Færsluflokkur: Bloggar

(S)kuldaleiðrétting ...

AlbumImage (2)Hinn skammgóði & sköruglegi dr. Gylforce minnist birtu & yls nú þegar skammdegið & skuldaleiðrétting hellist yfir landann af þunga. 

Dr.-inn hugsar hlýtt til ferða sinna til Krítverja hér um árið. Í rúmlega 30 stiga hita var unaðslegt að dvelja meðal vagnverja á Krít. Iðullega voru vagnarnir sneisafullir & dr.-inn þurfti optar en ekki að standa í vagninum. Nema hvað.

Doksi nældi sér opt & einatt í þýskættaða vagna en því miður var lítið af Svíanum þarna niðurfrá. Hvað um það.

Í ljúfum svefni doksa dreymir
um drossíu af sænskri gerð
sem glás af vagnverjunum geymir
& Gylforceinn í þeirri ferð.

AlbumImage (3)AlbumImage (4)




 

 


Norðan niðurlota ...

AlbumImage (35)
Hinn sólbjarti & stuðríki dr. Gylforce stóðst ei stuðið hvar hann hendir nú inn einni "selfie" af sér í eðalvagni í Barcelona hér forðum daga. Maður lifandi.

Dr.-inn hefir hinsvegar áhyggjur af vögnunum nyrðra hvar þeir eru flestir á leið yfir móðuna mikla. Sjá Að niðurlotum komnir nyrðra

Það læðist að doksa kallinum að það sé ekki eins sniðugt & menn vilja vera láta að hafa fríkeypis í vagnana líkt & gert er norðan heiða. Þá er hætt við að flotinn drabbist niður því erfitt er fyrir menn nyrðra að finna bæði rekstrarfé & fé til að fjárfesta í nýjum vögnum. Það færi betur á því að fólkið á Eyrinni greiddi sanngjarnt verð í vagnana til þess að unnt sé að endurnýja flotann.

AlbumImage (12)
Sæll er doksi í sinni
& sjaldan rotinn.
Vel úrelt á Eyrinni
já, allur flotinn!


 

 

 


Breytingar hjá byggðasamlaginu ...???

AlbumImage

Hinn lítilláti en þó vel limaði dr. Gylforce hefir lítt tekið sér far með vinum vorum - vögnunum - undanfarið hvar hann hefir verið hneppandi öðrum hnöppum. Skandall - en ekki hvað???

Það hefir þó borist honum til eyrna að breytingar á leiðakerfinu standi fyrir dyrum um áramótin. Margt er þar vel gert samkvæmt heimildum doksa & gott til þess að vita að kerfið sé í stöðugri endurskoðun & þróun. Til að mynda á að auka þjónustu í úthverfunum með aukinni tíðni hverfaleiða og jafnvel með nokkrum almennum leiðum.

Dr.-inn fær t.d. leið 35 með korterstíðni á annatímum virka daga sem er auðvitað góð búbót fyrir vagnverja sem búa í námunda við Stútulautina. Nema hvað.

Þó hepði hinn kópvægsi doksi viljað sjá byggðasamlagið endurvekja leið 36 eins & margopt hefir hér komið fram. Það er skrýtið að láta tæplega 5000 manna byggð í vesturbæ Kópavox sitja í leið 35 í um 20 mínútur & aka austur Nýbýlaveg, inn í Engihjalla, niður í Hlíðarhjalla & vestur Hlíðarveg unz loksins er að skipta yfir í aðra vagna.

Dr.-inn hefir gaman af setu þessari en hún er hvimleið þegar vér vagnverjar þurfum að komast á milli staða með eins skjótum hætti & mögulegt er.

Byggðsamlag, brettu nú upp ermar & komdu með lausn á þessu!


Fönn & hvítt færi ...


Þá hefir nýsnævi breitt úr sér hér á höfuðborgarsvæðinu & vitaskuld víðar. Ugglaust gerir þetta vinum vorum - vögnunum - erfiðara um vik & var t.d. ferð leiðar 35 kl. 9:07 frá Hamraborg frestað. 

Vonandi aka vagnarnir með varúð í dag & forðast árekstra.







Þriðjudagsþruman ...

20140831123330-5c006d5c

Hinn óþrjótandi en þó unaðsfulli dr. Gylforce hefir nýtt Týsdaginn til hins ítrasta hvað vagna & vagnverja áhrærir. Maður lifandi. Doksi kallinn hefir þróað þrjá unaðshringi í hinu kynngimagnaða leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins á þessum degi sem hann hefir kallað því geðþekka nafni "Þriðjudagsþruman."

Fyrst ber að nefna hið brjálæðislega Breiðholtsbúgí með leiðum 35 & 4. Þar eru í aðahlutverki hinn funheiti & engilsaxneski MAN vagn á leið 35 & meginlandsvagnar Crossway & Citelis. Doksi kallinn svífur þá með leið 4 um lendur Breiðhyltinga & má hafa sig allan við í tungumálakunnáttu sinni þegar rætt er við breiðhylska vagnverja. Nema hvað.

20140831121227-42c53505Önnur þruman er endurnýjun á kynnum doksa við hina glæstu Mercedes Benz 222-223 vagna þeirra Fjarðarmanna er taka nú slaginn á leið 11. Áður fyrr brunuðu þeir milli Fjarðar & Hlemmtorgs á leið leiðanna, leið 1, en eru nú á annatíma milli Mjóddar & Ness. Dr. Gylforce tekur yfirleitt þrásetu góða með þýska stálinu & yfirgefur ekki dásemdina fyrr en við annað stopp við Hlemminn, eptir góðan hring um Seltjarnarnes. En ekki hvað??? 

198Þriðja þruman er til þess ætluð að ná í hinn sænskættaða, 3ja hásinga & þægilega 198 Volvovagn á leið 1. Doksi kallinn skellur sér vitaskuld í leið 35 - ekki annað í boði hér út við Kársnes & Kastala - & svá í leið 4 upp í Mjódd. Þar einhendir dr.-inn sér í stuttan Heuliez vagn á leið 21 & fer frá Mjódd í unaðsrúnt að Firði. Því næst er komið að 3ja hásinga dýrðinni. Gaman væri að lengja þennan rúnt & fá innsýn í 250-252 Heuliezvagnana á leiðum 43 & 44 & er það í bígerð. 


Doksi þriðjudagsþrumu
þrammaði í
með hverja einustu frumu
& ávallt sexý.

Myndir: citybus.piwigo.com/


Gaflaraglaumur ...

20140831121532-13c2ec3cHinn dásamaði en þó dulúðlegi dr. Gylforce drattaðist í hinn svokallaða Gaflarahring í dag hvar hann átti stefnumót við ýmsar fagrar tegundir vagna & víðförla vagnverja. Nema hvað.

Venju samkvæmt kom hinn engilsaxneski & funheiti MAN 305 vagn aðvífandi við mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala. Dr.-inn kvaddi námsþyrsta ungviðið hér vestra & hélt eystur í Engihjalla.

Frá hinu kópvægskra eystri hélt dr. Gylforce með meginlands Citelisvagni númer 134 á leið 4 í Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Eptir eptirgrennslan & víðáttumiklar vagnarannsóknir þar langaði doksa kallinn að sækja þá Gaflara heim. & það var úr - en ekki hvað???

20140831121511-2a75ea69Dr.-inn strunsaði inn í leið 21 & fékk þar hinn stutta 254 Heuliezvagn sér til fulltingis. Eptir um hálftíma sælu & setu í vagninum áði hann við Fjörð & gaf þar að líta gnótt vagna & urmul vagnverja.

Gjörhygli Gylforce-sins vöchtu hinsvegar hinir stuttu en stífbónuðu 250-252 Heuliezvagnar þeirra Fjarðarmanna sem taka vachtina á leiðum 43 & 44. Þessa vagna hefir doksi eigi setið í & gat það ekki að þessu sinni en hyggst gjöra það hið fyrsta.


20140831124141-4547541bFrá Firði hóaði dr. Gylforce í hinn sænskættaða 198 vagn á leið 1 & var hann vel sóttur af vagnverjum  & leið hann þýðlega upp í Hamraborg hvar dr.-inn sté aptur upp í hinn stutta MAN vagn. 




Gaflaraglaumur
Gylforce-i hjá.
Dásemdar draumur,
doktorsins þrá.

Í óæðri aumur
orðinn nokk smá.
Gefinn vel gaumur
gulleitum já. 


Myndir: citybus.piwigo.com/


Hundaveður & hrakviðri ...

304Hinn votviðrasami en þó virðulegi dr. Gylforce lét hryssing & hroðann ekki aftra sér í morgun hvar hann langaði svo að eiga unaðsstund meðal vina sinna, vagnanna. Nema hvað.

Dr. Gylforce böðlaðist út í bálhvassan mánudaginn hvar hann fýsti í hinn engilsaxneska & funheita MAN 305 vagn sem ekur hringinn hér um Voginn. Hinn alvoti doktor skáskaut sér inn í vagninn úr skýlinu & tók enn einn eðal hringinn. Hvar endar þess unaður???

Gæfur & góðlyndur
gekk út í skýli
óð vatnið - vel syndur
eins& vesælt síli.



Mynd: citybus.piwigo.com

Aptur á vígvöllinn ...

20120612032324-88c25933Hinn funheiti & engilsaxneski MAN 305 vagn virðist vera kominn aptur á vígvelli veganna hvar hann tekur vachtina á leið 35. 

Hlakka til að eiga eina góða þrásetu með honum ...




Mynd: citybus.piwigo.com

Urmull af eptirbreytnisverðum unaði ...

20140831123607-807e065e
Hinn fráleitt hroðyrti & hranalegi dr. Gylforce hraðaði sér í vagnana - vini vora - síðastliðinn frjádag hvar hann þráði setuna góðu & langdvölina eptir erilsama en þó ánægjulega viku. Nema hvað.

Sem fyrr var urmull vagna í boði fyrir doksa kallinn en hann vitaskuld hóf keikur sinn leik á einum sænskættuðum vagni frá Kynnisferðum. Eptir góðan rúnt með 302 Volvovagninum á leið 35 vatt dr. Gylforce sér vasklega inn í meginlands Crossway vagn númer 144 á leið 4.

Hinn aldni vagnverji hapði litla vagnverjann sér til fulltingis & hugðist taka með honum snotran rúnt um fagrar lendur Breiðhyltinga & sýna honum hin kynngimögnuðu listaverk sem prýða nú blokkir Breiðholtsins. 

20140831123352-8b781c44Þeir feðgar stukku út við fyrsta tækifæri & gengu upp að hinu magnaða verki eptir Erró. Þeir héldu sig við leið 4 & eptir dágóða stund við verkið hóuðu þeir í hinn stutta 159 Heuliez sem ber ábyrgð á D-vachtinni á leið 4. Með honum fengu þeir ansi góðan hring með vingjarnlegum vagnverjum & áðu þeir ekki fyrr en vagninn kom í hina kópvægsku Hamraborg.

Í hinum kópvægska miðbæ léku hinn ungi & aldnvi vagnverji mjög kunnugleg stef til þess að komast í fegurstu laut jarðarkringlunnar, Stútulautina.

Yfir&út!
 
Langaði að ana út
upp í holtið breiða. 
Labba um með litla kút
sjá listina seiða.

Myndir: citybus.piwigo.com

Sænskt þema ...

download

Hinn sérvitri & snarpi dr. Gylforce snéri sér um hæl að vögnunum - vinum vorum - í gær hvar veður var dágott & doksi í eiturstuði. En ekki hvað???

Dr. Gylforce fýsti í sænskt þema í vögnunum & hélt sig því við leiðir 1, 28 & 35 hvar Volvo-inn er helst að finna. Doksa langaði líka í leið 6 hvar urmull er þar af Scania Omnilink vögnum en náði því ekki að þessu sinni.

Í Mjódd þeirra Breiðhyltinga sá dr.-inn hinsvegar hinn glæsta MB vagn á leið 11. Gamli & góði 223 vagninn sem færði hinn kópvægska kumpán um koppagrundir á leið 1 hér forðum daga. Þvílík sæla.

Doksi kallinn beið öngvra boða & vatt sér inn í þýska vagninn. Leið 11 ók þýðlega frá Mjódd, um Bústaði & Há leiti hvar hann sté út við Hlemmtorgið. 

20140831121237-55573e8cDoktor eptir streð & strit
stundaði herkænsku.
Reifur hélt á vagnavit
í Volvoana sænsku.



Myndir: citybus.piwigo.com & wikipedia.org

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband