Færsluflokkur: Bílar og akstur
Mér sýnist þetta mjakast
mikilvægt er og þannig
ætlar þetta að takast
að komast á næsta stig.
Línan mjakast áfram
Það gleður hið gamla hró Gylforce-ins að lesa um að ríki & sveitarfélög standi nú í samningaviðræðum um fjármögnun á Borgarlínunni margumtöluðu.Áætlað er að kostnaður við fyrsta áfanga er um 43 milljarðar. Það er mikið fé en líklegt er að stofnvegaframkvæmdir séu inn í þeirra tölu. Ráðgert er að hefjast handa við Borgarlínuna í Hamraborg, leiða hana vestur um Borgarholtsbraut & að öllum líkindum gera hana að einstefnugötu, yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú áleiðis í miðbæinn.
Síðan er á stefnan sett á línu frá miðbænum að Ártúni hvar ráðgert er að koma á föt veglegri tengistöð með góðu aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, bifreiðar, reiðhjól, strætisvagna og vitaskuld Borgarlínuna.
Aukinheldur kemur fram í spjalli við Dag borgarstjóra í frétt sem fylgir pistli þessum, að heildarkostnaður við Borgarlínuna og stofnvegaframkvæmdir kemur til með að verða um 100 milljarðar. Það er geipilegt fé sem ekki skal gert lítið úr.
Hafa skal þó í huga að inn í þeirri tölu eru margvíslegar vegaframkvæmdir, kaup á landi, brúarsmíði, undirgangnagerð fyrir gangandi og hjólreiðar. Vonandi ná ríki & sveitarfélög samkomulagi um fjármögnun hið fyrsta svo verkið tefjist ekki & áætlanir haldi.
Amen.
Bílar og akstur | 22.5.2019 | 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðlendingar nýja fá
notendur þá blessa.
Vonandi er öngvin vá
með verktaka þessa.
Nýir verktakar nyrðra
Það er gott til þess að vita að vandræðin, sem voru með þá blágulu nyrðra, virðast vera fyrir bí. Allavega til áramóta. Nema hvað.
Nýir verktakar taka við leiðum 56, 78 & 79, en þær aka frá Akureyri að Egilsstöðum, Siglufirði & Húsavík. Vonandi verða þeir blágulir eins og þeir eiga að vera.
Ekkert hvítt drasl á vígvelli veganna takk fyrir!
Mynd: citybus.piwigo.com
Bílar og akstur | 21.5.2019 | 15:45 (breytt kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fékk flogakast á ferð
Vagnstjórinn fékk flog
flykktist út á tún.
Meðvitundarlaus - og
mörgum brá í brún.
Dr. Gylforce verður að beita hinum leiðigjarna frasa - betur fór en á horfðist - þegar vagnstjórinn á leið 7 missti meðvitund fyrr í dag & endaði för sína út á túni í Mosfellsbænum.Sem betur fer voru meiðsli minniháttar en talið er að vagnstjórinn hafi fengið flog með þessum afleiðingum. Vagnstjórinn & einn vagnverji fengu aðhlynningu á Landspítalunum en þrír verjar voru um borð þegar þetta gerðist.
Þá þykir mildi að vagninn hélst á hjólunum allan tímann & var hægt að aka honum af slysstað. Vonandi ná þeir báðir sér hið fyrsta en atvik sem þetta eru afar fátíð hjá Strætó, góðu heilli.
Myndir: Vísir.
Bílar og akstur | 17.5.2019 | 23:22 (breytt 18.5.2019 kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seltirningar vaða villu
velja ekki rétt.
Reynast á rangri hillu
raunaleg er frétt.
Nöpur frétt af Nesi
Það berast heldur naprar fréttir af Nesinu hvar sveitarstjórnarmenn þar vestra hafa ekki gert ráð fyrir einum einasta eyri í lagningu Borgarlínu á næstu þremur árum.Vissulega er Seltjarnarnes í jaðri höfuðborgarsvæðisins & því vel hægt að sætta sig við að þeir tækju ekki þátt í uppbyggingu á Borgarlínunni.
Hinsvegar ættu þessir heiðbláu borgarar vestur á Nesi að hysja upp um sig & taka þátt í að koma á loxins á legg almenningssamgöngum sem hugsanlega geta boðið bifreiðinni birginn að einhverju leyti.
Ef til vill vilja Seltirningar efla Strætó & láta það nægja. En hvað þýðir hressa verulega upp á núverandi leiðakerfi? Væntanlega með sérakreinum svo vagninn komist hraðar? Væntanlega með rafstýringu á umferðarljósum til að flýta för? Væntanlega með aukinni tíðni vagna? Væntanlega með umhverfisvænum & jafnvel lengri vögnum á fjölförnum stöðum? Væntanlega með tímatöflum á stoppistöðvum sem segja til um hve langt er í vagninn?
Borgarlínan er allt þetta. Borgarlínan er að efla strætósamgöngur & í raun að færa þær á næsta & öflugra stig (næsta level).
Koma svoooooo Seltirningar - veriði með!!!
Bílar og akstur | 15.5.2019 | 19:33 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í hvíldinni í fyrstu ferð
fékk ég kínverskt rafmagn.
Hljóðlát var ferðin & fíngerð
með fyrirmyndar rafvagn.
Hinn þjóðlegi en þó þumbaralegi dr. Gylforce þaut af stað í fyrstu ferð síðastliðinn hvíldardag, hvar doksi kallinn hóaði í leið 4 við selið sitt. Nema hvað.Fyrsta ferð á sunnudögum hepst ekki fyrr en kl. 9:33 hvar leið 4 ekur frá Fellaskóla í átt að gettói Gylforce-ins. Gott væri ef vagnarnir hæfu akstur fyrr á sunnudögum en nú berast váleg tíðindi frá Strætó þess efnis að unaðurinn hætti að keyra klukkutíma fyrr en venjulega í sumar!!!
Að þessu sinni var ferð dr.´s stutt með þessum rafmögnuðu vinum úr Austri en það gladdi hið gamla hró doksa mikið að fá rafvagn í fyrstu ferð á þessum heilaga hvíldardegi.
Yfir&út!
Bílar og akstur | 14.5.2019 | 09:53 (breytt kl. 10:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alltaf ánægjulegt þegar fleiri kjósa að hoppa á vagninn hvað almenningssamgöngur varðar. Fyrir stuttu reit ritstjóri Fréttablaðsins góðan leiðara hvar hann hvatti t.d. forstjóra til þess að gefa einkabílstjóra sínum frí & einhenda sér í unaðinn & prófa að taka vagnana. Vel gert!
Maður á nú samt eptir að sjá það gerast - maður lifandi!
Byrjun Borgarlínu
Þá hefir borgarráð gefið borgarstjóra umboð til þess að undirrita samninga tvo & hrinda Borgarlínunni þar með úr vör. Nema hvað.
Ef allt fer að óskum skal hafist handa við fyrsta áfanga línunnar í upphafi ársins 2021.
Sá hluti sem varð fyrir valinu er línan frá Hamraborg, vestur um Kársnes, yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú & áleiðis niður í miðbæ aukinheldur sem lögð verður lína þaðan að Ártúnsbrekku.
Spennandi, spennandi - en ekki hvað???
Víst er manna misjöfn dyggð
metið úr ýmsum gögnum.
Ég hef mína trú og tryggð
er tengist unaðsvögnum.
Bílar og akstur | 13.5.2019 | 18:34 (breytt kl. 18:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kamba keyrðum niður
komum í blómabæ.
Fastur, ljúfur liður
leið á honum ei fæ.Hinn létti & netti dr. Gylforce hélt með ungviðið í strætóvalinu í sína árlegu ferð austur fyrir fjall í sérdeilis fallegu en svölu veðri í gær, frjádag. Nema hvað.
Það ku vera þriggja vagna rúntur að skella sér frá mennta- & menningarsetrinu við Kársnes að Shellskálanum í Hveragerði. Til þess að komast í Hamraborgina háu & fögru fengum við okkur til fulltingis leið 36. Frá Voginum fagra í átt að Breiðhyltingum einhentum við okkur í leið 4 & svá lox var það leið 51 til þess að komast austur fyrir fjall.
Ferðin gekk snurðulaust & því ljóst að öngvin snurða hljóp á þráð okkar Kársnesinga. Áttum við saman unaðsstund eystra aukinheldur sem 408 bláguli vagninn á leið 51 var magnaður.
Yfir&út!
Bílar og akstur | 11.5.2019 | 16:27 (breytt 13.5.2019 kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítt í vögnum verið
virkilega sárt.
Eru samt akkerið
það er alveg klárt!Hinn skarpsýni & skýri dr. Gylforce hefir ekki siglt á sælum sel hvað vagna varðar, hvar alltof margir dagar hafa liðið frá síðustu vagnarannsóknum doktorsins. Illu heilli! Hva e a sge???
Gylforce-inn þarf að gera bragarbót á þessu - maður lifandi.
Þetta er hneisa, háðung, & hneyksli; sneypa & smán. Punktur.
Bílar og akstur | 2.5.2019 | 17:32 (breytt kl. 17:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppbygging borgarlínu
Hepst nú ferlið formlega
í fyrstu þessu kveið.
Verkefnið met´& vega
velja fyrstu leið.
Í ár hefst formleg uppbygging á Borgarlínunni svokölluðu sem gerbreyta mun almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Þótt framkvæmdin sé umdeild - enda afar dýr framkvæmd & ekki alveg fyrirséð hvernig íbúar munu taka Borgarlínunni - er ljóst að drastískra aðgerða er þörf í umferðinni - & þótt fyrr hepði verið. Um það eru allir sammála.Auk Borgarlínu er í deiglunni töluverðar vega- og göngustígaframkvæmdir sem er líka mikilvægt en fram til ársins 2030 gera spár ráð fyrir um 40% aukningu á heildarakstri á höfuðborgarsvæðinu, & um 24% miðað við breyttar ferðavenjur (fleiri ferðir með almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi). Maður lifandi!
Líklegt má teljast að í 1. áfanga af Borgarlínu verði hafist handa við línur frá Hafnarfirði að miðbænum & annaðhvort frá Grafarvogi eða Mosfellsbæ áleiðis niður í bæ. Línur þessar hafa fengið merkinguna A & B & eru í dag meðal fjölförnustu leiða í leiðakerfi Strætós. Aukinheldur hefir Strætó bs. hrint af stað vinnu við að aðlaga hið lostfagra leiðakerfi vagnanna að Borgarlínunni enda meikar það lítinn sens að hafa t.d. leiðir 1 & 6, sem aka frá Firði & Grafravogi í miðbæinn, í núverandi mynd þegar línan hefur göngu sína.
Enn & aptur; það eru því afar spennandi tímar framundan!
Bílar og akstur | 1.5.2019 | 08:41 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði meðal Gaflara
sem göfga mun Fjörðinn.
Aukin tíðni - alvara
upp fylla í skörðin.
Nýtt leiðakerfi í FirðinumHið opinbera kerfi tekur sér ávallt dágóðan tíma til ákvarðana sem er máske ágætt. Þessi misserin hefir leiðakerfið í Firðinum verið til skoðunar & vonandi rofar nú til svo nauðsynlegar breytingar nái fram að ganga á þessu ári. Nema hvað.
Enda þótt dr. Gylforce sé ekki eilífur augnakarl í Firðinum góða, þá hefir honum ávallt fundist leiðakerfið þar innabæjar óreiðukennt, að ekki sé nú minnst á leiðanúmer vagnanna. Maður lifandi!
Alltof mörg leiðanúmer eru á vögnunum aukinheldur sem akstur þeirra hefir vakið furðu doksa
kallsins.
Nú er lagt til að einungis þrjár leiðir verði hjá Göflurunum; leið 1, 21 & nýtt leiðanúmer 41 (lúkkar vel) aukinheldur sem leið 21 mun aka á 15 mínútna fresti á annatímum. Vel gert!Einhverjar stoppistöðvar munu heyra sögunni til en aðrar líta dagsins ljós eins & von er þegar svona drastískar breytingar eiga sér stað. Skoða þarf vel hvernig það kemur út fyrir oss vagnverja.
Vonandi verða þessar breytingar að veruleika í ágúst svo einfaldara verði að taka vagninn suður í Firði. Enn ekki hvað???
Amen.
Neðsta mynd: 1819.is
Bílar og akstur | 28.4.2019 | 20:05 (breytt kl. 20:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 124052
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar