Afsakið hlé ...

apsakið hlé-2Þrettán ár er þokkalegt
af þusandi doksa.
Sum ykkar verðið máske svekkt
sá gamli er að koksa.

Já, mínir virðulegu vagnverjar. Það er komið að kærkominni pásu eptir 13 ár.




Hámenning í heil 13 ár ...

depositphotos_184926862-stock-illustration-logo-design-years-anniversary-whiteUpp á dag fyrir þrettán árum hóf dr. Gylforce upp raust sína sem enn hefir eigi þagnað. Doksi kallinn hefir bloggað á þremur síðum, fyrst straeto.blogcentral.is, svá dr-inn.blog.is & loks hér.

Fyrir um þrettán árum var ekki feitan gölt að flá er kom að umræðu & notkun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðiunu. Maður lifandi! Reyndar hapði þá um sumarið nýju leiðakerfi verið hleypt af stokkunum hjá Strætó bs. en allt kom fyrir ekki.

Vagnarnir voru að mati flestra einungis fyrir grunnskólanemendur & gamalmenni, geðsjúka & grey. 

Góðu heilli hefir það breyst mjög til batnaðar & virðist flóran af vagnverjum vera bara orðin hin fjölbreytilegasta.

Já, margt hefur áunnist & verið til bóta en enn er þó langt í land til þess að gera almenningssamgöngur að alvöru valkosti fyrir fólk. Máske mun fyrirhuguð Borgarlína breyta því, hvur veit?

Hvað um það. Dr.-inn nennir ekki að hanga í bloggi & hyggst halda á vit vagna & fagna áfanganum. Góðar stundir.


Breytingar um áramótin ...

leið 14 2019Út á Granda akstursleið
einfaldari & betri.
Ferðin verður góð & greið
gerist á miðjum vetri.

Byggðasamlagið Strætó hefir hapt fyrir reglu að breyta leiðakerfinu lostfagra annaðhvort í upphafi árs ellegar um miðjan ágúst. Nema hvað.

Nú senn rennur ár þetta sitt skeið & því fróðlegt fyrir oss vagnverja að vita hvort breytingar standi fyrir dyrum hjá Strætó.

& svarið er - ójá!

CaptureFyrst ber að nefna að leið 14 tekur töluverðum breytingum í janúar 2019. Í ljósi þess að Gamla-Hringbraut verður lokuð næstu sex árin vegna framkvæmda við Landspítalann er lagt til að leiðin aki frá Hlemmi niður Hverfisgötu & þaðan út á Granda. 

20171101130348-fae3b6a7Leið 14 verður mun styttri en áður aukinheldur sem hún hefir átt í vandræðum vegna seinkana, sérstaklega síðdegis um virka daga vegna umferðarinnar. 

Dr.-num líst ágætlega á breytingu þessa því auðvelt ætti að vera fyrir oss vagnverja að skipta um vagn á Hlemmi ef vér ætlum að skunda að Háskólasvæðinu eða Landspítala. & öfugt vitaskuld.

Þá er spennandi pæling að fá leið 14 til að aka um Reykjaveg en ekki Kringlumýrarbraut & stytta vegalengdina að Laugardalshöll & öllu sem þar er í boði.

Verzló-Grandi styttur

Auk breytingar á hinni fjórtándu leið leggur byggðasamlagið til að örlítil breyting verði á leið 3.

Frá & með ársbyrjun 2019 kemur hún til með að aka um Sæbraut hjá Hörpu í stað Hverfisgötu á leið sinni til & frá Hlemmi. 

Það er vel að bæta tengingu við hina fögru hljómleikahöll & draga um leið úr fjölda vagna sem aka um hina þröngu Hverfisgötu.

Breytingar þessar virðast því á réttri leið - líkt & vagnarnir, vinir vorir.

Amen.




Efri myndir 2: Fengnar úr fundargerð Strætó bs. 16. nóvember 2018.


Kolsvart kaupæði ...

blackfridayBrölti um bæinn
beið hér & hvar.
Önugur, óvæginn
afundinn, snar.

Dr. Gylforce sté í vagna sína í gær sem andlegur undirbúningur fyrir hinn biksvarta búðardag á hinni þeldökku þjakkargjörðarhátíð vestanhafs. Nema hvað.

blackfriday1Hin kolsvarta kaupgleði hefir vitaskuld hafið innreið sína í Litlu-Ameríku hvar urmull af ómissandi tilboðum flæðir yfir oss vagnverja nú sem aldrei fyrr. Maður lifandi!

18426229_10154731390778348_30638254_oEptir því sem doksi kemst næst er þó sama (lága) verðið í vagnana, vini vora á þessum Svartfözz. Jú, litlar 460 krónur fyrir unaðsrúnt & enn billegra ef verjinn hefir í fórum sínum einhvers konar kort frá Strætó bs. Hvað um það.

220px-StrætóÁ kolsvörtum degi
kaupæði hér.
Í vagni á vegi
vé mitt hann er.

Dr. Gylforce einhenti sér í hina seytjándu leið frá Mjódd okkar Breiðhyltinga í gær & hélt með henni að Hlemmi. Þaðan hélt doksi kallinn með leið 14 að Gömlu-Hringbraut en förinni var þangað heitið.

Í dag hyggst dr. Gylforce reyna að halda aptur af hinum meinilla Mammon & stíga inn í sem flesta vagna til þess að fita sitt sálartetur.

Yfir&út!


Dagur & drossían ...

Kolbrún_dagur_bílstjóriMinn Dagur Bé borgó
bílstjóra hefir sér.
Trauðla tekur strætó
í taugar á Kollu fer.

Dagur & drossíurnar

Áfram halda spjótin beittu að beinast að borgarstjóra okkar Reykvíkinga. Fulltrúi Flokks fólksins finnur því nú allt til foráttu að embætti borgarstjóra hafi bifreið & bílstjóra til umráða.

Dr. Gylforce minnist þess ekki að hafa séð borgarstjórann í vögnunum. Það er rétt. Hinsvegar er aðstoðarmaður hans tíður gestur þar aukinheldur sem nokkuð margir úr meirihlutanum kjósa að taka vagninn, hjóla eða jafnvel ganga til að komast leiðar sinnar. Hið sama verður vart sagt um minnihlutann í borginni nú um stundir. Eða er hann duglegur að nota eitthvað annað en einkabílinn til að komast á milli staða??? Aldrei heyrt um það en hvað um það.

Um eitt getur dr. Gylforce vitnað sem borgarstjórinn ætti að hafa í huga: Vagnarnir eru allra meina bót; andleg næring sem gerir sálatetrið spikfeitt & spriklandi glatt.

Máske óttast sálfræðingurinn síspyrjandi úr Flokki fólksins að missa spón úr aski sínum ef fólk fer að fara unnvörpum í vagnana & fá þar bót meina sinna??? Humm, humm???



Mynd: Dv.is


Seinkomur á síðdegi ...

46482598_374450729765480_6739915134765891584_nSíðdegis nú allir seinir
sit þó í þeim kyrr.
Ef þeir vær´á vegum einir
verjar kæmust fyrr.

Það var ekki hátt risið á vinum vorum, vögnunum, síðdegis á þessum miðvikudegi. Sumir kjósa að kalla dag þennan "vippudag" hvar vér vippum okkur yfir í seinni hluta vikunnar á degi Óðins. Hvað um það.

46518649_724441644602236_4950020306233196544_nLeið 12 var þó á réttum tíma frá Mjódd okkar Breiðhyltinga að Breiðhöpðanum. Ljómandi.

Dr. Gylforce hugði á ljúfa ferð með leið 16 frá Ártúni um sundin blá. Vagninn sá reyndist níu mínútum of seinn en það vachti gjörhygli Gylforceins að fá Iveco Crossway á leið þessari. Nema hvað.

Dr.-num langaði til að sverma fyrir metanvagni á leið 11 sem er nýr í flota þeirra Fjarðarmanna.

6Ekkert sást til metansins heldur fékk dr.-inn lúinn Irisbusvagn á ellefunni, sem aukinheldur var alltof sein, hvar hún brunaði með dr.-inn frá Hlemmi að Mjóddinni.

Það eru ekki alltaf jólin. Maður lifandi.


Öngvin útblástur - bara innblástur...

Lifnar allt við laut & sel
laus við dagsins bjástur.
Þegar rétta vagninn vel
er veitir innblástur.

Dr.-inn valhoppaði út eitt kvöldið í vikunni hvar hann vildi taka hús á rafvögnum & athuga hvort þeir væru í notkun kvöld þetta.

Gylforce-inn gaumgæfði vel hið breiðhyllzka gettó en varð eigi var við hina rafmögnuðu rafvagna úr austri.

Vagnarnir níu höpðu verið í fullu fjöri á annatímanum 14-18 dag þennan & líklegt að hleðslan hafi einfaldlega verið uppurin.

raflagnareglurEn það leiðir að næstu spurningu; hvað líður uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafvagnana svo hægt verði að nota þá sem 3ja vachta vagna, frá morgni til miðnættis?

Humm, humm?





Á áfangastað á átta ...

Doksi bæði dags & nátta
drjúgur magnar seið.
Á áfangastað á átta
með indælli leið.

Í góðviðri gærdagsins hélt dr. Gylforce með glyrnur sínar til athugunar á augndeild LSH. 

Vitaskuld hélt dr-inn á vit vagna en gekk þó fyrst hröðum skrefum frá Kársnesi að Hamraborginni háu & fögru. Takmarkið var að tjútta inn í leið leiðanna, leið 1, & líða með leið þeirri að Landspítalanum. Sem & doksi gerði. Maður lifandi!

Ferðin sú með hinni fyrstu leið, tók aðeins átta mínútur frá Hamraborginni sem verður að teljast afar góður tími. Öngvinn hausverkur var með bílastæðaleitun heldur bara almenningsvagninn & gengið svá beint inn í helgidóm heilbrigðiskerfisins. 

Unaður.




Frá Háholti á hálftíma ...

46148790_567947733654979_6264055672019615744_nÖngvin þarf að hok´& híma
er heimsækir Mosfellsbæ.
Frá Háholti á hálftíma
í Hamraborg ég næ.

Dr. Gylforce var á dögunum á vappi meðal mosfellskra vagnverja. Doksi kallinn fór á fjörurnar við leið 15 þeirra Kynnisferða sem var þéttsetinn enda á annatíma. 

Þegar að dr.-inn hugði að heimferð, eða öllu heldur í Voginn fagra, kom það honum þægilega á óvart hve fljót & fín ferðin sú var.

Dr.-inn tók sér stöðu um kl. 03 yfir heila tímann í Háholti þeirra Mosfellinga. Það tók hann liðlega 32 mínútum hvar hann var kominn alsæll & unaðslegur í Hamraborg þeirra Kópvæginga!

download (1)Dr. Gylforce tyllti sér í leið 15 frá holtinu háa. Leiðin sú brunaði á korteri í Ártúnið hvar doksi kallinn hoppaði yfir í sænskættaðan metanvagn á leið 18. 

46177270_284999962356123_5585678236295102464_nSá sænski skilaði dr.-num á Grensásveginn hvar leið 2 kom í humátt á eptir leið 18.

Ferðalagið gekk allt hið besta & eins & áður segir er að mati doksa viðunandi að komast frá Háholti að Hamraborg á rúmum hálftíma.

Yfir&út!


Á milli selja & sala ...

015_1299349Úr holtinu breiða yfir í bæ
byggðan hjá vogum tveimur.
Heldur doktorinn í húllumhæ
hollenskur er hans keimur.

Dr. Gylforce hefir fært sig enn frekar upp á skaftið hvar hann hefir nú tekið grimmt leið 28 við Hvammsveg í salahverfi þeirra Kópvæginga.

Það er einungis um 5 mínútna gangur úr selum yfir í sali. Er hér því um fínan rúnt að ræða & buðu Kynnisferðir, sem annast akstur í leið 28, upp á hina hollensku VDL-vagna í gær á hvíldardegi okkar kristinna manna. Nema hvað.

2017682Með leið 28 á dr. Gylforce ákaflega hægt um vik með að komast í húllumhæið við Smáralind & -torg.

Vitaskuld er hægt að fara með leið 4 niður í Mjódd okkar Breiðhyltinga & gera sér far með leið 21 að þessum vinsæla verslunarkjarna. Aukinheldur nemur leið 24 staðar líka í Voginum fagra en hún gengur nú ekki á sama tíma & leið 4 við Mjóddina. Hvað um það.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband