Færsluflokkur: Samgöngur

Lækkandi leiðanúmer ...

167170201_1088992891607002_1931029098718028051_nEr leiðanúmer lækkar
hugljúfari ég verð.
& sálarspikið stækkar
sífellt í hverri ferð.

Eins & alþjóð veit er afar hollt & huggulegt að safna miklu & góðu spiki á sálartetrið sitt frekar en kroppinn góða. Það hefir dr.-inn gert í upphafi dymbilviku en ein besta leiðin til þess er jú að taka bestu leiðina; vagnana.

166550311_266171671851925_802176668836562818_n

Í blíðu gærdagsins var eptirtektarvert að leiðanúmer dr. Gylforce lækkuðu stöðugt með fleiri ferðum. Doksi kallinn hélt á vit vagna í leið 24 í Mjódd okkar Breiðhyltinga, því næst var komið að leið 15 við Ártún hvar svá doktorinn skellti sér í smárútu á leið 7.
Unaðurinn hélt áfram við Spöng með leið 6 alla leið að Hlemmtorginu.

Að lúkningu einhenti dr. Gylforce sér í þristinn en leið hans kýs hann nú að kalla: Hlemmur-Stútlautarsel.

Amen.


Áberandi Ártún ...

166494769_1171993883251610_2700770209832666152_nÍ Ártúni er allt nú skýrt
& áberandi skilti.
Þetta er dásemd - ekki dýrt
djöfull hvað þetta mig tryllti!

Dr. Gylforce hefir lengi ætlað að skeiða fram á ritvöllinn & fagna nýjum skiltum í Ártúninu. En eins & á grönum Gylforce-ins má sjá er hann bæði orðinn gleyminn & gatslitinn. En hvað um það.

2015603Dr.-inn hapði hug á að heilsa upp á Mosfellinga hvíldardaginn góða & fór vitaskuld í gegnum Ártúnið til þess arna. 

Óhætt er að segja að lypt hafi verið grettistaki í merkingum við Ártúnsholtið enda ekki vanþörf á hvar þessi tengistöð er nú alls ekki sú besta í hinu lostfagra leiðakerfi byggðasamlagsins. Nema hvað.

1093913Dr. Gylforce getur vart beðið eptir nýrri & nútímalegri tengistöð þarna sem mun heita Krossmýrartorg. Hún verður tilbúinn að í tengslum við fyrsta legg Borgarlínunnar en þá munu vagnarnir vitaskuld stoppa þar & aðgengi okkar vagnverja verður allt til fyrirmyndar.


Páskar ...


páskar

Sunnudagsáætlun sívinsæl
sem er heldur þunn.
Eigi þýðir hvorki vol né væl
vagninn er blessun.

Amen.


Grafvægingar & Úlfarársdælingar ...

29243873_1567139316688992_1959684399096135680_oSálartetrið látlaust söng
að sig ætt´að ferja.
Spígsporaði uppvið Spöng
spjallaði við verja.

165277384_935091554013717_8920947200836677719_nSpöng þeirra Grafvæginga var tesa dagsins á þessum napra en þó notalega (frí)degi hjá dr. Gylforce. En ekki hvað???

Aukinheldur endurnýjaði doksi kallinn kynni sín við Grafhyltinga & tók hús á Úlfarsárdælingum. Spennandi!

165798997_4109189929125056_4333448367210263597_nLeiðir 6, 18 & 24 komu við sögu hjá dr.-num & var sérstaklega skemmtilegt að líða um lendur Úlfarsársdals & sjá uppbygginguna þar. Aukinheldur skemmdi nú ekki fyrir að á leið 18 voru eingöngu rafvagnar eða gömlu góðu Scania Omnilink jálkarnir. Nema hvað.

Hinsvegar rak dr.-inn í rogastans þegar hann sá rafvagnana marga alla útkrotaða. Þetta gengur ekki.

Óþrifnaðurinn angrar mig
aumt að krota á sæti.
Grafvægingar nú gyrði sig
í galla með hreinlæti.


Yfir&út!


Leiðir 55 & 88 ...

1263902Allir skoða eldgosið
ekki gleyma strætó!
Brunið með þeim & brosið
í brennandi geðfró.

Þeir vagnverjar sem hafa hug á að berja hið nýja eldgos augum í Geldingadölum skal bent á að leið 55  frá Firði í Hafnarfirði.

55Hún er aldeilis kjörin til að draga úr umferðarhnútum á þessu svæði. Best er svo að fara út úr leið 55 við Grindarvíkurafleggjara & taka leið 88 í átt að Grindavík. 

Vonandi getur vagninn stöðvað við Bláa lónið en þaðan er víst best að rölta í átt að gosstöðvunum.

Fjórar ferðir verða með leið 88 á morgun & sú fyrsta kl. 11:23.

Nánar um vagnaferðirnar er að finna hjá Strætó á https://www.straeto.is/is/timatoflur/6/46

Koma svo - þetta er BESTA LEIÐIN - maður lifandi!

 


Gleymum ekki grímuskyldu ...

maskGrímuskylda - áfram gakk!
Gylforce er með á hreinu
því launráð & leynimakk
líklega skil´ei neinu.

Nokkuð hefir borið á því undanfarna daga að vagnverjar hafi slakað á klónni hvað grímunotkun varðar í vinum vorum, vögnunum. 

Í öllum vögnum sem dr.-inn hefir skellt sér í er skilti hvar það segir að grímuskylda sé í vagninum - & ekkert múður!

Það eru enn Covid-smit út í samfélaginu okkar & meðan svo er verðum við að virða reglur & hafa grímuna með okkur þegar við tökum rúnt í unaðinum.

Munum það næst vagnverjar.

Amen.


Í þeim gula ...

132364581_3670441749688509_8171981095551482717_nNúna lifnar verjinn við
vorið nálgast óðum.
Í þeim gula finnum frið
fækkum bensínskrjóðum.



Óreiðan á enda nyrðra ...???

safe_imageÓlag & jafnvel ringulreið
reynist norðan heiða.
Lappa nú upp á hverja leið
langflestum gereyða.

Nýtt leiðakerfi nyrðra

Hinn 1. júní næstkomandi hleypa Norðlendingar af stokkunum nýju leiðakerfi innanbæjar. En ekki hvað???

57415238_428905894539102_8021642506716315648_n57338866 670386653419919 5805438677605679104 nDr. Gylforce fagnar því enda hefir hann margopt nefnt það hér á þessum vettvangi hversu illskiljanlegt & óreiðukennt núverandi kerfi er. Nema hvað.

Góðu heilli virðast Norðlendingar ætla að fækka leiðunum úr sex niður í tvær. Það er heillaþróun því þessar sex leiðir aka þvers & kruss um bæinn & erfitt að átta sig á því hvur sé t.d. fljótlegust fyrir vagnverjann í hvert skipti.

akureyri oddeyringarAukinheldur hefir komið upp úr dúrnum að verjum hefir fækkað eftir að leiðirnar urðu sex & vonandi ná menn vopnum sínum norðan heiða með þessari breytingu.

12345Ekki eru þó allir íbúar á eitt sáttir með væntanlegt kerfi. Samgöngufræðingum er tamt að vilja draga vagnana úr þröngum íbúagötum yfir á breiðari stræti og stofngötur & þétta tíðnina hressilega. T.a.m. eru áform uppi um að hætta akstri í Gilja- og Síðuhverfi að mestu & þurfa þá verjar að ganga lengri leið að skýlum sínum.

Það er kunnuglegt stef því ekki sér doksi kallinn betur en slíkt verði uppi á teningnum í nýju leiðaneti Strætós hér á höfuðborgarsvæðinu.

Yfir&út!


Börnin & Borgarlínan ...

Börnin jú & Borgarlína
í belg ekki leggja orð.
Með framtíð sína framsýna
& flykkjast munu um borð.

Dr. Gylforce hefir nú um nokkurra ára skeið kennt almenningssamgöngur með ýmsu hætti í mennta- & menningarsetrinu við Kárnses. En ekki hvað???

72954652_1224973924358595_2857662121095725056_nDoksi kallinn hefir rætt reglulega við 13-15 ára um skipulag í borgum í samfélagsfræði aukinheldur sem hann hefir boðið þeim upp á valáfanga sem heitir í daglegu tali "Strætóval".

Eins & á grönum Gylforce má sjá er hann nú eldri en tvævetur & telst honum nú til að nemendur hans séu að nálgast 1000 talsins. Hví rifjar doksi kallinn þetta upp nú???

Jú, langflestir nemendur eru afar jákvæðir í garð Borgarlínunnar & að fá brú yfir Kársnesið. Þeir fagna þessum áformum & vinsælustu viðbrögð þeirra eru einfaldlega: "Er þetta að koma hjá okkur??? Kúl!"

Það er ágætt að hafa þetta í huga, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir karlmenn á aldrinum 50-80 ára eru duglegir að skrifa í fjölmiðla hvar þeir finna Borgarlínunni allt til foráttu. 

Vissulega mega þeir hafa sínar skoðanir, skárra væri það nú! En hefir einhver lesið greinar eftir fólk á aldrinum 15-30 ára um þessa samgöngubyltingu??? 

Dr.-inn hefir ekki séð eina einustu sem er skrýtið því þeirra er framtíðin.

Jæja - yfir&út! 





Vistvænir verktakar ...???

20171101130312-870b2cb5-meVerktakar fljótt verða
vistvæna að fá.
Loftgæðin þeir serða
& lífið aftanfrá.

Í okkar lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins vill svo til að um helmingur af akstrinum ku vera ekinn af verktökum.

Að mati dr. Gylforce skiptir það í raun litlu máli hver annast aksturinn; aðalatriðið er að sinna verkefninu af einurð & einlægni. Nema hvað.

Það sem hinsvegar vekur gjörhygli Gylforce-ins er sú staðreynd að verktakarnir tveir, Hópbílar & Kynnisferðir, bjóða ekki upp á neina umhverfisvæna vagna. Það ríður í bág við alla skynsemi.

123051228_10157634768962157_8959843633762782859_oEkki veit doksi kallinn ástæðu fyrir þessu. Vel má vera að samningar byggðasamlagsins við verktaka taki ekki á þessu máli. Ef svo er, þarf að gera bragarbót á því hið snarasta. Annað atriði er að umhverfisvænir strætisvagnar kunna að vera dýrari í innkaupum. Samningstíminn við verktaka þarf því að vera æði langur svo það borgi sig fyrir þá að bjóða upp á t.d. rafvagna sem kosta nær tvöfalt meira en venjulegur vagn.

Svo gætu ástæðurnar verið einhverjar allt aðrar - hvað veit dr.-inn???


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband