Færsluflokkur: Bloggar
Hundur svartur hoppar inn
hér er fart á vagni.
Verjapartur er voffinn
með viðvarandi fagni.
Hinn eðalborni & ákafi dr. Gylforce var ákaflega ánægður á dögunum, hvar hann sat sem fyrr í leið 4 með ferfættlingi. Maður lifandi!Strætó bs. tilkynnti í byrjun marsmánaðar að gæludýr væru leyfð í vögnunum með ákveðnum skilyrðum.
Fram kemur á ruv.is að þrír vagnverjar hafi óskað eptir því að fá kort sín endurgreidd vegna loðinna ferfætlinga í vögnunum. Það er ekki mikið. Hvað um það.
http://www.ruv.is/frett/endurgreiddu-thrju-straetokort-vegna-gaeludyra
Dr.-inn sat með seppa í fjarkanum frá Engihjalla að Hamraborg þeirra Kópvæginga & varð ekkert var við hann. Vonandi hittir doksi kallinn fleiri gæludýr í næstu ferðum.
Yfir&út!
Bloggar | 20.3.2018 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir koma gjarnan að gagni
glæstir um langan veg.
Í vikugömlum vagni
er veröldin dásamleg.
Hinn spaki & sperrti dr. Gylforce spratt bísperrtur af stað um helgina & hélt vitaskuld á vit vagna. En ekki hvað???Gylforce-inn sér fram á gósentíð í vögnunum, hvar verktakinn við sundin blá hefir nú tekið í notkun tíu glæsta Iveco Crossway vagna. & ekki sé minnst á rafvagnana sem Strætó bs hyggst nota en nokkrir af þeim eru komnir til landsins & eru væntanlegir á vígvelli veganna eptir nokkrar vikur. Maður lifandi.
Dr.-inn einhenti sér í glæstan & glænýjan Iveco vagn frá Kynnisferðum. Doksa telst svo til að vagninn sé aðeins búinn að vera í um viku í akstri. Þetta var vagn númer 350 á leið 17 en nýju vagnarnir hafa fengið raðnúmerin 341-350. Það er alltaf jafn gaman að sitja í spánnýjum & spennandi vagni; finna lyktina & sá allt glænýtt & vel með farið. Aukinheldur hapði doksi gaman af stanzrofunum í vagninum en þeir eru með öðrum hætti en í sambærilegum vögnum sem Strætó bs. notar. Hvað um það.
Dr.-inn hélt frá Mjódd að Hlemmi með um tug vagnverja & hélt glaður í bragði heim á leið með hinum hvítgula vagni á leið 4.
Amen.
Bloggar | 18.3.2018 | 10:20 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kastar nú tólfum hér
keyrir úr hófi.
Í vögnunum títt ég er
á einhverfurófi.
Hinn glaðhlakkalegi & guðdómlegi dr. Gylforce hefir gengið rösklega til vagna sinna, hvar hann hitti raunar aðeins fyrir eina leið í gær að þessu sinni, leið 12.
Hin tólfta leið er ein þessara leiða sem hefir verið stöðugt í sókn enda góður kostur fyrir oss vagnverja til að komast t.d. frá Mjódd að Hlemmi með viðkomu á Kirkjusand eða Borgartún. Nú, eða öfugt - maður lifandi!Tímatöflur leiðarinnar hafa aðeins verið að stríða okkur vagnverjum. Þær tóku breytingum í janúar & vonandi nær vagninn að halda betur áætlun á komandi misserum.
Kynnisferðir annast aksturinn & buðu upp á a.m.k. tvo spánnýja & spræka Iveco Crossway vagna á leið 12 & virðast allir 10 nýju vagnarnir þeirra vera komnir á fulla ferð á vígvöllum veganna. Hina má t.d. finna á leið 15. Hvað um það.
Amen.
Bloggar | 14.3.2018 | 14:04 (breytt kl. 14:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýir vagnar - nú verð ég ær
notalegra að þjóta.
Meistaravellir - Mosfellsbær
munu þeirra njóta.
Hinn fráleitt iðjulausi & drabbsami dr. Gylforce hefir hapt hljótt mjög um sig undanfarið, hvar flensuskítur & annað fokk hefir sótt að doksa kallinum. Maður lifandi.
Dr. Gylforce hefir þó verið sem eilífur augnakarl í vögnunum - vinum vorum - eptir að hann komst á lappir. En ekki hvað???
Samkvæmt fréttum hefir verktakinn inn við sundin lent í kröppum dansi undanfarið vegna tíðra bilana vagna.
Kynnisferðir á kamrinum
Þessi váfrétt leiðir hugann óneitanlega að hinum hollensku VDL-vögnum sem eru 75% af vögnum Kynnsiferða (eða voru réttara sagt). Þola þeir ekki rysjótta tíð; rok & rigningu???
Aukinheldur spyr doksi sig í sífellu; hvernig mun þá rafvögnunum fjórtán, sem væntanlegir eru á vordögum, reiða af á veturna???
Hvað um það.
Kynnisferðir hafa nú fengið 10 nýja 12 metra langa Iveco Crossway sem segir doksa kallinum að þeir séu ekki alltof hrifnir af Hollendingnum sökkvandi!
Bloggar | 12.3.2018 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hinn snævugi & snögghærði dr. Gylforce hélt sem snöggvast á vit vagna í gærkvöldi, hvar hann loksins snaraði sér í leiðir 35 & 36 eptir breytingarnar sem gerðar voru í janúar síðastliðnum. Nema hvað.
Stundum vekja ákvarðanir Strætó bs. furðu. Ekki opt þó. Hvað um það.
Í janúar kom þörf breyting á leið 35 sem fólst í því að aka leiðina bæði réttsælis & rangsælis; annar vagninn fer í vesturátt frá Hamraborginni út á Kársnesið en hin í gamla austurbæinn. Nefndust nú vagnarnir annaðhvort á réttunni eða röngunni & báðar sem leið 35 enda litið svá á að um hringleið sé að ræða en ekki tvær aðskildar leiðir. Fáir skildu þó fyrirkomulagið & olli þetta miklum misskilningi aukinheldur sem sami háttur var gerður fyrir nokkrum árum en þá hétu leiðirnar annars vegar leið 35 & hinsvegar leið 36.
Góðu heilli breytti Strætó bs. - eptir smá hringl - í leiðir 35 & 36 sem dr. Gylforce naut sín vel í. Eina sem truflaði doksa kallinn í gærkvöldinu var hringlandaháttur verktakans sem er sí & æ að skipta út vögnum á leiðum 28, 35 & 36.
Kannski býr einhver galdur í því sem hið gamla hró doksa skilur ei.
Réttsælis eða rangsælis
rugl á bifreiðum.
Tekin af öll tvímæli
með tveimur leiðum.
Bloggar | 7.2.2018 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnarnir - vinir vorir - eru væntanlega í kröppum dansi á vígvöllum veganna með tímaáætlanir sínar þegar þetta er ritað. Nema hvað.
Dr. Gylforce sendir þeim baráttukveðjur en sjálfur er doksi kallinn innivið vegna flensu.
Vinir mínir í vanda
vindur, snjór & hált.
Þá er bara að anda
& elska lífið sjálft.
Bloggar | 5.2.2018 | 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn þorstláti & þykkvaxni dr. Gylforce þjóraði þá nokkra í borg óttans frjádaginn góða, hvar hann hélt vitaskuld á vit vagna. Nema hvað.
Dr.-inn hélt rakleitt á hanastél í höfuðborginni & hrósaði mjög leið leiðanna, leið 1, hvar hún var jú komin með hina yndislegu tíu mínútna tíðni.
Hinn léttleikandi 178 "Gaypride" vagn bauðst til fararinnar & brunaði með doksa kallinn í sollinn. En ekki hvað???Dr.-inn gekk hægt um vagnanna dyr í gær en mun greiðar inn um dyr gleðinnar.
Eptir að hafa gælt við þann görótta í gríð & erg, glaðst & hlegið með kollegum sínum gekk dr.-inn spölkorn & hóaði í 219 vagninn á leið 11.
Doksi kallinn fékk svá ferð í Stútulautarselið sitt með leið 3 við Mjódd okkar Breiðhyltinga & fagnaði um leið þeirri ákvörðun stjórnar Strætó að leyfa gæludýr í vinum vorum.
Froskar, hundar - ekki fákar
fá núna sitt pláss.
Skriðdýr lika - ekki snákar
sannkallað vagnastáss!
Gæludýr í þá gulu
Bloggar | 3.2.2018 | 11:22 (breytt kl. 14:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn ráðvandi & ráðagóði dr. Gylforce reif sig í góða ferð með ungviðið úr mennta- & menningarsetrinu við Fannborgina, hvar við héldum austur fyrir fjall. Nema hvað.
Eptir stuttan rúnt með leið 4 upp í Mjódd skellti dr.-inn sér í leið 51 með ungviðið. Að þessu sinni var förinni heitið til Hveragerðis. Vagnar sem aka út á land eru í flestum tilfellum blágulir á litinn. Vagninn var á leið til Víkur - en nemur auðvitað staðar í Hveragerði & Selfoss - & heldur svo áfram alla leið að Höfn í Hornafirði eptir stuttan stans í Mýrdalnum.
Hópbílar annast akstur á leið þessari & bjóða oss vagnverjum upp á fína Irisbusvagna, þýðlegan akstur, gott fótapláss & vitaskuld bílbelti í hverjum sæti - en ekki hvað???
Í blágulum er hátíð í bæ
börkinn heila seiðir.
Ávallt ég minn fiðring fæ
er fer hann sínar leiðir.
Bloggar | 23.1.2018 | 19:25 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Garðabænum skipt´um gír
Gaflara hitti næst.
Í flotanum er flunkunýr
flottur - dísess kræst!
Hinn öri & ágæti, frækni & fullhugi dr. Gylforce gerði sér far með nýjasta vagninum í flotanum, 125 Iveco Crossway, hvar hann spígsporaði inn í leið leiðanna, leið 1. Nema hvað.
Dr. Gylforce hélt til Gaflara & gekk glaðsinna & gæfulegur inn í leið 1 í Hamraborg þeirra Kópvæginga.
Aldrei þess vant voru ekki ýkja margir vagnverjar um borð - enda vagninn utan háannatíma - & brunaði hann í gegnum Garðabæinn áleiðis í Fjörðinn.
Vagn þess hefir staðið sína vacht frá því seint á haustdögum. Og nú berst doksa kallinum það til eyrna að Kynnisferðir séu að fá 10 slíka vagna innan tíðar. Verða þeir aðallega brúkaðir á leið 15 aukinheldur sem búast má við þeim á öðrum leiðum þeirra. Hvað um það.
Það verður veisla - maður lifandi!
Bloggar | 22.1.2018 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn eðalborni & eðlisgóði dr. Gylforce lenti í heldur furðulegu atviki, hvar hann hugðist aptur reyna að komast í leið 28 við Hvammsveg þeirra Kópvæginga. Nema hvað.
Að þessu sinni mætti dr. Gylforce vel tímanlega við stoppistöðina & ætlaði ekki að missa aptur af gjörbreyttri leið 28.
Dr.-inn stóð við staurinn & hugðist taka leið 28 til vesturs. Vagninn kom & doksi undirbjó Appið í símanum. Sá guli hægði á sér en stoppaði EKKI & ók framhjá doksa kallinum!!!Dr.-inn varð svo hissa & reiður að hann hljóp á eptir hinum stutta 337 Ivecovagni öskrandi & veifandi eins & geðsjúklingur. Hvernig í ósköpunum gat vagnstjórinn ekki séð hann???
Loksins virtist hann hafa heyrt í doksa & stoppaði u.þ.b. 50 metra frá staurnum. Vagnstjórinn virkaði þreytulegur & sagði bara; sorry, sorry.Tveir aðrir vagnverjar fengu síðan vægt sjokk í ferð þessari þegar vagninn ók inn í hringtorg á Fífuhvammsveginum & fór sömu leið tilbaka; héldu þeir að vagninn væri aptur á leið upp í efri byggðirnar.
Þetta er breyting á leiðinni, sem varð 7. janúar síðastliðinn & er örugglega til hins verra.
Vonandi sér Strætó bs. það hið fyrsta & lætur leið 28 ganga aptur um Dalsmárann.
Yfir&út!
Vankaður er vagnstjórinn
virkar ekki glaður.
Hleypir ekki doksa inn
- endemis þvaður!
Bloggar | 21.1.2018 | 20:02 (breytt kl. 20:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 124045
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar