Færsluflokkur: Bílar og akstur
Rauðgulu farnir - ekkert feik
fötluðum til góðs???
Pantakstur nú kominn á kreik
en kannski til hnjóðs???
Í sumar var ferðaþjónustu fatlaðra breytt & tekin upp síða er ber einfaldlega heitið pantakstur.is.
Í framhaldinu var guli liturinn tekinn af vögnunum aukinheldur sem merki strætó (lógó) var fjarlægt.
Vagnarnir eru nú alrauðir með myndum á en dr.-inn saknar gömlu ásýndarinnar. Maður lifandi!
Vonandi er þjónustan betri hjá Pantakstri & elur dr. Gylforce þá von í brjósti að notendur þjónustunnar séu ánægðir með hana eptir sumarið.
Já, yfir&út!
Bílar og akstur | 8.9.2020 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hafinn akstur um Urriðaholt
hamingjan vex í bænum.
Styrkur svæðisins sem & stolt
í strætó vistvænum.
Segja má með sanni að í dag hafi leið 22 hafið akstur með formlegum hætti. Leiðin sú ekur um hið vistvæna & vottaða hverfi Urriðaholts.
Boðið er einungis upp á akstur á annatímum virka daga til að byrja með. Að mörgu leyti er það skiljanlegt & skynsamlegt að byrja rólega.
Enda þótt þessi hvíta smárúta frá Hópbílum sé eflaust ágæt hepði farið betur á því að bjóða upp á t.d. rafvagn um þetta vel skipulagða & fallega hverfi.
Illu heilli komst dr. Gylforce ekki um borð í leið þessa þennan annars magnaða mánudag en mun efalítið taka hús á honum þegar líða fer á vikuna.
Yfir&út!
Bílar og akstur | 7.9.2020 | 18:29 (breytt kl. 18:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði meðal Garðbæinga
Gylforce til í fögnuðinn.
Það mun samt öngvin þvinga
þá í vagnaunaðinn.
Ný leið - nýr unaður
Í dag er vert að fagna hvar ný leið í hinu lostfagra leiðakerfi hefur akstur. Reyndar byrjar hún bara sem pöntunarþjónusta frá Hreyfli þennan blauta hvíldardag en á morgun hefst aksturinn fyrir alvöru. Maður lifandi!
Leið 22 verður með óvenjulegu sniði af hálfu byggðasamlagsins. Á annatímum, kl. 7-9 & kl. 14-18 virka daga, ekur 18 manna smárúta leið þessa & verður hún líklega ekki fagurgul eins & vagnar vorir. Þess á milli verður pöntunarþjónustan í boði en slík þjónusta er t.d. fyrir hendi á leiðum 23, 27 & 29. Nema hvað.
Vonandi taka Garðbæingar búsettir í Urriðaholti vel í vagninn & hlakkar dr. Gylforce mjög til að taka unaðshring um þetta fallega hverfi.
Bílar og akstur | 6.9.2020 | 10:46 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innan fárra ára
akandi sjálfur.
Um alla útnára
& aldrei hálfur.
Ekur sjálfur innan fárra ára
Það verður ei ofsögum sagt að spennandi tímar séu framundan hvað almenningssamgöngur varðar. & reyndar samgöngur almennt. Maður lifandi!
Í mörgum löndum í kringum okkur er allt á fullu við að prófa sjálfkeyrandi strætisvagna. Yfireitt er um að ræða litla vagna sem eru með einum starfsmanni til að byrja með. Má benda á lönd eins & Danmörku, Noreg og Finnland í því sambandi.
Framkvæmdastjóri byggðasamlagsins er opinn & jákvæður í garð þessara sjálfakandi vagna og er það vel. Meira að segja hefur Strætó reynt að fá til sín slíka vagna til reynslu en ekki orðið ágengt ennþá í þeim efnum.
Vonandi finnur framkvæmdastjórinn fé til þess að leigja einn sjálfkeyrandi vagn. Það yrði virkilega athyglisvert - maður lifandi!
Yfir&út!
Bílar og akstur | 2.9.2020 | 20:25 (breytt kl. 20:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfkeyrandi vagna nú vill
vagnana tók í gaggó.
Ölvaður í denn sem ekill
hepð´átt að taka strætó.
Ég brun´innan í mér (með strætó)
Það hlaut að koma að því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru með puttann á púlsinum & búnir að átta sig á breyttu ferðamynstri fólks í framtíðinni. Nema hvað.
Fulltrúarnir vilja skora á stjórn Strætós um að hefja tilraunir með sjálfkeyrandi vagna. Það er um að gera að prófa nýja hluti - en ekki hvað???
Á næstu árum má jafnvel sjá ákveðnar leiðir í Borgarlínunni margumtöluðu með sjálfkeyrandi & umhverfisvænum strætisvögnum. Sérstaklega þær sem koma til með að aka stóran hluta leiðar sinnar á sérrýmum. Hvað um það.
Það fór vel á því að oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sellóistinn geðþekki, hepði framsögu um málið því í eyrum Gylforce-ins er þetta hljómfögur framtíðarmúsík.
Bílar og akstur | 1.9.2020 | 21:41 (breytt kl. 21:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með auðmýkt & andakt
arkar doksi af stað.
Vagn auka á morgunvakt
verjar renna í hlað.
Dr. Gylforce hélt loksins á vit vagna í blæðandi morgunsári gærdagsins, hvar hann hitti fyrir sænskættaðan aukavagn sem spillti nú ekki fyrir. Öðru nær. Maður lifandi!
Hinir gömlu sænsku jálkar fengu að mestu leyti frí frá vígvöllum veganna í sumar en eru mættir til leiks. Dr.-inn sté inn í hinn geðþekka 116 Omnilink sem var aukavagn á leið 3 á föstudagsmorguninn. Nema hvað.
Síðasta vetur fengum vér vagnverjar opt annan sænskættaðan gamlan jálk á þessari aukavakt, Volvo 188, en svo virðist sem hann sé farinn yfir móðuna miklu & kvatt vígvelli veganna fyrir fullt & allt.
Hvað um það.
Dr.-inn skipti um vagn í Mjódd okkar Breiðhyltinga & hélt svá síðar um daginn á vit margra vagna.
Þvílíkur unaðsfrjádagur - maður lifandi!
Bílar og akstur | 29.8.2020 | 14:40 (breytt kl. 14:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bílar og akstur | 25.8.2020 | 07:53 (breytt kl. 07:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Með böggum hildar harla
hrikalegur vandi.
Vagnarnir eru varla
á vetur setjandi.
Já, dr. Gylforce er heldur betur með böggum hildar hvað vagnakost byggðasamlagsins áhrærir & kvíðir vetrinum. Maður lifandi!
Öngvinn nýr vagn kemur í flotann á árinu 2020 vegna Covid og tekjufalls & verður að notast við gömlu jálkana eina ferðina enn.
Enda þótt dr.-inn sé mikill aðdáandi sænskættuðu vagnanna Scania Omnilink er ljóst að þeir eru alveg á síðustu (kíló)metrunum.
Góðu heilli eru nýju metanvagnarnir hvítu frá Svíaríki & vonar dr.-inn að byggðasamlagið verði duglegra að láta þá á fleiri leiðir en 6 & 18.
Vonandi nær Strætó bs. að fjármagna ný kaup á vögnum fljótt á næsta ári því útboðsferlið tekur tíma. Við gætum þá átt von á nýjum vögnum á vordögum 2021.
Doksi kallinn getur vart beðið.
Bílar og akstur | 23.8.2020 | 12:26 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lætur hann á sjá, er lúinn
langar að hvíla sín dekk.
Líklega er hann bara búinn
best að senda hann í tékk.
Einhvurn góðviðrisdag nú í ágúst hélt dr. Gylforce í vinafagnað með vögnunum, hvar hann hitti fyrir vagna sem komu á götuna fyrir sléttum 14 árum.
Irisbus Citelis heita þeir & eru evrópskir. Yfirleitt vafra þeir á vígvelli veganna á annatíma virka daga & taka örfáa hringi.
Dr.-inn tók hús á þeim bæði á leið 2 & 4 & verður að segja að vagnar þessir muna nú fífil sinn fegurri. Maður lifandi!
Vegna aðstæðna & veiru verður ekki unnt að endurnýja vagnaflotann á þessu ári en vonir standa til að byggðasamlagið geti veitt um 300 milljónum króna í vagnakaup á næsta ári.
Minna má það varla vera enda dugar slík fjárhæð aðeins fyrir fjórum rafvögnum eða svo.
Liðónýtur á leið
í löturhægum sit.
Endurnýjun ei greið
andskotans Covid!
Bílar og akstur | 20.8.2020 | 18:24 (breytt kl. 21:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ei gjörla sagt í gríni
að gera er dauðadæmt.
Vagnstjóri með víni
varla á afturkvæmt.
Vín og vagn eiga ekki samleið
Það bárust ekki skemmtilegar fréttir af vagnstjóra einum í morgun á leið 17. Hann er grunaður um ölvun við akstur & var snarlega tekinn af vaktinni.
Sem betur fer varð ekkert óhapp en atvinnubílstjóri undir áhrifum er vitaskuld grafalvarlegt mál sem byggðasamlagið Strætó mun efalítið taka föstum tökum.
Bílar og akstur | 12.8.2020 | 12:43 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar