Hinn göfuglyndi & gjafmildi dr. Gylforce hefir af því bæði gagn & gaman að taka vagna á föstudags- & laugardagskvöldum. Nema hvað.
Optar en ekki er rólegt í vögnunum á þessum tíma sem hentar Gylforce-num stundum ágætlega.
Doksi kallinn rölti yfir til Kópvæginga eitt indælt frjádagskvöld & tók leið 2 við Salaveginn. Vagninn var á leið í Mjódd okkar Breiðhyltinga með um 10 vagnverja sem var í raun óvenjulegur fjöldi. Þegar betur var að gáð voru allir vagnverjarnir, utan doksa, af erlendu bergi brotnir. Dr.-inn skipti um vagn í Mjódd & hugði á ferð í Fjörðinn með leið 21.
Hugmyndin var að nema staðar í Firði & ganga með Göflurum en ekki þó ganga af göflunum. Vonandi ekki!
Góðu heilli voru flóttamennirnir tíu á sömu leið og dr.-inn. Af þeim voru sex hressir krakkar sem héldu uppi stuðinu alla leið. Þrátt fyrir ys & þys í vagninum gaf þetta doksa kallinum hugarró & hugljúfa ferð á þessu ljúfa frjádagskveldi. Amen.
Hugarró var í unaðsferð
út í Hafnarfirði.
Með flóttafólki af bestu gerð
sem fráleitt er byrði.
Flokkur: Bloggar | 8.7.2018 | 21:23 (breytt kl. 21:31) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 124042
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.