Það má með sanni segja að Grandi & umhverfi hans hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum misserum. Það þarf eigi að fara langt aptur í tímann þegar fátt var spennandi við tanga eða totu þessa á höfuðborgarsvæðinu.
Nú er þar að finna spennandi veitingastaði, hönnunarverslanir, kaffihús og söfn innan um fiskiðnaðarsögu & doksi veit ekki hvað & hvað. Nema hvað.
Skugga hefir þó borið á að einvörðungu leið 14 í hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins hefir komið oss vagnverjum til & frá Granda með alls kyns útúrdúrum sem reynast tímaþjófar. En ekki hvað???
Nú breytist það. Sem er vel. Leið 14 ekur nú beint niður Hverfisgötu frá Hlemmi til & frá Granda sem styttir leiðina til muna. Vér vagnverjar höfum tök á öðrum leiðum í stað gömlu leiðar 14 svo ekki er um mikla skerðingu að ræða, heldur framför sem er fyrirtak.
Heimili hönnunar
hugguleg ásján.
Beint á Granda brunar
bus númer fjórtán.
Nú þarf dr.-inn bara að bruna í bísperrta ferð um Grandagarðinn. Maður lifandi!
Flokkur: Bílar og akstur | 9.1.2019 | 14:42 (breytt kl. 16:03) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.