Færsluflokkur: Bloggar

Hvíl hvíl ...

CAM00263


Hvíl vagnar. Já, hvíl í dag.

Svá hepst baráttan á vígvöllum veganna snemmindis í fyrramálið. 

Jól ...

jolavagn (1)

Gleðileg jól vagnverjar nær & fjær!














mynd; straeto.is

Doksi MAN ...

manHinn gullþrykkti & gunnreifi dr. Gylforce gaf sér góðan tíma í síðustu viku hvar hann heimsótti urmul vagna & komst í kynni við marga gamla & glæsta. Nema hvað.

Dr. Gylforce einhenti sér í leið 12 & fékk sér til fulltingis meginlandsvagn númer 239 frá þeim Fjarðarmönnum.

Þennan svala vetrarmorgun sigldi vagninn um sundin blá & var doksi kallinn fráleitt einn á ferð. Hinir þysmiklu vagnverjar voru eigi fallnir í dá & létu vel í sér heyra. Við Hlemmtorg var svá & komið að nýjum ævintýrum - en ekki hvað???

Dr.-inn hélt sig við meginlandið & hoppaði inn í 146 Crossway vagninn á leið 15. Hann hefir aldreigi áður setið í 15D vachtinni með vagni þessum & kunni bara vel við sig.

En viti menn. Fegursta laut jarðarinnar togaði & togaði í doksa líkt & allir kraptar heimsins. Hinn guli MAN var því á næsta leiti & bara spurning hvernig doksi kallinn ætlaði að komast upp í Hamraborg okkar Kópvæginga. Hann sá þriggja hásinga sænskættaðan Volvovagn á leið 1. Allar frekari vanga- & vagnaveltur óþarfar. Inn vildi dr.-inn.

Við Hálsatorg okkar Kópvæginga beið hinn stutti MAN vagn á leið 35. Að þessu sinni var þetta 305 vagninn sem hefir gengið í endurnýjun lífdaga & gladdi það hið gamla hró dr´s ógurlega.

Ég reika ei upp í ranga leið
sú rétta virðist ávallt greið.
Stuttur MAN við Stútulaut
stýrir mér á lífsins braut.





Mynd: http://citybus.piwigo.com/

Amli ...

vagninnHún var ekki af verri endanum kakan sem litli vagnverjinn fékk þegar hann varð 2ja ára um helgina :)

Þetta ku vera hinn engilsaxneski & stutti 304 MAN vagn á leið 35 hér í Voginum. 

Þrumandi þrugl ...

er ei á leiðHinn kolasúri en þó fráleitt kolbrjálaði dr. Gylforce komst í hann krappan á laugardaginn hvar vagn hans reyndist á leið þrátt fyrir að á honum stæði "er ei á leið"??? Humm, humm.

Hinn launbrögðótti dr. Gylforce stóð ásamt litla vagnverjanum gegnt sólfarinu á Sæ(roks)brautinni á laugardaginn. Nema hvað. Kom þar lullandi hinn spánnýi 137 Crossway vagn & á honum stóð "er ekki á leið."

Vagninn stöðvaði samt fyrir þeim feðgum & spurði sá stóri hví þetta stæði framan á leiðinni. "Ég er á leið upp á Hlemm" svaraði vagnstjórinn heldur stuttur í spuna. Doksi kallinn tók þetta svar gott & gilt & hélt kannske að Hlemmtorg yrði síðasta stopp vagnsins áður en hann héldi upp á Hestháls. Annar vagnverji sem kom inn með okkur feðgum & skildi hvorki upp né niður í þessu & ákvað að halda kyrru fyrir í biðskýlinu.

Hví keyrði vagninn - sem klárlega var á leið 3 - með þessi skilaboð í upplýsingatöflunni??? & hvers vegna í andsk. sá vagnstjórinn ekki að sér & lagaði þetta??? Hann ók rakleitt á Hlemminn hvar leiðin breyttist svo úr leið 3 yfir í leið 4 & hélt eftir örlitla tímajöfnun í Hamraborg okkar Kópvæginga. Hvað um það.

Vagnstjórinn með varaskrap
vagnverjum til ama.
Áttum eigi saman skap
& honum var slétt sama.

Við Hlemmtorg hófst þegar rannsóknarvinna þeirra feðga hvar þeir svá stigu upp í 167 Karosavagn sem var á leið 2 að þessu sinni. Hún kom þeim heilu & höldnu upp í Hamraborgina hvar þar tók við ansi kunnuglegt stef mínir virðulegu vagnverjar.

Lítillát langdvöl ...

111
Hinn langeygði en þó léttlyndi dr. Gylforce beið öngvra boða hvar hann sá hinn sænskættaða 111 Omnilink vagn á leið 4 í Mjódd þeirra Breiðhyltinga í gær. Örlögin voru ráðin.

Hann settist inn, valdi sæti sitt af kostgæfni & hóf rannsóknarvinnu sína. Doksi kallinn hugðist ganga frá borði við Hamraborg okkar Kópvæginga en réð ekkert við sig & hélt með þessum eðal vagni alla leið að endastöðinni við Hlemmtorg. Hvað um það.
 
þegar leið að heimför kom ekkert annað til greina en að setjast aptur í 111 vagninn. & enn á leið 4 - nema hvað?
 
Í Hamraborg okkar Kópvæginga lék dr. Gylforce kunnuglegt stef & labbaði inn í hinn stutta engilsaxneska 304 vagn á leið 35 sem færði hann heim í fegurstu laut jarðarkringlunnar, Stútulautina. 
 
Mamma gamla mér þar gaut
meðan pápi fullur hraut.
Vanti þig einn fúlan faut
finnurðu hann í Stútulaut.

Ömmu gömlu ég þar skaut
áður en flest skotin þraut.
Hún ætíð var með tuð & taut
ef tók ég vagn við Stútulaut. 



Mynd: http://citybus.piwigo.com/

Vagnþakklæti vagnverjans ...

305
Hinn rómmikli en þó rólyndi dr. Gylforce reri á kunn mið í gær hvar hann tók sína þægilegu þrennd meðal vagnanna - vina sinna. 

Á völlum þeirra Hörðuvellinga hóaði dr.-inn í hinn sænskættaða síðasta vagn Kynnisferða eða 310 Volvo-vagninn sem ók leið 28 nú sem fyrr. Doksi kallinn sá aukinheldur að hinn stutti engilsaxneski 305 MAN vagn hefir risið upp líkt & fuglinn Fönix forðum & tók slaginn á hinni 28. leið.

Vappar biðstöð vagninn frá
virðulegur í fasi.
Vígvöllunum ekur á 
öngvinn er hans asi.

Doksi kallinn lét hvorki þurrafúa né þröngsýni stöðva sig í Mjódd þeirra Breiðhyltinga hvar hann réðst til inngöngu í 127 Citelisvagn byggðasamlagsins sem að þessu sinni var á leið 4. Allir vagnar virtust vera vel á áætlun þrátt fyrir snjómuggu gærdagsins sem gladdi hið gamla hró dr.´ins.

Dr. Gylforce bugtaði sig svo & beygði að lúkningu við Hamraborg okkar Kópvæginga ásamt litla vagnverjanum - sem var nú með í för - hvar þeir feðgar tylltu sér tignarlega í hinn stutta engilsaxneska 304 MAN vagn á leið 35 & héldu rakleitt í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautina.

Amen.

Aptur á stjá ...

CAM00248

Hinn rjái & stjái dr. Gylforce stóðst öngvan veginn mátið hvar hann sá að hinir gömlu & góðu sænskættuðu Scania Omnicity voru komnir aptur á stjá. Ó já - maður lifandi.

Dr.-inn var eigi haldinn trega heldur taumlausri tilhlökkun þegar hann trítlaði inn í 182 Omnicity á leið 4 í Mjóddinni í síðustu viku. Doksi kallinn nánast skutlaði sér inn & sat ofurspenntur beint fyrir aptan vagnstjórann & fylgdist með öllu sem gerðist í vagninum.

Komnir aptur á stjá
Omnicity vagnar.
& hve doksi dýrkar þá
dátt í þeim fagnar.

Ferð þessi var unaðsleg með urmul vagnverja & ekki spillti það gleðinni að sjá svá 183 & 184 á vachtinni á leiðum 2 & 3. 

Það er yndislegt til þess að vita að þessum vögnum hefir ekki öllum verið fargað eins & doksi kallinn óttaðist í fyrstu.

182


Vagnheil vellíðan ...

206
Hinn vagnhelgi & virðulegi dr. Gylforce var heldur betur á vagnbuxunum um helgina hvar urmull vagna liggur í valnum góða eptir doksa kallinn & mörg ótrúleg ævintýr hjá þessum skrýtna fýr. Maður lifandi.

Að þessu sinni var dr.-inn einn á ferð við stífar vagnarannsóknir hvar litli vagnverjinn hapði öðrum hnöppum að hneppa.

Dr.-inn valhoppaði enn & aptur að biðstöð sinni við Stútulautina hvar hann fýsti í hinn stutta 304 MAN vagn. Hann kom eigi & var varavagn hans ekki af verri endanum. Hinn sænskættaði 302 Volvo átti sviðið í Voginum aukinheldur sem sá stutti virtist vera í einhverri hvíld. Hvað um það.

Dr. Gylforce sté til inngöngu í annan sænskættaðan eðalmálm við Hamraborg okkar Kópvæginga. Hin fyrsta leið varð fyrir valinu & 189 Volvovagn á leið í miðbæinn. Vagnverjar voru fjölmargir & vel með á nótunum & hurfu aðallega út um hvipp & hvapp við Lækjartorg þeirra Reykvíkinga. Nema hvað.

Doksi kallinn fór síðan á fjörurnar við leið 11 við Sólfarið á Sæbrautinni. Þar kom aðvífandi 206 vagn þeirra Fjarðarmanna & færði dr.-inn heilu & höldnu upp í Mjódd. Þar hóaði dr.-inn í leið 28 sem hélt rakleitt með hið gamla hró upp í efri byggðir Kópavogs.
 
Biðin opt er pínlegt puð
pungsveittur að bíða.
Vagninn kemur - stanslaust stuð
stemmning verður víða.


Mynd: www.citybus.piwigo.com

Vagnmáttug veröld ...

Hinn vagnhæfi & veraldarvani dr. Gylforce settist niður með litla vagnverjanum í gær hvar þeir lögðu á ráðin um næstu rannsóknarverkefni sín. Eftir þrásetu mikla, yfirlegu & skorinort skoðanaskipti milli þeirra feðga varð úr að photoleggja enn frekar stund á sænskættaða vagna hér í Voginum.

Lagt á ráð um vagnaval
velja upp til agna.
Hoppa upp við hanagal
hendast inn í vagna.

Litli & stóri mættu með haukfrá augu sín að biðstöðinni hér í Stútulautinni & áttu von á hinum engilsaxneska 304 MAN vagni á leið 35 sem myndi færa þá að Hamraborg okkar Kópvæginga hvar þeir gætu svá í framhaldinu komist í kynni við hina sænskættuðu. En viti menn.

Hinn sænskættaði 302 vagn þeirra Kynnisferða kom í hægðum sínum á leið 35 & gladdi það hró þeirra beggja. Þeir tóku sér unaðshring með sænskmálminum & voru fjölmargir vagnverjar með í þessari sannkallaðri sigurför.

Feðgarnir valhoppuðu svo af gleði úr vagninum enda öngvir tveir hringir eins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband