Stjórnin skriplar á skötu
undan skýringunum sveið.
Ber keim af Forsætis-Kötu
með keyrslu vel af leið.
Neikvæður niðurskurður
Dr. Gylforce hefir undanfarið fjallað um fyrirhugaðar skerðingar á hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. Doksi kallinn hélt reyndar að stjórn byggðasamlagsins ætti eptir að samþykkja tillögurnar endanlega en svá virðist vart vera. Hvað um það.Ferns konar skerðingarnar hefir stjórnin í hyggju. Óþarfi er að tíunda þær hér, reyndar hefir doksi minnst á nokkrar af þeim í öðrum færslum. Nema hvað.
Mestu vonbrigðin í "hagræðingaraðgerðunum" eru líklega þau að draga úr tíðni á sumrin á þremur leiðum, 18, 24 & 28. Stjórnin réttlætir það með því að segja að lítil notkun hafi verið á þessum leiðum yfir sumartímann. Það má vel vera. En eftir hvað??? Eitt sumar??? WTF!!! Var ekki möguleiki á að hafa tíðnina örari nokkur sumur í röð & taka þá ákvörðun um framhaldið???Hér virðist stjórnin þrjóta öreindið. Illu heilli. Vissulega eru miklir fjármunir undir en að bjóða upp á 15 mínútna tíðni á þessum þremur leiðum eitt sumar & slá það síðan út af borðinu er ekki mjög stórmannlegt. & þaðan af síður til þess fallið að fjölga vagnverjum.
Vonandi hættir stjórn byggðasamlagsins þessum handahófskenndu vinnubrögðum & reynir að bæta þjónusta & auka tíðni en draga ekki svo alltaf í land.
Hvað ætli verði um 7,5 mínútna tíðnina á annatíma sem stefnt er að árið 2020 á fjölförnustu leiðunum???Það er löngu tímabært að byggðasamlagið leiti allra leiða til þess að bæta þjónustuna & fjölga vagnverjum & láti allan hringlandahátt lönd & leið. & hana-nú!
Flokkur: Bílar og akstur | 10.1.2019 | 21:57 (breytt kl. 21:59) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.