Færsluflokkur: Lífstíll
Uppbygging borgarlínu
Hepst nú ferlið formlega
í fyrstu þessu kveið.
Verkefnið met´& vega
velja fyrstu leið.
Í ár hefst formleg uppbygging á Borgarlínunni svokölluðu sem gerbreyta mun almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Þótt framkvæmdin sé umdeild - enda afar dýr framkvæmd & ekki alveg fyrirséð hvernig íbúar munu taka Borgarlínunni - er ljóst að drastískra aðgerða er þörf í umferðinni - & þótt fyrr hepði verið. Um það eru allir sammála.Auk Borgarlínu er í deiglunni töluverðar vega- og göngustígaframkvæmdir sem er líka mikilvægt en fram til ársins 2030 gera spár ráð fyrir um 40% aukningu á heildarakstri á höfuðborgarsvæðinu, & um 24% miðað við breyttar ferðavenjur (fleiri ferðir með almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi). Maður lifandi!
Líklegt má teljast að í 1. áfanga af Borgarlínu verði hafist handa við línur frá Hafnarfirði að miðbænum & annaðhvort frá Grafarvogi eða Mosfellsbæ áleiðis niður í bæ. Línur þessar hafa fengið merkinguna A & B & eru í dag meðal fjölförnustu leiða í leiðakerfi Strætós. Aukinheldur hefir Strætó bs. hrint af stað vinnu við að aðlaga hið lostfagra leiðakerfi vagnanna að Borgarlínunni enda meikar það lítinn sens að hafa t.d. leiðir 1 & 6, sem aka frá Firði & Grafravogi í miðbæinn, í núverandi mynd þegar línan hefur göngu sína.
Enn & aptur; það eru því afar spennandi tímar framundan!
Lífstíll | 1.5.2019 | 08:41 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði meðal Gaflara
sem göfga mun Fjörðinn.
Aukin tíðni - alvara
upp fylla í skörðin.
Nýtt leiðakerfi í FirðinumHið opinbera kerfi tekur sér ávallt dágóðan tíma til ákvarðana sem er máske ágætt. Þessi misserin hefir leiðakerfið í Firðinum verið til skoðunar & vonandi rofar nú til svo nauðsynlegar breytingar nái fram að ganga á þessu ári. Nema hvað.
Enda þótt dr. Gylforce sé ekki eilífur augnakarl í Firðinum góða, þá hefir honum ávallt fundist leiðakerfið þar innabæjar óreiðukennt, að ekki sé nú minnst á leiðanúmer vagnanna. Maður lifandi!
Alltof mörg leiðanúmer eru á vögnunum aukinheldur sem akstur þeirra hefir vakið furðu doksa
kallsins.
Nú er lagt til að einungis þrjár leiðir verði hjá Göflurunum; leið 1, 21 & nýtt leiðanúmer 41 (lúkkar vel) aukinheldur sem leið 21 mun aka á 15 mínútna fresti á annatímum. Vel gert!Einhverjar stoppistöðvar munu heyra sögunni til en aðrar líta dagsins ljós eins & von er þegar svona drastískar breytingar eiga sér stað. Skoða þarf vel hvernig það kemur út fyrir oss vagnverja.
Vonandi verða þessar breytingar að veruleika í ágúst svo einfaldara verði að taka vagninn suður í Firði. Enn ekki hvað???
Amen.
Neðsta mynd: 1819.is
Lífstíll | 28.4.2019 | 20:05 (breytt kl. 20:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólki á hæðinni fínu
fjölgar saman smám.
Betra fyrir Borgarlínu
bölvað fyrir nám.
Sjómannaskólareitur & Veðurstofuhæð
Reykjavíkurborg heldur áfram þéttingarstefnu sinni & hyggst á næstu misserum breyta Sjómannaskólareitnum og Veðurstofuhæðinni í byggð. Nema hvað.
Nú hefir verið samþykkt breytingartillaga við aðalskipulag svæðisins hvar gert verður ráð fyrir enn fleiri íbúum á svæðinu en í fyrstu.Það mun hafa góð áhrif á fyrirhugaða Borgarlínu sem verður að öllum líkindum allt þarna í kring. Hvað um það.
Aukinheldur hefst nú Strætó bs. á næstunni handa við að aðlaga leiðakerfi sitt að að Borgarlínunni & hefir sett starfshóp á laggirnar.
Spennandi - en ekki hvað???
Lífstíll | 27.4.2019 | 19:29 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce brenndur & bitur
böðlast samt á leið.
Fráleitt er verjinn vitur
sem væflast í bifreið.Hinn sívali & síþreytti dr. Gylforce sá í gögnum byggðasamlagsins að gert er ráð fyrir um 300 milljónum króna til vagnakaupa árlega á næstu fimm árum. Máske þykja mönnum það dágóð upphæð en er það svo???
Ef festa á fjár í umhverfisvænum vögnum, eins & fleiri rafvögnum úr Austurvegi, fást um fjórir vagnar á hverju ári. Það eru nú öll herlegheitin aukinheldur sem ólíklegt þykir að fleiri komi þaðan; bíða skal & sjá hvernig þessir fjórtán sem þegar eru hér, reynast á vígvöllum veganna.
Líklegt má telja að eigi fleiri rafvagnar komi í bili enda hefir Strætó bs. gefið það út að ætlunin sé að kaup metanvagna í ár. Jibbíkóla!
Dr.-num líst afar vel á það. Akureyrarbær er með þrjá slíka í rekstri - & gengur vel - aukinheldur sem verð á einum slíkum er umtalsvert lægra en á rafvagni. Kaupa má um sjö metanvagna fyrir um 300 milljónir króna í stað fjögurra rafvagna.Vonandi verður umboðsaðili Scania hlutskarpastur í útboði sem nú stendur fyrir dyrum & vér vagnverjar komum til með að sjá nýja sænskættaða metanvagna á vígvöllum veganna hér syðra á þessu ári.
Maður lifandi!!!
Amen.
Lífstíll | 23.4.2019 | 16:00 (breytt kl. 16:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagar tveir ömurð ein
öngvinn er þá vagn.
Endalaust vol & vein
virkilegt bölv & ragn.
Undirskriptir um breytingar
Það er ljóst að tíðni vagna hér nyrðra skorar ekki hátt hjá hinum létta & netta dr. Gylforce. Maður lifandi!
Á þjáningardeginum mikla hugði dr. Gylforce taka leið 6 við Hafnarstrætið. Nema hvað.
Vagninn á að koma þar ca. 55 mínútur yfir heila tímann. En ekkert gerðist.Dr. Gylforce beið & beið - & beið & beið. Þá fékk hann uppljomun & uppgötvaði; líklega er öngvinn akstur hvorki á föstudaginn langa né páskadag hér nyrðra.
Illu heilli.
Sem betur fer var dr. Gylforce sem eilífur augnakarl í metanvagninum á skírdag & tók nokkra unaðshringi. En ekki hvað???
Þessi tíðni nyrðra - maður minn! Hér verður að gera betur enda öngvu líkara en að hluti af íbúum vilji aukna þjónustu eins og sjá má í slóðinni efst.
Amen.
Lífstíll | 21.4.2019 | 10:00 (breytt kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vellíðan vel streymir
vagnar á parti sér.
Doktorinn opt dreymir
um dýrðina hér.
Það er eigi ofsögum sagt að ánægjan & unaðurinn umvefji dr. Gylforce meðal Oddeyringa. Maður lifandi!Ástæðan er efalítið metanvagnarnir sem eru í ofanálag frá fyrirmyndarríkinu Svíþjóð. Gerist vart betra!
Eina sem angrar hið gamla hró doktors er vitaskuld tíðni vagna - ef tíðni skyldi kalla - um helgar & á helgidögum; einvörðungu leið 6 er í boði & ekur frá kl. 12:18-18:18!!! WTF!!!
Gaman væri að vita hvað liggi að baki þessari furðulegu ákvörðun; hafa aðeins eina leið af sex í gangi um helgar & sleppa öllum akstri á morgnana & kvöldin. Var gerð skoðanakönnun meðal bæjarbúa hér nyrðra??? Vilja þeir virkilega hafa þetta svona??? Hvað um það.
Vagnverjarnir ungu & öldnu hafa vitaskuld tekið nokkra hringi með sexunni enda ekkert annað í stöðunni. Vonandi ber Strætó bs. gæfu til þess að velja þessa sænskættuðu Scania vagna þegar keyptir verða metanvagnar síðar á þessu ári fyrir höfuðborgarsvæðið.
Yfir&út!
Lífstíll | 18.4.2019 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamli jálkur göslast enn
gæði hrein frá Svíum.
Vonandi þó vagninn senn
víki fyrir nýjum.
Dr. Gylforce hélt ótrauður á vit vagna í gær, hvar hann var óðara kominn að okkar Frónbúar Mekka, Hlemmtorgi. Nema hvað.Dr.-inn gaut augum sínum að sænskættuðu stáli á leið 2 en vagnar frá fyrirmyndarríkinu virðast óðum týna tölunni hér á höfuðborgarsvæðinu. Illu heilli.
Á þessu ári hyggst byggðasamlagið Strætó festa kaup á metanvögnum. Vonandi verða þeir sænskættaðir en Norðlendingar hafa einmitt tekið þrjá slíka í notkun sem dr.-num líst afar vel. á. Svo vel raunar að í næstu viku vill hann óður taka hús á þeim. Hvað um það.
Dr. Gylforce gat eigi setið á sér & settist inn í þennan 17 ára gamla vagn á leið 2 & tók sér 50 mínútna rúnt frá Hlemmi að Mjódd okkar Breiðhyltinga í gegnum Grensás, Hamraborg, Smáralind & efri byggðir Kópavogs & leið þetta líkt & um 5 mínútur væri að ræða.
Unaður.
Lífstíll | 11.4.2019 | 09:14 (breytt kl. 19:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dropinn holar harðan stein
hægt mun bílum fækka.
Í unaði á sér akrein
öll mun streita lækka.
Fleiri nýir vagnverjar
Vel á sjötta þúsund einstaklingar gjörðust nýir vagnverjar eða endurnýjuðu kynnin sín við unaðinn - vagnana - á gráum gærdegi. Maður lifandi.
Dropinn holar steininn segir einhvers staðar & á það vel við í viðleitni Strætó bs. til þess að sporna við svifrykinu.
Strætó áætlar að hver frír dagur í vögnunum kosti byggðasamlagið um þrjár milljónir króna sem er vitaskuld ekki há fjárhæð í stóra samhenginu.
Vonandi verður áframhald á fríum ferðum ef fleiri gráir dagar eru framundan.
Amen.
Lífstíll | 9.4.2019 | 17:14 (breytt kl. 17:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fokkaðist upp fundurinn
með forkólfum leiða
í djöfuls rugli doktorinn
dæmalaus bleyða!
Strætó hélt opinn fund á dögunum með hagsmunaaðilum sínum. Fundur sá var einkar vel til fundinn & sýnir að byggðasamlagið hyggst hlusta á ábendingar okkar vagnverja. Nema hvað.
Dr. Gylforce hapði vitaskuld hug á að mæta á fund þennan, var meira að segja á leið á fundarstaðinn við Þönglabakkann hvar honum varð brátt í brók & slapp hann með naumindum til síns heima.
Skelfing mig nú skók
úr skólanum mínum.
Varð svo brátt í brók
í bus-i fínum.
Lífstíll | 4.4.2019 | 18:06 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnstjórar í verkfall
vilja meiri aur.
Upphefja sitt ákall
orðnir alveg staur.
Verkfall vagnstjóra
Í morgun hófst verkfall meðal vagnstjóra Kynnisferða sem ku hafa áhrif á 10 strætisvagnaleiðir. Eptir að verkfallið hófst sátu þeir þó ekki auðum höndum, heldur þrömmuðu fylktu liði um Hlemmtorgið í kröfugöngu.
Verkfall þeirra er frá 1.-30. apríl frá kl. 7-9 & 16-18 virka daga. Sumsé, á annatíma þegar flestir eru að nota vagnana.
Enda þótt dr. Gylforce sé leiður yfir því að vita til þess að vagnarnir séu stopp, styður hann vagnstjórana & vonar svo innilega að samningar takist um sanngjörn kjör.
Mynd: Benjamin Julian, tekin (án leyfis :( )af FB síðu samtaka um bíllausan lífsstíl.
Lífstíll | 1.4.2019 | 15:50 (breytt kl. 16:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 124036
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar