Færsluflokkur: Bloggar

Á vit rafvagna ...???

straeto2018_1Held nú senn á vagnavit
vafra um mín stræti.
Með verjunum sæll ég sit
& sýni af mér kæti.

Dr. Gylforce er farinn á vit vagna. Vonandi eru rafvagnar á vígvöllum veganna þennan ágæta laugardag.

Vagnverjar - sjáumst!


Vogar fossa & kópa ...

CaptureTengingar nýjar & tillögur
tekst doksa vel að fanga.
Um Fossvog virkar hljómfögur
fram nær vart að ganga.

Verum á vagna vegum ...

Morgunblaðið hefir fjallað um hugmyndir um nýja strætóvegi sem viðraðar eru í nýrri & góðri skýrslu sem fjallað var um í borgarráði í vikunni.

download (1)Ein framsæknasta tillagan er efalítið hugmyndin um að gera 270 metra strætóveg milli Fossvogshverfis & hverfi Snælendinga í Voginum fagra.

131Fossvogurinn er ein helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins & ljóst að vanda yrði ákaflega vel til verka til þess að spilla ekki þeirri gersemi.

En spennandi er hugmyndin - haf skýrsluhöfundar þökk fyrir það. Maður lifandi! 




Ráðleysi rauðgulra ...

794122Á rauðgulum er bölvað bras 
bagl á degi hverjum.
Gjaldþrot gróft & argaþras
& gleyma sínum verjum.

Ruglsemi rauðgulra

21mynl03200115-strt-07Það virðist ekki vera hátt risið á rauðgulu vögnunum um þessar mundir en þeir sjá um að ferja fatlaða vagnverja. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu í starfsemi þessari frá því að hún færðist yfir til Strætó bs. & í nýjustu fréttum leggur kennitöluflakksfnyk um allan bæ. 

Vonandi er þetta síðasta dapra fréttin af akstri þeirra rauðgulu & að starfsemin komist í gott horf því mikilvæg er hún.

Maður lifandi!


Vel mætt um miðdegi ...

799508Þristur þéttsetinn
það segist hérmeð!
Vagninn velmetinn
það vingar mitt geð.

Hinn gjörhygli dr. Gylforce tók eptir því á dögunum hvar vel setið var í vagni hans rétt fyrir um hádegisbil. Doksi kallinn var í þristi sínum eigi svá alls fyrir löngu & var á vappi utan hins vel skilgreinda annatíma, kl. 7-9 & kl. 14-18 virka daga.

Nær öll sæti í hinum þokkalega Irisbus Crossway vagni voru upptekin & virðist það vera hending ein ef dr. Gylforce situr í tómlegum þristi þessi misserin.

Aukinheldur getur doksi kallinn vart beðið & hamið sig hvar leiðin sú mun ná 7,5 mínútna tíðni eptir rúmt ár ef allt gengur að óskum. Maður lifandi!

Yfir&út!



Þungamiðja í þéttbýli ...

1093913Um Ártúnshöfða & holt
hugguleg línustöð.
Vagnar með raf & volt
úr vegi ryðja örtröð.

Þungamiðja

CaptureÍ undirbúningi hjá arkitektarstofum, sem báru sigur úr býtum í samkeppni, er gert ráð fyrir nýju torgi upp í Ártúnsholti sem fengið hefir nafnið Krossmýrartorg. Lykilatriði í því verður fyrirhuguð Borgarlína sem koma mun þar i gegn.


Þungamiðja þjónustu 
þetta verður stuð.
Líða um þeir liprustu
ef lofar minn góði Guð.

Borgarlínan verður hraðvagnakerfi með sérstaklega löngum & liprum rafvögnum & þéttri tíðni. Hún mun skiptast í 4 meginlínur; A, B, C & D. Gert er ráð fyrir að B-línan komi til með eiga tengistöð við fyrirhugað Krossmýrartorg & má eiga von á líflegu verslunar- & þjónustusvæði þarna í kring, líkt & víða er erlendis.

Spennandi - maður lifandi!


Efsta mynd: Teikning/ARKÍS


Vagnstjórar á villigötum ...

Netflix, sukk & syfja
sækir stjóra á.
Á leiðunum án lyfja
er líklega goðgá.

Starað við stýrið

Víndrukkinn ávagni

Lúrt á ljósum

Gáleysi & glannaskapur

Ef litið er til ofangreinda frétta um vagnstjóra á villigötum, er morgunljóst að mikil vinna bíður þeirra er sjá um starfsmannamál hjá Strætó bs, hvort heldur um er að ræða verktaka á vegum þess eða akstursdeildina sjálfa.

Vissulega eru fjögur tilvik með fjórum einstaklingum ekki há prósenta af allri stéttinni en öngvu að síður er hér um alvarleg atvik að ræða.

Vagnstjórar; upp með fagmennskuna - niður með fokkið!


Rafvagna á fulla ferð ...

straeto2018_1Fljótlega í notkun fulla
finnst kominn tími til.
Láta þá hætta að lulla
& líða um torg & gil.

Fullt páer

Hinn brjóstgóði & fráleitt brokkgengi dr. Gylforce brosti í kampinn, hvar hann las í miðlum dagsins að fljótlega fara rafvagnarnir á fulla ferð. Mikið var!

Rafvagnarnir eru nú níu talsins en verða í ársbyrjun 2019 orðnir 14 á vígvöllum veganna. Á sama tíma er stefnt að þvi að hver rafvagn komi til með að keyra tæplega 100.000 km. árlega með tilheyrandi dísilsparnaði fyrir Strætó bs.

Þetta eru gleðileg tíðindi & í vændum er að sjá rafvagna líða um frá morgni til miðnættis. Unaður.




Miðmynd: visir.is


Bloggblaður Breiðhyltings ...

karsnesiðLangar að blaðra, hleð í blogg
bísperrtur, allsgáður.
Alveg til í að ybba gogg
eins & svo opt áður.

Fyrir nokkrum árum bjó dr. Gylforce meðal hinna kópvægsku Kársnesbúa, hvar það var svo sem allt saman gott & blessað. Eða hvað???

Í þá daga gekk aðeins ein leið um hið fagra nes; leið 35 & kom hún á hálftíma fresti. Nokkru síðar var bætt um betur & tíðnin aukin í 15 mínútur á annatíma virka daga. Nema hvað.

fossvogsbtúLeið 35 er hringleið en nokkrar slíkar eru í leiðakerfi Strætós. Sérfræðingar Mannvits & byggðsamlagsins virðast þó ekki par hrifnir af slíkum leiðum ef marka má skýrsluna góðu sem áður hefir verið minnst hér á. Telja þeir að vagnar, tími, peningar & jú tími verja sé ekki vel varið í hringjum þessum. Hvað um það.

Fyrir nokkrum misserum var þó bætt annarri hringleið um Kársnesið, leið 36 sem ekur rangsælis að Hamraborg meðan leið 35 gjörir slíkt réttsælis. Með tilkomu hennar gjörbreyttust strætósamgöngur til hins betra á Kársnesinu & vér verjar öngva stund upp í Hamraborg. Það er vel.

Og nú skal enn bætt í með afar spennandi Fossvogsbrú. Hún verður eingöngu fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi & vitaskuld vagnana.

Efalítið verður hún mikil lyftistöng fyrir almenningssamgöngur, enda býr hún til nýja tengingu á einum þéttsetnasta samgönguás höfuðborgarsvæðisins, milli byggða í suðri og miðhluta Reykjavíkur.

Þegar hún verður tilbúin er vert að athuga aptur flutning vestur til Kársnesinga. Maður lifandi!


Vits er þörf, þeim er víða ratar ...

44836578_314859342447960_4666552129689747456_nFerðaðist um, fór vítt
í fjölmörgum leiðum.
Ferðin opt var fullnýtt
- fjörug á vegum greiðum.

Hinn indæli & ungdómslegi dr. Gylforce fór með ungviðið í unaðsferð í yndislegu veðri gærdagsins, hvar vér tókum fjölmarga vagna & leiðir & vildum fara á fjörur við Grafvæginga. Nema hvað.

Í leið 36 frá mennta- & menningarsetri þeirra Kársnesinga fyllti ungviðið vagninn & hélt með honum stuttlega að Hamraborginni.

220px-StrætóDr.-inn ákvað að taka leið leiðanna, leið 1, frá Hamraborg að Hlíðum, hvar vér ætluðum svá að kynnast tíu mínútna tíðni leiðar 6 upp í Spöng þeirra Grafvæginga. Hvað um það - doksi kvað:

Í Svía að Spöng
sælleg er leið.
Á þingi þröng
þó öngvin neyð.

Það gladdi hið gamla hró dr. Gylforce að fá sænskættaðan 114 Scania Omnilink til að ferja okkur frá Hlíðahverfi upp í Spöng. Jálkurinn sá stóð sína plikt; vagninn reyndist kjaftfullur & kom oss á leiðarenda á rúmum hálftíma. Vel gert.

31mars aFrá Spönginni að Kársnesinu einhenti dr.-inn sér með ungdóminn í þrjár leiðir; 6, 4 & 35. Doksi kallinn skipti um vagn við Kringluna & tók leið 4 hvar hún áði við Hamraborg. 

ahamraborgHin kópvægsku stef voru kunnugleg & hélt ungviðið ásamt mentor sínum í leið 35 & tók rúntur þessi í þremur leiður nákvæmlega 40 mínútur. 

Leið 6 lagði af stað stundvíslega kl. 15:00 & leið 35 skilaði oss í mennta- & menningarsetrið á slaginu 15:40. Það er vel ásættanlegt - maður lifandi!


Úr selum í sali ...

Capture2Úr selum í sali
sameinar menn.
Grænn þar grasbali
grátt leikinn senn?

Í skýrslunni skýru & skorinortu, sem minnst hefir verið á í öðru bloggi, eru nokkrar athygliverðar hugmyndir viðraðar um svokallaða strætóvegi hvar einvörðungu hinu gulleitu vagnar mega aka. Nema hvað.

16491599_10154452593338348_1245920365_oEin tillagan er sú að fá góða tengingu milli seljahverfis okkar Breiðhyltinga yfir í hina kópvægsku sali. Þarna er lagt til að leggja vegspotta úr Lambaseli yfir í Rjúpnasali.

Eitthvað segir nú doksa kallinum að íbúar í Lambaselinu verði nú ekki par hrifnir af þessari hugmynd.

En sjáum til. Ef af verður mun þetta gjörbylta almenningssamgöngum í þessum hverfum. Ekki spurning.

Yfir&út!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband