Færsluflokkur: Lífstíll
Átta nú vilja áfanga
erlend firma flest.
Borgarlínan alllanga
látlaust verður best.
Átta erlend firma
Það virðist vera töluverður áhugi hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í Evrópu á því að reisa fyrsta áfangann af Borgarlínunni. Góðu heilli.
Öll hafa þau íslensk fyrirtæki sér til fulltingis sem er vel en endanlegt val á því rétta á að liggja fyrir í nóvember. Spennandi!
Borgarlínan er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu & ríkisins. Hún á að verða hryggjarstykkið í almenningssamgöngum hér á svæðinu & uppbyggð með umhverfisvænum hraðvögnum (Bus Rapid Transit - BRT).
Í fyrsta áfanga er stefnt að 25 stoppistöðvum samkvæmt fyrstu tillögum. Áfanginn verður þrettán kílómetra langur - Hamraborg/Ártúnshöfði - & er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Yfir&út!
Lífstíll | 8.6.2020 | 23:30 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bugta mig & beygi
bráðum kemst í feitt.
Sóttvarnarlæknir segir
svæðið má vera eitt.
Framdyr opnast
Frá & með morgundeginum verður svæðið innandyra í vinum vorum - vögnunum - eitt eins & áður. Vagnverjar mega nú gjörast léttstígir & fara inn að framan eins & vera ber.
Þá er ekki úr vegi að rifja upp regluna; inn að framan - út að aptan. Maður lifandi!
Dr. Gylforce einhenti sér vitaskuld í vagnana í gær & var ekki annað að sjá en að byggðasamlagið hafi tekið örlítið forskot á sæluna. Doksi kallinn gekk iðulega inn að framan er hann fékk sér far með leiðum 1, 3, & 4.
Yndislegt!
Lífstíll | 7.6.2020 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bátastrætó styð ég heitt
strætó líka - bæði.
Getur ferðum gjörla breytt
um Gufunessvæði.
Borgarstjóri kynnir bátastrætó
Doktor Gylforce tekur heilshugar undir með borgarstjóra vorum, hvar hann kynnti ásamt meirihlutanum í borginni hugmyndir um bátastrætó.
Ætlunin er að fá bátavagninn til þess að fara á milli Gufuness, bryggjuhverfisins & miðbæjarins - & jafnvel er Viðey líka inn í myndinni.
Þetta er góð hugmynd & afar spennandi - maður lifandi!
Bátastrætó var reyndur sumar eitt milli Akraness & Reykjavíkur en hlaut nú ekki sérstaklega góðar viðtökur hjá oss vagnverjum.
Vonandi kemst þessi hugmynd á koppinn & lofar doksi kallinn að vera duglegur að sækja bátavagninn heim ef af verður. Lofar!
Yfir&út!
Lífstíll | 2.6.2020 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hundrað skýli hafa nú
hárnákvæmt kerfi.
Ætli hugmyndin sé sú
að setja í öll hverfi?
Rauntímatöflur orðnar raunveruleiki
Í síðustu viku var mikið fagnaðarefni, hvar borgarstjórinn hleypti á stokkunum rauntímatöflu. Í framhaldinu verða sett svokölluð LED-biðskýli út um hvippinn & hvappinn & munu þau verða eitt hundrað talsins í árslok.
Hægt og bítandi eru því almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu að þokast í rétta átt.
Dr. Gylforce hefir lengi beðið eptir þessu enda afar þægilegt að vita hve langt er í næsta vagn.
Vel gert - & svo mun nýja greiðslukerfið - Klappið - líta dagsins ljós á næsta ári :)
Lífstíll | 1.6.2020 | 12:59 (breytt kl. 20:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce-inn með höppum & glöppum
í Grafarvogi beið.
Kynnisferðir í dansi kröppum
keyrt á sjöundu leið.
Keyrt á leið 7
Í marsmánuði tóku Kynnisferðir við leið 7 af Strætó bs., hvar leið sú ekur frá Grafarvogi yfir í ný hverfi þeirra Mosfellinga. Nema hvað.
Í kvöld lenti annar vagninn á leiðinni í kröppum dansi rétt hjá Egilshöllinni.
Góðu heilli urðu ekki slys á fólki & ekki er annað að sjá en að Crosswayvagninn sé lítið skemmdur.
Vonandi kemst hann fljótt út á vígvelli veganna enda lítið um varavagna á þeim bænum.
Yfir&út!
Lífstíll | 31.5.2020 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keflvízki vagninn er jú kúl
kneyfði öl við setrið.
Rokksafn, Olsen & Rúni Júl
ríf´upp sálartetrið.
Dr. Gylforce tók á sig rögg hvíldardag þennan, hvar hann loksins einhenti sér í leið 55 suður í Bítlabæinn. En ekki hvað???
Hingað til hefir doksi kallinn aðeins tekið leið þessa frá BSÍ í Fjörðinn - & öfugt - en nú sá hann dýrðina eina & hélt sunnan Straums eins & innfæddir segja. Nema hvað.
Dr.-inn hjó eptir því að leið 55 leggur einungis í hann frá Firðinum á sunnudögum sem skipti hann reyndar öngvu máli að þessu sinni.
Doksi kallinn lét innanbæjarvagna þeirra Bítlbæinga vera. Í staðinn gæddi hann sér á safaríkum börger & kneyfaði ölið af áfergju eins & vera ber í afar góðra vagnverja hópi.
Dr. Gylforce mun svo efalítið smjatta á keflvízkum innanbæjarvögnum þegar enn hlýnar í veðri hér á Fróni.
Yfir&út!
Lífstíll | 24.5.2020 | 21:28 (breytt kl. 21:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Doktorinn vildi í Daðann
& dreif sig á hans fund.
Vagninn mig gerir glaðan
ég gleymi stað & stund.
Öll við sællega syngjum
sönglar hann næsta stopp.
Leitaði dyrum & dyngjum
djöfulsins þetta flopp!
Dr. Gylforce hélt rakleitt á vit vagna hér í gettóinu, hvar hann vildi að sjálfsögðu næla sér í Gagnavagninn hans Daða á leið 4. En ekki hvað???
Venju samkvæmt valhoppaði doksi kallinn af eftirvæntingu út í næsta skýli. Ekki reyndist vagn dr.´s vera Gagnavagninn geðþekki & því lítið annað að gera en skunda með honum í Mjódd okkar Breiðhyltinga & sjá hinn fjarkann.
Ekki var það Gagnavagninn & því fátt annað í stöðunni en að halda í Hamraborgina & athuga með þriðja vagninn á leið 4.
Enn bólaði ekkert á Gagnavagninum & þraut Gylforceinn hér öreindið & einhenti sér í leið 2 & hélt um lendur Vatnsendans.
Vonandi nær dr. Gylforce í skottið á Gagnavagninum á morgun. Koma svoooooo!!!
Yfir&út!
Lífstíll | 22.5.2020 | 00:15 (breytt kl. 00:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukin er tíðnin - unaður
á mér ekki stendur.
Mjúklega líður - munaður
um mikillegar lendur.
Aukin tíðni á ný
Mínir virðulegu vagnverjar!
Í dag verið óhræddir, því, sjá, dr.-inn boðar ykkur mikinn fögnuð sem veitast mun öllum verjum:
Yður er í dag frelsið fætt, sem eru vagnar á vígvöllum veganna, í borg hins skeggjaða Dags.
Og hafið þetta til marks: Þið munuð finna rafvagna, hljóðláta, akandi um götur (með þéttri tíðni).
Dýrð sé vögnum á vígvöllum
& friður á jörðu og velþóknun vagnstjóra yfir oss vagnverjum.
Amen.
Lífstíll | 18.5.2020 | 20:13 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagurinn feitan sökk-
aði - sá hann ekki.
Fékk í háls ekki bara kökk
heldur líka kekki.
Dr. Gylforce varð frá að hverfa ásamt litla vagnverjanum þennan annars fyrirtaks hvíldardag hvar þeir náðu ekki að finna Gagnavagninn geðþekka með Daðaröddinni. Illu heilli.
Dr.-inn gerði nokkrar tilraunir á leið 4 en varð eigi kápan úr því klæðinu. Fjórir vagnar sjá um aksturinn á leið 4 um helgar & því miður rakst doksi kallinn einungis á 174, 176 & 187 Crossway vagnana á vappi hér um breiðhylsk börð & stræti. Einn vagn vantaði í sarpinn & mögulega var það Gagnavagninn - hvur veit???
Það gengur bara betur næst.
Amen.
Lífstíll | 17.5.2020 | 22:52 (breytt 18.5.2020 kl. 11:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagn þessi er eðalgrænn
engin keppni - kræst!
Í honum Daði kyrjar kænn
hvar hann stoppar næst.
Skotmark fyrir hinn unga & aldna vagnverja er komið. Vitaskuld er það hinn glæsilegi Gagnavagn er kemur vonandi til með að aka leið 4 um helgina.
Feðgar munu efalítið eiga langdvalir & þrásetur með honum þessum næstu daga - maður lifandi!
Yfir&út!
Myndir: Strætó
Lífstíll | 15.5.2020 | 16:37 (breytt kl. 20:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 119307
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar