Vagnverji virtur að vettugi ...

Virtur að vettugi
vont er ómakið.
Bílstjóri syndugi
segðu afsakið.

Virtur að vettugi

Það bárust ekki góðar fréttir af vagnstjóra einum - líklega á leið leiðanna, leið 1 - varðandi samskipti hans við vagnverja einn. Sá er bundinn hjólastól og vildi vitaskuld taka sér far með vinum vorum, vögnunum. 

Vagnstjórinn hafnaði því & taldi sig ekki þurfa að aðstoða verjann við að komast inn í vagninn. Það er gegn vinnureglum Strætó og veit dr.-inn mætavel að byggðasamlagið mun bregðast hratt og örugglega í þessu máli.

Góðu heilli heyra svona leiðindaatvik til undantekninga.

Yfir&út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held ég kannist við kauða ( íslendingur). Sá var að keyra ásinn þegar ég tók strætó fyrir þrem árum síðan. Hann neitaði að hleypa fólki út í Firðinum vegna þess að það hringdi ekki bjöllunni ( þetta er skiptistöð en ekki bara stoppistöð). Ég lét þjónustumiðstöðina vita en það virtist ekkert hafa verið gert í málunum. Á þessum tíma ætlaði ég að sleppa einkabílnum og nota frekar strætó. En almenn leiðindi og óliðlegheit ökumanna, sérstaklega útlendinganna leiddi til þess að ég snéri til baka og keypti mér gamlan bíl sem ég skrönhlast nú á. Svona atvik heyrir sennilega til undantekninga en þjónustulund Strætó og margra starfsmanna þar ( bílstjóra) er ekki eitthvað sem heyrir til undantekninga. Því miður.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband