Færsluflokkur: Bílar og akstur
Framdyr opnast, flautan gall
fagurt lag í spilun.
Metanvagninn músíksnjall
merkileg þessi bilun!
Í hópi á Fasbókinni sem ber heitið "Strætó bs. LOF OG LAST" var að finna skemmtilega færslu á dögunum.
Byggðasamlagið hefir tvo hvíta metanvagna frá Scania á sínum snærum sem aðallega aka leiðum 6 & 18.
Óvenjuleg bilun varð í öðrum þeirra hvar þegar framhurðin opnast spilar bílflautan lagstúf!
Músíkalskur metanvagn - hvað er hægt að hafa það betra :) ???
Bílar og akstur | 3.10.2020 | 13:50 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hús er komið kort
sem kætir mitt hró
& öll mín ljóð óort
eiga stund í strætó.
Dr. Gylforce frá Stútulaut fékk óskasendingu á dögunum, hvar árskort í vini vora - vagnana - kom í hús með sniglapóstinum geðþekka.
Dr.-inn beið öngvra boða & hélt rakleitt á vit vagna. En ekki hvað???
Allt virtist smella þetta annars hægláta & fallega haustkvöld, hvar Gylforce-inn hitti loksins á Jesúvagninn umtalaða er hann valhoppaði um hin breiðhylzku fell:
Ég Jesúvagninn í fellum fann
fer þar um með Litháa.
Ríkti hann með sóma & sann
síðla hausts á landinu bláa.
Eptir yndislegar ferðir um Breiðholtið þvert & endilangt með leiðum 2,3,4 & 12 - & Gylforce-inn vitaskuld vopnaður grímu - var þetta orðið gott & kominn tími á koddann.
Góðar stundir vagnverjar!
Bílar og akstur | 30.9.2020 | 22:43 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílar og akstur | 20.9.2020 | 20:01 (breytt kl. 20:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í grasi eru Gaflarar
græna leiðin heim.
Tyrfa eins og töffarar
táknrænt hjá þeim.
Táknrænt torf
Hin evrópska samgönguvika er nú í fullum gangi hvar hún stendur fram á þriðjudag. Nema hvað.
Yfirvöld suður í Firði verða með skemmtilegan og táknrænan viðburð hvar ætlunin er að tyrfa yfir nokkur bílastæði við Strandgötuna.
Áhersla þessarar samgönguviku er á fjölbreyttan & vistvænan samgöngumáta líkt & vagnarnir - vonir vorir - eru.
Amen.
Bílar og akstur | 19.9.2020 | 18:10 (breytt kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um þriðjungur vel þráir
þrengsli á akrein.
Og íhaldsmenn heiðbláir
hausnum berj´í stein.
Þriðjungur velur einkabílinn
Könnun fyrirtækisins Maskínu á ferðahögum fólks var birt í vikunni & er allra athygliverð. Heldur betur - maður lifandi!
Rúmlega helmingur aðspurðra vilja komast til & frá vinnu með vagninum, hjólandi eða gangandi. & aðeins rúmlega þriðjungur, eða um 35%, vill notast við einkabílinn.
Aukinheldur kemur fram í könnuninni að yngra fólk er viljugra til þess að notast við fjölbreyttari ferðamáta heldur en þeir sem eldri eru. Það rímar nokkuð vel við það sem dr. Gylforce hefir sagt á þessum vettvangi.
Dr.-inn hefir sagt það margopt hér & endurtekur enn sína speki: Í hvert sinn er hann sest upp í óvininn - einkabílinn - spyr hann sig þessarar spurningar: Er möguleiki á því að komast þessa ferð með öðrum hætti???
& svarið kemur kannski sumum á óvart - en það er nefninlega JÁ!
Bílar og akstur | 18.9.2020 | 15:46 (breytt kl. 15:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafvagn & rafskúta
rosalegt er geim.
Mögnuð hver mínúta
mig langar ekki heim.
Það er óhætt að segja að alger bylting hafi orðið í framboði á leigu á rafskútum á ákveðnu svæði í henni Reykjavík. Heldur betur!
Enda þótt dr. Gylforce hafi ekki gert nógu mikið af því í sumar þá fer það einstaklega vel saman að vera í vögnunum & leiga sér rafskútu í miðbænum. Maður lifandi!
Þetta kann að vera fyrirmyndar ferðamáti framtíðarinnar enda hefir orðið alger sprenging í rafskútum og er nú t.d. hægt að leiga um 1100 slíkar í höfuðborginni.
Svo er vitaskuld hægt að eiga sína eigin - en ekki hvað???
Kyrrlát kollvörpun
Bílar og akstur | 16.9.2020 | 21:55 (breytt kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnstjóri á vakt
vesen & þrugl.
Ástand allsérstakt
andskotans rugl!
Vesenisvagnverji
Vagnstjóri á leið 14 frá verktakanum inn við sundin blá lenti í kröppum dansi á vaktinni í gær við Hlemmtorgið.
Í vagninn komu þrír vagnverjar & hapði einn sig mest í frammi með ókurteisi & ósvífni. Steininn tók þó úr þegar hann hrækti á vagnstjórann enda durtur þessi HIV-smitaður & með lifrarbólgu C.
Góðu heilli er atvik á borð við þetta ekki algengt í vögnunum - vinum vorum - en samt finnst dr.-num hann heyra alltof mikið um svona ruddamennsku.
Burt með þessa hegðun - strax!
Bílar og akstur | 15.9.2020 | 17:47 (breytt kl. 17:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndisleg heilauglýsing
eða afturendi.
Fyrirtækja er freisting
augljós fyrir hendi.
Auglýsingar á vögnunum
Dr. Gylforce vonar innilega að fyrirtæki landsins taki við sér & sjái hag sinn í að auglýsa á vinum vorum, vögnunum.
Þarna fá grafískir hönnuðir sem og textagerðamenn á auglýsingastofum gott tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr & hvursu skapandi þeir geta verið. Maður lifandi!
Nokkur mjög vel heppnuð skilaboð eru í umferð núna. Góðu heilli. Sum eru kostuð af fyrirtækjum & stofnunum eins & Origo & Biskupsstofu en önnur eru t.a.m. Gagna- & Transvagninn.
Já, vonandi verður gott & mikið framhald á þessu.
Firma þessa lands - koma svoooooooooo!!!
Bílar og akstur | 13.9.2020 | 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn virðast kirkjunnar menn hafa brjóst í sér til þess að finna fallegu auglýsingunni frá Sunnudagaskólanum allt til foráttu af hinum síðhærða Jesú Kristi, brosandi & með andlitsfarða. Nema hvað.
Vissulega mega sálnahirðar & sálusorgarar þessa lands segja það þeim býr í brjósti. En ekki hvað??
Það er ekki Gylforce-ins að skipta sér af því svo sem. En hann kennir örlítið í brjósti um þá sem æsa sig yfir þessari saklausu mynd af Frelsaranum.
Doksi kallinn vonar bara að hinn fagri Jesúvagn fái að vera í friði á vígvöllum veganna næstu misseri.
& talandi um Jesúvagninn. Dr. Gylforce varð viðþolslaus heimavið, varð að valhoppa á næstu stoppistöð & fara góða ferð með Kristi. En ekki hvað???
Ég valhoppaði viðþolslaus
varð að finna Krist.
Eptir mikið röfl & raus
rambaði ég á tvist.
Öngvinn Kristur, varð kolvitlaus
kannaði marga vagna.
Ég reyndi samt að halda haus
halda kjafti & þagna.
Illu heilli fann dr.-inn ekki Jesúvagninn þetta annars ágæta kvöld. Reynir aptur á morgun.
Amen.
Bílar og akstur | 12.9.2020 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auglýsingin af Kristi
ekki var á þristi
Sá hann túra á tvisti
taumlaust mig þá missti.
Amen.
Dr. Gylforce var spenntur fyrir því að hitta fyrir Jesúvagninn en nýjasta myndin af honum gerir honum mjög auðvelt að líta í eigin barm. Nema hvað.
Illu heilli fannst vagninn ekki á leið 3 heldur leið 2 & mátti sjá þennan fagra rafvagn renna um efri byggðir Kópavogs með fallegum hætti.
Vonandi nær dr.-inn að komast í betra návígi við vagninn hið fyrsta.
Amen (aptur).
Bílar og akstur | 10.9.2020 | 23:01 (breytt kl. 23:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar