Færsluflokkur: Lífstíll
Stórgott er strætó að brúka
í stuttu ferðirnar.
Oddeyringar eru að kúka
alveg í buxurnar.
Eymd Oddeyringa
Þeir láta ekki að sér hæða nyrðra hvar nú berast oss þær fréttir að um 700 bifreiðar séu á hverja 1000 íbúa í höfuðstað Norðlendinga. Takk fyrir túkall!
Það sætir nokkurrar undran að hafa urmul sjálfrennireiða þarna hvar gjaldfrjálst er í vini vora - vagnana - aukinheldur sem nokkuð stutt er í allar áttir. Nema hvað.
Vissulega er ekki fýsilegt að taka fram reiðfákinn yfir veturinn nyrðra en það ætti nú ekki að vera tiltökumál að ganga á milli staða eða skella sér í ókeypis unaðinn, vagnana.
Ætli það þurfi ekki einn SAS-ara (sérfræðing að sunnan) til þess að kíkja í heimsókn & reka ruglið burt & vanafestu Norðlendinga???
Þarf dr.-inn ekki bara að fara í enn einn leiðangurinn til Oddeyringa & sýna þeim hvílíkur unaður vagnarnir eru??? Hann hepði nær haldið það.
Yfir&út!
Lífstíll | 28.11.2019 | 15:28 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vagninum varð tjón
verjarnir fundu til.
Sorgleg & ófögur sjón
sjá aptur ei ég vil.
Strætó á staur
Það bárust óvenju margar fréttir af vögnum & vagnamálum í gær, hvar sú sorglegasta var efalítið þessi sem átti sér stað við Gullinbrú.
Einn af vögnunum á leið 24 lenti í árekstri við gámaflutningabíl. Á annan tug vagnverja var í vagninum & þurftu tveir þeirra á aðhlynningu að halda.
Vagninn virðist talsvert skemmdur en hann er í eigu Kynnisferða sem annast akstur á leið 24. Aukinheldur sést hann optsinnis í Voginum fagra á leiðum 35 & 36 en verður nú í fríi frá vígvöllum veganna um hríð.
Myndir: visir.is
Lífstíll | 28.11.2019 | 08:57 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrýtið í Skerjafirði
skerpa þarf verklag.
Vagnstjórinn allt vanvirðir
verður að kunna sitt fag.
Skelfing og hrollvekja
Enda þótt það sé afskaplega notalegt & indælt að koma inn í heitan strætisvagn á köldum vetrardegi, er það nú full mikið i lagt að vagnstjórar hafi vagnana í lausagangi meðan þeir (vagnstjórarnir) fá pásu sína.
Slíkt virðist vera raunin út í Skeljanesi við Skerjafjörð í myndbrotinu sem fylgir hér með. Hér er um endastöð að ræða hjá leið 12 & hlýtur það að vera í verklagi frá Strætó bs. að drepa skuli á vélinni meðan á tímajöfnunni stendur.
Koma svo kæru vagnstjórar - rífum okkur upp & hugum að umhverfinu.
(myndband http://eirikurjonsson.is/mannlaus-straeto-i-gangi-hrollvekja/, slóð sótt 26. nóvember)
Lífstíll | 27.11.2019 | 14:33 (breytt 28.11.2019 kl. 08:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á degi gráum dröttumst ekki
drossíunum gefum frí.
Vagninn góði & geðþekki
gleður okkur æ & sí.
Dr. Gylforce hefir tekið eptir því að loptgæði í höfuðborginni teljast aðeins miðlungs samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Sjá t.d. Loptgæði
Á kyrrum & köldum dögum sem þessum er gráupplagt fyrir höfuðborgarbúa að hvíla einkabílinn & kynnast hinum kynngimögnuðu strætisvögnum borgarinnar.
Á loftmengun eru líkur
að leiðum skulum gá.
Unaðurinn öngvan svíkur
endalaust notum þá.
Lítill hluti þeirra er aukinheldur umhverfisvænn hvar 15 rafvagnar (einn til reynslu) & 2 metanvagnar eru vonandi á vígvöllum veganna þegar þetta er ritað. Nema hvað.
Sjálfur fór dr. Gylforce hvergi dag þennan, hvar krankleiki hefir verið að stríða honum. Vonandi rís doksi kallinn úr rekkju á morgun. Hvað um það.
Yfir&út!
Lífstíll | 26.11.2019 | 16:14 (breytt kl. 16:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eptir fjórtán ár á ferðinni
mér finnst ég verðskulda
að stinga af úr (mennta)setrinu
sjá ei höfuðborgina ...
Dr. Gylforce virti allar viðveruskyldur sínar að vettugi vikudag þennan & kvaddi mennta- & menningarsetrið við Kársnesið með virktum, buktaði sig & beygði & hélt þegar í stað á vit vagna. Nema hvað.
Tilefnið reyndist ærið hvar dr. Gylforce fagnar í dag fjórtán ára afmæli strætóbloggsins. Maður lifandi!!!
Dr.-inn hefir sönglað Halla & Ladda í allan dag enda á hann árin fjórtán sammerkt með systrunum úr Tungunum. En ekki hvað???
Á þessum tímamótum bauð dr.-inn sjálfum sér upp á blágulan vagn úr Mjódd okkar Breiðhyltinga á leið út úr höfuðborginni, nánar tiltekið um Suðurlandið.
Dr. Gylforce sat sigri hrósandi í leið 51 & hugðist nú hafa upp á Tungunum; hvar er bærinn þeirra & hvað eru þær að sýsla þessi dægrin???
Doksi kallinn á aukinheldur ýmislegt sameiginlegt með þeim; klofinn upp að herðablöðum, kafloðinn & kiðfættur, vagngjarn & veðurbarinn - & ætíð vagnverji í spreng.
Hvað um það. Öngvar voru systurnar í ferð þessari en hún þó alger unaður frá A til Ö.
Yfir&út!
Tvær úr Tungunum
Lífstíll | 25.11.2019 | 17:48 (breytt 27.11.2019 kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjarðarmenn með falleinkunn
fáránlegt þetta var.
Gremja & grátleg seinkun
- gerðu í buxurnar.
Dr. Gylforce hapði pata af því að fjórir nýir Iveco vagnar væru komnir í gagnið hjá verktakanum suður í Firði. Nema hvað.
Verktakinn sá sér um akstur á innanbæjarleiðum í Hafnarfirði, 22, 33, 43 & 44 aukinheldur að hafa leiðir 11, 13, 23 & 31 á sínum snærum. Hvað um það.
Dr. Gylforce lagði leið sína í Fjörðinn & hlakkaði til að klófesta einn af þessum fjóru vögnum sem hafa fengið vinnunúmerin 224-227.
Dr.-inn ætlaði í leið 44 kl. 13:52 & beið eptir honum í Firðinum. Klukkan datt í 13:52 & allir aðrir vagnar lögðu af stað en ekkert bólaði á leið 44 - eða hvað???
Í stæði leiðar 44 stóð vagn merktur leið 43??? Humm, humm????
Leiðir 43 & 44 víxla í Firðinum en þá verða vagnstjórar að vera á tánum & breyta númerinu áður en vagninn kemur inn í Fjörðinn.
Klukkan var orðin 13.55 þegar 226 Iveco vagninn kom. Doksi varð ánægður enda tilgangnum náð; spekúlera í spánnýjum vagni.
En hvað? Nei, nei, vagnstjórinn sagði "skipta bíl" þegar dr. Gylforce ætlaði inn í vagninn. Allt í lagi - en hvar í andsk. er þá hinn vagninn??? Vagninn átti að fara af stað fyrir þremur mínútum!!!
Loksins kom varavagninn, vagn 213, & lagði þá leiðin af stað klukkan 13:57 eða fimm mínútum á eptir áætlun. Það er slök frammistaða, einkum ef tekið er tillit til þess að dr.-inn ætlaði að ná í leið 1 annars staðar í Firðinum & nú var það nánast úr sögunni.
Enn leiðinlegra við þetta var að dr.-inn reyndi að sýna vagnstjóranum að vagninn ætti löngu að vera farinn. Honum virtist alveg sama, var reyndar að erlendu bergi brotinn en það ætti nú ekki að skipta máli.
Fuss & svei! Fjarðarmenn fá því falleinkunn á þessum annars svala & fallega hvíldardegi.
Yfir&út!
Lífstíll | 24.11.2019 | 16:10 (breytt kl. 17:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þýsk & gegnheil gæði
Gylforce líst vel á.
Indælt er & æði
ef fleiri munum sjá.
Sem fyrr ráfaði dr. Gylforce í reiðileysi um Mjódd okkar Breiðhyltinga, hvar hann sá hin þýskættuðu gráu gæði á vígvelli veganna; Mercedes-Benz rafvagninn. Jíbbíkóla!
Góðu heilli var rafvagninn þýski á leið 3 & inn sté dr.-inn - en ekki hvað???
Svo virðist sem innanrýmið í Þjóðverjanum sé minna en í t.d. í rafvögnunum úr Austri. Það er t.d. aðeins ein apturdyr.
Öngvu að síður eru þýsku gæðin hvarvetna & vagninn allur hinn vandaðasti. Aukinheldur fannst dr. Gylforce hann aflmeiri en hinir rafvagnarnir en það var auðvitað bara tilfinning því ekki var doksi kallinn undir stýri.
Kínversku rafvagnarnir eru fínir en að mati dr.´s örlítið hastir. Slíkt finnur maður ekki hjá hinum þýðlynda Þjóðverja. Nema hvað.
Dr. Gylforce var heppinn & fékk síðustu ferðir vagnsins niður á Hlemm & aptur í Mjóddina hvar hann var síðan tekinn úr akstri.
Ætli það þurfi ekki að hlaða vagninn? Dr.-inn þekkir ekki drægni MB-vagnsins en hún er u.þ.b. 320 kílómetrar hjá rafvögnunum úr Austri.
Sá þýski verður til reynslu næstu vikurnar & vonandi nær dr. Gylforce rafvagninum mjög opt þvi honum leist afar vel á hann.
Ó, vagn minn vinur mesti
víst þú ert sá besti.
Æ, breið þú Benza þína
á breiðgötuna mína.
Lífstíll | 23.11.2019 | 13:50 (breytt kl. 14:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jú, það sem fæst fyrir það er t.d. eitt stykki leiðakerfi Strætós. Takk fyrir túkall!
Framlag sveitarfélaga eru tæpir 4 milljarðar á ári í rekstur Strætós, ríflega 2 milljarðar koma í gegnum fargjöld vagnverja & að lokum styrkir ríkið almenningssamgöngur um ca. 900 milljónir með samningi frá árinu 2012. Gildir hann til 10 ára. Nema hvað.
Í framhaldi af þessu má vitaskuld spyrja spurningarinnar: Erum vér vagnverjar að fá besta mögulega leiðakerfið fyrir þessar 7000 milljónir???
Vonandi nær nýja leiðanetið að hámarka þessa háu fjárhæðir þótt dr.-inn hafi nú nokkrar efasemdir um að aptur eigi að láta oss vagnverja almennt ganga lengra að næstu stoppistöð með það að markmiði að vagninn sé fljótari í förum.
Doksi kallinn hefir heyrt það áður - maður lifandi!
Lífstíll | 22.11.2019 | 11:42 (breytt kl. 17:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað núna fyrir fæst
fimmhundruð kúlur???
Í vistvæna skal splæst
með vel gular súlur.
Fjárhagsáætlun Strætós
Í fjárhagsáætlun byggðasamlagsins er gert ráð fyrir rúmlega 500 milljónum króna í endurnýjun á vagnaflotanum á næsta ári. Dr.-inn er að deyja úr spenningi & getur vart hamið sig - en ekki hvað???
En hvað skyldi nú fást fyrir þá aura??? Það verður allra athyglivert að sjá hvers konar vagna stjórnin mun bjóða okkur vagnverjum upp á fljótlega á nýju ári???
Fleiri metanvagna??? Eða aðra gusu af rafvögnum frá kommúnistunum í Kína??? Eða rafvögnum úr þýsku stáli, MB-vagna??? Jafnvel vetnisvagna???
Metanvagnar eru mun ódýrari en t.d. rafmagnsstrætóar & getur munað næstum því helming. Hafa ber þó í huga að rafvagn er að öllu jöfnu ódýrari í rekstri en metan eða þar til skipta þarf um rafhlöðu í honum. Þá hækkar nú reikningurinn - maður lifandi!!!
Þannig mætti splæsa í um 14 metanvagna fyrir þessa upphæð - 500 milljónir - meðan aðeins 8 rafvagnar fengjust fyrir þá upphæð.
Svá ber að hafa hugfast hvort SORPA bs. geti afgreitt svona mikið magn af hágæðametan fyrir slíkan flota. Humm, humm???
Hvað sem því líður verður afar fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum byggðasamlagsins.
Dr. Gylforce verður á tánum & fylgist grannt með málum.
Amen.
Lífstíll | 21.11.2019 | 23:20 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til bráðabirgða stoppar
breytist vonandi lítt.
Taumlaust ruglið sig toppar
trauðla er það nýtt.
Nú hefir verið komið upp nýjum bráðabirgðabiðstöðvum í stað hringtorganna svá hvorki vagnstjórar né bílstjórar á eptir þeim gerist nú lögbrjótar. Það viljum við ekki. Nema hvað.
Að öðru leyti er umræðan skrýtin í ljósi þess að biðstöðin við Hagatorg hefir verið þar í áratugi án þess að einhver hafi fett fingur út í það. Aukinheldur man dr.-inn ekki eptir umræðu um hversu stórhættulegt það hafi nú verið að láta vagninn stöðva þarna í öll þessi ár.
Heyr á endemi - yfir&út!
Myndir: strætó.is
Lífstíll | 20.11.2019 | 08:53 (breytt kl. 08:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar