Færsluflokkur: Bloggar
Þú skalt vera velkomin
í vagnana með skyndi.
Þótt ferðin sé í fyrsta sinn
er förin ávallt yndi.Hinn hátíðarlegi & himneski dr. Gylforce henti sér af stað meðal vinanna, vagnanna, í dag enda laugardagsáætlun í fullum gangi hjá Strætó bs. Nema hvað.
Dr.-inn sá hinn sænskættaða 309 vagn á leið 35 að þessu sinni & gekk galvaskur um borð. Vagnstjórinn bauð góðan dag & dáðist doksi kallinn af aksturshæfileikum stjórans í vetrarfærðinni. Hann þurfti að beita alls kyns brellum & trizum til að ná kröppum beygjum & halda jafnframt áætlun sem tókst góðu heilli.
Í Hamraborg okkar Kópvæginga bar helst til tíðinda að hinn sænskættaði Scania Omnilink nr. 115 var á leið 2,3,4. Yfirleitt stendur hann vaktina með prýði á leið 6.
Dr.-inn hélt sig í 309 vagninum á leið 35 & eptir á annan hring gekk hann hnarreistur í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautina.
& nú styttist í breytingar á leiðakerfinu vagnverjar! Spennandi, spennandi.
Bloggar | 27.12.2014 | 17:35 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn hugljúfi & heillaði dr. Gylforce hefir hlammað sér kirfilega í sófann í faðmi fjölskyldunnar enda öngvar vagnaferðir á jóladag. Nema hvað.
Hinsvegar bar vel í veiði hjá doksa kallinum með hinum heilaga Þorláki. Dr.-inn var að leggja lokahönd á jólaundirbúning við Mjódd þeirra Breiðhyltinga hvar hann svá beið eptir leið 4 til þess að komast í Voginn.
Þá sá dr.-inn nýjasta vagn þeirra Fjarðarmanna á leið 11. Það er hinn spánnýi 219 Crossway vagn. Doksi kallinn varð að breyta ferðaplani sínu um hæl til þess að komast í kynni við vagninn nýja.
Hinn fagri 219 vagn var mjög þýður & hljóðlátur, sætin dúnmjúk & ferðin öll hin þægilegasta þrátt fyrir vetrarfærð. Dr.-inn sat sem fastast að Hlemmnum hvar hann hóaði í leið 4 & svá í hinn funheita MAN 305 vagn á leið 35.
Það verður spennandi að sjá hvort nýju vagnarnir tuttugu sem byggðasamlagið fær í byrjun nýs árs verði ekki af sömu tegund & þessi. Vonandi.
Liggja nú í leti
leiðirnar í fríi.
Fyrir eru á fleti
fáir eins& nýi.
Bloggar | 25.12.2014 | 17:17 (breytt 27.12.2014 kl. 16:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 24.12.2014 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn jólglaði en fráleitt jóðlaði dr. Gylforce jók gleði sína þennan daginn hvar henn skellti sér í einn unaðshring með einum sænskættuðum á leið 35. Færðin hér í Voginum er með þokkalegu móti þótt 310 Volvovagninn hafi skrölt hringinn sinn með nokkrum látum. Nema hvað.
Vagninn kom um þremur mínútum of seint - eða klukkan 12:13 - hér við mennta- & menningarsetrið vestur á Kársnesi. Vagnstjórinn bauð dr. Gylforce góðan dag með virktum & var allur hinn kurteisasti. Hann lagði sig svo allan fram við að halda áætlun en kom öngvu að síður upp í Hamraborg kl. 12:35 eða um 5 mínútum of seinn.
Þegar leið 35 beygði frá Vogatungunni í átt að Hamraborginni lögðu leiðir 1,2, & 4 af stað áleiðis í miðbæinn. Þeir sem voru með doksa í vagninum misstu því af þeim vögnum. Enda þótt nú sé slæmt tíðafar & erfitt að halda áætlun er ansi blóðugt ef vagnarnir geta ekki beðið í eina mínútu. Vagnstjórarnir á leiðum 1,2 & 4 sáu leið 35 koma & virtust vera slétt sama. Það er ansi dapurt & ekki leiðakerfinu til framdráttar. Hvað um það.
Góðu heilli fyrir Gylforce-inn átti hann ekki leið niður í bæ að þessu sinni en fann mikið til með þeim vagnverjum sem þangað ætluðu.
Dimmviðri úti; dimm él
drungi á aðventu.
Doksa varð ekki um sel;
eigi þeir bíða nenntu.
Bloggar | 17.12.2014 | 14:44 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er vert að minnast þess nú í fimbulkuldanum, mínir virðulegu vagnverjar, að fáir vagnar ylja betur en hinir engilsaxnesku MAN vagnar (eða MAN vagn öllu heldur).
Verktakinn vestur á Kárnesi hefir átt tvo slika vagna en undanfarið hefir aðeins einn þeirra verið gangfær. Sá er opt & einatt á leið 35. Aðrir vagnar geta verið heldur hryssingslegir í kuldanum, meira að segja hinir sænskættuðu Scania & Volvo.
Upp á trú & æru
unaðslegt er span.
Kópvægingar kæru
komið inn í MAN.
Mynd: citybus.piwigo.com
Bloggar | 13.12.2014 | 21:39 (breytt kl. 21:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Talsverðar breytingar standa fyrir dyrum á leiðakerfi Strætó bs. hinn 4. janúar næstkomandi. Ber þar eflaust hæst að vagnarnir hefja akstur fyrr á sunnudagsmorgnum & er það eitt & sér fagnaðarefni.
Dr. Gylforce hefir eigi leiðst þrásetan & langdvalirnar með leiðum 2 & 4 en frá & með 4. jan koma þær til með að breytast sem & leið 35 sem verður með 15 mínútna tíðni á annatíma virka daga.
Þá sætir það tíðindum að breyta númeri á leið 19 í leið 5 & hafa hana sem eina af stofnleiðunum sex. Gamla leið 5 fær númerið 16 & fer vel á því að endurvekja þá góðu tölu.
Að öðru leyti er hægt að lesa um breytingarnar á heimasíðu Strætó eða bara á linknum
http://www.straeto.is/um-straeto/frettir/nr/793
Leiðir öðlast líf sitt nýtt
leiðir það til bóta.
Nýir vegir, breitt & vítt
sem vagnverjarnir njóta.
Bloggar | 11.12.2014 | 15:23 (breytt kl. 18:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn ákafi en þó fráleitt ofsafengni dr. Gylforce endasentist á vagnavachtina í gærkvöldi hvar hann fékk tvær sérferðir aukinheldur sem vagnarnir voru af ýmsum toga. Nema hvað.
Það sem helst bar til tíðinda var að í Mjódd þeirra Breiðhyltinga var skipt um vagn á leið 4. Ugglaust vekur það ekki furðu en klukkan var 22:51 & stutt eptir af vacht vagnanna þegar 132 Citelisvagninn dró sig í hlé & inn á vígvöllinn kom hinn sænskættaði 104 Omnilink. Góðu heilli.
Aukinheldur kom dr.-inn auga á eitt athyglisvert. Það var nýr vagn frá þeim Fjarðarmönnum á leið 12; spánnýr Irisbus Crossway sem bar númerið 219. Því miður var vagn dr.´s að skríða af stað þegar sá nýi kom í Mjóddina en þennan vagn verður doksi að kanna. Það er morgunljóst.
Dr. Gylforce fékk sérferð með leið 35 í gærkvöldi frá Stútulaut sinni. Sænskættaður 303 Volvovagn kom & keyrði hringinn & var það heldur hvimleitt að vagnstjórinn var yfirleitt á undan áætlun. Þannig var vagninn þremur mínútum fyrr á ferðinni eystur í Engihjalla en vant er & skrýtið að vagnstjórinn skyldi hvergi tímajafna vagninn. Hvað um það.
Dr.-inn fékk aptur sérferð með sænskættuðum á leið 28 frá Dalvegi áleiðis að Hálsatorgi. Því næst lá leiðin í meginlandsvagn númer 123 á leið 4 & hélt Gylforce-inn með honum að Mjódd þeirra Breiðhyltinga.
Eptir kvöldið er óhætt að segja að yfirburðir Svíans hafi verið algerir. Nú sem fyrr. Enda þótt dr.-inn sé spenntur fyrir 20 nýjum Crossway vögnum sem koma eftir áramótin, þýðir koma þeirra ugglaust að hinum sænskættuðu vögnum fækki ennfrekar á vígvöllum veganna, sérstaklega um kvöld & helgar. Það er eigi tilhlökkunarefni.
Út um vígvöll vagnar þjást
víða mjöll á götu.
Knúsum þá með kærleiksást
eins& Krist í jötu.
Mynd:citybus.piwigo.com
Bloggar | 10.12.2014 | 14:49 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Gylforce hjó eptir því á einum samfélagsmiðlanna að hið framkvæmdastjóralausa byggðasamlag, Strætó bs., hygðist senda frá sér tilkynningu um breytingar á leiðakerfinu. Þær taka væntanlega gildi 4. janúar 2015 - eða eptir akkúrat mánuð - & því orðið tímabært að kynna okkur vagnverjum hvað i vændum er. Nema hvað.
Það hefir borist til eyrna að auka eigi akstur í hverfum höfuðborgarsvæðisins á annatímum. Það er vel. T.d. fær doksi kallinn leið 35 með korterstíðni & ljóst að bæta þarf við einum vagni í flotann hér í Voginum.
Einnig eru verulegar breytingar á leiðum 5 & 19 & þær sameinaðar að miklu leyti. Aukinheldur er ætlunin að láta leið 4 aka um Háaleitisbraut & vestur Miklubraut áleiðis í Hamraborg.
Þá munu Suðurnesin tengjast leiðakerfi Strætó sem er mikið fagnaðarefni.
Þetta mun allt saman skýrast um leið & Strætó bs. sendir frá sér tilkynningu þar að lútandi & bíður dr. Gylforce vitaskuld spenntur eptir að sjá þessar breytingar.
Vagn minn, gef mér vænleg jól
& vísaðu mér á Svía.
Lýstu myrkrið með lífsins sól
& ljáðu mér vagna nýja.
Bloggar | 4.12.2014 | 18:33 (breytt kl. 18:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á níu ára afmæli síðnanna, www.gylforce.blog.is & www.straeto.blogcentral.is heimsótti dr. Gylforce vitaskuld friðland farþegans, griðland Gylforceins, vagnverjans vé; Hlemminn.
Dr.-inn bar að gerði seint um kvöld & því voru fáir vagnverjar á ferli, því miður.
En, njótið, njótið!
Vagnverjans vé
vinalegt hús
svart sauðfé
syngjandi blús
Bloggar | 3.12.2014 | 09:18 (breytt kl. 09:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn týslegi en þó fráleit tornæmi dr. Gylforce tísti af stað í eina af sínum alþekktu þriðjudagsþrumum hvar hann sat í einum fjórum vögnum þegar upp úr síðasta vagninum var staðið. Nema hvað.
Það gladdi hið gamla hró dr. Gylforce hvar hinn engilsaxneski & funheiti 305 MAN vagn var enn & aptur kominn á vígvelli veganna. Vagnstjórinn var af erlendu bergi brotinn & einn af þessum sem stöðvar ekki vagninn fyrir oss vagnverjum nema að við séum nánast límdir við biðskýlið. Sú týpan. Hvað um það.Doksi kallinn hóaði í 126 Citelisvagninn á leið 4 við fjölmenninguna eystur í Engihjalla & hélt með honum stutta leið að Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Þar langaði dr.-inn í leið 21 & kíkja aðeins á þann stað þar sem vagninn fór af leið um daginn & hafnaði inn á plani hjá SORPU. Dr. Gylforce fékk hinn stutta 249 Heuliezvagninn sér til fulltingis í för þessa en vhann var optsinnis á leið 24 hér forðum daga.
Dr.-inn fylgdist með af athygli & sá verksummerki eptir vagninn við SORPU. Sá stutti leið ljúflega um lendur Garðbæinga & Fjarðarbúa hvar hann áði loksins í Firðinum. Þar gaf að líta fleiri stutta Heuliezvagna, t.a.m. 250 & 251 á leiðum 43 & 44 sem doksi á enn eptir að kanna. En ekki hvað???Dr. Gylforce lauk þessari þrumu á þriðja degi vikunnar hvar hann skáskaut sér inn í 3ja hásinga sænskættaðan dreka á leið leiðanna, leið 1, & brunaði í hina kópvægsku Hamraborg.
Dr.-inn lokaði svo hringnum með sama vagni & í upphafi sem færði hann dr.-inn fagurlega í fegurstu laut jarðarkringlunnar, Stútulautina.
Þriðjudagsþruma
þægileg er.
Bætir geð guma
hvert Gylforce fer.
Bloggar | 2.12.2014 | 21:01 (breytt 3.12.2014 kl. 09:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar