Færsluflokkur: Lífstíll
Sett á laggirnar leiðanet
lít ég á það brátt.
Búast má við á beinum ket
býst ég við langri nátt.
Hið lostfagra leiðanet
Hið nýja leiðanet leit dagsins ljós á dögunum, hvar óhætt er að segja að með neti þessu verður gerbreyting á almenningssamgöngum á höfuborgarsvæðinu. Maður lifandi!
Leiðanetið er enn í mótun & geta áhugasamir mætt á fundi sem fyrirhugaðir eru & vonast dr. Gylforce um að sitja þá nokkra. Nema hvað.
Þangað til hyggst Stútulautardoktorinn stúdera þessar fyrstu tillögur sem minna hann í fljótu bragði á leiðakerfisbreytingarnar sem gerðar voru hjá Strætó sumarið 2005. Meir um það síðar.
Lífstíll | 10.10.2019 | 22:23 (breytt kl. 22:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðakerfi tillögur
Á dögunum komu hingað bandarískir háskólanemar hvar verkefni þeirra var m.a. að rannsaka leiðakerfið hjá Strætó og koma með hugsanlegar úrbætur.
Nemarnir voru nokk fljótir að spotta út að eitt & annað er athugavert við tengikerfið hjá Strætó, svokallað púlsakerfi, sem þýðir að strætóleiðir koma á svipuðum tíma í Hamraborgina, Mjóddina, Fjörðinn, Ártún, Ásgarð & Spöngina til þess að vér vagnverjar þurfum ekki að bíða þegar við skiptum um vagn. Nema hvað.
Á annatíma fer tengi/púlsakerfið út um þúfur því strætisvagnar sitja fastir í umferðarteppum sem þýðir að vagnverjinn þarf að hinkra lengi eptir næstu leið er aptur gerir hann efalítið ergilegan. En ekki hvað???
Púlsakerfi á bak & burt
er Borgarlínan hefst?
Kannski verður það um kjurt
& kerfið áfram tefst?
Nemendunum finnst affarasælla að segja skilið við tengi/púlsakerfið & auka tíðni á leiðum til að lágmarka biðtíma verjanna.
En er það ekki mun dýrari lausn? Dr.-inn hepði nær haldið það. Hann vissulega myndi fagna því ef tíðnin verði aukin - maður lifandi!
Það verður því fróðlegt að sjá hvernig leiðakerfið verður aðlagað að fyrirhugaðri Borgarlínu & þá hvort tengi/púlsakerfið heyri ekki sögunni til.
Lífstíll | 8.10.2019 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldurinn blossar ótt
ekki var sá á leið.
Greip um sig skelfing skjótt
skapaðist þó öngvin neyð.
Eldur í vagni
Dr. Gylforce er heldur dapur í bragði dag þennan, hvar einn af vinum vorum - vögnunum - tók upp á því að brenna á sér apturendann í morgun. Nema hvað.
Góðu heilli hapði vagn þessi, 179 Iveco Crossway, sem er tæplega fimm ára gamall, nýlokið akstri um morguninn á annatíma & var kominn upp í höfuðstöðvar Strætó að Hesthálsi. En ekki hvað???
Vitaskuld gera slysin ekki boð á undan sér. Dr.-inn er hinsvegar hugsi yfir því að ekki eldri vagn en þetta fuðri upp. Doksi kallinn hepði skilið það betur ef einhver af gömlu jálkunum hepðu langað að hita sig vel upp :)
Hvað um það. Vonandi verður hægt að lappa upp á þennan fína vagn en þó er ljóst að skemmdirnar eru talsverðar.
Yfir&út!
Myndir: mbl.is
Lífstíll | 30.9.2019 | 16:03 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjarni Ben & Dagur Bé
um Borgarlínu masa.
Reyna nú að finna fé
sem finnst í okkar vasa.
Gleðitíðindi vikunnar fyrir vagnverjann dr. Gylforce voru efalítið staðfestar fregnir um uppbyggingu Borgarlínunnar. Nema hvað.
Stjórnvöld kynntu til sögunnar sáttmála og sýndu vandað myndband varðandi framkvæmdirnar því þær snúa ekki bara að línunni heldur að öllum samgöngumátum á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt myndbandinu verður Borgarlínan annað hvort styttri en fyrri hugmyndir voru um eða það eigi að halda áfram með línuna út í hverfin í næstu áætlun sem verður eftir árið 2033. Þá má gera ráð fyrir fullbúinni Borgarlínu líklega í kringum árið 2050!!!
En lítum á uppbygginguna samkvæmt myndbandinu:
1. áfangi tilbúinn árið 2023: Ártún-Hlemmur og Hamraborg-Hlemmur. Þar ber að fagna að láta línuna fara frá Ártúni um Skeifu og Suðurlandsbraut hvar mikið er af fyrirtækjum og verslunum. Hin línan, Hamraborg-Hlemmur verður athyglisverð í gegnum Kársnesið og nýja Fossvogsbrú á leið sinni á Hlemminn.
2. áfangi tilbúinn árið 2024: Hamraborg-Lindir. Tímasetning á þessum legg línunnar vekur gjörhygli Gylforce-ins. Hvers vegna er þetta þriðji áfangi Borgarlínunnar??? Hepði ekki verið betra & mikilvægara að ráðast fyrst í Mjódd-BSÍ eða Kringlan-Fjörður??? Vissulega er Smáralind i þessum legg & mikilvægt að hafa góðar almenningssamgöngur að verslunarmiðstöðvum og geta verslunareigendur þar því tekið gleði sína.
Jæja meira síðar um hina áfangana sem eru:
3. áfangi 2026 Mjódd-BSÍ
4. áfangi 2030 Kringlan-Fjörður
5. áfangi 2031 Ártún-Spöng
6. áfangi 2033 Ártún-Mosfellsbær
Lífstíll | 29.9.2019 | 12:14 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Unaður á annað plan
almenningssamgöngur.
Sumum finnst það feigðarflan
fagur öðrum söngur.
Uppáhaldsmyndbandið mitt
Stjórnvöld kynntu í vikunni mikla samgönguáætlun til ársins 2033 hvar Borgarlínan kemur vitaskuld þar vel við sögu. En ekki hvað???
Hið fyrsta sem hið gamla hró dr.´s Gylforce hnýtur um er að nú er kostnaður við línuna áætlaður undir 50 milljörðum??? Dr.-inn man ekki betur en alls staðar í opinberum gögnum hefir upphæðin verið milli 60-70 milljarðar og það jafnvel varlega áætlað!!!
Verður þetta styttri lína eða eigum vér línverjar að borga brúsann???
Líklegt svar er hið fyrra; Borgarlínan sem kynnt er í myndbandinu verður ekki um 54-58 km að lengd eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það er í fínu lagi, það mátti alveg stytta línuna & nýta leiðakerfi Strætós fyrir ákveðin hverfi. Leiðanet Strætós mun aðlaga vagnana að línunni & er sú vinna í fullum gangi.
Enn & aptur; það eru spennandi tímar framundan. Fyrstu áfangar Borgarlínunnar, Hamraborg-Hlemmur & Ártún-Hlemmur eiga að vera tilbúnar eptir fjögur ár eða 2023.
Dr. Gylforce bíður spenntur.
Lífstíll | 28.9.2019 | 12:03 (breytt kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá kemur leið nítján á ný
nautn fyrir Gaflara.
Vélfákum sínum gefa frí
& fljótt ná að spara.
Leið 19 á ný
Loksins grillir í góðar breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi í Firðinum.
Dr. Gylforce hefir kallað eptir uppstokkun þessari um nokkra hríð. Alltof mörg leiðanúmer eru í gangi hjá Göflurum eins & staðan er í dag aukinheldur sem sumar leiðir ganga bara á morgnana meðan aðrar hafa alls kyns tíðni sem ruglar bara vagnverjann í ríminu. Nema hvað.
Sett verður á stofn leið 19 & á hún að leysa af hólmi leiðir 22, 33, 34, 43, 44. Áður var leið þessi til & þjónusta m.a. Norðlingaholtið. Hvað um það.
Stefnt er að því að leið 19 hefji leik á vígvöllum veganna á miðju næsta ári sem verður vonandi til þess að vagnverjum fjölgi til muna.
Lífstíll | 24.9.2019 | 16:08 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn Strætó bs. gaf á dögunum grænt ljós fyrir kaupum á tveimur strætisvögnum með hraði & án útboðs. Nema hvað.
Ekki er vanþörf - heldur vagnþörf - á að hressa upp á heldur aldurshniginn vagnaflota byggðasamlagsins.
Það var ljóst frá upphafi að ekki yrði um rafvagna frá Kína að ræða enda 14 slíkir komnir til landsins nú þegar & um að gera að sjá hvernig þeir pluma sig á vígvöllum veganna. Aukinheldur eru þeir dýrir í innkaupum þótt það jafni sig fljótt út þegar bensín/dísilreikningurinn er borinn saman við rafhleðsluna. Hvað um það.
Strætó bs. festi fjár í tveimur notuðum - en þó nýlegum - metanvögnum frá Scania sem er fagnaðarefni. Fyrir á byggðasamlagið tvo gamla sænskættaða vagna sem ganga fyrir metan & því löngu tímabært að fá fleiri. Auk þess eru þrír metanvagnar í notkun hjá Strætisvögnum Akureyrar, SVA, nyrðra.
Annar af tveimur vögnunum kom til landsins á dögunum. Hér er um lítið ekinn & vel með farinn sýningarvagn að ræða sem er enn skjannahvítur en mun væntanlega breytast í fagurgulan innan tíðar.
Vonandi bregður honum fyrir á vígvöllum veganna eins fljótt & auðið er. Dr. Gylforce getur vart beðið - maður lifandi!
Brátt við fáum bljúgan metan
sem bætir umhverfið.
Sannanlega góð er setan
& sæla fyrir vistkerfið.
Efsta mynd: Guðmundur Heiðar
Lífstíll | 23.9.2019 | 23:17 (breytt kl. 23:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýrlegur dagur er bíllaus
drífum okkur af stað.
Allir í vagna - ekkert raus
unaður - nema hvað!
Allir í vagninn!
Kæru höfuðborgarbúar!
Nú er tækifæri fyrir þá sem ekki hafa uppgötvað unað vagnanna. Það er frítt í strætó allan liðlangan daginn í tilefni af bíllausa deginum :)
Njótið, njótið!
Lífstíll | 22.9.2019 | 10:46 (breytt kl. 11:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Gylforce hefir tekið sér gott frí frá bloggi þessu en mætir nú tvíefldur til leiks. En ekki hvað??? Strætó og almenningssamgöngur virðast nú daglegt brauð í fréttamiðlum landsins sem er yfirleitt vel enda umferðarhnútar & óáran með mesta móti í höfuðborginni þetta haustið. Nema hvað.
Í slíku ástandi er líklegt að vagnverjum fjölgi & því mikilvægt að upplifun þeirra sé sem best frá byrjun. Tölur sýna að æ fleiri nýta sér vagnana & vonandi verður framhald á því.
Verjunum fjölgar
Þó hefir borið á vagnstjórum sem virðast á hálum ís & vegi við vinnu sína. Það skal hinsvegar skýrt tekið fram að reynsla dr. Gylforce er að flestir séu þeir til mikillar fyrirmyndar og sinni starfi sínu af alúð & yfirvegun. En ávallt eru einhverjir sem virðast ekki vera með sín dekk & drif í lagi. Illu heilli.
Vagnstjóri í ruglinu
Vagnstjórar: Þið vaknið nú
viðhorf ykkar bætið.
Eflið vagnsins von & trú
& verjana kætið.
Lífstíll | 21.9.2019 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verið lausna að leita
lykkjurnar tefja för.
Öllum brögðum beita
sem bæta okkar kjör.
Bandarískir námsmenn leita lausna
Dr. Gylforce hefir tekið eptir ungmennum í gulum vestum við Mjódd okkar Breiðhyltinga, hvar þau vaða á oss vagnverja & spyrja okkur í hvaða leið við ætlum næst.
Hér er um hóp bandarískra nema að ræða sem koma hingað í verkefnavinnu & er m.a. ætlað að vinna að umbótum í almenningssamgöngum fyrir oss höfuðborgarbúa. Ekki er nú vanþörf á því - maður lifandi!
Þau fylgjast með okkur, kortleggja ferðir okkar & er svo vitaskuld ætlað að koma með úrlausnir á þessu stóra máli. En ekki hvað???
Nemarnir koma frá Worcester tækniháskólanum sem er skammt frá Boston. Það verður aukinheldur fróðlegt að fylgjast með hvað ungmenni þessi hafa fram að færa en líklega verður nú erfitt að hafa upp á niðurstöðum þeirra þegar þar að kemur - eða hvað??? Nema hvað???
Lífstíll | 6.9.2019 | 09:34 (breytt kl. 09:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar