Vagnavafr ...

347Út í skýlið skrapp
skondraðist á leið.
Út um hvipp & hvapp
hvergi lengi beið.

Hinn víðförli & veraldavani dr. Gylforce vafraði ótt & títt í vini vora - vagnana - þennan annars heita & ljúfa laugardag.

Það reyndist skemmtilegt að dr. Gylforce komst í kynni við vagna Strætó bs, Hópbíla & Kynnisferðir að þessu sinni. 

Vitaskuld ætti það ekki skipta neinu máli en ennþá er örlítill blæbrigðamunur á verktökum og sjálfu byggðasamlaginu.

Dr.-inn arkaði inn í ellefuna í tvígang; leist nú lítt á blikuna í ferð sinni frá Mjódd sem eini vagnverjinn. Það breyttist ört á Bústaðaveginum & fljótt var orðið messufært í vagninum.

Aukinheldur tók dr. Gylforce sér far með leið 28 tvisvar sinnum; létt verk & löðurmannlegt er fyrir doksa kallinn að rölta úr selum yfir í sali þeirra Kópvæginga & hitta þar hina 28. leið. Nema hvað.

Kynnisferðir virðast hafa ákveðið að nota nýjustu vagnana á leiðum 12, 15 & 28. Það er vel til fundið.

IMG_0465Að lúkningu hélt dr. Gylforce hnarreistur í þristinn sinn frá Mjódd okkar Breiðhyltinga eins & lög gera ráð fyrir & hélt spenntur heim til að ná einhverju af sönglagakeppninni á Rúv.

En ekki hvað???


Reynt við rafvagna ...

Hinn skipulegi & skorinorti dr. Gylforce skaut sér skjótt í vini vora - vagnana - úr Fannborginni þegar hann gat. Nema hvað.

Dr. Gylforce hapði aukinheldur haldið með leið 4 úr laut & seli snemmindis. Dr.-inn tók aptur fjarkann síðdegis, sama vagn & vachti það gjörhygli Gylforce-ins að sama vagnstýran var í báðum ferðunum. Löng vakt það. Hvað um það.

13Dr.-inn reyndi að finna hina kínversku rafvagna & rakst á þá á leið leiðanna, leið 1, & leið 6. Illu heilli náði doksi kallinn ekki að sitja með þeim að þessu sinni en það gengur bara betur næst. En ekki hvað???

Þess í stað hóaði dr. Gylforce í leið 13 & brunaði með honum að Borgarspítala & muldraði um leið hið fornkveðna:

Hittast rafvagnar
á reinum okkar,
innblástur í umferð,
yndi algult;
afl & fengu,
úr Austurvegi;
drif skópu
& dekk gerðu.


Kominn á kreik ...

152Hinn (borgar)línulegi & lostafulli dr. Gylforce lagði leið sína í vagnana - vini vora - & freistaðist til þess að fara á fjörurnar við hina spánnýju & spennandi rafvagna úr austri. Nema hvað!

Illu heilli varð dr.-num ekki að ósk sinni. Öngva rafvagna sá hann í ferðum sínum en frétti af einum á leið 2. Hvað um það.

21731565_10155093037408348_1986154801055453777_oDr. Gylforce sté stoltur & stæltur inn í 177 Crossway vagninn á leið 4 hér við laut & sel. Vagninn sá er ekki lengur hvítur að lit, heldur farinn að feta hinn gula meðalveg. En ekki hvað???

Dr. Gylforce gerði sér aukinheldur far með leið 3 & fékk þar raðvagnana 151-153 & hélt með þeim ásamt urmul vagnverja frá Hlemmi - í gegnum Sæbraut að þessu sinni - áleiðis í Mjódd okkar Breiðhyltinga.

Amen.

Ég er kominn á kreik á ný
kem mér fljótt á vettvang.
Í þristinum með þrumugný
- þeytist minn vanagang.



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband