Gylforce sér inn í sænskættaðan eðalmál. En ekki hvað??? Þar var á ferðinni 104 Omnilink á leið 4 & átti dr.-inn með honum dýrðarstund að Mjódd þeirra Breiðhyltinga.

Í Mjóddinni gerði doksi kallinn sér dælt við glænýjan & glæsilegan 147 Crossway vagn á leið 3. Ferðin var hin þægilegasta enda sætin afar mjúk, vagninn hljóðlátur & fjöðrun hans með miklum ágætum. Á leiðinni sá dr. t.a.m. aðra nýja vagna; á leið 18, leið 15 aukinheldur sem það glitti í 152 vagninn á leið 2.

Dr. Gylforce hapði hug á að hlaupa inn í leið 4 við Hlemminn en brá í brún hvar þar var stuttur 158 Heuliez vagn á stæðinu. Þeir eru ekki alveg tesa dagsins núna þegar um 20 nýir vagnar eru u.þ.b. að koma á vígvelli veganna. Voru nú góð ráð dýr.

Dr.-inn sá þá að 145 Crossway vagninn var að ýta úr vör á leið 2 & beið öngvra boða. Það var gaman að aka nýju leiðina sem tvisturinn fer núna & ekki laust við að doksi hafi fengið nostalgíu í leið 141 hér forðum daga. Sú góða leið ók einmitt um Grensás, Bústaðarveg & inn hjá Borgarleikhúsinu & Verzló. Þá voru nú ógeðisvagnar á borð við Renault PR-100 í gangi en vonandi eru nú allir búnir að gleyma því drasli!!!

Leið 2 þaut upp í Hamraborg okkar Kópvæginga á mettíma & varð að bíða ansi lengi eptir leiðum 1 & 4. Urðu því þessar leiðir um 5 mínútur of seinar upp í hverfi. Dr.-inn fór hinsvegar á fjörurnar við hin funheita MAN 305 vagn á leið 35 sem færði hann farsællega í mennta- & menningarsetrið hér við Kársnesið.

Yfir&út!

Nýir vagnar - nýtt upphaf
notalegir þeir eru.
Í vögnum liprum sat lengstaf
með ljúfa nærveru.


Mynd: flickrhivemind.net


Dimmhvítur dagur ...

cam01167Hinn sljóvgi & slævi dr. Gylforce hefir reynt eptir föngum að ferðast með vinum vorum - vögnunum - í nýja leiðakerfinu sem tók gildi 4. janúar síðastliðinn. Nema hvað.

Dr. Gylforce hefir tekið til skoðunar tvo nýja Irisbus Crossway vagna, annan hjá byggðasamlaginu & hinn hjá verktakanum suður í Firði. Þetta eru 177 & 219 vagnarnir. Sá fyrri er á leið 4 en hinn síðari tekur slaginn á leið 12. Reyndar var hann á leið 11 þegar dr. bar að garði um daginn.

Í fljóti bragði virðast þessir nýju vagnar vera enn betri en fyrirrennarar þeirra, þ.e. 135-146 vagnarnir. Sætin virka stærri & þægilegri fyrir okkur vagnverjana & ekki er annað að sjá en vinnuaðstaða vagnstjórans hafi verið bætt frá því sem áður var. Það er hið besta mál & ekki spillir svo fyrir að lúkkið á vögnunum að aptan er enn flottara en það var. Hvað um það.

Dr.-inn er ekki með það á hreinu hvort allir 20 Crossway vagnar Strætó bs. séu komnir á vígvelli veganna en mun kanna það til hlítar næstu daga. Doksi kallinn hefir hinsvegar tekið eptir því að 144-146 Crossway vagnarnir, sem komu í ágúst 2013, eru nú komnir á leið 2 en öngvir slíkir eru enn sjáanlegir á leið leiðanna, leið 1. Hún er enn mjög sænskættuð í vagnavali & ekki er það nú leiðinlegt fyrir hró doksa.

Dr. Gylforce hóaði í morgun í hinn stutta 159 Heuliez vagn á leið 35 auk þess að gera stuttan stans í hinum funheita 305 MAN vagni á sömu leið. Enn finnst doksa kallinum eitthvað skrýtið að tveir vagnar keyri þessa leið & annar vagninn komi frá verktaka en hinn frá sjálfu byggðasamlaginu. En hvað um það.

Á dimmhvítum degi
doktorinn fór
víða um vegi
í vögnunum sljór


Lúði á leið ...

163Hinn fráleitt lúðótti en þó ávallt ljúfi dr. Gylforce réð sér vart fyrir kæti í gær hvar nýja leiðakerfið var komið á fulla ferð. Nú skyldi gaman verða. Aukinheldur voru komnir á vígvelli veganna glæsilegir Crossway vagnar hjá Strætó bs., um 20 talsins, & því virtist taumlaus skemmtun vera framundan. Eða hvað???

Dr. Gylforce sté í fyrsta sinn inn í stuttan Heuliez vagn sem nú er á leið 35. Þetta er aukavagn til að mæta korterstíðni á annatíma. Um koppagrundir Kópavogs hefir orðið fyrir valinu 159 Heuliez sem áður var á leið 4 & því ekki svo ókunnugur póstnúmerinu 200.

Það er allra athyglivert að byggðasamlagið sjálft annist annan vagninn á leið 35 en hinn kemur frá verktakanum vestur á Kársnesi, Kynnisferðum. Hvað um það.

Dr.-inn sá aukinheldur urmul af nýju vögnunum & gat ekki annað en að tekið eina góða þrásetu með 177 Crossway vagninum sem er glærnýr vagn & settur á B-vachtina á leið 4. Gaman að því en vitaskuld saknar doksi kallinn gamla 177 Omnicity vagnsins.

Eftir ýmsa vagna & fínar dvalir meðal vinanna - vagnanna - tók dr.-inn leið 4 frá Hlemmi & fékk þar 168 Karosavagninn. Hann er þar enn. Vagninn ekur nú austur Háaleitisbraut & svá vestur Miklubraut & virðist það vera vel heppnuð breyting. 

Í Hamraborg okkar Kópvæginga hoppaði dr. Gylforce út úr leið 4 & hljóp aptur inn í 159 Heuliez-inn á leið 35. Vagninn var orðinn of seinn en samt fór hann ekki af stað. Svá kom vagnstjórinn & viti menn; sami vagnstjóri & keyrði doksa á leið 4. Sumsé vaktaskipti. Gott & vel.

Vagnstjórinn spratt úr spori & fór venju samkvæmt niður á Kópavogsbraut framhjá Sunnuhlíðinni. Við gatnamótin hjá Melbrautinni hægði hann vel á vagninum & muldraði eitthvað. Dr.-inn var aldrei þess vant mjög aptarlega í vagninum & heyrði ekki hvað hann sagði.

Rétt áður en leið 35 kom að næstu gatnamótum Kópavogsbrautar & Urðarbrautar heyrðist vagnstjórinn kalla aftur í vagninn & spyrja hreinlega hvort hann ætti að beygja eða halda áfram!!!

Hann sumsé þekkti ekki leiðina sem hann átti að keyra. Dr.-inn hefir nú lent í ýmsu í gegnum tíðina í vögnunum, sérstaklega þegar verktakinn Teitur Jónasson var að keyra, en minnist þess ekki að hafa hapt vagnstjóra sem þekkti ekki leiðina. Vissulega eiga þeir til að ruglast á leiðum sem þeir aka en þessi vissi ekkert hvað hann var að gera. 

Góðu heilli fór dr.-inn fljótlega út. Vonandi komust aðrir vagnverjar heilir og höldnu á áfangastaði sína.

Heyr á endemi!!!


Allar duttu dauðar lýs
doksi í þeysireið.
Hyggjulaus á Heuliez
sem hapði ei vit á leið.


Mynd: citybus.piwigo.com


Nýtt upphaf ...

CAM01168Nýtt upphaf er í dag & breytt leiðakerfi tekur gildi í fyrsta sinn um virkan dag.

Dr.-inn getur vart beðið með að ljúka skyldustörfum við mennta- & menningarsetrið vestur á Kársnesi & halda á vit vagna.


Nýtt sænskættað stál ...

CAM01182Verktakinn hér vestur á Kársnesi, Kynnisferðir, hefir fengið nýjan vagn sem er af sænskum ættum, góðu heilli.

Næstkomandi mánudag mun leið 35, sem er í umsjá Kynnisferða, aka með 15 mínútna tíðni á annatíma. Það þýðir að bæta þarf einum vagni við flotann.

Enda þótt dr. Gylforce fagni öllum vögnum frá frændum vorum Svíum undrast hann að verktakinn festi kaup á rúmlega 12 ára gömlum Volvovagni. Hver ætli meðalaldur vagnanna sé hjá Kynnisferðum??? Það er skrýtið að upplifa að Strætó bs. sé að reyna að yngja upp flotann sinn upp á Hesthálsi meðan verktaki gerir það ekki. Að vísu sér hann bara um tvær leiðir, 28 & 35, hér í Voginum en hví eiga kópvægskir vagnverjar að fá eldri vagna en aðrir???

Vagnar sem komnir eru á þennan aldur bila yfirleitt meira en hinir & því erfitt að stóla mikið á þá. Til að mynda var vagnahallærið hjá Kynnisferðum algjört fyrir jól að hvít rúta ók á leið 28 sem hvorki var hægt að sjá í rauntímakorti né í öppum!!!

Svona þrugl þarf að uppræta & sjá til þess að verktakar skaffi trausta & nýlega vagna. Það hefir gengið mun betur hjá verktakanum í Firði, Hópbílum, góðu heilli.


Frómur lærdómur ...

noinnÞegar hinn ungi & aldni komu úr sigurför sinni meðal vagnanna í gær hófst þegar undirbúningur heima að næstu ferðum. 

Að loknum vögnum lærdómur
um leiðakerfið kæra.
Ungi verjinn fús & frómur
að fræðast & læra.

Hinn aldni setti upp strætisvagn - sænskættaðan vitaskuld - & settist hinn ungi við stýrið. Svá var brunað með leiðum 1, 2, 4 & 12 & sá ungi varð að leysa ýmsar þrautir úr okkar lostfulla leiðakerfi.

GLEÐILEGT ÁR VAGNVERJAR :)

noinn2


Hinn ungi & aldni ...

CAM00153Hinn borginmannlegi & blístrandi dr. Gylforce bauð unga vagnverjanum upp á urmul vagna í dag hvar þeir feðgar njóta nú þess að vera í góðu jólafríi. Nema hvað.

Þeir hófu leik við Hamraborg okkar Kópvæginga hvar þeir stigu inn í hinn stutta Heuliez 159 vagn á leið 4 áleiðis í Mjóddina. Vagnstjórinn kom lullandi á vagninum að Hálsatorginu & var lítt að flýta sér. Feðgarnir tylltu sér í breiða sætið fyrir aptan aptari hurðina & fylgdist sá stutti af athygli með öllum biðstöðvum á leiðinni.

Frá Mjódd þeirra Breiðhyltinga hröðuðu þeir sér inn í 202 Crossway vagninn á leið 12. Við Voga héldu þeir feðgar út úr meginlandsvagninum en hóuðu stuttu seinna í 237 vagninn á sömu leið en sá vagn var nú hér áður á leið leiðanna, leið 1. Það var á tímum þegar verktakinn í Firði annaðist akstur á hinni fyrstu leið. Nú er hún í höndum Strætó bs. Leið feðganna lá að að Hlemmi - tenging við aðrar leiðir.

105Doksi kallinn bauð unga vagnverjanum að velja vagn við Hlemmtorgið. "Veldu vinur, veldu, bara hvern sem er".

& ekki varð dr.-inn fyrir vonbrigðum. Sá stutti vildi ólmur inn í hinn sænskættaða 105 Omnilink á leið leiðanna, leið 1. "Vel valið sonur, vel valið" kallaði doksi í sífellu til hans & fylltist stolti.

Feðgarnir flugu með hinum sænskættaða vagni & ekki spillti fyrir að vagnstjórinn var sá hinn sami & keyrði doksa opt & iðulega á leið 5 vestur á Mela hér forðum daga á 51 (5D) Scaniavagninum. Maður lifandi.

Hinn ungi fékk sér örlitinn kríublund í 105 Omnilinknum enda mýktin & þýðleikinn með afbrigðum góður í þessum annars gamla vagni.

Í Hamraborg okkar Kópvæginga kvöddu feðgarnir Svíann með virktum & héldu glaðir í bragði í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautina. 

Ungi & aldni héldu af stað
í eðal vagnaferðir.
Ýmsir "bössar" komust á blað
& býsna margar gerðir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband