Færsluflokkur: Lífstíll

Orkuskipti í almenningssamgöngum ...

75474099_739631076504773_7508092502629416960_nSænskættaða ég virði vel
vil að þeir mig keyri.
Í metaninu dátt ég dvel
dreymir mig um fleiri.

Dr. Gylforce bíður í ofvæni eptir því að fá hvíta vagninn á leið 3 eða 4 svo hann geti optar tyllt sér í vagn þennan.

12345Annar slíkur metanvagn er væntanlegur hér á höfuðborgarsvæðinu. Vert er að geta þess að 75% af innanbæjarvögnum norður á Akureyri eru metanvagnar. Það er vel gert. Reyndar eru aðeins fjórir vagnar í notkun í einu en sýnir vel framsýni & metnað Norðlendinga í umhverfismálum.

Að mörgu er að hyggja i orkuskiptum. Metanvagnar eru mun ódýrari í innkaupum en t.d. rafmagnsvagnar en þeir fyrrnefndu losa örlítið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloptið meðan rafvagninn gerir það ekki.

sorpaEf Strætó hyggst fjölga metanvögnum verður SORPA vitaskuld að geta tryggt hágæðametan fyrir vagnana & líklega þarf Strætó að fá áfyllingarstöð til sín á Hestháls í stað þess að treysta á þessa sem er í Bíldshöfðanum.

Aukinheldur voru nú lánamál & bókhald eitthvað að stríða SORPU-mönnum á dögunum & því spurning hvar þeir standa í öflun á hágæða metani. 

straeto2018_1Þá verður Strætó að finna lausn á því hvar hraðhleðslustöðvar fyrir rafvagnana 14 eiga að vera því eins og er nýtast þeir ekki nema að hluta úr degi. Það er bagalegt að vera með fjárfestingu upp á tæpan milljarð & ná ekki að nýta hana til fullnustu. Koma svo!

Yfir&út!



Hring(torgs)avitleysa ...

hagtorgStoppistöðvar í hringtorgum hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu. Eðlilega svo sem. Hvað eiga hinir yndislegu vagnar með að stöðva þar þegar það reynist ólöglegt samkvæmt umferðarreglum??? Humm, humm.

Ólöglegt stopp eður ei???

fr 20191118 126326Málið virðist allt hið undarlegasta. Úr ranni Reykjavíkurborgar heyrist t.d. að Hagatorgið fagra vestur í bæ sé ekki hringtorg heldur akvegur. Aukinheldur hefir vagninn stoppað þar í áratugi en þá hefir torgið fagra hapt tvær akreinar. Nú hefur því verið breytt í aðeins eina rein. Því vekur það nokkra furðu að láta vagninn stoppa þar & stöðva alla umferð á meðan.

Dr. Gylforce man nú vel eptir þeirra stoppistöð er hann hékk yfir bókum lon & don vestur á Melum. Nema hvað. Þarna stoppaði t.d. gamla leið 6 sælla minninga.

Illu heilli lagði dr.-inn ekki stund á almenningssamgöngufræði þar vestra & braust því til mennta á því sviði með öðrum hætti. Hvað um það.

Vonandi leysa borgaryfirvöld & Strætó þetta mál í snarhasti en um fleiri tilvik er að ræða en vestur í bæ, t.d. við Hádegismóa & í Firðinum.

Amen.

Strætó stoppar þarna ei meir
strax þarf nú að leysa.
Kyngja stolti, gleyma gorgeir
svo gerist ekki hneisa.


Hringavitleysa hringtorga


Miðmynd: stræto.is


Hverfisgötu katastrófa ...???

916-65201c10c7Hverfisgötu katastrófunni virðist lokið í bili, hvar opnað hefir verið fyrir umferð eptir því sem dr.-inn kemst næst. Vinir vorir - vagnarnir - hefja þó ekki leik um götu þessa fyrr en í næstu eða þar næstu viku. Nema hvað.

Dr. Gylforce átti leið um miðbæinn á dögunum, hvar hann vatt sér inn í eina af fáu verslunum sem þarna eru núorðið. Dr.-inn sté inn, fann sinn hlut, gekk að afgreiðsluborðinu & hugðist nú spjalla við kaupmanninn um framkvæmdirnar í miðbænum á meðan hann borgaði. 

Dr.-inn hapði varla sagt orðið framkvæmdir þegar kaupamaðurinn nánast froðufelldi:

Hverfisgötu katastrófa
klaufsk eru svörin.
Hörmulegt og út í hróa
helvítis aðförin!

Gylforce-inn flýtti sér að borga & hraðaði sér út & þakkaði Guði fyrir að hafa ekki nefnt orð eins og strætisvagn eða göngugata við manninn. Hvað um það.

Dr.-inn hóaði í leið 3 við Lækjargötuna & fann hvernig sálartetrinu leið æ betur eptir því sem það fjarlægðist miðbæinn.

Yfir&út!

Vagnarnir um Hverfisgötu



Mynd: visir.is


Urmull ábendinga ...

nýtt leiðanetUrmull ábendinga
úr hér að moða.
Fyrir staffið slynga
sem á að skoða.

850 ábendingar

Sérfræðingar í leiðakerfi Strætós, sem eru tveir ef dr.-num skjöplast ekki, hafa í mörg horn að líta þessa dagana. Alls komu um 850 ábendingar frá vagnverjum & velunnurum Strætós varðandi nýja leiðanet byggðasamlagsins sem koma á fót samhliða Borgarlínunni margumtöluðu.

leiðanetFræðingarnir hafa hafist handa við að flokka allt sem kom inn & stefna að því að kynna helstu hugmyndir fyrir stjórn Strætós fyrir jól.

74172199_1224980624357925_3369599047135395840_nFlestar ábendingarnir komu úr Árbænum & ljóst er að sérfræðingarnir verða að gefa því svæði sérstakan gaum.

Dr.-inn játar að vera ekki vel að sér í leiðakerfinu þar en vonandi að nýja netið veiti Árbæingum von um góðar & öflugar almenningssamgöngur.

Yfir&út! 


Germönsk gæði á göturnar ...

75220811_10220151288270480_2026927772881911808_oHér verða germönsk gæði
með gott & hreint lopt.
Njótum hans í næði
náum honum opt.

Strætó bs. hefir heldur betur glatt hið gamla hró dr. Gylforce, hvar þeir hafa nú fengið glæstan & glæsilegan germanskan MB-rafvagn til reynslu. Yndislegt - nema hvað???

16130112_10154413168703348_2126032695_oDr.-inn nappaði enn & aptur mynd af upplýsingafulltrúa byggðasamlagsins í gegnum samfélagsmiðla án hans vitneskju hvar hún glögglega sýnir að sá germanski verður brátt tilbúinn en stefnt er að því að hann aki til reynslu á vígvöllum veganna í 2-3 vikur.

Dr. Gylforce getur vart beðið. Fyrir er aðeins einn MB-vagn í flotanum en sá er ekki af verri endanum - sjálfur liðvagninn. Maður lifandi!







Mjúklyndur í metan ...

73458837_529938631191699_1763162934902521856_nGylforce-inn hélt á leið um leið
& hann lauk sinni vakt.
Sagði bless við sína bifreið
& bljúgur fann sinn takt. 

20171101130742 fd994952Dr. Gylforce spásseraði fyrir framan Mjódd okkar Breiðhyltinga á þriðjudaginn, hvar hann sá gamlan metanvagn á leið 3. Málið dautt!

Inn vildi dr.-inn.

Strætó bs. hefir nú tvo metanvagna á vígvöllum veganna, hinn gamla gulgræna 119 Scania Omnilink (118 vagninn virðist úr leik) & hvíta nýlega víkinginn sem fékk raðnúmerið 101 & ekur aðallega á leið 18. Nema hvað.

Verktakar á vegum byggðasamlagsins hafa öngva slíka til reiðu en hægt er að komast í kynni við metanunaðinn norðan heiða. Hvað um það.

Dr. Gylforce endasentist með leið 3 að Hlemmtorgi & aptur upp í gettóið & fékk aðeins á tilfinninguna að vagn þessi ætti nú ekki marga kílómetra eptir - hvur veit???





Síðustu forvöð ...

leiðanetÁbendingar - allir með
eflum nú leiðanetið.
Gerum betra, bætum geð
gott kerfi er vanmetið.

Á morgun er síðasti dagurinn til þess að koma með ábendingar varðandi hið svokallaða nýja leiðanet Strætós. 

Strætó bs. er í óðaönn að aðlaga leiðakerfið sitt að Borgarlínunni. Nú liggur fyrir hvar línan liggur (!) til ársins 2033 & því óþarfi að venjulegir vagnar fari sömu leið & línan.

74172199_1224980624357925_3369599047135395840_nAukinheldur verður ný öflug tengistöð tekin í notkun í Vogahverfinu, BSÍ mun breytast í samgöngumiðstöð & margt áhugavert & spennandi í burðarliðnum. Maður lifandi!

Hvað um það, áhugasamir ættu að snara sér inn á eftirfarandi slóð & leggja orð í belg.

Ábendingar fyrir leiðanetið 



Ósamræmi ...???

leið 4Eintóm sæla var samkundan
síðan í vagninn næ.
Er sá mínútu á undan
ei það skilið ég fæ.

Um helgina fór dr. Gylforce út á galeiðuna & kneyfaði ölið af girnd & kátínu meðal Kópvæginga. En ekki hvað???

En eins & opt vill verða skal jú hætta leik þá er hæst stendur. & stóð það heima.

Dr. Gylforce hélt í Hamraborgina háu & fögru & hugðist taka síðasta vagn á leið 4 áleiðis að Stútulautarseli hans.

Dr.-inn var fullur sjálfstrausts eptir gleðina miklu & þurfti því hvorki að skoða heimasíðu Strætós né appið. Doksi kallinn var með þetta á hreinu; vagninn - leið 4 - á að fara kl. 00:36 úr Hamraborg á leið upp í Mjódd. Punktur & basta.

40428424_997353330447376_5205293207889379328_n4En hvað? Nei, leggur ekki fjarkinn af stað kl. 00:35 samkvæmt tímatöflum byggðasamlagsins eða mínútu fyrr! Góðu heilli náði dr.-inn að veifa vagnstjóranum & hann svo vinalegur að hleypa doksa kallinum inn. Nema hvað.

18452331_10154733362473348_1405239922_oKannski finnst mörgum dr.-inn full smámunarsamur. Staðreyndin er hinsvegar sú (einn af uppáhaldsfrösum stjórnmálamanna!) að mínúta getur skipt vagnverjann máli. Það er nú bara þannig.

Hvers vegna fer síðasta ferðin fyrr en hinar??? Ætli það skipti máli út frá kjarasamningum að vagnstjórinn sé kominn með vagninn mínútu fyrr upp á Hestháls??? Varla.

Eða er þetta ekki bara einhver meinleg villa í tímatöflunni því eitt sinn lagði leið 4 af stað 05 & 35 yfir heila tímann???

Humm, humm???



Sá hvíti kominn af stað ...

74816397_1372441086265297_8986127449402114048_nÞessi í stúf stingur
strax er mér kær.
Góður er hans hringur
hreinn & tær.

Dr. Gylforce var vart kominn í höfuðborgina hvar hann hóf að leita hvíta metanvagninn uppi. En ekki hvað???

75210707_731410750693027_2556155189283258368_nÍ vikunni var hann tilbúinn til þess að halda út á vígvelli veganna & hefir dr.-inn bara séð hann á leið 18.

75210880_790304081410872_8626499357987831808_nSvíar eru smekkmenn & bjóða okkur í þessum metanvagni upp á falleg blá sæti. Illu heilli voru fáir vagnverjar með dr. Gylforce í för í gærmorgun frá Hlemmi. Það breyttist þó aðeins við Ártúnið. Nema hvað.

75474099_739631076504773_7508092502629416960_nDr. Gylforce vonast til þess að eiga í miklu samneyti við vagn þennan & vill sjá hann fljótt á leiðum 3 & 4 hvar þær eru nú í miklu uppáhaldi hjá Stútulautardoktornum.

Yfir&út!




Upplýsingatöflur í rafvögnum ...

74372796_10220105612648618_6620286315453743104_oUpplýstur & umhverfisvænn
í eðal rafvagni.
Held ég senn á leið ljóðrænn
leik mér í rafmagni.

Gleðifregnir hafa borist úr ranni byggðasamlagsins þess efnis að loksins séu skjáirnir eða upplýsingatöflur rafvagnanna komið í gagnið. Hipp-hipp húrrey!

Það tók um eitt & hálft ár að gangsetja skjáina því fyrstu rafvagnarnir komu hingað til lands á vormánuðum árið 2018. Svari nú hver fyrir sig hvort það sé ekki alltof langur tími. Nema hvað.

Dr. Gylforce hefir ekki komist í rafvagn enn sem hefir skjáinn í lagi en hlakkar mikið til & leyfði sér að stela þessari mynd af sjálfum upplýsingafulltrúa Strætós (vonandi fyrirgefur hann það :) )

Yfir&út!





« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband