Færsluflokkur: Samgöngur

Kópvægingar á köldum klaka ...???

Ármann kallinn - koma svo
í Kópavog´ég híma.
Langar að lít´á einn og tvo
á leið í rauntíma.

Dr. Gylforce hefir verið hyggjuþungur & hlaðinn áhyggjum hvar hann hefir ekki séð eina einustu rauntímatöflu í Voginum fagra. Illu heilli.

straeto2Um helgina var dr.-inn vitaskuld á vappi í Hamraborg þeirra Kópvæginga. Þar var öngvan rauntími að finna í skýlunum. Fyrir utan fjölmennasta vinnustað bæjarins, MK, var heldur öngvinn aukinheldur sem hvorki Smáratorg né Smáralind skörtuðu þessum íðilfögru töflum.

Urmul slíkra rauntímataflna má sjá í henni Reykjavík, margar meðal Grafvæginga, slatti suður í Firði en vitaskuld öngvin fundist í Garðabænum. Þar vita menn nú varla hvað unaðurinn er - maður lifandi!

123051228_10157634768962157_8959843633762782859_oVel má vera að einhver rökrétt skýring sé á þessu. Máske er einhver verktaki sem einblínir á ákveðin svæði á hverjum tíma. Gæti verið. 

Hvað sem því líður er Vogurinn fagri alltof stórt sveitarfélag til þess að bjóða ekki kópvægskum vagnverjum upp á rauntíma í skýlunum.

Það er bara þannig.

KOMA SVO!


Raunaleg rauntímatafla ...

134947688_152070726699647_4361098918783409906_nÍ strætóskýlum stóla á
stórgóða nýja tækni.
Nema ég hafi gleymt að gá
& gæti þurft augnlækni.

Dr. Gylforce fór sínar fyrstu ferðir ársins hvar hann hélt sig við sínar breiðhylzku lendur. Nema hvað.

132364581_3670441749688509_8171981095551482717_nVið Seljabraut okkar Breiðhyltinga hefir nýlega verið komið upp rauntímatöflu í skýlinu. Doksi kallinn tók eptir því á dögunum & hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta sér tæknina. En ekki hvað???

Þegar dr.-inn bar að garði virkaði rauntímataflan ekki sem var bagalegt. Aukinheldur var leið 2 of sein á ferðinni en blessunarlega slapp það til þegar í Mjódd var komið.

Yfir&út!


Gleðilegt ár vagnverjar!

133886372_3491001747636063_8292731553977700549_oDr. Gylforce óskar vagnverjum nær & fjær gæfu á leið á nýju ári.

Takk fyrir hið stórmerkilega 2020 & munum:

Betri er einn vagn á ferð en tveir í tímajöfnun.

Góðar stundir.


Hæstánægðir Hnakkverjar ...

arborgarstraeto-logoÁrborgin nú hyggur á
ókeypis vagnaferðir.
Íbúar með hýrri há 
um höfuðið velgerðir.

Ókeypis í Hnakkabænum

downloadÞað virðist vera komin tvöföld ástæða fyrir dr. Gylforce til þess að sækja Selforce heim. Maður lifandi!

straeto2012hre_291193376Góðu heilli ætla sveitarstjórnarmenn þar í bæ að efla innanbæjarvagninn aukinheldur að bjóða upp á ferðir án endurgjalds. Þetta verður efalítið mikið framfaraskref í þessu vaxandi bæjarfélagi & hlakkar dr.-inn til þess að kynna sér þessa þjónustu betur.

Hin ástæðan er vitaskuld breyting á landsbyggðarvögnunum. Gylforce-inn vill ólmur komast í appelsínugulan/gulan vagn & kanna hans kosti & er þá ekki tilvalið að hefja leik með góðri ferð á Selforce???


Þráseta við Þönglabakka ...

134178713_4933680146674435_1485088980321682038_nMeð auðmýkt & andakt
ekkert bölv & ragn.
Það var alveg einstakt
að sjá vin8vagn :)

89324603 502666027083243 7651372126292672512 nÞrátt fyrir þrásetu góða í Þönglabakkanum (Mjódd) þennan bjarta & stillta dag náði dr. Gylforce ekki almennilegri mynd af nýju appelsínugulu/gulu landsbyggðarvögnunum. Illu heilli.

Þeir virðast vera komnir á leið & vonandi eru þeir mun betri fyrir okkur vagnverjana en þeir blágulu.

Dr. Gylforce lék sín kunnuglegu stef í Mjódd okkar Breiðhyltinga með leiðum 3 & 4. Þegar komið var að leiða(r)lokum hjá doksa kallinum sá hann loksins Vin8vagninn en komst ekki í hann. Illu heilli.

Gengur bara betur næst!






Fordómar eða fíflagangur ...???

fr 20191118 12632651034543_384992932274059_6182374434955853824_nHérna var orð gegn orði
erfitt því um vik.
Átti að fara frá borði
fljótt - & ekkert hik!

Fordómar eða fíflagangur farþega???

5154D372E89CC8B7EEB17B29CC3078095F16CD1E12F2860B336E2B2EF58E61DE_713x0Máske er erfitt að greina málið sem um ræðir í slóðinni hér fyrir ofan. Eða hvað???

Er farþeginn ekki í heldur slæmum málum ef myndefni styður á engan hátt frásögn hans??? & ef satt reynist, að hann hafi ætlað að fá far með löngu útrunnu strætókorti???



Stakkaskipti hjá strætó landsbyggðar ...

airport-directVegagerðin í vegferð nú
með vagna landsbyggðar.
Betri vagnar - jibbí vessgú
vagnverjum til dyggðar.

Dr. Gylforce hefir verið líkt & eilífur augnakarl við Mjódd okkar Breiðhyltinga.

VDL-Futura-FMD2-148-Hopbilar_YXJfMTkyMHg2NzJfZF8xX2pwZ18vX2Fzc2V0L19wcml2YXRlL25ld3MvMjg4MA_ce78a9f5Þar hefir doksi kallinn tekið eptir því að vagnar, sem notaðir voru hjá Airport Direct í ferðir til & frá Leifsstöð, eru nú komnir á landsbyggðaleiðir. Nema hvað.

Bláguluvagnar landsbyggðar verða framvegis á hendi Vegagerðarinnar, þó með sérstökum þjónustusamningi við Strætó bs.  1

Samhliða samkomulaginu verða gerðar auknar kröfur um betri vagna. Í því sambandi mun verktakinn Hópbílar, sem m.a. annast akstur á leiðum 51/52 & 57, taka í notkun glæsilega tæplega 15 metra VDL-vagna sem verða með hjólastólalyftu og betri salernisaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.

Með hækkandi sól & faraldri í rénun mun dr.-inn hyggja á ferðir með þeim blágulu enda alltof langt síðan hann fór á fjörurnar við þá síðast - maður lifandi!



Gleðileg jól vagnverjar :)


Öngvinn smá vagn ...

1097-3178ac0535Í leðursætum á leið
losti, frygð & stuna.
Þetta er unaðsreið
um ullarvinnsluna.

Öngvinn smá vagn á leið 7

132615587_739325613632281_5116470939242253196_nDr. Gylforce gat ei haldið aptur af sér á degi hins heilaga Þorláks, hvar hann varð að prófa nýju smávagnana á leið 7. Nema hvað.

132351112_696180051086033_3653413873677799416_nLeiðin sú sér um akstur í nýjum hverfum þeirra Mosfellinga aukinheldur sem hún heldur að Spöng þeirra Grafvæginga. 

Hér er um smærri leið að ræða & því tilvalið að gera tilraunaakstur með minni vagna en venja er.

Spánnýir & spennandi Iveco vagnar frá Kynnisferðum aka hina sjöundu leið, tvö stykki, & mátti finna unaðslega leðurlykt um allan vagninn. En ekki hvað???

kf_alafoss_mosfellsbaer_2019_-_Allt var þetta hið glæsilegasta nema að það vantaði hina íðilfögru rödd Herdísar Grýlu - næsta stopp er - & einnig upplýsingaskjá fyrir okkur vagnverjana. 

Það hlýtur að koma fljótlega. 

Yfir&út!

 


Vin8vagninn ...

131280952_3460390834030488_1843310864553940982_oVagninn & vinátta
vinur er kynþátta
íbúa & ambátta
& allra lífshátta.

131537090_3460390757363829_7423540410711097015_oNú í kvöld fann dr. Gylforce loksins hinn margrómaða & magnaða Vin8vagn sem nemendur hans hönnuðu og skreyttu á dögunum. Maður lifandi!

Þessa dagana ekur vagn vin8 á leið 4 & verður að segjast að ferð þessi heim í Stútulautarselið með vagninum var eins sú ánægjulegasta í langan tíma.

Nú er hætt við þrásetum & langdvölum doktors í vagni þessum. En ekki hvað???


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband